Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 44
32 fólk - viðtal Helgarblað 2. febrúar 2018 Jón bendir á að flokkurinn hafi alla tíð haft mikið fylgi flestra stétta, ekki síst verkafólks. „Flokk- urinn talar ekki lengur til verka- fólks. Af hverju er Miðflokkurinn til? Eða Flokkur fólksins? Eða Við- reisn? Þingmennirnir sem eru þarna inni eru aldir upp í Sjálf- stæðisflokknum.“ Hvernig gerðist þetta? „Þetta hófst þegar farið var frá þeirri stefnu Davíðs Oddsson- ar að vera með dreift eignarhald á fjármálafyrirtækjum og klíku- myndun í bönkunum byrjaði. Þá myndaðist auðstétt sem taldi sig ekki þurfa að lifa í sama samfélagi og aðrir.“ Mun þessi þróun halda áfram í flokknum? „Ég ber þá von að samstarfið við Vinstri græn muni draga okk- ur aftur að upprunanum. Ég var mikill talsmaður þessa samstarfs.“ Ræðismaður paradísar á Ind- landshafi Jón er fráskilinn, faðir tveggja uppkominna barna. Fyrir um tuttugu árum síðan, þegar þau hjónin áttu von á sínu seinna barni, ákváðu þau að ferðast á óákveðinn stað á jarðkringlunni. Þau sneru hnetti og fingurinn lenti á Seychelles-eyjum í Ind- landshafi. „Ég faxaði forsetanum bréf úr stofunni heima og lýsti því að þó að Ísland og Seychelles-eyj- ar væru hvor sínum megin á hnettinum þá væru þetta eyríki sem lifðu á fiskveiðum og þyrftu á aukinni umræðu um verndun hafsins og hafréttarmál að halda. Síðan fórum við út.“ Þegar fjölskyldan sneri til baka var rúllan á faxvélinni komin niður á gólf og Jóni boðin staða ræðismanns sem hann hefur gegnt síðan. Er þetta mikið starf? „Nei, alls ekki. Að vísu tóku einkaaðilar að sér að tölvuvæða grunnskólakerfi landsins árið 2007 og ég aðstoðaði við það. Reykjavíkurborg kostaði svo tvo tölvukennara til að kenna grunn- skólakennurunum. Síðan hef ég leiðbeint þeim Íslendingum sem vilja fara þangað. Þetta er algjör paradís á jörð, með fallegustu ströndum heims og risaskjaldbök- um sem hvæsa á mann.“ Börnin spurðu hvort hann væri að drekka Um þessar mundir fagnar Jón því að ár sé liðið frá því að hann sagði skilið við Bakkus. Hann byrjaði að fikta við að drekka 15 eða 16 ára gamall en áfengisneysla varð ekki að vandamáli fyrr en seinna á lífsleiðinni. Jón lýsir því hvern- ig Bakkus færði sig sífellt framar í lífsrútunni þar til hann tók sjálfur um stýrið en Jón fór í farþegasætið. „Þetta verður að vandamáli þegar þú ert farinn að lofa sjálfum þér á morgnana að drekka aldrei aftur því að þynnkuköstin eru svo mikil. Hjá mér ágerðist þetta sífellt en ég var ekki blindfullur alla daga eða að týnast eða að skandalísera. Vín gerði mig mjög hamingjusam- an og rólegan mann.“ En Jón lýsir því að fólk var far- ið að koma til hans og segja að það hafi verið vínlykt af honum á hin- um og þessum tímapunktum og hann vissi að það var rétt. Hann var farinn að skipuleggja daginn út frá neyslunni, hvaða vinir væru líklegir til að vera að fá sér, hvaða viðskipta- eða stjórnmálahóf væri í gangi. Þegar hann fór á Leifsstöð var farið beint á barinn, sama hvað klukkan var. Þegar farið var í ferða- lög varð birgðastaðan á áfenginu alltaf að vera í lagi. Um tíma var þetta þó ómeðvituð hegðun. Jón og eiginkona hans skildu árið 2010. Á því ári hætti hann að drekka í níu mánuði og sótti einn AA-fund. „Mér fannst þetta skrítið þá og gerði ekkert mikið úr þessu. Ég hélt að þetta væri eins og að hætta að drekka gos eða borða einhverja matartegund. Síðan byrjaði ég aftur að drekka.