Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 55
552. febrúar 2018 „Ég held að alltof margir karlar geri þau mistök að fara fjær konum sínum þegar þeir ættu í raun að fara nær þeim. „Það er enginn skortur á karlmennsku að vera ljúfur“ verkstjóri hjá Esso, hafi faðir hans, Stefán Kristjánsson, verið mjög blíður og ljúfur maður sem hikaði aldrei við að sýna mjúku hliðarnar á sjálfum sér. „Pabbi var hávaxinn, grann- ur og ilmandi af bensínlykt í minningunni. Af honum lærði ég samt að það er enginn skortur á karlmennsku að vera ljúfur, sem mér fannst mjög gott því það eru margir haldnir þessum misskiln- ingi að karlmennska gangi út á einhverja hörku. Mamma var svo alveg ótrúlega klár í grasafræðum. Hún kunni að nota alls konar jurtir og plöntur til að bæta heilsuna, auk þess sem hún eldaði mjög góðan mat úr baunum og öðru grænmeti. Ég lærði alveg helling af henni í þessum málum og ég held að þau, sem foreldrar mínir, hafi verið mjög góðar fyrirmyndir,“ útskýrir Matti og bætir við að hann hafi í raun lært margt annað gott af móður sinni. Meðal annars hvernig maður á að nálgast fólk sem er að takast á við mikla erfiðleika. „Þegar mamma var nítján ára fæddi hún andvana son. Þessi reynsla hafði djúpstæð áhrif á foreldra mína, og að takast á við sorgina sem fylgdi gaf þeim mikla samkennd með öðrum. Þegar áföll hafa dunið yfir, til dæmis sjálfsvíg, ástvinamissir eða alvarleg veikindi, þá verða vinir og kunningjar oft vandræðalegir. Sumir forðast jafn- vel syrgjandann – en það er einmitt það sem maður á ekki að gera. Þegar mamma var að takast á við þennan missi þá voru það gömlu konurnar sem komu til hennar, tóku utan um hana og sýndu henni hlýju. Hún sagði að þessar konur hefðu bjargað andlegri heilsu sinni með því að veita henni athygli og sýna henni samúð og samkennd og þetta kenndi hún mér.“ Hjálpar fólki að heyra í sjálfu sér Eins og fyrr segir þurfti Matti virkilega að takast á við sjálfan sig eftir meiðslin. Hann þurfti að endurmeta eigin getu og hugar- far, læra á sjálfan sig upp á nýtt, eins og hann segir. Af þessu lærði hann líka að setja sig betur í spor annarra en segja má að starf hans gangi einmitt út á að skilja það sem Matti kallar „innra svæði“ þeirra sem til hans koma til að geta mót- að stefnu fyrir framtíðina. „Stundum hefur fólk allt til alls, þekkingu, færni, menntun og svo framvegis en kann samt ekki almennilega á sjálft sig. Starf mitt gengur að mörgu leyti út á að hjálpa fólki að heyra í sjálfu sér. Ég spyr spurninga sem leiða á endanum til þess að fólk heyrir svörin mjög skýrt. Heyrir hvert það vill fara og hvað það langar raun- verulega til að gera og hvernig það vill sjá líf sitt þróast til hins betra,“ útskýrir hann en nú eru liðin þrjátíu ár frá því hann hóf námið í Bandaríkjunum. „Ef ég gæti farið aftur í tímann, verandi sá sem ég er í dag, vitandi það sem ég veit núna, þá er ég ekki viss um að ég hefði endilega valið mér þetta nám og þennan starfsvettvang. Ég hugsa nefnilega að ungi ég hefði getað byrjað að stunda íþróttir aftur ef ég hefði vitað allt sem ég veit núna. En svo má aftur segja að ef ég hefði aldrei farið á þessa braut þá hefði ég auðvitað aldrei komist að þessu öllu,“ segir hann og hlær. „Ég ætl- aði alltaf að verða atvinnumaður í körfubolta en þess í stað varð ég atvinnumaður í að hjálpa fólki. Það sem hefur haldið mér í starfinu í öll þessi ár er einlægur áhugi minn á fólki og hann verður bara meiri og meiri með árunum. Mig langar að vita yfir hvaða eiginleikum fólk býr og hvað það getur gert við þá. Ef ekki væri fyrir þennan ein- læga áhuga þá væri ég örugglega fyrir löngu búinn að gefast upp og farinn að snúa mér að einhverju öðru.