Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 24
24 umræða DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 2. febrúar 2018 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Ritstjóri: Sigurvin Ólafsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur fréttaskot 512 7070 abending@dv.is Skyndilegur áhugi á kynjajafnrétti Sjálfstæðismenn vinna nú hörðum höndum við að verja Sigríði Andersen. Nú þegar ekki er hægt að segja að allt sem hún hafi gert sé löglegt er sagt að hæfisnefnd dómara tryggi ekki sjálfstæði dómstóla, það hafi í raun verið Alþingi sem tók ákvörðunina og að ráðherr- ann hafi nú verið að tryggja rétt kynjahlutföll í Landsrétti. Vissulega er það rétt að hæf- isnefndin valdi fimm konur en þegar ráðherra var búin að stokka bunkann voru konurnar orðnar sjö. Eins mikið og hægt er að hrósa Birni Bjarnasyni og Páli Vilhjálmssyni fyrir þennan skyndilega áhuga á kynjajafn- rétti þá duga þau rök skammt því þau útskýra ekki hvers vegna tveir karlar voru látnir fjúka fyrir tvo aðra karlmenn. Já og amen Öll spjót standa nú á Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. Hæstiréttur dæmdi henni í óhag í Landsréttarmálinu. Stjórnarandstaðan hamast á henni og saka hana um ger- ræðisleg vinnubrögð. Stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd fjall- ar nú um málið og þingmenn Vinstri grænna neita að tjá sig á meðan þeir bíða eftir niður- stöðunni. Það styttist því í van- trauststillögu af hálfu stjórn- arandstöðunnar sem getur höggvið nokkra Vinstri græna af meirihlutanum. Hvernig sem fer þá afhjúpar málið veik- leika Alþingis sem samþykkir allt sem ráðherra dettur í hug, ef stjórnarþingmenn hlaupast undan er formönnum sínum að mæta. Nú þurfum við að vanda okkur Þ að er eins og menn fatti ekki að fíkill hættir ekkert að vera fíkill þó að honum sé gert erfitt fyrir að fá efn- in,“ segir Stefanía Óskarsdóttir í viðtali við DV. Stefanía er heppin að vera á lífi. Hún var 15 ára barn þegar hún prófaði fyrst fíkniefni og eftir því sem árin liðu jókst neyslan og efnin urðu harðari. Undir það síðasta var hún orðin háð heróíni. Ljóst var að Stefanía átti ekki mik- ið eftir þegar henni var bjarg- að fyrir tæpum tveimur árum. Á þessu ári hafa fimm einstak- lingar látist vegna ofneyslu fíkni- efna hér á landi. Fimm á ein- um mánuði. Allt árið í fyrra dóu 32 einstaklingar undir fertugu af sömu sökum. Ef fer sem horfir gætu 60 manns dáið á þessu ári. Við verðum að horfast í augu við það að fíkniefnavandinn er ekki að minnka. Í vikunni var greint frá því að Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra ætlaði að skipa starfshóp til að stemma stigu við ofneyslu verkja- og geðlyfja. Eitt af viðfangsefnunum verður að skoða hvort ákveðnir læknar ávísi óeðlilegu magni af lyfjum til sjúk- linga. Þá vill Lyfjastofnun tak- marka ópíóíða í umferð og hverj- ir ávísa þeim. Þetta er allt gott og gilt en því miður er vandinn stærri. Eins og Stefanía bendir á dugar skammt að leggja höfuðáherslu á að takmarka aðgengi að lyfseðils- skyldum lyfjum. Fíklar munu leita í önnur efni. Ópíóíðafaraldurinn í Bandaríkjunum byrjaði svona: Læknar ávísuðu miklu magni sterkra verkjalyfja til sjúklinga sem ánetjuðust þeim. Afleiðingin var sú að margir leituðu í ódýrari og harðari efni, heróín til dæmis. Það er mikil ábyrgð sem hvílir á herðum íslenskra yfirvalda varðandi næstu skref. Eigum við að fara portúgölsku leiðina, afglæpavæða alla fíkniefnaneyslu og líta á neysluna sem heilbrigðistengda áskorun? Það eru margir sem hallast að því. Portúgal hefur náð athyglisverðum árangri; á tæpum 20 árum hefur heróínneytendum fækkað úr 100 þúsund í 25 þúsund og á sama tíma hefur dauðsföllum fækkað um 85 prósent. Hér verður ekki lagt mat á það hvaða leið skuli fara. Eitt er þó víst að íslensk yfirvöld þurfa að vanda verulega til verka og jafnvel hlusta á fólk sem hefur reynsluna, fólk eins og Stefaníu. Það að fimm ungmenni í blóma lífsins hafi dáið á einum mánuði er fimm ungmennum of mikið. n „ Íslensk yfirvöld þurfa að vanda verulega til verka og jafnvel hlusta á fólk sem hefur reynsluna Spurning vikunnar Á að leyfa auglýsingar á áfengi, tóbaki og veðmálafyrirtækjum? „Nei. Ekki auglýsingar á áfengi og tóbak.