Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 28
28 Helgarblað 2. febrúar 2018 Gamla fréttin Vísir, október, 1978Tímavélin Sædýrasafnið D agblaðið greindi frá því fimmtudaginn 29. janúar árið 1976 að rafvirki hjá Lýsi og mjöli í Hafnarfirði hafi mætt ógnvænlegu dýri þegar hann klifraði upp rafmagnsrennu. Dýr- ið sperrti upp hárin og rafvirkinn forðaði sér niður enda taldi hann að um illvígan ref væri að ræða. Hann talaði við samstarfsmann sinn í verksmiðjunni sem sótti byssu og skaut dýrið. En þá kom í ljós að þetta var alls ekki refur. Skoffín í verksmiðju Lýsis og mjöls Félagarnir stóðu nú á gati og köll- uðu til blaðamann. Að sögn þeirra virtist höfuð dýrsins vissulega vera af ref en búkurinn af ketti og fæturnir af apa. Að öllum líkind- um hafði dýrið verið í verksmiðj- unni í einhvern tíma. Starfsfólkið hafði orðið vart við undarleg fót- spor og bæði húskötturinn og allar rotturnar voru flúnar. Leitað var til Náttúrufræðistofn- unar Íslands en þar fengust engin handbær svör strax. Samkvæmt stofnuninni var sennilega um að ræða hálfvaxinn ref, útileguhund eða skoffín. Skoffín er þjóðsagna- vera, sögð afkvæmi refs og kattar- læðu. Slapp úr einangrun Degi seinna upplýstist gátan því um var að ræða þvottabjörn sem stóð til að vista í Sædýrasafninu í Hafnarfirði. Sápugerðin Frigg keypti slíka birnina af Dýragarðin- um í Kaupmannahöfn og flutti þá inn í nóvember árið 1975. Tveir þeirra komust í Sædýrasafnið en einn slapp úr einangrun í fiskihúsi í Hvaleyrarholti. Lögreglunni hafði verið gert viðvart um flótta bjarnarins og til hans hafði sést við Hafnar- fjarðarhöfn innan um stórgrýti. Í nokkur skipti hafði verið reynt að handsama bangsa en hann var of snöggur. Á einhverjum tímapunkti fann hann skjól í verksmiðju Lýs- is og mjöls og hafði þar greinilega eitthvert æti. Þegar hann var skot- inn var hann þó orðinn nokkuð horaður enda hafði hann aldrei þurft að sjá um sig sjálfur og auk þess á framandi slóðum um miðj- an vetur. Þvottabirnir eru alætur og geta virst illvígir séu þeir hræddir. Þeir eru þó í flestum tilvikum sára- meinlausir. n Keiko Keiko var og er, ásamt Björk og Eiði Smára Guðjohnsen, einn þekktasti Íslendingurinn. Árið 1976 hófust háhyrninga- veiðar og -sala sem fjáröfl- unarleið fyrir Sædýrasafnið. Keiko var veiddur árið 1979 við Reyðarfjörð og gefið nafnið Siggi. Árið 1982 var hann seld- ur til sædýragarðsins Marin- eland við Niagara-fossa. Um tíma var hann í Mexíkó en öðlaðist heimsfrægð árið 1993 þegar hann kom fram í kvik- myndinni Free Willy. Keiko vakti mikla fjölmiðlaathygli um allan heim og hafið var átak til að sleppa honum laus- um. Það var gert árið 2002 og dó hann við Noregsstrendur rúmu ári síðar úr lungnabólgu. Ragnhildur Jónsdóttir, sem vann með háhyrningum í Sæ- dýrasafninu, segir: „Að sleppa honum var auðvitað grimmd. Hann hefði átt að fá að vera í dekri og umönnun og fá sína feitu síld á sínum tíma.“ Goldie Einn af merkustu gripum Sæ- dýrasafnsins var stór og mikil kyrkislanga af tegundinni Boa Constrictor sem fékk nafnið Goldie. Ragnhildur Jónsdótt- ir segir að faðir sinn, Jón Kr. Gunnarsson safnstjóri, hafi sótt Goldie til New York en þar hafi hún verið í einkaeigu. Jón flutti slönguna í ferðatösku í handfarangri til baka og var með uppáskrifað skjal um inni- haldið. „Tollararnir báðu um að fá að kíkja í töskuna. Pabbi, sem var svolítill prakkari, sagði þeim að þetta væri kyrkislanga en þeim væri velkomið að kíkja. Því þorðu þeir náttúrlega ekki.“ Goldie dvaldi á heimili fjölskyldunnar í Skúlaskeiði á meðan verið var að smíða búr. Ragnhildur segist hafa strítt saumaklúbbsvinkonum móður sinnar með slöngunni. „Það var eins gott að engin var hjartveik þarna.