Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 4
4 Helgarblað 2. febrúar 2018fréttir Láttu þér ekki vera kalt Sími 555 3100 www.donna.is hitarar og ofnar Olíufylltir ofnar 7 og 9 þilja 1500W og 2000 W Keramik hitarar með hringdreifingu á hita Hitablásarar í úrvali Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Þ ann tíma sem ég starfaði í Krýsuvík þá skildi ekki nokkur maður í bílakaup- um samtakanna. Það var sífellt verið að fjárfesta í einhverj- um druslum sem dugðu aðeins í skamman tíma. Það sama gilti ekki um yfirstjórnendurna. Ég upplifði þetta sem gegndarlaust bílabrask,“ segir fyrrverandi starfs- maður meðferðarheimilisins í Krýsuvík í samtali við DV. Þann tíma sem viðkomandi starfaði á meðferðarheimilinu segir hann að starfsmenn hafi verið ósáttir við þá staðreynd að gamlar druslur voru keyptar til þess að ferja starfsmenn og skjólstæðinga til og frá Krýsu- vík á meðan yfirstjórnendurnir, mæðginin Lovísa Christiansen, framkvæmdastjóri Krýsuvíkur- samtakanna, og Þorgeir Ólason, forstöðumaður meðferðarheim- ilisins, hafi fjárfest í mun veglegri ökutækjum til eigin afnota. Þá kemur margt einkennilegt í ljós þegar bílaviðskipti samtakanna eru skoðuð. Meðal annars hefur Þorgeir bæði keypt og selt samtök- unum bíla og þá fékk 18 ára barna- barn Lovísu bíl sem áður var í eigu samtakanna. Of dýr bíll við nánari athugun Í síðust viku greindi DV frá því að Lovísa Christiansen, fram- kvæmdastjóri Krýsuvíkursamtak- anna, hefði fjárfest í splunkunýrri Dodge Ram-bifreið handa syni sínum, Þorgeiri Ólasyni, forstöðu- manni samtakanna. Bifreiðin kostaði tæpar 10 milljónir króna þegar allt var tekið með í reikn- inginn. Þegar DV spurðist fyrir um kaupin og hvort þau væru eðli- leg þá var bíllinn þegar í stað aug- lýstur til sölu á bílasölu. Útskýr- ing samtakanna á þeirri ákvörðun var á þá leið að við nánari athugun hafi bíllinn verið of dýr fyrir sam- tökin. Þegar DV spurði út í bílakaup samtakanna sagði stjórnarfor- maður Krýsuvíkursamtakanna, Sigurlína Davíðsdóttir, að stjórn- in hefði ekki verið með fingurna í bílaumsvifum stofnunarinnar. Hún hafi þó verið upplýst um þau umsvif þegar eftir því var óskað. Einkennileg viðskipti Ýmislegt athyglisvert kemur í ljós þegar bílaviðskipti Krýsu- víkursamtakanna eru skoðuð. Þannig fjár- festi Lovísa í glænýrri Skoda Octavia-bifreið fyrir sjálfa sig í nóvem- ber 2012. Kaupverðið var 4,7 milljónir króna. Það verður að teljast einkennileg ráðstöfun á meðferðarheimili, sem að sögn forsvars- manna nær varla end- um saman. Sérstaklega í ljósi þess að skrifstofa Krýsuvíkursamtak- anna, þar sem Lovísa starfar dagsdaglega, er 300 metrum frá heim- ili hennar í Hafnar- firði. Samkvæmt heimildum DV á hún afar sjaldan erindi á með- ferðarheimilið sjálft í Krýsuvík. Þá hafa ýmisleg einkennileg viðskipti átt sér stað. Til dæmis keypti títtnefndur Þorgeir Ólason Dodge Ram 250 af Krýsuvíkur- samtökunum í júní árið 2001 en þá höfðu samtökin haft afnot af bif- reiðinni í þrjú ár. Þorgeir átti bif- reiðina í tæp átta ár áður en hann seldi hana áfram í byrjun árs 2008. Þá keypti hann einnig Chevrolet- bifreið af samtökunum um mitt ár 2004 en áframseldi hana síð- an nokkrum mánuðum síðar. Þá keypti meðferðarheimilið drátt- arvél af Þorgeiri í desember 2005 en þá hafði hann ein- göngu átt vélina í rúma þrjá mánuði. Þá eignaðist barnabarn Lovísu for- láta Suzuki Vitara-bif- reið sem var áður í eigu sam- takanna. Samkvæmt heimildum DV var sá gjörningur sagður vera laun til piltsins sem þá var 18 ára gamall. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Beint úr kassanum Framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna fjárfesti í glænýrri Skoda Octavia-bifreið árið 2012 til eigin afnota. Kaup- verðið var 4,7 milljónir króna. Forsvarsmenn samtakanna hafa ítrekað talað opinberlega um að fjárhagsstaða félagsins sé afar slæm og því gæti þurft að loka meðferðarheimilinu. Um þrjú hundruð metrar eru frá heimili framkvæmdastjórans og að skrifstofu samtakanna. Mynd dV Ehf / Sigtryggur Ari Þrjú hundruð metrar Lovísa býr að Kirkjuvegi 15 í Hafnarfirði en skrifstofa Krýsuvíkursamtakanna er að Austurgötu 8. Vegna einstefnu er aksturfjarlægð- in um 1,1 kílómetri en fótgangandi er vegalengdin um 300 metrar. Þorgeir Ólason Lovísa Christiansen KrýsuvíK: Lovísa féKK nýjan bíL á 4.7 miLLjónir n 7 prósent af fjárveitingu ríkisins það árið n 30 bílar á 20 árum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.