Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 29
29Helgarblað 2. febrúar 2018 tímavélin Þá var mikið úrval af fuglum, bæði innlendum og erlendum. Gæsir af öllum toga, álftir, end- ur, hænsn, kalkúnar, snæuglur, perluhænur, pelíkanar, mörgæs- ir og margir fleiri fuglar. Ragn- hildur minnist sérstaklega einnar alihænu sem nefnd var Gilitrutt. „Hún vildi ekki mikið vera með landnámshænunum og var út af fyrir sig. Hún var með mjög háa fætur og teygði sig upp í sjoppulúg- una til að sníkja popp.“ Þá var eitt af einkennisdýrum safnsins aragaukur sem fenginn var frá Kaupmannahöfn. „Hann kom úr dánarbúi gamallar danskr- ar konu. Fyrstu árin gekk hann um svæðið og heilsaði fólki með: God dag. En síðan lærði hann íslensku og hermdi líka eftir jarmi kindanna og geitanna. Einhvern tímann kom vindhviða og hann fauk úr safn- inu. Við fengum símtal frá íbúum blokkar í Norðurbæ Hafnarfjarðar. Þá hékk hann utan á glugganum á þriðju hæð, þorði ekki að hreyfa sig en blaðraði út í eitt. Við sóttum hann og hann lagðist í fangið á mér, hann var svo hræddur.“ Þá voru smærri spendýr eins og naggrísir og þvottabirnir en einnig simpansa-apar, sæljón, wallaby- kengúrur og stórir kettir. Ragnhild- ur minnist þess að metaðsókn hafi verið í safninu það hálfa ár sem tígrisdýraungar höfðu þar viðkomu á leiðinni í annan dýragarð. Fræðsluhlutverkið Sædýrasafnið var opið allt árið um kring en langmest var af gestum á sumrin. Þá störfuðu um 15 til 20 manns í safninu. Á haustin og vor- in kom þó töluvert af skólahópum til að fá fræðslu. Safnið var styrkt af bæði ríki og sveitarfélögum en einnig styrktu fyrirtæki kaup á vissum dýrum. Stjórn safnsins lét einnig útbúa sérstakt námsefni sem dreift var í skólum landsins og Jón var duglegur að koma fram í sjónvarpinu til að kynna safnið. Í safninu var sjoppa og auglýst- ir voru þeir tímar sem dýrunum var gefið. Gestirnir voru langflestir Ís- lendingar af höfuðborgarsvæðinu en Ragnhildur minnist þess sérstak- lega að bandarískir hermenn og fjöl- skyldur þeirra hafi komið í talsverð- um mæli. „Þetta var eitthvað sem þeir þekktu vel, að fara í dýragarð.“ Ragnhildur segir að Sæ- dýrasafnið hafi gegnt mikilvægu hlutverki í að fræða fólk um dýralíf. Á þessum tíma hafi fólk úr þéttbýli varla þekkt muninn á kind og geit. Hún nefnir eitt tilvik í því samhengi. „Eitt sinn slapp einn geithafur- inn, með stór og mikil horn, úr girðingunni. Fullorðna fólkið hljóp í burtu logandi hrætt en krakkarnir stóðu eftir.“ Fólk hélt þá að um mik- ið óargadýr væri að ræða. Sagan um Björn Björn hét fyrsti ísbjörn garðsins en aðrir húnar komu síðar. Þegar húnarnir stækkuðu var byggð ein stærsta ísbjarnarlaug heims fyr- ir þá en það var hægara sagt en gert að flytja dýrin. „Það var svaka- legt mál. Við krakkarnir máttum hvergi vera nálægt. Þeim var gef- inn mjög lítill deyfiskammtur og svo fór pabbi fyrstur inn og setti netið utan um þá. Þegar búið var að mæla þá og færa þá yfir í nýju laugina tók hann netið utan af þeim og þá vaknaði einn björninn. Hann hljóp eins og fætur toguðu og skellti í lás.“ Björn var þá stærsti ísbjörn sem til var í dýragarði, á bilinu 700 til 800 kílógrömm. Ragnhildur seg- ir að bjarndýrunum hafi liðið vel í stóru gryfjunni, sem sé ekki sjálf- gefið með þessi dýr. Bæði dýra- læknar og fólk úr erlendum dýra- görðum hafi haft orð á því. „Ef það var mikið af fólki gaf pabbi þeim stundum appelsín- ur. Hann lyfti höndunum upp og þá stóðu þeir upp á afturfæturna, margra metra turnar. Björn gleypti appelsínuna heila en birnan opn- aði hana með hrömmunum, reif innan úr og skildi börkinn eftir.