Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 32
Fermingar Helgarblað 2. febrúar 2018KYNNINGARBLAÐ Það sem gerist þegar þú færð þjón í veisluna er að þú færð loksins tækifæri til að taka fullan þátt í eigin veislu. Þú nýtur þess betur að halda veisluna, verður betri gestgjafi sem blandar geði við gestina og skemmtir þér með þeim í stað þess að vera sífellt að hlaupa til, fylla á veitingar og þess háttar. Fólk sem fær þjóna til sín í fyrsta skipti upplifir mikinn létti og oftar en einu sinni hefur það spurt mig hvers vegna í ósköpunum því hafi ekki dottið þetta fyrr í hug! Óðagotið og stressið við veisluhald hverfur og allt verður svo mikið skemmtilegra og þægi- legra,“ segir Eva Rós Gústavsdóttir, eigandi fyrirtækisins Veisluþjónar. Eins og margar góðar viðskipta- hugmyndir fæddist hugmyndin að fyrirtækinu fyrir tilviljun: „Þetta byrjaði vorið 2014 með því að við vinkona mín fórum fyrir tilvilj- un að þjóna saman í fermingarveislu í Garðabæ. Ég hafði unnið eitthvað áður sem þjónn á veitingahúsum en okkur fannst þetta eitthvað svo nota- legt verkefni að við byrjuðum að velta því fyrir okkur hvort hægt væri að gera meira af þessu. Við bjuggum til Facebook-síðu þar sem við auglýstum þjónustu okkar. Upp frá því vorum við bókaðar í fyrstu brúðkaupsveisluna og svo fór boltinn að rúlla. Veisluþjónarnir mæta í alls konar veislur og sam- kvæmi og við sendum einnig þjóna út á land ef þess er óskað,“ segir Eva, sem hefur m.a. tekið að sér brúð- kaupsveislur fyrir erlenda ferðamenn, árshátíðir, stórafmæli og ótal ferm- ingarveislur svo fátt eitt sé nefnt. Aðstoða líka við undirbúning og frá- gang ef þess er óskað Eva Rós rekur fyrirtækið ein í dag en er með allt að 30 manns á sínum snærum, lipra og góða þjóna, sem vinna mismikið eftir því hvað álagið er mikið hverju sinni. En hvað er innifalið í þjónustunni? „Þegar þjónustan er pöntuð býð ég upp á ráðgjöf varðandi ýmislegt sem tengist veisluhaldinu. Til dæm- is uppsetningu, innkaup, hvað á að kaupa inn mikið af gosi og hvað mikið af mat o.s.frv. Þjónninn getur mætt fyrr á veislustaðinn, hvort sem um er að ræða heimahús eða veislusal, og aðstoðað við að stilla upp. Síðan er bara gengið í þau verk sem þarf að vinna. Uppvask og frágangur er sjálfsagt mál og við höfum meira að segja staðið yfir pottum í miðri veislu. Við þjónum síðan auðvitað til borðs ef það á við, ef það er hlaðborð sjáum við um að fylla á það, stillum upp kaffi og því sem þar fylgir, og einfaldlega gerum það sem þarf að gera svo að gestgjafarnir fái notið sín. Við aðstoðum einnig við frágang eftir veislu ef þess er óskað. Um þetta allt má semja fyrir fram en ég held því líka alltaf opnu að fólk geti samið á staðnum um hve lengi manneskjan á að vera til aðstoðar.“ Það hljómar óneitanlega eins og veisluþjónn geti gert fermingarveisl- una skemmtilegri, ánægjulegri og miklu auðveldari í framkvæmd! Nánari upplýsingar eru á Facebook-síðunni www.facebook.com/veislutjonar/, einnig má senda fyrirspurn á netfangið veislutjonar@veislutjonar.is eða hringja í síma 692 8981. Láttu þjóninn um atið og vertu þátttakandi í eigin veislu VEiSlUÞjÓnaR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.