Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 68
68 lífsstíll - kynlíf Helgarblað 2. febrúar 2018 Íslenskar konur leysa frá skjóðunni n Vandræðalegar kynlífssögur n Parið sem kveikti í rúminu og konan sem fékk glóðarauga F lestallir fullorðnir einstak- lingar stunda kynlíf reglu- lega hvort sem það er með maka sínum eða einnar næt- ur gaman. Yfirleitt gengur athöfn- in nokkuð vel fyrir sig en þó koma skipti þar sem gamanið getur snúist yfir í hrikalega vandræða- lega stund sem fólk vill helst aldrei ræða aftur. DV hafði samband við nokkrar íslenskar konur sem voru tilbún- ar til þess að segja frá vandræða- legum atvikum sem þær hafa lent í meðan á kynlífi stóð. Sögurnar eru í senn skemmtilegar og vandræða- legar. Við gefum konunum orðið: Ég endaði með manni heima eftir eitt djammið og i miðjum klíð- um er ég ofan á hon- um og sný baki í hurðina. Labbar þá ekki mamma hans inn og fer að garga á hann hvaða stelpa þetta sé eiginlega og öskrar bara á hann. Mér hef- ur aldrei liðið jafn illa og þá! „ Ég mun ALDREI gleyma skelfingar- svipnum á átta ára stráknum mínum þegar hann labbaði inn í stofu um daginn með tárin í augunum og sagði: „Pabbi, hvað ertu að gera við pjöll- una hennar mömmu? Mamma, er allt í lagi? Er pabbi nokkuð vond- ur við þig?“ Ég hugs- aði alltaf með mér að barnið mitt myndi sko ALDREI labba inn á okkur, þannig ég hef aldrei hugsað um hvað ég myndi segja ef það gerðist. Ég veit ekki enn þá hvað ég á að segja honum! Ég var niðri á kallinum þegar eldri sonur minn labbar inn. Ég þurfti að henda mér á fætur og með hann inn í herbergi án þess að snerta hann því hend- urnar mínar voru ... mengaðar ... Ég kyssti hann ekki góða nótt þetta kvöld. Ég var einu sinni á djamm- inu fyrir mörgum árum. Ég var með mjög stutt hár og lang- aði að vera svaka pæja þetta kvöld og ákvað því að vera með hárkollu. Allavega, þegar ég var orðin vel drukkin endaði ég inni á klósetti með manni. Í öllum hamaganginum rífur hann í hárið á mér og ég gleymi sennilega aldrei svipnum á manninum. Standandi úti á gólfi með buxurnar á hælunum og HÁRIÐ mitt í hendinni! Ég átti einu sinni kærasta og var í heimsókn heima hjá honum og for- eldrum hans. Við vorum ein heima þannig við ákváðum nú að nýta tækifærið, gam- anið byrjar og við vorum inni í herberginu hans. Ég er ofan á og sný að hurðinni. Allt í einu opnast dyrnar og var það ekki stjúppabbi hans sem ætlaði að koma til þess að tala við hann. Skelfingarsvipurinn á pabban- um og kærastinn minn snapp- aði og öskraði á hann að fara út á meðan hann kastaði mér af sér. Ég held að greyið kall- inn hafi séð allt! Hann skellti dyrunum aftur, við heyrum hratt fótatak upp stigann, úti- dyrahurðinni skellt og brunað í burtu á bílnum. Ég lá í hlát- urskasti á gólfinu og kærastinn var mjög vandræðalegur. Svona voru fyrstu kynnin hjá mér og tengdapabbanum í þessu sam- bandi. Fjölskyldukvöldmatur- inn þetta kvöldið var mjög vandræðalegur! Það var eitt skipti með einum fyrrverandi kærasta þar sem við vor- um á fullu yfir allt rúmið og herberg- ið. Við vorum með ljósin slökkt upp á blygðunarkennd fröken feiminnar hérna. Við kveikt- um svo ljósið eftir apaleikinn og fröken feimin leið næstum út af vegna blóðflæð- is upp í höfuð því hún hafði byrjað á túr þarna í miðjum klíðum, og rúmfötin voru sko ekki mjög hvít lengur. Við kveiktum einu sinni í rúminu okkar í miðjum klíð- um! Við vorum með kertaljós aðeins of nálægt og rúmið endaði