“ Hefur aldrei gefið sig út fyrir að vera sálfræðingur Árið 1993, þegar Matti kom heim frá Bandaríkjunum, beið hans það verkefni að plægja það sem þá var algjörlega óplægður starfsakur, enda höfðu fáir heyrt um heild- ræna heilsumeðferð, og enn voru áratugir í að fólk vissi hvað mark- þjálfun var enda birtist það orð ekki á prenti fyrr en eftir síðustu aldamót, þegar orðið „coaching“ var þýtt sem markþjálfun í grein sem birtist í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins, í desember 2005. Fyrstu árin gekk starf hans aðallega út á hefðbundnar nudd- og líkamsmeðferðir en fljótlega kom í ljós að undirbúnings- samtöl við viðskiptavinina skiluðu meiri árangri. Hann kom því fyrir hægindastól- um á stofunni og byrjaði á samtali, áður en fólk lagðist á nuddbekkinn. „Heildræn heilsumeðferð felur í sér að andlegt og líkamlegt jafnvægi fer hönd í hönd. Maður þarf að skoða líkamlega partinn, eins og til dæmis mataræði, sem getur oft verið grunnurinn að streitunni, en svo þarf einnig að skoða önnur persónulegri mál eins og til dæmis sambönd, fjármál, vinnuna og hvort fólk sé almennt sátt við þann stað sem það er á í lífinu og hvert það stefnir. Eftir að ég byrjaði að leggja aukna áherslu á samtöl tók ég eftir því að líkamsmeðferðirnar voru fljótari að skila árangri.“ Samtalsmeðferðir Matta gáfu svo góða raun að sumir báðu jafn- vel um að setjast bara í stólinn og sleppa nuddinu en eðli starfs síns vegna mætti hann áskorun þar. „Ég er jú ekki sálfræðingur og hef aldrei gefið mig út fyrir að vera það þótt sumir hafi haldið mig slíkan. Starf sálfræðinga gengur að mörgu leyti út á að greina uppeldi og æsku og setja í samhengi við líðan einstaklingsins en það sem ég var að gera snerist um annað. Þó að viðskiptavinir mínir hafi verið mjög ánægðir þá fannst mér eins og mig vantaði betra kerfi til að fara eftir. Samtalstækni og aðferðir sem gætu sýnt mælanlegan árang- ur, enda er ég mjög árangursmið- aður sjálfur. Með því að gerast markþjálfi fékk ég nákvæm- lega það sem mig vantaði til að ramma inn og full- komna það sem ég hafði verið að gera í mörg ár.“ Ákvað að láta óttann ekki hafa yfirhöndina Veistu hvað það er í sjálfum þér sem veldur þessum áhuga á öðru fólki og því sem það er að fást við? „Líklegast er hann sprottinn af þeirri upplifun minni að hafa óstöðvandi sjálfstraust og finnast ég ósigrandi, fara svo í gegnum meiðslin, missa sjálfstraustið og finnast ég ekki geta neitt. Ákveða svo upp úr því að láta aldrei óttann koma í veg fyrir að ég gæti haldið áfram. Láta aldrei óttann taka frá mér lífið sem ég vildi lifa.“ Hvað óttaðist þú þá mest? „Það sama og allir aðrir. Að standa mig ekki. Að vera ekki nóg og verða fyrir höfnun. Allir, sem hafa upplifað það að verða fyrir alvarlegum veikindum og komast ekki áfram, fara í gegnum sorgarferli sem tengist því að geta ekki verið maður sjálfur eins og áður. Maður þarf að greina og skilja hvað það var sem gerðist og svo þarf maður að læra á sjálfan sig upp á nýtt. Á endanum þarf maður alltaf að geta umbreytt erfiðri lífs- reynslu í eitthvað sem nýtist. Eða eins og Óli Stef orðaði þetta svo skemmtilega: „Reynsla er eitt- hvað sem maður fær oftast rétt eftir að maður þarf á henni að halda.“ Karlar hlaða batteríin með þögn Undanfarinn áratug hef- ur Matti haft umsjón með námskeiðum, fyrirlestrum og fræðslufundum í Ljósinu, „Auðvitað eru karlmenn ekki allir eins, og kynin eru bæði lík og ólík á sama tíma, en það er vissulega algengara að karlmenn séu lengur að tengjast tilfinningum sínum og átta sig á hvað er að gerast innra með þeim. Svo velja þeir flestir þögnina til að hlaða batteríin og þá halda konur oft að það sé eitthvað að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.