Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 70
70 fólk Helgarblað 2. febrúar 2018 hin hliðin „Ég væri ósáttur ef makinn stundaði mannát sem áhugamál“ Fjölmiðlamaðurinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal er á leið til Suður-Ameríku ásamt félögum sínum að taka upp Suður-ameríska drauminn, en þeir eru nýbúnir að setja þættina Steypustöðin í sýningar. Hann gaf sér þó tíma milli skemmtiþátta til að setjast niður og sýna lesendum DV á sér hina hliðina og svara nokkrum undarlegum spurningum. Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Auðunn? Er nú nokk- uð sáttur við Auðunn bara. Veit að ég átti að heita Daníel á sínum tíma, Danni Blö hefði alveg sloppið líka. Hverjum líkist þú mest? Væri til í að segja Jason Statham, en fæ oftast að ég sé líkur móðir minni sem er ekki verri kostur heldur. Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir? Asnalegt að segja betri en aðrir, en mundi telja minn helsta kost í fjölmiðlum að finna hvað virki og hvað ekki. Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna? Spænsku. Ef þú þyrftir að eyða 100 þúsund krónum á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu? Mundi líklegast hoppa í næstu golfverslun og það tæki um þrjár mínútur að eyða þeim! Hvað viltu að standi skrifað á legsteinin- um þínum? Það var kominn tími á hann. Sex ára barn spyr þig hvort að jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú? Hvað ertu að spyrja mig krakki? Ræddu þetta við foreldra þína. Hvernig myndirðu lýsa litnum gulur fyrir blindum manni? Það er góð spurning. Mundi reyna að breyta um umræðuefni, sennilega. Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja? Crazy Bast- ard (sem yrði orðið þreytt á þriðju innkomu). Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið? White Christmas upp á stefgjöldin. Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á? Tubthumping með Chumbawamba. Mér til varnar að þá var ég 17 ára á Benidorm þegar það var upp á sitt vinsælasta. Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa? Beat it, eini dansinn sem ég kann. Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast? Cable Guy og Dumb and Dumber. Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Svartar gallabuxur með tveimur hvítum röndum á hliðunum. Horbjóður! Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? 30 Rock og Parks and Recreation. Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag? Nei, og er með þann kvilla að skoða alltaf síðasta söludag á öllu sem fer ofan í mig. Hvað er það furðulegasta sem þú hefur keypt? Rauður Hyunday Coupe á 100% láni. Hvert er versta hrós sem þú hefur feng- ið? Ert ekkert það leiðinlegur. Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þótt þú þekkir þá ekki persónu- lega? Já, held að maður nikki nú oftast ef maður kannast við einhvern. Hvaða ósið hefur þér reynst erfiðast að hætta? Að taka í vörina. Hverju laugstu síðast? Örugglega ein- hverri spurning hérna að framan. Um hvað geta allir í heiminum verið sammála? Jafnrétti. Hvaða áhugamál myndirðu ekki sætta þig við að maki þinn stundaði? Mannát. Á hvern öskraðirðu síðast? Örugglega Steinda. Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann? Alex Ferguson. Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér? Þegar það er einhver sem á eftir að setja á sig beltið í bílnum. Hvaða frægu persónu leistu upp til en sérð eftir því í dag? Sé ekki eftir neinni, en viðurkenni að það var erfitt að horfa á heimavídeó Courtney Love af „ædolinu“ Kurt Cobain í heróínvímu með krakkann sinn. Hver er mest kynæsandi teiknimynda- persónan? Ætla nú ekkert að fara að opna mig með það … Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af? Michael Jackson á tónleikum og úrslitaleik United í meistaradeildinni 1999. Hvaða tveir hlutir eru hræðilegir hvor í sínu lagi en frábærir saman? Gin og tónik. Í hvaða íþróttagrein finnst þér að kepp- endur ættu að leika ölvaðir? Skák. Hvað verður orðið hallærislegt eftir fimm ár? Að vera með rakað í hliðunum og „manbun“. Eða bara ég svekktur að geta ekki tekið þátt í því. Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin? Cartman. Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu? Að hlæja. Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði? Gaman að sjá þig! Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Eurovision fyrir Íslands hönd og Donald Trump verða myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir? Mundi peppa Frikka Dór! Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Leoncie í sturtu, mundirðu hringja í lögregluna? Nei, nei, mundi bara fara yfir gærkvöldið aðeins betur í hausnum á mér. Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? Það er góð spurning – njóta þess. Hvað er framundan um helgina? Erum að fara til Suður-Ameríku að taka upp Suður- ameríska drauminn. lítt þekkt ættartengsl gyðjan og Píratinn Sigrún Lilja Guðjónsdóttir Hefur getið sér gott orð hér heima og erlendis með úrum og fleiri vörum undir merki Gyðja Collection. s igrún Lilja Guðjónsdóttir, eigandi hönnunarmerkis- ins Gyðja Collection, hefur getið sér gott orð fyrir vörur sínar, bæði hér heima og erlend- is. Í vikunni setti hún nýjustu vöru sína í sölu og þá hefur hún einnig boðið upp á ferðir fyrir konur til Balí og Karíbahafsins sem bjóða upp á sjálfstyrkingu og leiðir til að láta draumana rætast. „Litla systir“ Sigrúnar Lilju er Dóra Björt, 2. varaþingmað- ur Pírata í Suð- vesturkjördæmi og stjórnarkona í Solaris, hjálp- arsamtökum fyr- ir hælisleitendur og flóttafólk á Ís- landi. Dóra Björt er heimspeking- ur og alþjóðafræðingur og stund- ar núna nám á meistarastigi í al- þjóðasamskiptum. Í fyrra bjó hún í Brussel þar sem hún var í starfs- námsstöðu hjá Evrópuþingmanni Pírata, Juliu Reda, á Evrópu- þinginu. Systurnar hafa valið sér gjöró- líkan starfsvettvang í lífinu, sem báðir eru þó þess eðlis að þær hafa mikil samskipti við aðra einstak- linga og koma reglulega fram í fjölmiðlum. En þrátt fyrir ólíkan starfsvettvang og sjö ára aldurs- mun eru þær einstaklega sam- rýndar og leita oft ráða hjá hvor annarri. Dóra Björt Guðjóns- dóttir Auðunn Blöndal Hefði viljað semja White Christmas upp á stefgjöldin. rautt spjald ef þú drekkur rauðvín við stofuhita Logi Geirsson stofnaði Facebook-hóp um rauðvín sem hefur slegið í gegn f yrir tæpum tveimur vikum stofnaði handboltakempan Logi Geirsson Facebook- hópinn Rauðvín á Íslandi. Óhætt er að segja að framtak- ið hafi slegið í gegn því um 1.000 manns hafa skráð sig í hópinn og umræðurnar eru fjörugar. Not- endur eru að mæla með vínum sem og að óska eftir ráðlegging- um og er Logi óþreytandi við að deila úr viskubrunni sínum ásamt öðrum áhugamönnum. „Vinsældir síðunnar hafa komið mér ánægjulega á óvart. Ég vona að það fjölgi enn frekar í hópnum og þarna geti fólk spurst fyrir um vín og fengið ómetanlegar ráð- leggingar. Það eru alllir velkomn- ir og það er ánægjulegt að sjá að þetta virðist vera þverskurður af samfélaginu,“ segir Logi. Komst á bragðið í Þýskalandi Logi er þeirrar gerðar að þegar hann fær áhuga á einhverju þá tekur hann það alla leið og það á svo sannarlega við um rauðvín- ið. „Ég fékk áhuga á rauðvíni árið 2006 en þá bjó ég í Þýskalandi, þar sem vínmenningin er mikil. Það var aðallega einn besti vinur minn, sem er ítalskur, sem kom mér á bragðið,“ segir Logi. Síðan þá hefur hann lesið ógrynni bóka um rauðvín sem og auðvitað drukkið ófá glösin. „Ég leita oft til vinar míns, Aðalsteins Arnars Jó- hannes- sonar, sem er yfir- burðafróð- ur, ef það væri til landslið í vín- smökkun þá væri hann fyrirliði.“ segir Logi, sem segist dreyma um að gefa út bók með Aðalsteini. „Addi er snillingur í að para saman mat og vín. Það er eitthvað sem er mörgum hulið en það tek- ur bæði vínið sem og matinn á næsta stig að mínu mati,“ segir Logi. Slík þekking er þó iðulega fyrir lengra komna en Logi segir að hann verði alltof oft var við að fólk sé að gera grundvallarmistök í rauðvínsdrykkjunni. „Til dæmis eru margir að drekka rauðvín við stofuhita, 22–24 gráður. Það er bara rauða spjaldið hjá mér,“ seg- ir Logi og útskýrir að það sé him- inn og haf milli þess að drekka rauðvín við stofuhita eða á kjör- hitastigi sem er iðulega 15–18 gráður. „Markmiðið er að inni á síð- unni getir þú fengið svör og ráð- leggingar við öllum þessum spurningum. Til dæmis hvernig best sé að geyma vínið, af hverju það þurfi að forða flöskunum frá birtu og hvaða árgangar séu betri en aðrir. Þá er líka ætlunin að mæla með tilteknum flöskum með ákveðnum matartegund- um,“ segir Logi, sem er spenntur fyrir framhaldinu. Athygli vekur að margir þekkt- ir íþróttamenn eru mjög virkir í hópn- um, til dæmis knattspyrn- Þrjár eftirlætis rauðvínstegundir loga DV fékk Loga til þess að velja þrjár eftirlætisvíntegundirnar sínar. Hann lét vaða eins og honum einum er lagið en tók þó fram að stemningin og maturinn sem borinn er fram með víninu hafi oft mikið að segja um upplifunina. 1. 1000 Stories Zinfandel. Þetta vín frá Bandaríkjunum valdi ég sem vín vikunnar í Facebook-hópnum. Það fæst í Fríhöfninni og í flestum vínbúðum. Þetta er geggjað vín. Áhugasamir geta nálgast ítarlega umsögn um það á síðunni. 2. N°1 Saint- Cernin - 2016. Ég var svo heppinn að fá að smakka nýja vínið hans Róbert Wessman og það er algjör bomba! Ég veit ekki hvort það komi á markað hérlendis en það er svakalegt. Allir þurfa að eignast svoleiðis flösku. #3. Trapiche Gran Medalla Malbec 2014. Þetta vín er frá stærsta og elsta vínhúsi Argentínu og hefur spilað lykilhlutverk í að koma argentínskum vínum á kortið. Algjörlega geggjað vín. umaðurinn Emil Hallfreðsson og handboltakapparnir Björgvin Páll Gústavsson og Patrekur Jóhann- esson. Það er því ekki hægt annað en að spyrja hvort afreksíþrótta- menn kunni betur en aðrir að njóta lífsins lystisemda. „Já, ætli það ekki. Menn þurftu að snúa sér að einhverju öðru eftir að Ísland datt út af EM í handbolta og þá var rauðvínið augljós valkostur,“ segir Logi kíminn. n Logi Geirsson Facebook-hópurinn, „Rauðvín á Íslandi“ sem hann stofnaði í janúarlok hefur slegið í gegn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.