Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Blaðsíða 46
46 Helgarblað 2. febrúar 2018 39 morð játaði brasilíski öryggisvörðurinn Tiago da Rocha að hafa framið. Hann fór um á mótorhjóli í Goiás-héraði, ók upp að fórnarlömbum sínum og kallaði: „Rán!“ áður en hann skaut þau til bana. Tiago stal þó aldrei neinu. Hann beindi einkum spjótum sínum að heimilislausum, konum og samkynhneigðum. Tiago var dæmdur í 25 ára fangelsi árið 2016 fyrir ellefu morð.Sakamál DauðaDeilDarSkálDið William Bradford var dæmdur fyrir morð á tveimur konum, 15 ára og 21 árs Þ egar bandaríska raðmorðingjanum William „Bill“ Bradford varð ljóst að hann myndi, um óá- kveðinn tíma, dvelja á dauðadeild í Kaliforníu, varð honum á orði: „Veltið fyrir ykkur hve mörg [fórn- arlömb] þið hafið engar upplýs- ingar um.“ Bill fékk dauðadóm árið 1988 fyrir tvö morð, annars vegar á Tracey Campbell, 15 ára ná- grannastúlku hans, og hins vegar, Shari Miller, 21 árs bar- þjón. Aðferð Bills við að krækja í fórnarlömb var ekki flókin; með fyrirheitum um aðstoð við að hefja feril í fyrirsætustörfum lokkaði hann þau heim til sín í myndatöku. Húsleit kom lögreglu á sporið Bill var handtekinn eftir að í ljós kom að hann hafði verið sá síð- asti sem sást með Tracey, með- an hún lifði. Í ljósi þess að hann beið réttarhalda vegna nauðg- unar fannst lögreglunni ekki úr vegi að fá heimild til húsleitar á heimili hans. Heimtur úr leitinni innihéldu meðal annars 54 ljós- myndir af hinum ýmsu konum, þar á meðal Tracey og Shari. Lík- ið af Shari Miller hafði fundist árið 1984, hálfnakið fyrir aftan teppaverslun í Los Angeles. Hún hafði síðan þá verið nefnd „Jane Doe nr. 60“ í gögnum lögreglu. Shari hafði farið með Bill út í Mojave-eyðimörkina í mynda- töku. Síðar sama ár fannst líkið af Tracey Campbell á tjaldstæði fyrir norðan Los Angeles. Höfuðlaust lík Bill Bradford var ekki menntað- ur ljósmyndari en greinilega af- kastamikill. Í júlí 2006 ákvað lög- reglan í Los Angeles að dusta rykið af máli Bills og setti á vef- síðu sína áðurnefndar myndir í von um að borin yrðu kennsl á konurnar og ljósi yrði varp- að á örlög þeirra. Innan tíðar varð ljóst að í það minnsta rúm- lega 20 konur höfðu ekki beðið bana af kynnum sínum af Bill. Kennsl voru borin á Donna- lee Duhamel, en höfuðlaust lík hennar hafði fundist í Malibu Canyon örfáum dögum eftir að hún hitti Bill á bar árið 1978. Óbærileg dvöl Ray Peavy, þá lögreglustjóri í Los Angeles, sagði: „Einhverjar [konur] voru eiginkonur – fyrr- verandi eiginkonur Bills. En að mestu leyti erum við engu nær um hvaða konur er að ræða. Einhverjar kunna að hafa verið „Vá, ótrúlegt að þeir skyldu finna ljósmyndir í eigu hans. H ann lét Texas Chainsaw Massacre líta út eins og af- þreyingartæki í Disneyworld. Þessi orð hafa verið höfð um Kanadamanninn Robert Pickt- on sem verður væntanlega minnst sem eins versta fjöldamorðingja í sögu Kanada. Pickton þessi fæddist í Port Coquitlam í Bresku Kólu- mbíu, skammt austur af Vancouver, árið 1949. Ekki fer mörgum sögum af uppvaxtarárum Picktons en þó var hann náinn bróður sínum, Dav- id, enda ráku þeir saman svínabú í heimabæ sínum. Vændiskonur og Vítisenglar Robert var lýst sem rólegum ná- unga sem átti það til að hegða sér einkennilega. Svo virðist vera sem þeir hafi ekki beint verið mjög hæf- ir svínabændur, enda vanræktu þeir starfsskyldur sínar; svínabúið var bæði skítugt og dýrin illa hirt. Þeir áttu það til að halda mikil og stór partí á svínabúinu