“ Jón gerði sér í sífellu betur grein fyrir vandanum. Börnin hans tvö, sem voru orðin stálpaðir ung- lingar, voru farin að hafa orð á þessu við hann. „Þau spurðu hvort ég væri að fá mér þegar þau voru að koma til mín. Ég lifði í blekk- ingum varðandi þetta og sagði við sjálfan mig að ég hefði kannski fengið mér of mikið síðast þegar börnin voru hjá mér ... en þá var það kannski búið að gerast tíu eða tuttugu sinnum. Þér finnst þetta allt í lagi og telur þér trú um að enginn sé að tala um þetta.“ Þegar Jón gerði sér grein fyrir að fólk væri farið að tala um þetta var viðbragðið að drekka einn eða í mjög þröngum hópi, hópi sem hann vildi ekki annars um- gangast. Hann tók líka eftir því að hann var farinn að gera fólki ýmsa vinargreiða, svo sem að hjálpa til við flutninga, til þess eins að eiga inni „bónuspunkta“ og fyrirgefn- ingu fyrir drykkjunni. „Fólk nýt- ir sér alkóhólista að þessu leyti og alkóhólistinn verður þræll eig- in fíknar til að hjálpa öðrum. Það var stór partur af batanum að geta sagt nei.“ Undir það síðasta var drykkj- an farin að koma niður á störf- um og fjölskyldulífi Jóns. „Ég varð að fresta fundum og þol mitt fyrir skoðunum annarra var lítið. Síð- an fólst í þessu mikil félagsleg ein- angrun. Samskipti við mína nán- ustu skiptu mig mestu máli og ég taldi mig vera góðan föður. Ég vildi ekki klúðra því. Líka við mína fyrr- verandi, við erum vinir. Ég vildi ekki horfa upp á að vera valdur að vanlíðan annarra algjörlega að ósekju.“ Þung skref inn á Vog Þann 25. janúar komu nokkrir góðir vinir Jóns til hans og gerðu það sem kallað er íhlutun. Þeir sögðu honum að áfengisneyslan háði honum, hann væri að verða ótrúverðugur, fólk væri að tala mikið um drykkjuna og þeir gætu ekki horft upp á þetta lengur. „Þá voru þeir búnir að fá inni á Vogi fyrir mig og ég átti að mæta daginn eftir. Það var þögn í tvær sekúndur en þá kom eitthvað yfir mig og ég sagðist ætla að fara í meðferðina. Ég vissi ekki einu sinni hvar Vog- ur var.“ Jón segir að það hafi verið þung skref að stíga inn á Vog, og ennþá þyngri þegar hann var látinn hátta og leitað í farangri hans. „Ég gleymi því aldrei að Obsession-rakspírinn minn var tekinn því mér var sagt að fólk drykki rakspíra þarna inni.“ Eitt vandamál sem Jón þurfti að takast á við var að vanmeta ekki sjúkdóminn. Þarna inni var fólk sem hafði farið í meðferð svo tug- um skiptir. „Maður situr og hlustar á sögur sem eru langtum svæsnari en manns eigin og þá fer maður að hugsa með sér: Ég er ekki alkó- hólisti, ekki miðað við þetta. En þarna er hætta sem maður verður að vara sig á.“ Eftir nokkra daga fór Jón í eft- irmeðferð á Staðarfell á Fells- strönd. Þar lærði hann um sjúk- dóminn og skömmin hvarf smám saman. „Þetta er banvænn heila- sjúkdómur. Það er enginn heil- brigður maður sem drekkur sig til dauða og skaðar fólk í kringum sig í leiðinni. Þegar ég fékk þennan lærdóm varð ég ákaflega feginn.“ Hvernig hefur meðferðin breytt þér sem persónu? „Alkóhólið var að breyta mér sem persónu. Ég er kominn til baka. Virknin, öryggið, húmor- inn og góð samskipti við börn- in mín er það sem skiptir mestu máli. Ég er líka orðinn mun slakari með hluti sem ég hef engin áhrif á. Hvort Trump sé asni, eða hvort Sjálfstæðisflokknum eða Íhalds- flokknum gangi illa.“ n „Þetta var í fyrsta skipti sem ég sá pabba, sem var hetjan mín, varnarlausan og liggjandi á sjúkrarúmi Baráttan við Bakkus „Ég gleymi því aldrei að Obsession-rakspírinn minn var tekinn því mér var sagt að fólk drykki rakspíra þarna inni.“ Mynd SIgtRygguR ARI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.