Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 72
Helgarblað 2. febrúar 2018 5. tölublað 108. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 „Við völdum JKE eldhús“ -Lilja og Atli Fannar Sjá meira á www.byko.is JKE Design er danskt vörumerki sem býður upp á einstaklega breiða línu í innréttingum í hæsta gæðaflokki. Nýtt blað JKE innréttingar, Alessi, RCR kristall, ruslafötur með snertilausri opnun, tússtöflumálning, litur mánaðarins, ryksugur, háþrýstidælur, bílavörur, parket, flísar og ljós - eitthvað fyrir alla! Skoðaðu á byko.is JKE Design er danskt vörumerki sem býður upp á einstakle ga breiða l ínu í innréttingu m í hæsta g æðaflokki. Innréttinga rnar frá JK E hafa veri ð mjög vinsælar a llt frá því þ ær komu fy rst á markaðinn árið 1970. JKE er með dreifingar aðila í Danm örku, Noregi, Sví þjóð og nú á Íslandi. JKE Rimini Hvít filma á framhliðum , 19mm þykkt MDF með innfræ stum gripu m. Nanótækni í borðplötu nni - Kámfrí og þú straujar út allar rispur . „Við völd um JKE eldh ús“ -Lilja og A tli Fannar Sjá meira á www.byko .is Auðvelt að versla á byko.is 1.sæti* *Skv. könnun Íslensku ánægjuvogarinnar 2017 á ánægju viðskiptavina á byggingavörumarkaði. Catalina á Bessa- staði? „Þetta er svo sorglegt mál“ n Catalina M. Ncogo, eða Svarta perl an tjáir sig á Snapchat um hið hræðilega níðingsmál sem greint var frá í vikunni. Guðmundur Ellert sem hefur starfað með börn- um um tuttugu ára skeið hef- ur verið kærður fyrir kynferð- isofbeldi gegn pilti og öðrum börnum. Fyrst var maðurinn kærður fyrir kynferðisbrot árið 2013 vegna brota sem áttu að hafa átt sér stað á árunum 2000 til 2006. Maðurinn hélt áfram að starfa fyrir barna- vernd og fékk ekki upplýs- ingar um kæruna frá lögreglu. Catalina birti frétt Stöðvar 2 á Snapchat reikningi sínum. Segir hún málið vera allt hið sorglegasta. Hún kveðst þó vita lausnina til að draga úr kyn- ferðislegri misnotkun. Catalina varð alræmd á Íslandi í árs- byrjun 2009 í kjölfar frétta af umfangsmikilli vændisstarf- semi sem hún rak á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæð- inu. Catalina segir á Snapchat: „Sorglegt hversu margir eru veikir í höfðinu. Ísland þarf á fylgdarþjónustum að halda, það mun hjálpa landinu að stöðva allt þetta veika fólk. Þetta er svo sorglegt mál.“ Atli Rafn fótó- sjoppaður burt n Forsala á leiksýningu Borgarleikhússins á Rocky Horror hófst á fimmtudaginn og hefur leikhúsið því auglýst sýninguna grimmt á Facebook. Athygli vekur að búið er að „fótósjoppa“ Atla Rafn Sigurðarson leikara af plakötum verksins. Atli Rafn átti að leika krypplinginn Riff Raff í sýn- ingunni og var því nokkuð fyrirferðarmikill á plakatinu. Atli Rafn var rekinn úr Borgar- leikhúsinu í desember vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Andstæðingar #metoo- umræðunnar hafa líkt hreyf- ingunni við hreinsanir Stalíns. Þótt slíkar líkingar séu að mati flestra ósmekklegar þá minnir þessi gjörningur leikhússins óneitanlega á Stalín, sem fjarlægði andstæðinga sína af myndum líkt og þeir hefðu aldrei verið til. Klara borgaði og tók utan um handrukkarann Á þriðjudag greindi DV frá máli Klöru Ólafar Sigurðardóttur, 54 ára gamallar einstæðr- ar móður, sem neyddist til að borga handrukkurum 150 þús- und króna skuld sonar síns. Sonur hennar er sautján ára gamall, með þroskahömlun og hefur þvælst um í barnaverndarkerfinu lengi. Hann hefur verið í neyslu í eitt ár og skuldaði tvítugum fíkniefnasala peninginn. Þegar sá maður lést fyr- ir skemmstu fékk sonurinn símtal frá æðri mönnum í glæpahringn- um með hótun um ofbeldi ef hann greiddi ekki skuldina innan viku. Klara greindi DV frá því að dreng- urinn hafi ekki gert sér grein fyrir alvarleika málsins og biðlaði til fólks að fara varlega í þessum málum. DV talaði við Klöru aftur daginn eftir til að spyrjast fyrir um hvern- ig uppgjörið hefði farið fram. Upp- haflega ætluðu tveir vinir hennar að fylgja henni en málið æxlaðist þannig að hún mætti handrukkur- unum ein. „Ég talaði við þann sem ég átti að hitta og bauð honum að koma inn til mín og ræða málin. En hann vildi það ekki. Hann hef- ur sennilega verið hræddur um að það væri eitthvert lið hjá mér sem myndi mæta honum.“ Fór svo að Klara gekk að bíla plani við næstu blokk frá hennar þar sem hún var búin að mæla sér mót við handrukkarana. „Einn stóð á plan- inu en annar beið eftir honum í bíl. Ég rétti honum peningana í klemmu og hann taldi þá.“ Klara segir að sá sem hún talaði við hafi sennilega ver- ið á bilinu 25 til 26 ára og Íslending- ur. „Hann var mjög lúpulegur og aumingjalegur. Ég hefði ábyggilega getað lamið hann sjálf. Þetta var ein- hver milliliður, sá sem átti skuldina passaði að láta ekki sjá sig.“ Þegar afhendingu peninganna var lokið gerði Klara nokkuð óvænt. „Ég tók utan um hann og sagði: Farðu varlega í lífinu. Hann titraði bara og skalf. Jafnframt sagði ég við hann að ef ég heyrði múkk frá þeim aftur og ef drengnum yrði hótað þá færi ég lengra með þetta. Þið skul- uð ekki snerta drenginn eða mína fjölskyldu aftur.“ n kristinn@dv.is Klara Ólöf Sigurðardóttir „Þið skuluð ekki snerta drenginn eða mína fjölskyldu aftur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.