Morgunblaðið - 06.09.2018, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 06.09.2018, Qupperneq 59
Það hefur verið ómetanlegt síðustu 16 árin að geta leitað til hans þegar mikið lá við. Erling hafði mikla og fjölbreytta þekk- ingu og reynslu. Hann var mik- ill jafnaðarmaður og lands- byggðarmaður sem brann fyrir úrbótum í samfélaginu. Ég minnist úrvals manns sem verður sárt saknað. Gæi hefur átt farsælan feril í starfi. Hann á öfluga og sam- henta fjölskyldu. Henni sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guðný Hrund Karlsdóttir. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Mig langar í örfáum orðum að kveðja kæran vin minn, Er- ling Garðar Jónasson, sem lést föstudaginn 30. ágúst. Garðar, eins ég kallaði hann oftast, var góður vinur minn og drengur góður og sannur nor- rænn krati af gamla skólanum en þeim fækkar nú óðum. Hann vildi hvers manns vanda leysa og var ávallt hrók- ur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Hann var vinmargur og voru vinirnir aldrei langt undan, gleðin var honum í blóð borin. Þær eru elskulegar allar minn- ingarnar sem ég get yljað mér við nú frá samvistum okkar og allt til dagsins í dag. Til eru þær stundir í lífi mínu að mig skortir orð til að lýsa tilfinningum mínum á við- eigandi hátt. Þess vegna verð ég að láta mér nægja að votta þér að lokum mitt innilegasta þakklæti fyrir hverja stund sem ég fékk að njóta þíns stóra hjarta, elsku vinur. Það að hafa átt því láni að fagna að eiga þig að vini tel ég verulegan hluta af þeirri ham- ingju sem ég hef notið um liðna daga. Við hugsum um tilgang lífs- ins, örlög okkar allra og um hvert stefnir við fráfall ástvina okkar og óvissa ríkir í huga okkar um stund. Þegar að er gáð er dauðinn ekki aðeins dauði og lífið ekki aðeins líf, heldur er því stundum öfugt farið, dauðinn aðeins áfram- haldandi líf og lífið stundum harðara en hel. Af hverju er þetta svo? Ég á ekki eitt svar til við því en hef samt skilið að þeir sem við elskum eru alltaf hjá okkur, í einhverri mynd, og veita okkur styrk í sorginni. Á tímamótum sem þessum öðlast kærleikurinn aukið gildi. Sama er að segja um þá sem elska okkur. Þeir halda áfram, hvert sem leið þeirra liggur, því ástin er sterkari en dauðinn og það sem lifir í minningunni eigum við áfram. Það verður aldrei frá okkur tekið. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Ég bið góðan guð að styrkja alla ástvini þína, sér í lagi Lóló þína og börnin í þeirra sáru sorg. Hvíl þú í friði, kæri vinur. Sigurður Snævar Gunnarsson. Skömmu eftir að ég settist í ritstjórastól Alþýðublaðsins haustið 1979 – og fór að skrifa stefnuskrá handa Alþýðu- flokknum í leiðurum – brast á með upphringingum frá lesend- um hvaðanæva af landinu. Sumir hringdu til að hrósa, aðrir til að skamma, en sumir til að leiðbeina og hvetja til dáða. Erling Garðar var í síð- astnefnda hópnum. Það fór ekki fram hjá mér að maðurinn hafði margt og mikið til mál- anna að leggja. Hann var hag- sýnn og hugkvæmur og hugsaði í lausnum. Orkumálin voru hans sérsvið. Uppfrá þessu var hann einn af nánustu ráðgjöfum okkar í for- ystu Alþýðuflokksins á sviði orkumála. En það var í hundrað-funda ferðinni, sem nýkjörinn for- maður Alþýðuflokksins efndi til á árunum 1984-85, sem kunn- ingsskapur okkar breyttist í fóstbræðralag. Mér var stórlega misboðið að jafnaðarmenn ættu ekki einu sinni þingmann á Austurlandi. Ég fundaði í hverju einasta plássi, frá Hornafirði til Bakka- fjarðar