Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2018, Page 22
22 Helgarblað 2. febrúar 2018fréttir Ó hætt er að segja að Sveinn Gestur Tryggvason, sem situr af sér dóm vegna and- láts Arnars Jónssonar Asp- ar, vandi Halldóri Vali Pálssyni, for- stöðumanni á Litla-Hrauni, ekki kveðjurnar á Facebook-síðu sinni. Sveinn Gestur má ekki vera á netinu en virðist hafa komist í 4G-sam- band á Hólmsheiði þangað sem Halldór flutti Svein Gest nýverið. Sveinn Gestur segir forstöðumann- inn „tuskumenni“ og „heigul“. Lögðu niður störf Sveinn Gestur er sagður vera einn þeirra sem hafa mótmælt refsiað- gerðum Halldórs Vals einna há- værast. Fangar fóru nýverið í verk- fall, lögðu niður störf og hættu að mæta til náms, þar sem Halldór lokaði íþróttasalnum og takmark- aði heimsóknir barna. Það gerði Halldór vegna árásar þriggja fanga á 18 ára hælisleitanda. Er nú öllum föngum refsað fyrir ofbeldi hinna. Heimildir DV innan fangelsis- ins herma að sá atburður hafi ver- ið skrumskældur í fjölmiðlum. Pilturinn hafi verið laminn, ekki vegna þjóðernis hans heldur frem- ur vegna dólgsháttar hans við aðra fanga. Enn fremur hafi verið talað líkt og hálft fangelsið hafi átt þátt í árásinni meðan hið sanna sé að þrír menn hafi ráðist á piltinn. Föngum þyki því stórkostlega ósanngjarnt að öllum sé refsað fyrir þennan at- burð sem örfáir fangar áttu þátt í. Vildu ekki setja sig upp á móti Þeir sem hafa mótmælt þessu einna harðast eru Sveinn Gestur og Börkur Birgisson en hvorug- ur þeirra átti þátt í árásinni. Þeir eru sagðir hafa verið nokkurs kon- ar verkalýðsleiðtogar á Hraun- inu en hafi í kjölfarið verið flutt- ir á Hólmsheiði. Í Fréttablaðinu sagði að fangar þyrðu ekki öðru en að taka þátt í aðgerðum Barkar og Sveins Gests, þrátt fyrir að vilja mæta til vinnu eða í skóla. Væru fangar hræddir við að setja sig upp á móti Sveini og Berki sem eru dæmdir fyrir alvarleg ofbeldisbrot. „Tuskumenni og heigull“ Líkt og fyrr segir hjólar Sveinn Gestur í Halldór Val á Facebook og birtir af honum mynd. „Þetta er smámennið hann Halldór Valur Pálsson. Halldóri finnst eðlilegt að refsa heilu fang- elsi fyrir slæma hegðun þriggja fanga. Halldór er tuskumenni og heigull. Halldór er búinn að láta flytja mig tvisvar sinnum á inn- an við viku. Fyrst tvístraði hann ganginum mínum og sendi mig og nokkra vini mína alla á sitthvorn ganginn. Síðan í dag sendi hann mig og einn þessara vina minna á Hólmsheiði. Það hefur enginn get- að gefið okkur nokkra útskýringu á þessum tilefnislausu flutningum, en það er samt ágætt að vera kom- inn hingað þar sem er svo gott 4g samband og auðvelt að komast í tölvu. Ef þið sjáið Halldór einhver- staðar, skilið þá kærri kveðju frá mér og þakkið honum fyrir flutn- inginn,“ skrifar Sveinn Gestur en vinurinn sem hann vísar til er Börkur Birgisson. Baldur og Trausti höfðu sig mest í frammi DV fjallaði um líkamsárásina gegn hælisleitandanum unga í síðustu viku. Fórnarlambið, Marokkói, var í haldi vegna ítrekaðra tilrauna til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutninga- skip. Hann var að spila körfubolta í íþróttahúsi fangelsisins þegar árásin átti sér stað. Heimildir DV herma að tveir fangar hafi haft sig mest í frammi, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson. Samkvæmt heimildum DV hafði ungi hælisleit- andinn átt í deilum við hóp fanga um nokkurt skeið. Gengu hótanir á víxl þar til upp úr sauð með hinum framangreinda voveiflega hætti. Baldur hefur meira og minna setið í fangelsi frá sautján ára aldri. Hann hefur ítrekað ratað í fréttirnar fyrir átök við samfanga sína í gegnum árin. Hann hlaut 18 mánaða fangelsisdóm árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir sem framd- ar voru með nokkurra mánaða millibili á útivistarsvæðinu á Litla- Hrauni. n Sveinn Gestur og Börkur í verkalýðsbaráttu á Litla-Hrauni „Halldór er tusku- menni og heigull“ Sveinn Gestur Tryggvason laumast á netið og hraunar yfir forstöðumann Litla-Hrauns Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Uppreisnir á Hrauninu Neituðu að versla í sjoppunni Þetta er ekki í fyrsta sinn sem greint er frá uppreisn fanga á Litla-Hrauni. Árið 2011 var greint frá því að ólga ríkti á Hrauninu vegna hás vöruverðs í sjoppunni í fangelsinu. Sögðu fangar, sem fengu vikulega matarpeninga, að vöruverð þar væri 20 prósentum hærra á Litla-Hrauni en á Kvíabryggju og öðrum fangelsum landsins. Hótaði Margrét Frímannsdóttir, þáverandi forstöðumaður Litla-Hrauns, að loka sjoppunni vegna mótmælanna. Ósáttir við skyndileit Árið 1993 fjallaði Tíminn um uppreisn fanga á Litla-Hrauni í kjölfar skyndileitar. Farið var í leitina vegna gruns um að einhver hluti fanga væri undir áhrifum lyfja sem ekki væru útgefin af fangelsislækni. Í kjölfar leitarinnar hófst eins konar uppreisn sem 40 fangar af 52 tóku þátt í. Óróleikinn ríkti í rúman sólarhring og voru alls átta fangar fjar- lægðir úr fangelsinu. Lögregla úr Reykjavík og frá Selfossi var í viðbragðsstöðu vegna málsins. Taka skal fram að á þessum tíma dvöldu allir fangarnir í sama rými og skipti þá engu þótt þeir ættu ólíkan afbrotaferil að baki. Börkur Birgisson Verkalýðsleiðtogi? „Halldóri finnst eðlilegt að refsa heilu fangelsi fyrir slæma hegð- un þriggja fanga. Halldór er tuskumenni og heigull,“ skrifar Sveinn Gestur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.