Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 18
18 Helgarblað 2. febrúar 2018fréttir Lögfræðingarnir sem þú vilt fá þér ef þú ert í vandræðum G óður lögmaður þekkir lög- in, frábær lögmaður þekk- ir dómarann.“ Þannig hljómar þekkt orðatiltæki eftir ókunnan höfund sem oftar en ekki er kastað fram í hálfkær- ingi fremur en alvöru enda mun réttlætisgyðjan vera blind. Það er þó þannig að lögmaður með sannfæringarkraft hlýtur að vera líklegri til að fá dómara til að fall- ast á hans sjónarmið. DV tók sig til og kannaði hvernig einstök- um lögmönnum hefur gengið að sannfæra dómara fyrir Hæstarétti síðustu þrjú ár, 2015 til 2017. Úttektin miðast við þau einka- mál sem lögmenn hafa flutt munnlega fyrir Hæstarétti. Op- inber mál eða sakamál eru ekki talin með enda hallar þar eðli máls samkvæmt verulega á lög- mann hins ákærða. Um saka- mál er fjallað sérstaklega á næstu síðu. Jafnframt voru undanskilin öll kærumál enda eru þau skrif- leg. Fáar konur en sigursælar Alls voru skoðuð 683 dómsmál en þau fluttu 214 lögmenn. Af þeim lögmönnum voru aðeins 36 konur, eða rétt tæplega 17%. Það hlutfall er lágt en þarf ekki að koma á óvart þegar litið er til þess að af skráðum hæstarétt- arlögmönnum á heimasíðu Lög- mannafélagsins er fjöldi kvenna í svipuðu hlutfalli, eða um 16%. DV ákvað að finna þá 20 lög- menn sem fluttu flest málin og skoða árangur þeirra. Eins og má sjá á töflunni voru aðeins tvær konur á þeim lista en þær tróna hins vegar í efstu tveimur sætun- um yfir vinningshlutfall. Þó þær hafi starfað fyrir sterka umbjóð- endur, annars vegar ríkið og hins vegar Reykjavíkurborg, er ekki hægt að segja annað en að skor- kortin þeirra séu tilkomumikil. Úttekt sem þessi verður aldrei n DV tekur út árangur lögmanna fyrir Hæstarétti n Konur fáar en sannfærandi n Einstaklingar eiga erfitt uppdráttar Sigurvin Ólafsson sigurvin@dv.is Fækkun mála fyrir Hæstarétti á síðasta ári n Enn frekari fækkun með tilkomu Landsréttar n Ólafur Börkur með fæst mál en flest sératkvæði D æmdum málum fyrir Hæstarétti árið 2017 fækk- aði um rúm 13% frá árinu 2016. Mestu munar þar um mikla fækkun dóma í áfrýjunar- málum, sem fækkaði um tæplega þriðjung, fóru úr 356 málum í 256 mál. Hafa dómar í áfrýjuðum saka- málum ekki verið færri síðan árið 2002 og dómar í áfrýjuðum einka- málum voru síðast færri árið 2007. Undanfarin misseri hefur tölu- vert verið fjallað um mikið vinnuá- lag í Hæstarétti enda hafði málum fjölgað mjög ört síðustu ár. Meðal annars til að bregðast við því hefur verið komið á fót millidómsstigi, Landsrétti, sem tók til starfa nú í ársbyrjun. Ætla má að Landsréttur muni taka mesta hitann af Hæsta- rétti í framtíðinni. Ekki liggur skýrt fyrir hvaða málum Hæstiréttur mun sinna hér eftir en sú breyting hefur þó verið lögfest að áfrýjun mála til réttarins verður í öllum til- vikum háð leyfi Hæstaréttar. Mun Hæstiréttur í þeim tilvikum með- al annars meta hvort úrslit máls- ins hafi verulegt almennt gildi eða varði sérstaklega mikilvæga hags- muni. Hversu mikið málum fyrir Hæstarétti mun fækka er því óvíst en eitt viðmið sem má líta til er hversu mörg mál hafa verið flutt fyrir 5 dómurum eða fleiri síðustu ár, en það teljast jafnan vera mikil- vægari og fordæmisgefandi mál. Á síðasta ári voru slík mál rúmlega 60 talsins og voru síðustu 5 árin þar á undan álíka mörg að meðaltali. Meiri samstaða meðal dómara Eins og sést á töflunni hér til hliðar var annríkið mismikið hjá hverj- um dómara fyrir sig á síðasta ári. Afkastamestur var Helgi I. Jóns- son, varaforseti réttarins, en hann var viðriðinn rúmlega 300 mál á árinu. Ólafur Börkur Þorvalds- son dæmdi fæst mál allra dóm- aranna og virðist hafa verið í leyfi fyrsta helming ársins. Það breytti því ekki að hann var engu að síð- ur sératkvæðamestur, hann skilaði flestum sératkvæðum allra dóm- ara á árinu, alls þremur. Raunar virðist sem dómarar réttarins séu orðnir nokkuð samstilltir því sér- atkvæði voru aðeins lögð fram í sjö málum á árinu. Á heimasíðu rétt- arins er að finna tölulegar upp- lýsingar um fjölda sératkvæða á hverju ári allt aftur til ársins 1999 og hafa þau aldrei verið eins fá og síðasta ár. Mögulega má þó rekja það til leyfis Ólafs Barkar því hann hefur síðustu ár borið höfuð og herðar yfir aðra dómara hvað sér- atkvæði varðar. Af þeim málum þar sem sératkvæði hafa verið lögð fram síðastliðin þrjú ár hefur Ólaf- ur Börkur staðið á bakvið tæplega helming þeirra. Fjöldi dæmdra mála í Hæstarétti 2015–2017 Tegund 2015 2016 2017 Áfrýjuð einkam. 229 264 190 Áfrýjuð sakam. 103 92 66 Kærumál 429 407 405 Samtals 761 763 661 Skipting mála á milli dómara árið 2017 Dómari Dæmd mál Þar af kærumál Þar af einkamál Helgi I. Jónsson 304 217 87 Benedikt Bogason 290 195 95 Karl Axelsson 266 169 97 Greta Baldursdóttir 221 129 92 Viðar Már Matthíasson 171 79 92 Markús Sigurbjörnsson 163 69 94 Þorgeir Örlygsson 155 68 87 Eiríkur Tómasson 111 55 56 Ólafur Börkur Þorvaldsson 92 56 36 Þrátt fyrir þennan mun á milli dómara í dæmdum málum virðist sem miðað sé við að einkamál- um sé skipt nokkuð jafnt á milli dómara. Sératkvæði árin 2015–2017 Dómarar 39 mál, 46 sératkvæði Hlutfall Ólafur Börkur Þorvaldsson 19 41% Benedikt Bogason 7 15% Viðar Már Matthíasson 6 13% Karl Axelsson 4 9% Eiríkur Tómasson 4 9% Helgi I. Jónsson 3 7% Þorgeir Örlygsson 1 2% Markús Sigurbjörnsson 1 2% Ingveldur Einarsdóttir 1 2% Ólafur Börkur Þorvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.