og fékk alls staðar hús- fylli. Það sló út m.a.s. sjálfan Bubba Morthens að mig minn- ir. Allan tímann hafði ég „heim- ili og varnarþing“ hjá Erlingi Garðari á Egilsstöðum. Erling Garðar var gaflari að uppruna, rafvirki að mennt og jafnaðarmaður að hugsjón. Hann hafði lokið framhalds- námi í raforkutæknifræði í Kaupmannahöfn, þar sem hann kynntist hinu norræna velferð- arríki jafnaðarstefnunnar af eigin reynslu. Gott ef hann var ekki meðlimur í danska krata- flokknum á þessum tíma. Heimkominn var hann ráð- inn umdæmisstjóri RARIK á Austurlandi og gegndi því starfi í tæpan aldarfjórðung. Á næsta bæ, Norðurlandi eystra, réði ríkjum hjá RARIK Ing- ólfur Árnason, sameiginlegur vinur okkar Erlings Garðars og félagi. Sameiginlega voru þeir landstjórar yfir meira en helm- ingi Íslands a.m.k. að flatar- máli. Það má heita að ég hafi verið heimagangur hjá Erlingi Garðari á þessum árum. Jó- hanna, kona hans, var þá löngum syðra í framhaldsnámi, svo að rafveitustjórinn var allt í senn: verkstjóri yfir umdæmi, sem var stærra en Ísrael, odd- viti Egilsstaða, uppalandi ungra barna og matráðsmaður og sálnahirðir. Og fórst það allt saman vel úr hendi. Þeim mun oftar sem ég kom, því betur sem fylgis- vonir virtust vænkast um hríð, þeim mun betri varð kjötsúpan á borðum Erlings Garðars. Og félagsskapurinn upplífgandi langt fram á nótt. Aðspurður, hvað sósíalismi væri eiginlega, mun Lenin hafa svarað: „Rafvæðing + öll völd til verkalýðsins“. Lenin stóð við fyrri partinn, en klúðraði rest- inni. Erlingi Garðari varð betur ágengt. Í tæpa fjóra áratugi hjá RARIK stýrði hann fram- kvæmdum við rafvæðingu Ís- lands, fyrst í hinum strjálu byggðum Austurlands, en síðar á Vesturlandi. Og rækti skyld- ur sínar sem drifkraftur í sveit- arstjórnum, bæði á Egilsstöð- um og í Stykkishólmi. Öllu þessu fylgdu mikil mannafor- ráð. Það lýsir manninum betur en mörg orð, hversu vinsæll og virtur hann var af starfsfólkinu. Því réði óbilandi bjartsýni hans og glaðværð, heiðarleiki og sanngirni í garð samstarfs- manna. Við Bryndís kveðjum vin okkar með væntumþykju og virðingu og sendum fjölskyldu hans, vinum og vandamönnum, hugheilar samúðarkveðjur. Jón Baldvin.  Fleiri minningargreinar um Erling Garðar Jónasson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 ✝ Jón Skúli Þór-isson fæddist 16. júlí 1931 á Blikalóni á Mel- rakkasléttu. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Mörk í Reykjavík 31. ágúst 2018. Foreldrar hans voru Þórir Þorsteinsson, verk- stjóri í Hvalveiði- stöðinni, Hvalfirði, f. 20.7. 1901, d. 13.8. 1970, og Jóhanna Þórey Daníelsdóttir húsmóðir, f. 26.7. 1901, d. 23.11. 1995. Jón var fjórða barn foreldra sinna en systkini hans eru: Hulda Svein- björg, f. 29.12. 1924, d. 7.12. 2012, Sigurborg, f. 14.2. 1927, d. 8.1. 1968, Þorsteinn, f. 19.9. 1929, d. 6.8. 2012, Jónatan, f. 14.10. 1933, Eyþór, f. 17.12. 1938, og Kári, f. 24.4. 1942. Jón giftist Svönu Ragnars- dóttur 10. apríl 1960. Hún fæddist 22.1. 1937 og lést 13.12. 2007. Þau áttu saman þrjú börn: 1) Jóhönnu Þóreyju, f. 14.1. 1961. Hún á Dagbjörtu Svönu Haraldsdóttur, f. 18.1. 1985, og Ólaf Þóri Guðjónsson, f. 2.8.1995. Ólafur á einn son, Axel Breka, f. 22.11. 2014. 2) Ragnheiður Helga, f. 21.7. 