Morgunblaðið - 06.09.2018, Side 1
F I M M T U D A G U R 6. S E P T E M B E R 2 0 1 8
Stofnað 1913 209. tölublað 106. árgangur
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
MARGIR
TÓNLEIKAR
FRAMUNDAN
BJARTSÝN
Á KJARAVIÐ-
RÆÐURNAR
VÍKINGUR HEIÐAR 64 VIÐSKIPTAMOGGINN8 SÍÐNA SÉRBLAÐ
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
Verð: 239.900
Tilboð: 191.920
erð: 239.990
ilboð: 191.920
V
T
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins mun
ekki gera rekstrarsamning sjóðsins
við Arion banka opinberan og ber við
trúnaði. Þetta kemur fram í beiðni
sem Hróbjartur Jónatansson, hæsta-
réttarlögmaður og sjóðfélagi í
Frjálsa, hefur lagt fyrir Héraðsdóm
Reykjavíkur þess efnis að sjóðnum
verði gert skylt að afhenda honum
samninginn. Þar að auki hefur hann
óskað eftir því að sjóðurinn afhendi
þær fundargerðir stjórnar þar sem
ákvarðanir varðandi fjárfestingu og
lánveitingar í tengslum við kísilmálm-
verksmiðjuna í Helguvík voru ræddar
og ákveðnar.
Gagnrýnir Hróbjartur í beiðni sinni
til héraðsdóms þá ákvörðun stjórnar-
innar að afhenda honum ekki rekstr-
arsamninginn enda leiði það til þess að
efni hans sé „aðeins kunnugt stjórn-
armönnum sjóðsins, sem flestir sitja
fyrir tilskipan og með velþóknun Ar-
ion banka hf., en almennir sjóðfélagar
hafa enga vitneskju um efni hans“.
Í fyrrnefndri beiðni til dómstóla
eru raktar ástæður til þess að efni
samningsins skuli gert opinbert. Þar
er m.a. bent á að Arion banki, hafi fyr-
ir hönd sjóðsins á árinu 2017 „selt
hlutabréf fyrir 37,9 milljarða sem er
um 49% af hlutabréfaeign sjóðsins,“
og bent á að slík viðskipti afli bank-
anum tekna en kosti sjóðinn fjármuni.
Auk þess gagnrýnir hann mikinn
rekstrarkostnað sjóðsins í saman-
burði við aðra sjóði af svipaðri stærð.
Leynd yfir rekstrarsamningi
Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins neitar að opinbera samning sinn við Arion banka
Sjóðfélagi leitar atbeina dómstóla Segir hlutabréfakaup sjóðsins orka tvímælis
Hár rekstrarkostnaður
» Fullyrt er að rekstrarkostn-
aður Frjálsa hafi reynst 1,5
milljörðum hærri síðustu þrjú
rekstrarár en hjá sambæri-
legum sjóði.
» Þannig hafi rekstur hans
kostað tæpa 3,8 milljarða
2015-2017.
MGagnrýni … »ViðskiptaMogginn
Embætti
landlæknis get-
ur aðeins
tryggt lands-
mönnum 65
þúsund
skammta af
bóluefni gegn
inflúensu í vet-
ur. Í fyrravetur
voru notaðir 70
þúsund skammtar og árið þar á
undan tæplega 69 þúsund.
„Miðað við notkunina síðastliðin
tvö ár gætum við lent í vandræðum
í vetur,“ segir Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir. Gripið hefur verið
til þess ráðs að skilgreina 4 áhættu-
hópa og fá þeir forgang að bólu-
setningu sem verður ókeypis. »2
Gætum lent í vand-
ræðum með bóluefni
„Við óttumst mjög að þetta sé aðeins
forsmekkurinn að því sem kemur og
að það fari að veiðast eldisfiskar í
öllum helstu laxveiðiám okkar,“ seg-
ir Jón Helgi Björnsson, formaður
Landssambands veiðifélaga, um eld-
islax sem veiddist í Vatnsdalsá í lok
ágúst.
Staðfest hefur verið með arfgerð-
argreiningu að laxinn sem veiddist í
Vatnsdalsá 31. ágúst er eldislax, eins
og útlit hans benti til. Sérfræðingar
Hafró telja að hann hafi strokið
seint úr eldi. Ekki komi á óvart að
hann hafi borist norður fyrir land
því laxar sem sleppi geti farið langar
leiðir. Það kom sérfræðingunum
hins vegar mikið á óvart að laxinn
skuli hafa verið ókynþroska því talið
hefur verið að þeir taki strikið upp í
nærliggjandi ár þegar þeir verða
kynþroska.
Ekki er talið að laxinn raski for-
sendum áhættumats Hafró til
verndar blöndun eldislax við nátt-
úrulega stofna. Þótt einn lax og jafn-
vel fleiri næðu að hrygna myndi það
ekki hafa neikvæð áhrif á stofninn í
ánni. Það sama eigi við þrjár aðrar
ár sem staðfest hefur verið að eld-
islax hafi veiðst í að undanförnu. »4
Laxinn í
Vatnsdal
er úr eldi
Sérstakt að ókyn-
þroska lax skuli ganga
Blásið var í lúðra og gleðin var ráðandi við setn-
ingu Jazzhátíðar í Reykjavík í gær. Farið var
með fjörlegu spilverki víða um miðborgina og
niður í Kvos þar sem Lilja Alfreðsdóttir mennta-
málaráðherra setti hátíðina. Fyrstu tónlistar-
viðburðir hátíðarinnar fóru svo fram strax í
gærkvöldi en margt skemmtilegt er á dagskrá
hátíðarinnar sem stendur til næstkomandi
sunnudags, 9. september. »71
Morgunblaðið/Valli
Djassað verður um alla borg næstu daga