Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Síða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Síða 62
62 Helgarblað 2. febrúar 2018 Menning „Ég vil þakka lónni og hálmstráinu og hundunum, sem mamma leyfði mér ekki að fara í, heldur hlustaði á ljóðin mín – líka þegar þau voru ort af 11 ára stelpu.“- Kristín Eiríksdóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki fagurbóka fyrir skáldsöguna Elín, ýmislegt á þriðjudag. Hún þakkaði hinum ýmsu fyrirbærum heimsins í ljóðrænni þakkarræðu. É g vil bara gera góða tónlist og vera þekktur fyrir það. Þegar fólk heyrir nafnið Flóni vil ég að það hugsi: „hann gerir gott stöff“, en ekki bara hvernig ég lít út eða hver ég er,“ segir rapparinn Flóni, sem undir lok síðasta árs gaf út sína fyrstu plötu. Platan, sem er samnefnd lista- manninum, „Flóni“, hefur undan- farnar vikur setið í efsta sæti Tón- listans yfir vinsælustu plötur landsins og lokalagið Ungir strák- ar – deep mix er mest spilaða ís- lenska lagið á Spotify um þessar mundir. Á plötunni heldur síhraðari þróun íslensks hip-hops áfram. Tónlistin leikur sér á mörkum trap- tónlistar, poppaðs r'n'b og dans- tónlistar, hljóðheimurinn oftar en ekki kaldur, melódíurnar grípandi og textarnir tilfinningaþrungn- ir. Öll sjónræn framsetningin er í takt við hljóðmyndina, vel fágað útlit sem minnir kannski helst á drungalega ameríska hasarmynd. Það er myrkur og rétt glittir svo í tónlistarmanninn í gegnum eld- blossa eða brotið gler, hann held- ur til aftast í skugganum, alvarleg- ur og í þungum þönkum. Af fiðlunni í trappið Flóni er tæplega tvítugur, fædd- ur árið 1998, skírður Friðrik Jó- hann Róbertsson. Pabbi hans er slóvenskur en mamma hans hálf- svissnesk og hálf-ís- lensk, hann hefur þó búið hér á landi alla ævi, er úr Vestur- bænum og kann ekki stakt orð í slóvensku. Viðurnefnið Flóni festist snemma við hann. „Það var mikið orðagrín hjá okkur vinun- um þegar við vorum yngri. Ég var til dæmis kallaður Fliðrik og það varð svo einhvern veginn að Flóni. Ég var kannski smá flón þegar ég var yngri – ég viðurkenni það – en ég er það ekki lengur.“ Tónlistin hefur lengi verið hluti af lífi Flóna og lærði hann meðal annars á píanó og fiðlu þegar hann var yngri. „Það hefur alltaf ver- ið tónlist í kringum mig. Ég byrj- aði í fimm ára bekk að æfa, pínu- lítill stubbur með fiðlu – frekar fyndið. Ég var aldrei sér- staklega góður í að lesa nótur, en var strax með frekar gott tóneyra þannig að þegar ég var að spila með öðrum hljóðfærum fylgdi ég bara eftir því sem hinir voru að spila,“ segir Flóni. „Ég æfði í svona 6 ár, en þá nennti ég ekki lengur að vera í klassískri tónlist. Mér fannst þetta ekki nógu spennandi. Klassík get- ur verið yndisleg og flott, en þessa dagana sækist ég eftir einhverju öðru í tónlist en því sem maður fær úr klassískri tónlist.“ Þarf enga pössun „Ég byrjaði að gera hip-hop og r'n'b tónlist fyrir svona einu og hálfu eða tveimur árum. Ég byrj- aði að fikta við að gera „beats“ og eitthvað með tveimur vinum mín- um, Viktori Erni og Jökli Breka. Við vorum mikið að hafa kósí, hlusta á einhver „sounds“ og reyna að búa til eitthvað svip- að. Svo þegar ég var einn var ég að leika mér að setja fal- legar melódíur yfir þetta. Því meira sem ég gerði því betra varð það og þetta vatt upp á Leika „Elskan ég skal með þig leika yfir þér ég veit þig langar að vera með mér seinna upp í rúmi sveitt ég stari á þig þú vilt mig meira. Poppa eina pillu og ég er strax farinn að gleyma.“ Úti að leika með Flóna Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Maður syngur bara um „sjittið“ sem er í gangi í lífi manns á hverjum tíma Hinn 19 ára Flóni hefur tekið íslensku rappsenuna með trompi með lögum eins og Tala saman, Trappa og Leika Himnaríki og helvíti Sýnt í Borgarleikhúsinu Glæsileg sýning, en kröfuhörð. Það var næstum eins og stór- brotið mynd- verkið kæfði á stundum hinn ofurskáldlega texta höfundar. Er einhver boðskapur? Hvað segir Kalman sjálfur: „Ég hef heim- ildir fyrir því, að allt sé svo fullkomið í himnaríki, að fólk deyr þar um aldur fram af tómum leiðindum, en að lífið og fjörið sé í helvíti … Ef svo ólíklega vildi til, að við myndum ná einhverri fullkomnun, þá værum við ekki lengur manneskjur. Heldur eitthvað annað.“ SOL Sýnt í Tjarnarbíói Höfundar handrits eru þeir Hilmir Jensson og Tryggvi Gunnarsson, báðir leiklærðir. Greinilega ungir menn, sem liggur mikið á hjarta og finna til í stormum sinnar tíðar. Vandamálið, sem leitar á þá, er orðið svo augljóst og svo yfirþymandi. Tölvan er farin að stjórna lífi manna og áður en langt um líður verðum við algerlega á valdi hennar, ef fram fer sem horfir. efi – dæmisaga Sýnt í Þjóðleikhúsinu Það er best að segja það strax: Efi – dæmisaga, eftir írsk-ameríska leikskáldið John Patrick Shanley, er ísmeygilega flott leikhúsverk. Leikhús eins og það gerist best, á okkar dögum allavega. Viðfangsefnið er verðugt og áleitið. Þar er knúið á um afstöðu, án þess þó að þröngva fyrirfram gefinni niður- stöðu upp á áhorfendur. Og rökræðan heldur áfram að lokinni sýningu. Þegar við þetta bætist stjörnuleikur – þótt Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverki hinnar kaþólsku nunnu og skólastýru fari þar fremst meðal jafningja – verður ekki mikið betur gert. Medea Sýnt í Borgarleikhúsinu Harpa segist í viðtali leggja áherslu á „sjónræna útfærslu og sterka líkamlega nærveru“ í upp- færslu sinni. Það er einmitt þetta, sem gerir þessa sýn- ingu svo ótrúlega fallega, nærgöngula – jafnvel lostafulla. Það er ein- hvern veginn eins og Harpa hafi ást á þessu viðfangsefni. Í hennar augum er hvert atriði gjörningur, þar sem alúð er lögð við hverja minnstu hreyfingu – engu má skeika. Lóaboratoríum Sýnt í Borgarleikhúsinu Leikritið spannar eina langa helgi í lífi fjögurra kvenna, sem hafa búið árum saman í sömu blokkinni í úthverfi Reykjavíkur. Þær tengjast fjölskyldu- böndum, annars vegar mæðgur og svo systur. Líf þeirra allra er heldur mislukkað, og þær farnar að örvænta. Eiga erfitt með að umgangast fólk, sérstaklega nákomna ættingja. Allt er í rauninni ömurlegt, en samt svo fáránlega fyndið í meðförum Lóu. Bryndís Schram ritstjorn@dv.is Leikhúsdómar Gagnrýnina má finna í heild sinni á dv.is/menning

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.