1962. Hún er gift Arnfinni Jón Skúli fluttist frá Blika- lóni á Krossanes við Akureyri á þriðja aldursári. Aðeins 14 ára fór hann á Akranes með Huldu systur sinni þar sem hann kynnist klæðskeraiðninni og lagði stund á nám henni tengdri í Iðnskólanum í Reykja- vík. Þaðan fór hann í nám til Stokkhólms þar sem hann lauk meistaraprófi í klæðaskurði ár- ið 1953. Árið 1962 stofnaði hann saumastofuna Model Magasin. Jón Skúli hannaði og saumaði flugfreyjubúninga um árabil og hlaut alþjóðleg verð- laun fyrir besta búninginn í Mexíkó árið 1971. Einnig hann- aði hann fatnað fyrir Álafoss og fleiri. Rak hann oft og tíðum verslun samhliða saumastof- unni, m.a. verslunina Hélu að Laugavegi 26 en þó oftast und- ir merki Model Magasin. Á síð- ari hluta starfsævinnar breytti hann um stefnu og fór að sauma föt úr skinnum og fisk- roði. Hann hélt ótal tískusýn- ingar og var hann um áttrætt þegar sú síðasta var sett upp. Hann var maður margra hug- mynda og setti m.a. á stofn hjólaskautahöll við Hverfisgötu í Reykjavík. Jón Skúli var virkur meðlim- ur í Frímúrarareglunni, sér- staklega á fyrri hluta ævi sinn- ar. Úför hans fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 6. september 2018, klukkan 15. Bragasyni, f. 13.6. 1963. Ragnheiður á soninn Jón Skúla Traustason, f. 25.4. 1980. Hann á einn son, Ingvar Breka, f. 24.8. 2001. Dótt- ir Ragnheiðar er Helga Guðmunds- dóttir, f. 7.7. 1990. Sambýlismaður Helgu er Helgi Guðnason, f. 12.10. 1988. 3) Yngsta dóttir Jóns og Svönu er Berglind, f. 17.12. 1967. Berglind á dótturina Sunnu Jónsdóttur. Sunna er í sambúð með Christian Top Marchant, f. 4.6. 1985, og á með honum tvö börn; Ágústu Rose, f. 28.4. 2012, og Jón Svan, f. 5.5. 2016. Berglind er gift Rik- harð Sigurðssyni, f. 9.1. 1962. Þau eiga saman Dag Inga, f. 9.11. 2006. Rikharð á Teresu Tinnu, f. 29.3. 1988. Hún er í sambúð með Sigurði Rúnari Birgissyni, f. 29.5. 1988. Þau eiga saman Hrafntinnu Ylfu, f. 15.8. 2014, og Tind Úlfar, f. 21.8. 2016. Svana, eiginkona Jóns, átti áður soninn Ragnar Gunnar Þórhallsson, f. 14.11. 1955. Eiginkona hans er Kol- brún Dögg Kristjánsdóttir, f. 28.9. 1972. Hún á soninn Gunn- ar Pál Ægisson, f. 1.4. 1997. Þær voru þungbærar fréttirn- ar sem Berglind systir tilkynnti mér 29. ágúst síðastliðinn að heilsu þinni hefði hrakað og að lífi þínu hér á jörð væri að ljúka. Þú varst einstaklega góður maður, pabbi minn, og ég á svo margar góðar minningar, til dæmis úr ferðum okkar innan lands og ut- an. Mér er sérstaklega minnis- stæð ferðin til Parísar þar sem brotist var inn í bílaleigubíl sem við vorum á í bílageymslu og skjalatösku stolið frá Beggu syst- ur með minjagripum. Einnig er mér minnisstæð utanlandsferðin til New York og til Flórída þar sem við fórum meðal annars í Disney World í rússíbana, en ég hef ekki verið skelfdari á ævi minni. Þú varst menntaður klæðskeri og mjög fær í þínu fagi, þig skorti ekki hugmyndirnar og lést marg- ar þeirra verða að veruleika, meðal annars með stofnun saumastofunnar Model Magasin þar sem þú varst með 20-30 manns í vinnu. Pabbi minn, þú varst mörgum mannkostum bú- inn, duglegur, hugmyndaríkur og glæsilegur, alltaf snyrtilegur til fara og mikill gleðigjafi enda naustu þín vel þegar þið mamma hélduð veislur, bæði heima og í sumarbústaðnum Skýjaborgum. Ég veit að margir minnast þeirra tíma með gleði. Þú gekkst í gegn- um erfiða tíma en alltaf stóðstu uppréttur og bugaðist ekki þó að lífið væri erfitt. Ég er ekki frá því að ég hafi erft eitthvað af þínum góðu mannkostum. Síðustu æviár þín bjóstu á hjúkrunarheimilinu Mörk, það var sorglegt að horfa á þig hverfa frá okkur, elsku pabbi minn, enda er alzheimer erfiður sjúkdómur. Nú er komið að kveðjustund og