logandi! Þegar búið var að slökkva eldinn var líka búið að slökkva í okkur! „ Ég var einu sinni ofan á fyrrverandi og við vorum á brúninni. Við ætluðum að skipta um stöðu ég hallaði mér í vitlausa átt og lenti á andlitinu! Ég græddi flott glóðarauga á því að lenda à nátt- borðinu. MJÖG VAND- RÆÐALEGT!! Við fyrrverandi vorum í rúm- inu og þá labbar mamma hans inn, hún skellir aftur dyrunum. Við ákváðum að halda áfram og eftir um það bil fimm mín- útur bankar pabbi hans á dyrn- ar og spyr okkur hvort við séum ekki örugglega að nota smokk- inn, annars ætti hann einn í skúffunni! Ég fór einu sinni til fyrrverandi kærasta míns (vorum búin að vera hætt saman lengi). Ég var á túr og var með túrtappa, við enduðum á því að stunda kynlíf í rúminu hjá mömmu hans með túrtappann enn- þá inni í. Eft- ir kynlífið fer ég á klósettið og reyni að finna túrtapp- ann og fer með höndina upp en fann hann ekki. Ég varð alveg pínu hrædd og hélt ég þyrfti að fara til lækn- is en ætlaði samt að bíða í smá stund og athuga hvort hann kæmi þá ekki bara sjálfur niður. Ég fór svo bara heim en daginn eftir var ég að tala við litlu systur hans og hún tjáði mér það að mamma hans hafi fundið notaða túrtappann minn í rúminu hjá sér! Ég hef sjaldan skammast mín svona mikið! Fyrsta skiptið okkar saman. Við erum bæði heima í sveit í jólafríi, þekkjum til hvort annars en erum engir vinir. Við erum búin að vera að spjalla mjög lengi þegar við ákveðum að fara saman á rúntinn. Hann sækir mig og við rúntum um alla sveitina en leggjum bílnum svo aðeins af- síðis. Við kyssumst og knús- umst og vindum okkur í það besta en eftir smá stund fatta ég að ég er að byrja á blæðing- um. Einmitt besta mómentið! Ég stoppa og læt hann vita en segi við hann að mér sé sama ef honum sé sama, honum var sama! Eftir buxna- lausa partíið hins vegar sáum við að það hafði komið blettur í sængina sem hann hafði lagt undir okkur og þá hófust þessar samræður: KK: ,,Veistu hvernig maður þvær svona sængur? Má ekki henda þeim í þvottavél?” Kvk: ,,Jú, það ætti að standa á þvottaleiðbeiningunum bara.” KK: ,,ókei, æ, þetta er sængin hennar mömmu.” Kvk: ,,Hvað ertu að gera með hana í ... og þá rek ég augun í útsaum- uðu púðana sem eru í flestum sætum bílsins ásamt heklaða speglaskrautinu sem hékk með ilmtásunni frammí. Ómægod, þetta er bíll mömmu þinnar, er það ekki??” KK: ,,... jú.” Við ákváðum að þetta yrði bara gert einu sinni, kvödd- umst með þeim orðum að segja engum frá þessu og að þetta yrði bara okkar á milli. Tveimur börnum síðar höfum við staðið fast við þetta og látið bíl tengdó algjörlega ósnertan! Ég skammast mín samt mest fyrir það að greyið tengdamóð- ir mín hafi þurft að sofa með þessa sæng svona. Hann nefni- lega ákvað bara að þurrka hana með blautri tusku þegar hann kom heim! Ég var kasólétt og eins og gengur og gerist þá hafa menn þarfir. Við erum í miðjum klíðum þegar dyrunum er skellt hressilega upp! Kemur elsta barnið, þá 4 ára, inn og segir: Mamma, hvað gengur hér á?! Ég var ofan á hon- um og ekki alveg sú meðfærilegasta svona kasólétt! Við reynum á fullu með hjartað í buxunum (sem voru ekki til staðar) að ýta mér af og í leiðinni að reka hana inn í herbergi! Ég held að við séum skemmdari en barnið eftir þessa lífsreynslu! „Við vorum að stunda kynlíf og dóttirin sofandi inni í her- berginu hjá okkur. Allt í einu heyrist í henni: „Ekki svona læti, mamma.“ Aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.