Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 63
menning 63Helgarblað 2. febrúar 2018 Metsölulisti Eymundsson 31. janúar 2018 Vinsælast í bíó Helgina 26.–28. janúar 1 Þorsti - Jo Nesbø 2 Sigraðu sjálfan þig - Ingvar Jónsson 3 Stígvélaði kötturinn 4 Bætt melting betra líf - Michael Mosley 5 Náttbirta - Ann Cleeves 6 Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson 7 Hús tveggja fjölskyldna - Lynda Loigman 8 Gatið - Yrsa Sigurðardóttur 9 Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson 10 Með lífið að veði - Yeonmi Park 1 Maze Runner: The Death Cure (2018) 2 Paddington 2 3 The Post 4 Jumanji 5 Den of Thieves 6 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 7 Ferdinand 8 Óþekkti hermaðurinn (Tuntematon sotilas) 9 Greatest Showman, The 10 Deep (Ævintýri í Undirdjúpum) 1 Floni - Floni 2 JóiPé & Króli - GerviGlingur 3 Herra Hnetusmjör - KÓPBOI 4 Ýmsir - The Greatest Showman 5 Ed Sheeran - ÷ 6 Sam Smith - The Thrill Of It All 7 Post Malone - Stoney 8 Yung Nigo Drippin' - Plús Hús 9 XXXTentacion - 17 10 Hafdís Huld - Vögguvísur Vinsælustu plöturnar Vikuna 21. til 27. janúar. sig. Á endanum var maður kom- inn með ákveðið „vision“ fyrir því sem maður vildi gera.“ Án þess að hafa gefið nokkuð út opinberlega fór nafn Flóna að breið- ast út meðal íslenskra rappáhuga- manna og óútgefin demó skiptu um hendur í tölvupóstum. „Þegar ég byrjaði að fikta fór ég að senda á strákana eitt og eitt lag. Fljótlega voru þau svo komin í frekar mikla dreifingu. Fólk var farið að deila pökkum með einhverjum 20 demó- um sem áttu aldrei að koma út. Þess vegna var fólk farið að heyra eitthvað af lögunum og velta fyrir sér hver ég væri. Þannig að ég var frekar „und- erground“ í byrjun,“ segir Flóni. Síðasta sumar var nafnið svo komið í meginstrauminn þegar hann birtist sem gestalistamaður á plötu Joey Christ og var þar einnig nefndur í einu vinsælasta lagi sumarsins, Joey Cypher, en þar spyr rapparinn Birnir bróðurlega: „Hver er að passa upp á Flóna?“ Flóni sjálfur gefur lítið fyrir að það þurfi eitthvað að passa upp á hann – „það ætti frekar ein- hver að passa upp á Binna,“ segir hann. Tónlistin sem útrás Ólíkt flestum vinsælum röppurum um þessar mundir smíðar Flóni lögin sín að mestu leyti sjálfur frá grunni – hann „pródúserar“ tón- listina eins og það er yfirleitt kall- að. Félagarnir Jökull Breki og Vikt- or Örn koma einnig að tónlistinni, auk þess sem Logi Pedro hefur séð um að mixa. Flóni segir hljóð- vinnsluforritið Logic vera hans helsta hljóðfæri við lagasmíðarn- ar, en forritið segir hann sérstak- lega henta vinnuaðferðum sínum. „Ég vinn ótrúlega hratt. Ég skrifa til dæmis eiginlega aldrei textana mína niður áður en ég tek upp, held- ur „freestyle-a“ bara og skrifa svo út frá því. Ég er alltaf bara „catching the vibe,“ að fanga það hvernig mér líður og hvernig hlutirnir eru á því augna- bliki.“ Hvað er það sem þú vilt ná fram með tónlistinni, hvenær veistu að þú sért með eitthvað í gott í höndunum? „Ef mér finnst ég hafa myndað þá tilfinningu sem ég er að reyna að gefa frá mér. En það getur líka verið ef ég næ að finna einhverja fallega laglínu, eða gera eitthvað „sánd“ sem enginn annar á Íslandi er að gera. En það er mikilvægast að lagið nái til manns á einhverju tilfinningalegu „leveli“, þá fer manni að þykja vænt um það. Þá sér fólk að þetta er frekar einlægt og gott og tengir kannski við það.“ Það er áhugavert að þú tal- ar um einlægni og tilfinningar, því rapptónlist í gegnum tíðina hefur oftar verið tengd við töffaraskap og harkalega karlmennsku. Mér sýnist þú – eins og æ fleiri rapparar i dag – vera óhræddur við að sýna við- kvæmni og semja um eigið óöryggi. „Já, fyrir mig snýst þetta ekki um að vera eitthvað að sýna mig eða reyna að vera nettur fyrir ann- að fólk. Tónlistin er meira eins og útrás fyrir mig: „svona leið mér á ákveðnu tímabili og þess vegna birtist það svoleiðis í einhverju lagi.“ Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að vera fyrir framan eitthvert fólk. Mér er alveg sama um það, ég er bara að þessu fyrir tónlistina.“ Það má segja að alveg frá upphafi hafi eitt helsta umfjöllunarefni popptón- listarinnar verið þeir kraftar sem toga okkur út úr leiði- gjörnum hversdagsleikan- um: þrá og algleymi, vellíðan og annað vitundarstig, ást og ölvun, losti og víma. Það er þó langt síðan að augljósar vísan- ir í vímuefni voru jafn alltumlykj- andi í íslensku poppi og þær eru í rapptónlistinni í dag – og þar eru textar Flóna engin undantekning. En af hverju eru íslenskir rapp- arar að syngja svona mikið um dóp? „Maður syngur bara um „sjittið“ sem er í gangi í lífi manns á hverj- um tíma, og maður dílar bara við það eins og það er. Ég er samt ekki að sýna þetta eins og eitthvað sem fólk ætti að líta upp til. En lífið er bara fokking lífið. Fólk glímir við hluti og það er alls konar sjitt í gangi hjá alls konar fólki og manni sjálfum. Lífið er bara rússíbani og það eru alls konar „distractions“ allt í kringum mann.