“ Árið 1984, þegar Björn var fimmtán ára, var flösku af pilsner fleygt inn í gryfjuna. „Það sá enginn flöskuna fyrr en seinna. Björn var náttúrlega stór og mikil skepna og mjög loðinn og ekkert sást fyrr en hann var orðinn haltur. Þá var komin sýking og blóðeitr- un og hann dó skömmu seinna. Ég man eftir tveimur skiptum sem pabbi grét, þegar ísbjörninn dó og þegar sonarsonur hans dó.“ Ljón beit konu Slys á fólki komu upp í Sædýrasafn- inu. Ragnhildur minnist atviks með ljón. „Það var kona í annarlegu ástandi sem teygði höndina inn fyrir búrið og klappaði ljóni. Ljón- ið beit í höndina á henni og dró höndina inn fyrir rimlana. Ljón- ið var ekki að éta hana en höndin skarst illa og brotnaði. Eftir þetta var byggð öryggisgirðing fyrir fram- an ljónabúrið.“ Annað atvik átti sér stað þegar simpansi beit framan af fingri ellefu ára barns árið 1972. For- eldrarnir lögsóttu safnið en var safninu einungis dæmd þriðj- ungssök í málinu því að barnið hafði egnt apanum og farið gegn reglum safnsins. Ragnhildur segir: „Pabbi sagði að það væri lítið mál að halda dýrunum í búrunum en erfiðara væri að halda gestunum frá þeim.“ Þótt Sædýrasafnið hafi ver- ið mjög vinsælt var reksturinn engu að síður þungur. Húsin voru mörg og munnarnir einnig. Þá var viðhald og uppbygging einnig mjög dýrt. Ragnhildur segir að það sem hafi gert útslagið hafi verið málaferli í Bretlandi vegna sölu há- hyrninga. „Við lentum í karli sem kom í ljós seinna að var tengdur mafíunni. Þetta lenti fyrir gerðar- dómi í Bretlandi og við töpuð- um því.“ Garðinum var fyrst lokað tímabundið árið 1980 og svo alfar- ið árið 1987. „Þetta var hræðilegt. Pabba þótti alltaf svo vænt um dýr- in og hann fór út í þetta af hugsjón og væntumþykju fyrir þeim. Allt var undir og heimilið var veðsett. Þau urðu gjaldþrota og misstu húsið.“ Þrátt fyrir sviplegan endi segist Ragnhildur finna fyrir miklu þak- klæti þegar hún hugsar til baka. „Mér finnst svo dýrmætt að hafa alist upp þarna. Ég held að dýra- garðar eigi rétt á sér, svo lengi sem hugsað er vel um dýrin, þau fái nægt rými og góðan mat. Við erum að fjarlægjast náttúruna meir og meir. Það hafa ekki allir tök á því að fara í frumskóga eða út á sjó að sjá hvali. Flestir dýragarðar í Evrópu eru að hugsa vel um dýrin og standa fyrir björgun á dýrum.“ n Skutu dýr í verksmiðju: Refur, köttur eða api? Mæðgurnar Ragnhildur Jónsdóttir og Ragnhildur Guðmundsdóttir Baða ljónsungana í Skúlaskeiði. Mynd GunnaR V. andRéSSon Simpansar Uppáhaldið þeirra var að drekka djús. S amkvæmt frétt á Eyjunni frá árinu 2013 var brotist inn í Sædýrasafnið fyr- ir lokun þess árið 1987. Þar var að verki undirheima- lýður í leit að fjármunum en lítið fannst af þeim. Þá tóku þeir eina kengúruna og fóru með hana á skemmtanalífið í mið- borg Reykjavíkur. Samkvæmt heimildarmanni var farið með hana í partí á Laugaveginum og þótti fólki þetta sniðugt. Daginn eftir vöknuðu þjófarn- ir með djammviskubit og ákváðu að skila kengúrunni aft- ur. Þjófarnir þorðu þó ekki að mæta starfsfólki Sædýrasafns- ins heldur skildu hana eftir í kassa undir göngubrú í Árbæ þar sem hún var sótt. Stálu kengúru og fóru með í partí Wallaby-kengúrur Tíminn, desember 1988. Mynd GunnaR SVeRRiSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.