Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 60
60 2. febrúar 2018 He lgar ma tur inn Karl Óskar Smárason, einn af þremenningunum sem standa að hamborgara- og kleinuhringjastaðnum Le Kock í Ármúla, gefur lesendum uppskrift að löðrandi girnilegum kleinu- hring og segir að hver sem er ætti að geta steikt þetta góm- sæti í eldhúsinu heima. Sjálfur segist hann hafa fengið hálfgerðan leiða á því sem var á boðstólum hjá veitingahúsum borgarinnar og því hafi þeir félagarnir reynt að brydda upp á einhverjum nýjungum. „Ég get ekki sagt að ég hafi smakk- að einhverja stórkostlega kleinuhringi sem urðu til þess að við ákváðum að bjóða upp á þá á Le Kock. Hafði bara smakkað þessa íslensku kleinurhingi sem eru eins í öllum bakaríum. Við fengum bara leiða á því sem gengur á veitingastöðum. Það eru flestir að gera það sama en við vildum gera eitthvað öðruvísi,“ segir Karl Óskar og bætir við að þeir hafi horft til bandarískrar mat- armenningar til að fá innblástur. „Hér á Íslandi er enginn að búa til kleinuhringi eins og við. Enginn veitingastaður eða bakarí hefur sérhæft sig í góðum kleinuhringj- um,“ segir Karl sem hyggst fljótlega opna sérstakt bakkelsisbakarí ásamt félögum sínum. Kallað kökukleinuhringur í bransanum Hvað uppskriftina sem hann gefur hér varðar segir hann lítið mál að gera þetta heima hjá sér. „Það þarf bara smá lagni þegar maður er að útbúa kleinuhringi og þá sérstaklega ef maður notar gerdeig. Þessi uppskrift er reyndar mikið auðveldari enda ekkert ger í henni svo maður þarf ekkert að bíða eftir því að deigið lyfti sér. Í bransanum er þetta kallað „cake doughnut“, eða kökukleinuhringur, enda deigið í þessu meira í ætt við kökudeig en brauðdeig. Við notum svo kardimommur í uppskriftina sem gerir hann meira í ætt við gömlu góðu íslensku kleinuna.“ Hægt að nota alls konar krem „Í þessari uppskrift setjum við glassúr ofan á kleinuhringinn og bætum smá sítrónuberki við en auðvitað getur hver og einn valið hvað er sett ofan á kleinuhringinn. Til dæmis er hægt að bæta kakódufti í glassúrinn, lakkrís eða einhverju nammi og þá er upp- lifunin allt öðruvísi,“ segir kleinu- hringjaunnandinn Karl Óskar að lokum. Löðrandi Lekker kLeinu- hringur frá Le kock Í bransanum er þetta kallað „cake doughnut“, eða kökukleinuhringur Broen Hin bein- skeytta Saga Noren á leð- urbuxunum er skrítnasta og skemmtilegasta lögga sem sést hefur í sjónvarpi. Þriðja þáttaröðin af Broen er sýnd á RÚV öll mánudagskvöld. Veisla fyrir unnendur norrænna glæpa- sagna. MarkMiðasetningu Þótt það sé ekki nema eitt mark- mið á viku. Til dæmis að fara fyrr að sofa, drekka meira vatn, fara út að ganga. Skrifa hvert markmið niður og fylgja svo eftir bestu getu án þess að allt fari á hliðina ef þér tekst það ekki. heLgarferðuM tiL PóLLands Það var löngu tímabært að Íslendingar kynntust Pól- landi betur en Pólverjar eru jú stærsti innflytj- endahópurinn hér á landi. Helgarferðir til helstu borga í Póllandi eru það heitasta í dag enda fær maður mikið fyrir peninginn. headsPace Hugleiðsla og núvitundar- iðkun er eitthvað sem margir pæla í þessa dagana. Með HeadSpace- appinu getur þú hent þér í hugleiðslu hvar og hvenær sem er og valið sérstakar hugleiðslur fyrir t.d. kvíða, streitu, svefnleysi og svo framvegis. Próf- aðu. Það kostar ekkert! iLMkerti á skrifBorðið Það lífgar svo upp á skamm- degið að kveikja á ilmkerti og leyfa því að loga á skrif- borðinu meðan þú situr við tölvuna í vinnunni. Góð lykt og falleg birta geta gert gæfumuninn. Birta mælir með UPPSKRIFT DeIg n 240 g sykur n 5 eggjarauður n 40 g smjör n 380 g sýrður rjómi 18% n 600 g AP hveiti n 15 g lyftiduft n 12 g salt n 2 l matarolía til steikingar AðFeRð Setjið saman í hrærivélaskál sykurinn, eggjarauður og smjör. Þeytið upp með spaðanum, ekki þeytaranum. Þegar blandan er orðin ljós á litinn er sýrðum rjóma bætt út í og hrært í 2 mínútur til viðbótar. Sigtið þurrefnin saman í skál og bætið rólega útí blönduna í hrærivélaskálinni á lágri stillingu. Þegar allt er komið í skálina og deigið vel hrært saman þarf að geyma það í ísskápnum í a.m.k. klukkutíma til að það kólni. Gott er að færa deigið yfir í aðra skál sem hefur verið smurð með einhvers konar fitu til að það festist síður við skálina. Næsta skref er að fletja deigið út og gott er að sáldra smá hveiti á borðið til að auðvelda fyrir. Deigið er flatt jafnt út með kökukefli og ætti að vera ríflegur sentímetri að þykkt, eða svipað þykkt og lengd naglar á þumalfingri. Kleinuhringirnir eru svo stungnir út, best er að eiga í skúffunni þar til gerð hringform í mismunandi stærð- um, en það er vel hægt að redda sér með glösum, skálum og skotglösum fyrir gatið í miðjunni. Á þessum tímapunkti er hægt að geyma kleinuhringina í ísskáp ef þeir eiga að vera nýsteiktir þegar þeir eru bornir fram, eða bara að steikja þá strax. Til að steikja kleinu- hringina þarf að hita olíuna upp í 170–180°C í potti. Djúpsteikingarpottur hentar vel ef hann er til á heimil- inu. Kleinuhringnum er svo sleppt í olíuna. Þegar hann flýtur upp á yfirborðið þarf að steikja hann í um 40 sekúndur til viðbótar, áður en honum er snúið við og steiktur á hinni hliðinni í u.þ.b. mínútu. Þá er hann tekinn upp úr og lagður á eldhúspappír til að grípa olíuna sem lekur úr honum. Kleinuhringurinn þarf að kólna áður en honum er dýft í glassúrinn. glASSúR n 100 ml nýmjólk n 400 g flórsykur n Klípa af salti n 1 tsk. muldar kardimommur n 1 stk. sítróna AðFeRð Mjólk og flórsykri hrært saman og kardimommum bætt út í. Kleinuhringnum er dýft í glassúrinn og látinn sitja á ofngrind þannig að glassúr geti lekið af honum. Börkurinn af sítrónunni rifinn yfir áður en hjúpurinn storknar og þá er kleinuhringurinn tilbúinn. Það er mjög auðvelt að breyta glassúrnum á hvaða hátt sem er, það eina sem þarf að hafa í huga er hversu þykkur hann er. TReS AmIgoS Markús Ingi Guðnason, Karl Óskar Smárason og Knútur Hreiðarsson. Myndir Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.