Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 49
492. febrúar 2018 50 58 6052-53 Ég las merkilega grein í The Guardian um daginn. Í henni er fullyrt að sér-fræðingarnir sem eiga samfélagsmiðl- ana sem við notum daglega, noti þá aldrei sjálfir, af því þeir vita hversu ávanabindandi og skaðleg áhrif þeirra geta verið. „Hvernig getum við tekið eins mikinn tíma og athygli frá þér og hægt er? Jú, við gefum þér smá dópamínkikk um leið og fólk lækar eða kommentar á það sem þú setur á Facebook, – og það mun hvetja þig til að setja meira og meira efni á miðilinn sem kallar eftir fleiri lækum og komment- um.“ Svona útskýrir Sean Parker, fyrrverandi forstjóri Facebook, hvað það er sem gerir okkur flest svo háð þessum samfélagsmiðli. Í raun virkar þetta eins og spilafíkn. Maður sér tölur inni í rauðum depli sem hvetja mann til að smella og tékka. Telja lækin. Gaman ef þau eru mörg. Leiðinlegt ef þau eru fá. Slík er þörf okkar fyrir viður- kenningu frá öðru fólki. Það sér hver maður að þetta er óskap- lega kjánalegt en samt sem áður eru margir mjög fastir í þessari fíkn. Eftir að Sean Parker sagði sitt álit steig annar fyrrverandi yfirmaður fyrirtækisins fram og sagði sína skoðun en hans hlutverk innan fyrirtækis- ins var að fjölga notendum. „Þessi ávanabindandi vítahringur, að þurfa stöðugt þessar dópamíninnspýtingar, er að eyðilegga samfélagið okkar,“ sagði hann og bætti svo við að hann leyfi ekki sínum eigin börnum að nota Facebook. Sálfræðingurinn Adam Alter, sem er sérfróður um netfíkn, tekur undir þetta í greininni og segir að það sé engin tilviljun að fólk verði háð samfélagsmiðlum. Forrit á borð við Facebook, Twitter og Instagram séu ekki hönnuð út frá því að vera svo skemmtileg að við höldum áfram að nota þau. Nei, þau eru hönnuð til að vera svo ávanabindandi að þú getur ekki hætt að nota þau og þannig græða eigendurnir peninga. Sjúklega mikla peninga. Við erum í raun haldin einshvers konar viðurkenningar stigatalningar Facebook- og Twitter-fíkn. Við setjum myndir, statusa, pósta í loftið og bíðum svo spennt eftir viðbrögðum og þetta hefur svo aftur áhrif á hvernig okkur líður. Hálf sorglegt ef maður pælir í því. Sjálfur er Mark Zuckerberg ekki að fixa sig með Facebook dópamínskotum eins og við hin. Nei, hann er með tólf manns í vinnu við að svara, henda út kommentum og læka. Og á meðan situr hann sultuslakur einhvers staðar úti í heimi, eins og Pablo Escobar, sötrandi gulrótarsafa, græðandi sgrillbilljóntrilljónir, sönglandi með Notor- ious BIG: „Never get high on your own supply.“ „Never get high on your own supply“ Margrét H. gústavsdóttir margret@dv.is svala björgvins 41 árs atvinnU- maÐUr Í aÐ HjálPa FÓlKi Þessi eiga afmæli í vikunni. Þörfin fyrir viðurkenningu er orðin að fíkn - og dópsalinn sjálfur snertir ekki á eigin varningi. dagur í lífi Ellýjar ÁrManns Hverra manna er hin fjölhæfa spákona ellý ármannsdóttir og hvernig skyldi dagur í hennar lífi ganga fyrir sig? KleinUHringjaKarlar Klístruð kleinuhringjauppskrift frá strákunum á le Kock Þeim er hjartanlega sama um hitaeiningar. stErkur Á svEllinu margrét gústavsdóttir og björn Þorfinnsson prófuðu að reynsluaka nýja Citroen aircross C3 jepplingunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.