það er mér mjög þungbært að kveðja þig en ég trúi því að þér líði vel og að þú sért á góðum stað ásamt ástvinum okkar. Að lokum langar mig að þakka sérstaklega starfsfólki hjúkrunarheimilisins Markar fyrir hlýhug og góða um- mönnun í gegnum árin. Þig, pabbi minn, kveð ég með virð- ingu, þakklæti og gleði, þó svo að sorgin og söknuðurinn séu mikil. Þakka þér fyrir alla hjálpina og að hafa reynst mér vel, takk, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Jóhanna Þórey Jónsdóttir. Mikið er skrítið að skrifa síð- ustu orðin til þín, elsku, besti pabbi minn. Þú varst uppáhaldið mitt á svo margan hátt, styrkur minn og stoð alla mína ævi. Hversu hlý var þín hönd og þinn faðmur, þú varst ljúfur og alltaf góðhjartaður, oft á tíðum í erf- iðum aðstæðum. Þú kenndir mér á lífið með orðum þínum og gjörð- um, sem alltaf einkenndust af hlýju og óendanlegri ósérhlífni. Þú kenndir mér líka að áfengi er böl og mikið held ég að líf þitt hefði verið betra án þess. Ég bið þig að fyrirgefa mér það sem ég kann að hafa gert á þinn hlut; stjórnsemina, frekjuna og tilætl- unarsemina. Ég þakka þér fyrir vináttuna og bænirnar heitu. Takk fyrir Sunnu mína sem þú og mamma önnuðust eins og ykk- ar eigin, aldrei var sagt nei held- ur opnaðist faðmurinn eins og á þeim engli sem þú ert nú orðinn. Elsku pabbi, ég kom barnshaf- andi til þín sextán ára og þú tókst í hönd mína og sagðir með hlýju: „Elsku Berglind mín, við gerum allt sem við getum til að hjálpa þér.“ Þessi orð eru mér ógleym- anleg og hjartað mitt fyllist þakk- læti. Ekki voru móttökurnar síðri þegar ég eignaðist Teresu Tinnu þegar hún var níu ára og Dag Inga okkar, sem þú dekraðir við eins lengi og þér var unnt. Ég er búin að sakna þín og syrgja síðustu þrjú árin eða svo. Mörg tárin hafa fallið á Mörkinni þar sem þú varst í svo góðum höndum og við fjölskyldan nutum þess að heimsækja þig á svo dásamlegan stað. Starfsfólkið á mikinn heiður skilið fyrir sitt góða starf. Elsku pabbi, við Rikki, Sunna, Teresa Tinna og Dagur Ingi minn minnumst þín og mömmu í bænum okkar eftir sem áður. Takk fyrir allt. Þín dóttir, Berglind. Mig langar til að minnast Jóns Skúla Þórissonar sem nú er lát- inn eftir erfið veikindi. Ég hef alltaf litið á Jón skradd- arameistara sem vin og góðan fé- laga, en leiðir okkar lágu saman þegar við Berglind dóttir hans rugluðum saman reytum og eign- uðumst hana Sunnu okkar. Jón reyndist okkur alltaf vel og bjó hún Sunna með móður sinni fyrstu árin hjá Jóni afa sín- um og ömmu, Svönu Ragnars- dóttur. Jón afrekaði mikið á sinni ævi en hann átti og rak Saumastof- una Model Magasín sem var stór- veldi á sínum tíma. Best kynn- umst við þegar ég fékk að vinna hjá honum á saumastofunni sem þá var til húsa við Laugaveg en á þeim tíma saumaði hann ein- kennisfatnað fyrir mörg helstu fyrirtæki landsins, meðal annars Flugleiðir, Eimskip, Landsbank- ann og fleiri stofnanir. Sömuleið- is átti Jón Skúli traust frímúrara og saumaði hátíðar- og athafna- klæði fyrir þá. Þó svo það hafi hallað undan fæti á seinni hluta starfsferilsins þá vantaði ekki á framkvæmda- gleðina fyrr á árum og byggði Jón sumarhús sem hann hannaði og fylgdi sögunni að líkan, búið til úr mjólkurfernum, hafi verið fyr- irmyndin. Sömuleiðis byggði Jón stórt nýtt verksmiðjuhús á Höfð- anum en gengisfellingarnar fóru illa með hann og það sat í honum hvernig dollaralánin fóru með hann. Honum þótti sopinn ekkert vondur og þegar farið var að halla undan fæti í veikindum