þar sem vændiskonum og meðlimum Vít- isengla var meðal annars boðið. Þessi partí drógu til sín mikinn fjölda fólks og voru dæmi um það að allt að tvö þúsund manns hafi mætt þegar mest var. Konurnar birtust í fjölmiðlum síðar Víkur nú sögunni til ársins 1997. Í mars það ár var Robert handtekinn vegna gruns um tilraun til mann- dráps. Vændiskonan Wendy Lynn Eistetter sagði farir sínar ekki slétt- ar af samskiptum við Robert eftir að hún heimsótti hann á svínabú- ið. Sagði hún hann hafa bundið sig og stungið. Í janúar 1998 var málið látið niður falla. Um þetta leyti starfaði maður að nafni Bill Hiscox á svínabúinu. Bill þessi var ýmsu vanur en veitti því þó athygli að konur sem heimsóttu Robert á svínabúið áttu það til að birtast í fjölmiðlum skömmu síðar þar sem þeirra var saknað. Bill velti þessu ekkert meira fyrir sér, ekki fyrr en löngu síðar að minnsta kosti. Húsleit og hryllingur Þann 6. febrúar árið 2002 fram- kvæmdi lögregla húsleit á svínabú- inu vegna gruns um að bræðurnir væru með ólögleg vopn á búinu. Óhætt er að segja að þá hafi hjólin farið að snúast; á svínabúinu fund- ust munir sem tengdust hinum týndu konum en þar sem lögregla hafði ekkert haldbært í höndun- um var Robert sleppt. Óeinkenn- isklæddir lögreglumenn fylgdust þó með hverju skrefi Roberts og þann 22. febrúar var hann hand- tekinn vegna gruns um tvö morð. Það reyndist aðeins toppurinn á ísjakanum. Eftir því sem rannsókn lögreglu vatt fram komu fleiri fórn- arlömb upp úr krafsinu. Áður en yfir lauk hafði Robert verið ákærð- ur fyrir morð á 27 konum. Hann játaði þó að hafa drepið 49 konur. Mannakjöt og svínakjöt Ekki er talið útilokað að Robert hafi framið sitt fyrsta morð árið 1983, sem þýðir að í tæp tuttugu ár gat hann gengið um óáreittur og myrt konur, oftar en ekki vændiskonur eða konur úr kynlífsiðnaðinum. Aðferðirnar sem Robert beitti voru svívirðilegar. Hann er talinn hafa ráðið konunum bana áður en hann gaf svínunum á svínabúnu lík- amsleifarnar. Hann er meira að segja sagður hafa gengið svo langt að hafa hakkað líkin niður, blandað þeim við svínahakk áður en hann seldi kjötið, ýmist til fyrirtækja, lögreglumanna eða vina og vandamanna. Robert neitaði alfarið að ræða málið við lögreglu og var því brugð- ið á það ráð að koma honum fyrir í fangaklefa sem hann deildi með öðrum fanga. Robert vissi ekki að fanginn var í raun lögreglumaður og fékk sá upp úr honum að fórn- arlömbin hefðu verið 49. Haft var eftir Pickton að hann hefði viljað ná að fremja eitt morð í viðbót til að ná 50 fórnarlömbum en, að eigin sögn, kostaði kæru- leysi hans það markmið. Ítarleg DNA-rannsókn var gerð á svínabúinu sem leiddi í ljós að margar þeirra kvenna sem höfðu horfið höfðu í það minnsta verið á svínabúinu. Robert var ákærður fyr- ir morð á 26 konum en dæmdur fyr- ir sex morð. Þann 9. desember 2007 var Robert dæmdur í lífstíðarfang- elsi og getur hann sótt um reynslu- lausn í fyrsta lagi árið 2032. n Í vinnugallanum Robert Pickton á svínabúinu þar sem hann framdi voðaverkin. Hann er í dag 68 ára. Í vinnunni Robert er sagður hafa myrt konurnar áður en hann lét svínin um að láta líkamsleifarnar hverfa. Játaði Óeinkennisklæddur lögreglumaður sem deildi klefa með Robert fékk það upp úr kra fsinu að hann hefði framið 49 morð. Robert var þ ó ekki dæmdur nema fyrir sex. SvínabónDinn Sem Drap ekki bara Svín n Pickton var djöfull í mannsmynd n Játaði að hafa framið 49 morð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.