Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 37
FermingarHelgarblað 2. febrúar 2018 KYNNINGARBLAÐ Þetta er heitasta fermingar-gjöfin,“ segir Magnús Þór Sveinsson, hjá Nítró Sport, um vespurnar sem selst hafa afar grimmt undanfarin ár. Um er að ræða bensínvespur frá Znen og rafmagnsvespur frá Z-Tech. Engin réttindi þarf til að aka þessum vespum, ökuþórarnir þurfa einungis að vera orðnir 13 ára gamlir og bera hjálm. Ekki þarf að skrá farartækin frekar en reiðhjól en hámarkshraði þeirra er 25 km/klst. Að sögn Magnúsar eru foreldrar ekki síður ánægðir með vespurnar en eigendur þeirra, unglingarnir: „Þau losna nefnilega við endalaust skutl með krakkana í skólann, á æfingar og fleira. Krakkarnir verða sjálfstæðari og meira sjálfbjarga um sínar ferðir. Sumir foreldrar þurftu áður jafnvel að bregða sér úr vinnu til að skutla krökk- unum en vespan bjargar þessu fyrir þá í dag. Vespan er líka svo skemmtilegur fararskjóti að unglingurinn kýs frekar að fara á henni en biðja um far.“ Vespa er ekki dýr fjárfesting en góðar rafmagnsvespur af gerðinni Z- Tech kosta aðeins 149.000 krónur og bensínvespurnar kosta 229.000 krón- ur. Þrátt fyrir þenn- an verðmun segir Magnús að bens- ínvespurnar séu vinsælli: „Hleðslan á rafmagnshjólinu endist í um 25 kíló- metra en sé bens- íntankurinn á vespunni fylltur endist hann í allavega 200 kílómetra. Hægt er að hlaða rafmagnsvespuna með því einfaldlega að stinga henni í venjulega rafmagnsinnstungu en það tekur um sex klukkustundir að fullhlaða hana. En hins vegar, og það er held ég meginá- stæða vinsældanna, er bensínvespan einfald- lega stærra og veg- legra farartæki með 50 kúbíka fjórgengismótor.“ Báðar gerðirnar fást í þremur lit- um; rauðum, hvítum og svörtum. Nítro Sport hefur selt vesp- ur í fjölda ára og segir Magnús að reynslan af þeim sé feikilega góð. Viðhald á þeim er til dæmis afar lítið. „Núna vorum við að fá nýja týpu af bensínvespu í hús, Znen R8. Hún er með LED-ljósum og rafmagns- blöndungi en það síðar- nefnda gerir hana umhverfi- svænni,“ segir Magnús. Nítró Sport er til húsa að Urðarhvarfi 4 í kjallara. Þar eru auk vespnanna meðal annars til sölu vandaðir mótorhjólahjálmar sem algjör skylda er að bera við aksturinn. Þá er öll viðgerðarþjónusta varð- andi vespurnar á staðnum. Opið er virka daga frá kl.10 til 18. Sjá nánar á Facebook-síðunni www.facebook/ nítró og nitro.is. Hesja, Glerárgötu 36, er umboðsaðili Nítró á Akureyri. Draumafarartæki fermingarbarnsins VESpUR FRá NíTRO SpORT HAFA SLEGið RæKiLEGA í GEGN Mi iceland er viðurkennd-ur endursöluaðili á ís-landi fyrir kínverska snjalltækjaframleiðandann Xiaomi, Mi. Þó að merkið sé ekki ýkja þekkt eru tækin gífurlega vinsæl. „Mi hafa verið að rokka frá 3. upp í 5. sæti sem stærstu farsímaframleiðendur í heiminum síðustu ár. Þeir hafa átt Asíumark- aðinn nokkurn veginn frá byrjun en í seinni tíð eru þeir einnig að verða mjög stórir í Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Örvar Blær Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Mi iceland. Mi framleiðir miklar gæða- vörur en þar sem merkið er ekki jafnþekkt og til dæmis Samsung eða Apple þá eru þessar vörur yfirleitt mun ódýrari en þekktari merki í sama gæðaflokki: „Þú ert að fá þrefalt meiri gæði miðað við annað tæki í sama verð- flokki,“ segir Örvar. Mi-farsím- ar nota Android-stýrikerfið en eru oft kallaðir Apple of China enda er hönnunin mjög í anda Apple. Mi-vörurnar eru afskaplega hag- stæðar og heppilegar fermingargjafir. Snjallsímarnir eru í nokkrum verðflokk- um og hægt er að fá mjög góðan snjall- síma fyrir aðeins um 25.000 krónur. Með slíkum síma er hægt að gera allt sem maður notar hefðbundinn snjall- síma í, rafhlaðan er endingar- góð og myndavélin er sérlega góð, sem er mjög eftirsóttur kostur í snjallsímum í dag. Þá má nefna hinn vin- sæla farsíma Mi Max 2 sem er svo stór að hann minnir helst á spjaldtölvu þar sem skjárinn er 6,44 tommur. Þessi sími sker sig frá öðrum á markaðnum fyrir einstak- lega endingargóða og stóra rafhlöðu. Þetta gerir Mi Max 2 mjög heppilegan til að spila leiki á, nokkuð sem er mjög eftirsóknarvert fyrir marga unglinga á fermingaraldri. Svo má nefna hið frábæra Mi TV Box sem er sambærilegt við Apple TV en kostar aðeins tæplega 15.000 krónur. Tækið er tengt við sjónvarpið með HDMi- snúru og því er stjórnað með lítilli fjarstýringu. Með þessu tæki getur þú á einfaldan hátt notað forrit eins og Netflix, plex, Kodi, Youtube og Spotify. Ein áhugaverð vara í ódýrari kantin- um er síðan snjallúrið Mi Band 2 sem er smágert og afskaplega snoturt í út- liti. Úrið fæst á innan við 8.000 krónur en hefur til að bera gæði sambærileg við snjallúr á um 20.000 krónur. Mi iceland er vefverslun sem sendir hvert á land sem er og er enginn sendingarkostnaður. Nánari upplýs- ingar eru á vefsíðunni www.mii.is. Þreföld gæði miðað við sam­ bærileg tæki í sama verðflokki Mi iCELAND Mi Band 2 Mi TV Box
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.