“ Júlía Kelevi „Já, já. Fólk á að fá að taka ákvarðanir sjálft.“ Telma Jónsdóttir „Já. Frelsi einstaklingsins.“ Þór Adam Rúnarsson „Nei, ég vann lengi sem skipstjóri á togurum og sá hversu skaðlegt áfengi er.“ Kristján Andrésson S jónvarpsauglýsingar eru gjarnan þær auglýsingar sem eru dýrastar í saman- burði við aðrar tegundir auglýsinga í fjölmiðlum. Það þýð- ir að aðrar tegundir auglýsinga þurfa að vera verðlagðar í sam- ræmi við og gjarnan lægra en sú tegund sem leiðir markaðinn. Eðli málsins samkvæmt þá mun sá fjölmiðill sem hefur yfirburða- stöðu á sjónvarpsmarkaði og nær þannig bestri dekkun og tíðni í auglýsingum, verða leiðandi í allri verðmyndun á markaðnum. Í okkar tilfelli er um RÚV að ræða. Dekkun RÚV fer nærri 90% í hverri viku, sem er sannköll- uð yfirburðastaða. Verðskrá RÚV er þannig líkleg til að mynda þak á verðlagningu á auglýsinga- markaði. Einkareknu miðlarnir hljóta því að standa frammi fyrir því að erfitt er að verðleggja aðr- ar tegundir auglýsinga hærra og nýsköpun í tekjuöflun fjölmiðla á erfiðara uppdráttar í skugga dreifingarmáttar RÚV. Það er auð- veldara fyrir auglýsandann að fá allt sem hann vill fyrir lítið fé hjá RÚV. Þær auglýsingatekjur sem núna renna til RÚV munu sjálfsagt ekki skila sér nema að hluta til annarra fjölmiðla ef ákveðið verður að fara þess leið. Erlendir keppinautar munu þar taka sinn skerf og meira mun renna til nýrri gerða auglýs- inga og efla nýbreytni á því sviði. Þarna er þó vert að hafa í huga að Ísland hefur ekki orðið fyrir sömu áhrifum erlendis frá og nágranna- lönd okkar. Það má meðal annars rekja til þess hversu lítið okkar málsvæði er. Auglýsingaveitur eins og Google hafa ekki farið af fullum krafti inn á markaðinn hér og lýs- ir sér meðal annars í því að Google birtir ekki auglýsingar á vefsíð- um sem skrifaðar eru á íslensku. Við eigum þess kost að nýta okk- ur þetta forskot og sjá til þess að íslenskir fjölmiðlar nái vel að fóta sig í þessari samkeppni, án þess að búa við ójafna stöðu á samkeppn- ismarkaði innanlands. A uglýsingar munu alltaf rata til þeirra sem þurfa á upplýsingunum að halda. Auglýsingabann hjá RÚV mun því ekki færa aug- lýsingafé til annarra sjónvarps- stöðva ef auglýsandi vill ná til þeirra sem horfa á RÚV. Eins og fram kemur í nýrri skýrslu um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla má finna nýleg dæmi frá Frakklandi og Spáni þegar auka átti markaðshlutdeild og tekjur einkarekinna sjón- varpsstöðva með því að skerða verulega eða taka alfarið ríkis- fjölmiðla af auglýsingamark- aði. Orðrétt segir í skýrslunni: „Reynslan frá þessum ríkjum sýnir að þetta virtist ekki hafa haft þau jákvæðu áhrif á einka- reknu sjónvarpsstöðvarnar sem til var ætlast.“ Hröð þróun hefur verið undanfarin ár í tilfærslu auglýs- ingafjár frá hefðbundnum miðl- um, eins og sjónvarpi, yfir á netið. Undanfarin tvö ár hefur færsla auglýsingafjár verið sérstaklega mikil til erlendra netmiðla eins og Facebook og Google. Það er mat sérfræðinga sem vinna við að skipta niður aug- lýsingafé að ef RÚV færi af aug- lýsingamarkaði myndi sú leið að auglýsa í sjónvarpi skerð- ast mikið þar sem miklar lík- ur eru á að það fé sem annars hefði farið til RÚV endi að stór- um hluta hjá erlendum netmið- lun. Breytingin myndi hugsan- lega hafa þau áhrif að sjónvarp breytist úr leiðandi miðli í jaðar- miðil fyrir auglýsendur á fáum árum. Þar af leiðir að það sem fjölmiðlar og almenningur fær út úr breytingunni er aukinn kostn- aður við rekstur RÚV fyrir skatt- greiðendur, rekstur annarra sjón- varpsstöðva gæti jafnvel versnað til lengri tíma litið auk þess sem mun meira af birtingarfé færðist frá íslenskum fjölmiðlum til er- lendra. Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa Soffía Haraldsdóttir, stjórnandi og ráðgjafi hjá First Class Með á MóTi Leiðari Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Með og á MóTi – RÚV á AuglýSiNgAmARkAði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.