“ M argir eiga góðar minn- ingar frá Sædýrasafn- inu í Hafnarfirði, dýra- garði sem starfræktur var í nærri tvo áratugi þar sem nú er golfvöllurinn Keilir. Jón Kr. Gunnarsson kom Sædýrasafninu á laggirnar og stýrði því alla tíð en þar starfaði einnig kona hans, Ragnhildur Guðmundsdóttir, og fjögur börn þeirra. Eitt af þessum börnum, Ragnhildur Jónsdóttir myndlistarkona, ræddi við DV um þessi merkilegu ár. Ævintýrið byrjar Ragnhildur segir að ævintýrið hafi byrjað með fiskasýningu Hjálp- arsveitar skáta í Hafnarfirði árið 1964. Þeir seldu ekki flugelda á þeim tíma og því var þessi fjár- öflunarleið farin og gekk vel. Sjó- menn komu með fiska sem sýnd- ir voru lifandi í búrum og nokkur önnur dýr svo sem trönu sem fangaðist við björgunarstörf. Jón Kr. Gunnarsson, skipstjóri og bókaútgefandi í Rauðskinnu, var virkur í hjálparsveitinni og fékk hann þá hugmynd að koma alvöru dýragarði á laggirnar. Sumir töldu hann hálfbilaðan að láta sér detta þetta í hug en engu að síður opn- aði Sædýrasafnið árið 1969. Það var áhugamannafélag sem hélt utan um safnið með skipaðri stjórn en Jón var framkvæmdastjóri og sá um daglegan rekstur. Safnið var reist á berangri neðan við Holtið í Hafnarfirði. Til að byrja með var það í ætt við fiskasýninguna. Þar voru sjávardýr í búrum og sel- ir í laug. Skömmu eftir opnunina fékk safnið að gjöf ísbjarnarhún frá dýragarðinum í Kaupmanna- höfn sem misst hafði móður sína á Grænlandi. Ekki leið á löngu áður en hrafnar og refir bættust í fánuna og svo koll af kolli. Jón var í góðum samskiptum við dýragarða víða um heim en mest við dýragarðinn í Kaup- mannahöfn. Dýr voru keypt af öðrum görðum en einnig stunduð býtti, til dæmis voru sendir út selir fyrir framandi fugla. Einnig fékk safnið mik- ið af litlum gæludýrum að gjöf frá fólki sem hafði gefist upp á þeim. Svo sem kanínur, páfa- gauka og skjaldbökur. Þá voru sum dýr veidd, til dæmis hrein- dýr, og öðrum bjargað. Ragnhild- ur minnist helst selkópanna sem komu í misgóðu ásigkomulagi. „Þeir voru kallaðir undanvill- ingar, höfðu týnt mömmu sinni og hefðu drepist í náttúrunni.“ Ljónsungar viðraðir í Hellisgerði Fjölskyldan bjó í Skúlaskeiði við Hellisgerði í Hafnarfirði og heim- ilishaldið þar var líflegra en á flestum öðrum stöðum. Dýr sem ekki var hægt að vista í safninu af einhverjum ástæðum höfðu tímabundið athvarf þar. Ragnhild- ur var á níunda ári þegar safnið var opnað og framandi dýr byrj- uðu að streyma inn á heimilið. „Ætli við höfum ekki alltaf þótt pínu skrítin. Það voru alltaf ljón eða selir heima hjá mér. Það var samt ábyggilega gaman að koma í heimsókn. En ég pældi ekkert í því af því að þetta var svo eðlilegt fyrir mér, ég þekkti ekkert annað.“ Ljónsungarnir voru geymd- ir í vaskahúsinu og voru gæf- ir eins og hundar. Þeir fengu pela og reglulega hreyfingu. „Við sett- um hundaól á þá og fórum með þá í göngutúr um Hellisgerði til að viðra þá. Auðvitað yrði þetta ekki gert í dag. Það er svo margt sem maður þarf að skoða út frá þessum tíma. Í dag myndi mað- ur hafa ljón í stærra plássi og maður myndi ekki fara með þau í göngutúr í Hellisgerði. Þetta var allt annar tími.“ Um helgar var far- ið með ljónsungana í safnið og gestirnir fengu að klappa, knúsa og taka myndir af þeim. Sjaldnast var hægt að fara í bað í Skúlaskeiðinu því að þar var yfir- leitt eitthvert dýr. Oft voru geymd- ir kópar þar. „Við gáfum þeim hakkaða síld, lýsi og rjóma. Þetta var ógeðsblanda sem þeim fannst æðisleg.“ Í eitt skiptið kom kona í heimsókn í Skúlaskeiðið og fór inn á bað. „Þá voru hund- rað álar í baðkarinu og kon- an æpti þegar hún sá þá. Hún vissi að von var á öllu og hélt jafnvel að þetta væru slöngur. Við sjáum hana koma hlaup- andi niður stigann og einn ál á eftir henni.“ Heilsaði gestum á dönsku Ótal tegundir áttu við- komu á safninu. Þar voru íslensku húsdýrin, hestar, kálfar, kindur, geitur og fleira. Ís- lenska geitin hafði verið í útrým- ingarhættu á undanförnum ára- tugum og Jón passaði upp á að hafa sem flestar litategundirnar af geitum. Þær voru einnig ein vin- sælustu dýrin vegna skapgerðar sinnar, sérstaklega hjá börnum. Skutu dýr í verksmiðju: Refur, köttur eða api? Þegar ljón, apar, kyrkislöngur og ísbirnir bjuggu í Hafnarfirði n Hugsjónastarf Jóns Kr. n Með ljón í labbitúr n Glerflaska felldi björninn Þvottabjörn slapp úr einangrun og gerði starfsmönnum Lýsis og Mjöls í Hafnarfirði lífið leitt Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Ragnhildur Jónsdóttir Getur ekki hugsað sé r að vera án dýra. Jón Kr. Gunnarsson „Ég man eftir tveimur skipt- um sem pabbi grét, þegar ísbjörninn dó og þegar sonarsonur hans dó.“ Ráðgáta Refur, köttur eða api?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.