Morgunblaðið - 06.09.2018, Page 12

Morgunblaðið - 06.09.2018, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verðlag hefur óvíða hækkað jafn mikið í Evrópu og á Íslandi á þessari öld. Ísland er í 2. sæti hvað almennt verðlag snertir, næst á eftir Rúmen- íu sem sker sig úr í þessu efni. Þetta má lesa úr nýjum tölum Eurostat, hagstofu Evrópusam- bandsins, ESB, um verðþróun í ESB-ríkjunum og á Íslandi. Almennt verðlag á Íslandi hefur hækkað um 108% á tímabilinu. Til samanburðar er hækkunin í ESB um 37% að meðaltali á tímabilinu. Sé litið til undirflokka verðbólgu hefur verð á áfengi og tóbaki hækk- að um 180% á Íslandi á tímabilinu. Skattahækkanir eiga þar hlut að máli. Það skipar Íslandi í 5. sætið. Þá hefur verð á húsnæði, vatni, rafmagni, gasi og eldsneyti hækkað um 199% á Íslandi, sem er önnur mesta hækkunin í þessum löndum. Næstum því tvöföldun Af öðrum dæmum má nefna að verð á matvælum á Íslandi hækkaði um 91% á tímabilinu. Það er næstum tvöföldun á verðlagi. Skipar þetta Ís- landi í fjórða sæti listans. Verðlag á fatnaði og skóm hækk- aði um 35% á Íslandi á tímabilinu. Það er þriðja mesta hækkunin meðal þessara samanburðarlanda. Á vefsíðu Eurostat segir að þótt öldin hafi verið tímabil verðstöðug- leika í ESB-ríkjum megi greina miklar sveiflur innan útgjaldaliða. Jafnframt ber að hafa í huga að miklar breytingar urðu á verðlagi á Íslandi eftir efnahagshrunið 2008. Samkvæmt gagnasafni Eurostat hækkaði verð á áfengi um 31,2% á Íslandi árið 2009 og um 10,5% 2010. Á tveimur árum hækkaði verðlagið því um tugi prósenta. Verð á fatnaði og skóm hækkaði um 10,2% á Íslandi 2008 og um 24,1% árið 2009. Það hef- ur hins vegar lækkað fjögur síðustu ár, frá 2014-2017. Lækkunin var -0,4%, -2,6%, -4% og -4,8% þau ár. Á sama hátt hækkaði verð á mat- vælum á Íslandi um 16,4% árið 2008 og 17,1% árið 2009. Það lækkaði hins vegar um -2,2% í fyrra, eftir skeið verðhjöðnunar að frátöldu húsnæði. Verðlagsliðurinn húsnæði, vatn, rafmagn, gas og eldsneyti hækkaði um 13,3% og 17,4% á Íslandi árin 2008 og 2009. Athygli vekur að síð- ustu fjögur ár hefur þessi liður hækkað um 3,8%, 3,8%, 3,5% og 3,1% á Íslandi, samkvæmt greiningu Eurostat. Húsnæðisliðurinn hefur hækkað meira en væntanlega hafa hinir útgjaldaliðirnir, vatn, rafmagn, gas og eldsneyti, lækkað meðaltalið. Verðlag hækkar næstmest á Íslandi  Eurostat, hagstofa ESB, birtir tölur um verðlagsbreytingar í ríkjum ESB og á Íslandi og í Noregi  Ísland í 2. sæti á eftir Rúmeníu  Verð á áfengi og tóbaki hefur hækkað um 180% frá árinu 2000 Hækkun verðlags í Evrópusambandinu 2000-2017 í prósentum ásamt samanburði við Ísland Rúmenía 257 Ísland 108 Ungverjal. 98 Lettland 87 Búlgaría 85 Eistland 80 Slóvakía 64 Slóvenía 64 Litháen 52 Króatía 45 Lúxemborg 45 Pólland 45 Spánn 43 Grikkland 42 Bretland 42 Malta 41 Tékkland 40 Portúgal 40 Belgía 39 Austurríki 38 Noregur 37 Ítalía 37 ESB 37 Holland 36 Kýpur 33 Finnland 32 Danmörk 31 Írland 30 Frakkland 30 Svíþjóð 29 Þýskaland 29 Rúmenía 727 Búlgaría 409 Ungverjal. 220 Lettland 188 Ísland 180 Slóvenía 159 Eistland 147 Grikkland 124 Spánn 120 Litháen 118 Portúgal 115 Slóvakía 109 Króatía 105 Lúxemborg 101 Malta 100 Holland 95 ESB 92 Kýpur 92 Tékkland 89 Bretland 88 Frakkland 85 Ítalía 82 Pólland 80 Belgía 75 Þýskaland 73 Noregur 72 Austurríki 66 Írland 66 Svíþjóð 51 Danmörk 36 Finnland 36 Rúmenía 537 Ísland 199 Lettland 168 Eistland 163 Slóvakía 140 Ungverjal. 139 Búlgaría 131 Slóvenía 118 Tékkland 106 Litháen 104 Pólland 94 Írland 90 Bretland 87 Noregur 80 Króatía 78 Grikkland 77 Portúgal 76 Finnland 73 Malta 66 Kýpur 66 Spánn 64 Austurríki 59 Holland 58 ESB 57 Belgía 56 Svíþjóð 55 Ítalía 53 Lúxemborg 52 Frakkland 52 Danmörk 49 Þýskaland 38 Rúmenía 144 Eistland 65 Ísland 35 Búlgaría 27 Ungverjal. 25 Grikkland 22 Spánn 20 Ítalía 18 Lúxemborg 17 Svíþjóð 16 Slóvakía 16 Belgía 15 Austurríki 11 Þýskaland 10 Frakkland 8 Slóvenía 7 Finnland 2 ESB 1 Danmörk -1 Holland -3 Króatía -4 Lettland -4 Malta -13 Portúgal -15 Kýpur -21 Tékkland -26 Litháen -30 Bretland -37 Noregur -40 Írland -50 Pólland -52 Rúmenía 186 Lettland 123 Ungverjal. 120 Ísland 91 Eistland 90 Búlgaría 87 Litháen 73 Slóvenía 72 Malta 69 Kýpur 63 Spánn 53 Pólland 52 Lúxemborg 51 Bretland 51 Belgía 48 Slóvakía 46 Austurríki 46 Króatía 45 Tékkland 44 ESB 43 Ítalía 41 Grikkland 41 Danmörk 39 Finnland 37 Svíþjóð 37 Þýskaland 36 Frakkland 31 Holland 31 Noregur 30 Portúgal 28 Írland 8 Almennt verðlag Áfengi og tóbak Húsnæði, vatn, rafm., gas og eldsn. Matur Fatnaður og skór Heimild: Eurostat BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 * V ið m ið u n a rt ö lu r fr a m le ið a n d a u m e ld s n e y ti s n o tk u n í b lö n d u ð u m a k s tr i. E N N E M M / S ÍA / N M 8 9 3 3 8 TÖFFARINN Í FJÖLSKYLDUNNISTAÐALBÚNAÐUR Í NISSAN JUKE ACENTA+ ER M.A.:Lykillaust aðgengi og ræsing, 18“ álfelgur, rafdrifið sólþak, bakkmyndavél, leiðsögukerfi með Íslandskorti o.m.fl. ALMENNTVERÐ: 4.290.000 KR. TILBOÐSVERÐ: 3.890.000KR. NISSAN JUKEACENTA+ BENSÍN / FJÓRHJÓLADRIFINN / SJÁLFSKIPTUR 190 HESTÖFL / EYÐSLA 6,5 L/100 KM*

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.