þá fékk ég gamla brosið og glamp- ann í augun þegar við renndum niður einum köldum þorra eða glasi af rósavíni. Jón Skúli var hönnuður með gott auga og var alltaf flottur í tauinu. Hann var líka matgæð- ingur og hafði gaman að útbúa kræsingar sem hann að sjálf- sögðu skreytti frumlega. Jón lét aldrei styggðaryrði falla um náungann. Jón var vingjarnlegur og góður maður. Ég votta fjölskyldu Jóns inni- lega samúð. Jón Svan. Í dag kveð ég með söknuði góðan vin, vinnufélaga og fag- meistara minn, Jón Skúla Þóris- son klæðskurðarmeistara. Það var seint á níunda áratug síðustu aldar að leiðir okkar Jóns lágu saman. Það var á mínum fyrstu árum í rekstri Kápusöl- unnar, sem rak stóra saumastofu og framleiddi kápur. Við Jón gengum til samstarfs um að reka saumastofur okkar hlið við hlið í sama húsnæði, fyrst að Höfða- bakka 9 en fljótlega fluttum við að Snorrabraut 56. Þar til húsa hafði verið rekin í áratugi fata- framleiðslan Gefjun og hentaði húsnæðið því einstaklega vel fyr- ir rekstur okkar beggja. Margir muna eftir þessu húsi sem „Rík- inu“ en eftir að það flutti burt vorum við Jón ekki lengi að breiða úr okkur og unnum saman þarna í hartnær áratug. Það var gæfa mín að kynnast Jóni Skúla og að fá tækifæri til að vinna svona náið með honum til fjölda ára. Jón er einn af þeim stóru sem hafa mótað sögu fata- iðnaðar á Íslandi, með rekstri stofu sinnar Model Magasín. Þau eru fá verkefnin sem hafa ekki komið inn á borð til hans og til fjölda ára hannaði hann og saum- aði alla flugfreyjubúninga á land- inu auk þess að sinna sérsaumi fyrir einstaklinga. Á samstarfs- árum okkar var hann einnig með verk fyrir Flugmálastjórn. Auk þess sem ég var með kápufram- leiðslu var ég einnig með prests- hempusaum fyrir presta þjóð- kirkjunnar. Það var ómetanlegt að njóta reynslu og fagmennsku Jóns í hverju verki sem barst inn á borð okkar. Hann var hafsjór af fróðleik og reynslu, kunni mörg ráð í hagræðingu verka en gaf aldrei afslátt af fagmennsku og gæðum. Jón var fullur af sköpunargleði og frumkvæði og á þessum tíma byrjaður að hanna og sauma flík- ur úr roði og leðri. Það er minn- isstæð tískusýningin sem við tók- um bæði þátt í í Perlunni fyrir fullu húsi. Það var ekki bara að Jón væri fagmaður fram í fingurgóma, heldur var hann einstaklega glað- lyndur og skemmtilegur vinnu- félagi og alltaf stutt í húmorinn. En það sem stendur upp úr er hans einstaka hjartahlýja í garð allra í kringum sig og umhyggja fyrir öðrum. Hann var ekki fyrr byrjaður að sauma úr leðri en hann saumaði sér bláa leður- vinnusvuntu og gaf mér rautt leð- ur svo ég gæti líka saumað mér eina. Ég renndi henni í gegnum vélina á hraðferð, ekki vön að sauma leður, en svo vill til að ég nota þessa svuntu enn tæpum 30 árum síðar. Hjartahlýja hans birtist í öllu hans daglega lífi og bar hann mikla umhyggju fyrir samstarfs- fólki sínu og fjölskyldu sinni allri. Þegar ég lít til baka og hugsa um árin okkar við sníðaborðið sé ég bara sólskinsdaga, en auðvitað rigndi líka og stundum var snjór. En það sem stendur upp úr er minningin um kjarkmikinn mann, fullan af sköpunargleði og með hjarta úr gulli. Ég er þakklát fyrir árin okkar öll – betri vinnu- félaga, fagmann og meistara er ekki hægt að hugsa sér. Ég sendi fjölskyldu Jóns, dætrum, barnabörnum og barna- barnabörnum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Rut Ríkey Tryggvadóttir, klæðskeri. Jón Skúli Þórisson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.