“ Heimur Flóna Þú talar um að þú sért ekkert mik- ið fyrir það að sýna þig fyrir öðru fólki. Er það ástæðan fyrir því að í allri sjónrænni framsetningu á tónlistinni ert þú sjálfur frekar ógreinilegur og dularfullur í bak- grunninum? Sem minnir mig líka á það að þú ert ekki búinn að gera mikið af tónlistarmyndböndum eins og margir aðrir rapparar i senunni. „Já, Ég er ekkert mikið fyrir það að allir viti hvernig ég lít út eða eitthvað þannig. Ég hef bara vilj- að vera „low-key“. Myndbandið við „Alltof hratt“ var til dæmis ekki hugsað eins og týpískt tónlistar- myndband sem átti að verða mjög vinsælt. Hugmyndin var frekar að gefa fólki ímynd af því „vision -i“ sem ég hafði með plötunni, þannig að þetta myndi meika sens sem hluti af einhverri heildar- mynd. Þarna getur fólk séð hvaða „mood“ ég er að vinna með og tengir kannski betur.“ Þrumur og eldingar yfir regn- votri og myrkri Reykjavík, veip- gufur og óveðurský, innan um blikkandi led-ljós dansar Flóni í glansandi pleðurúlpu, hraðar klippingar, endurkast, brotnir speglar. Litapalletan er fábrot- in, nánast bara svört, grá og köld hvít birta. Þetta er heim- ur Flóna. Og þetta er heimurinn sem hann heldur áfram að þróa í stúdíóinu þessa dagana. Hann vill þó engu lofa um hvað taki við – hvort hann sé byrjaður að huga að næstu plötu eða öðrum stórum ver- kefnum. Hann einbeitir sér bara að því að semja tónlist og svo kem- ur allt annað í ljós. „Eina sem ég geri þessa dagana er að vera niðri í stúdíói að gera tónlist. Maður er alltaf að vinna að nýrri tónlist, og ég geri það svo hratt að ég gæti jafn- vel verið búinn að gefa út sex, sjö plötur – en maður verður að hafa ein- hvern hem- il á sér.“ n Tala saMan Hringi í hana og spyr „hvert ertu að fara?“ Nóttin ung svo við getum verið saman. Þori ekki að vera ekki ég sjálfur fyrir framan hana. Rúlla mér eina og við byrjum að tala saman.„Ég hef aldrei verið mikið fyrir það að vera fyrir framan eitthvert fólk. Mér er alveg sama um það, ég er bara að þessu fyrir tónlistina. Flóni Rapparinn hefur skotist upp á stjörnuhimin íslensks hip-hops með fyrstu plötu sinni. Myndir SigTryggur Ari Úr listheiminum n Það var mikil spenna þegar Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent á Bessastöðum í vikunni. Í flokki fagurbóka hlaut Kristín Eiríks- dóttir verðlaunin fyrir skáldsöguna Elín, ýmislegt. Í flokki barna- og ung- mennabóka hlutu Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler verðlaunin fyrir bókina Skrímsli í vanda. Í flokki fræðibóka hlaut Unn- ur Þóra Jökulsdóttir verðlaunin fyrir Undur Mývatns: -um fugla, flugur, fiska og fól. Allar bækurnar koma út undir einhverjum undirmerkjum útgáfurisans Forlagsins. Myndir frá athöfninni má sjá í Birtu í DV í dag. n Egill Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins og for- maður Félags bókaútgefanda, flutti – venju samkvæmt – ræðu áður en verðlaunin voru afhent og var ómyrkur í máli. Hann hvatti til þess að útgáfa námsefnis yrði færð til sjálf- stæðra bókaútgef- enda í stað þess að þau yrðu áfram „mötuð“ af því sem ríkisútgáfan ákvæði. Þá gagnrýndi hann fjölmiðla fyrir skort á umfjöll- un um bækur og bókmenntir – en tók reyndar ríkisfjölmiðilinn út fyrir sviga. n Og enn af verðlaunum. Ísold Uggadóttir var um síðustu helgi valin besti leikstjórinn í flokki alþjóð- legra kvikmynda á Sundance-hátíðinni í Bandaríkjunum, einni virtustu kvikmyndahátíð heims. Ísold frumsýndi þar fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, Andið eðlilega. Myndin fjallar um hælisleitanda sem verður strandaglópur í Keflavík á leið sinni til Kanada. Mér er í mun að setja heiminn saman Það lukkast aðeins stund og stund Ég raða upp í augna minna ljós mörgu sem ég minnist mörgu sem bezt ég hugði samið og sagt Byggi svo brýr og himna Strengi vel þær brýr set stjörnur á þá himna kveiki líf á þeim stjörnum: verur með viðkvæma sál og sköpunargáfu Stend um hríð hljóður við vegbrúnina minningasafnari grunsmiður skelfinga vonasonur Og á sem snöggvast fáa að Mér er í mun Eitt höfuðskáld þjóðarinnar á 20. öld, Þorsteinn frá Hamri, lést um síðustu helgi, 79 ára gamall. Til að minnast skálds- ins birtum við ljóð hans „Ef ég man“ úr verðlaunabókinni Sæ- farinn sofandi frá 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.