Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Garnaveiki greindist fyrir nokkr- um dögum í geit á bænum Háhóli í Hornafirði. Garnaveiki í geit á Ís- landi greindist síðast árið 2002 og þá á Vesturlandi. Í jórturdýrum er garnaveiki ólæknandi smitsjúk- dómur en með bólusetningu má verja sauðfé og geitur. Grunur féll á geitina á Háhóli þegar hún sýndi greinileg einkenni garnaveiki. Dýralæknir var kall- aður til og í kjölfarið var geitin af- lífuð og svo krufin á Keldum og grunurinn staðfestur. Orsök sjúkdómsins er lífseig baktería af berklaflokki. Helstu einkenni hennar eru hægfara van- þrif með skituköstum. Um viðbrögð gilda ýmsar varúðarráðstafanir, meðal annars að frá bæ þar sem garnaveikin greinist má til dæmis ekki selja sauðfé, geitur eða naut- gripi í 10 ár frá greiningu. Garnaveiki greind í geit  Varúðarregla gildi Morgunblaðið/Guðrún Vala Geit Hafurinn horfir á heiminn. Skipulagsstofnun hefur fallist á til- lögu AkvaFuture ehf. að matsáætlun fyrir allt að 20 þúsund tonna laxeldi í Eyjafirði með athugasemdum. Fyr- irtækið þarf að huga að ýmsum atrið- um í frummatsskýrslu. Meðal annars þarf að liggja fyrir burðarþolsmat fyrir Eyjafjörð og fjalla þarf um varnir gegn fisksjúkdómum og áhrif eldisins á villtan lax og umhverfið. AkvaFuture hyggst ala laxinn í lokuðum sjókvíum innarlega í Eyja- firði. Beitt verður nýrri eldistækni sem takmarkar áhrif eldisins á um- hverfið. Tæknin er nýtt til fram- leiðslu á eldislaxi í Noregi. AkvaFut- ure hefur einnig lagt fyrir Skipulagsstofnun matsáætlun fyrir eldi á allt að 6 þúsund tonnum í slík- um kvíum í Ísafjarðardjúpi. Vegna umsagnar Hafrann- sóknastofnunar leggur Skipulags- stofnun áherslu á að fjallað verði um möguleg áhrif á eldisfisk ef rafmagn fer af eldissvæði og hver áhrifin verði við langvarandi straumrof. Einnig þurfi að fjalla um öryggi eld- isbúnaðar með tilliti til strauma og ölduhæðar. AkvaFuture benti á að búnaðurinn hafi fengið styrkleika- og öryggisvottun samkvæmt norsk- um staðli. Þá er á það bent að í hverri kvíaþyrpingu verði varaafls- töð. Skipulagsstofnun setur ellefu önnur skilyrði um atriði sem fjalla þurfi um í frummati. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að niðurstaða Skipu- lagsstofnunar færi fyrirtækið nær áformum um að hefja fyrsta flokks laxeldi í lokuðum sjókvíum við Ís- landsstrendur. helgi@mbl.is Matsáætlun samþykkt Ljósmynd/AkvaFuture Lokaðar kvíar AkvaFuture rekur eldisstöð með lokuðum kvíum í Andals- vogi í sveitarfélaginu Vevelstad í Nordlandfylki í Noregi.  AkvaFuture heldur áfram að undirbúa eldi í Eyjafirði 569 6900 09:00–16:00www.ils.is Húsnæðismál á landsbyggðinni –Tilraunaverkefni Markmið verkefnisins er að leita leiða til þess að bregðast við þeimmikla húsnæðisvanda sem ríkir víðsvegar á landsbyggðinni, m.a. vegna óvirks íbúða- og leigumarkaðar og skorts á viðunandi íbúðarhúsnæði. Horft er til þess að 2-4 sveitarfélög taki þátt í tilraunaverkefninu og að verkefnið nái að fanga mismunandi áskoranir á ólíkum landsvæðum. Þannig geta þær lausnir sem verkefninu er ætlað að móta nýst á sem breiðustum grunni. Verkefnið tekur mið af stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar sem og stefnumótandi byggðaáætlun sem samþykkt var á Alþingi þann 11. júní 2018. Í byggða- áætlun er m.a. kveðið á ummarkmið um fjölgun íbúða á svæðum þar sem skortur á hentugu íbúðar- húsnæði hamlar uppbyggingu í sveitarfélaginu. Húsnæðisáætlun sveitarfélagsins er grundvallar- forsenda fyrir þátttöku í verkefninu. Hafi sveitar- félagið ekki þegar unnið slíka áætlun og skilað til Íbúðalánasjóðs þarf það að hafa til þess vilja og getu að ljúka við gerð hennar. Þau sveitarfélög sem óska eftir að taka þátt í verk- efninu eru beðin um að hafa samband við Sigrúnu ÁstuMagnúsdóttur, deildarstjóra á húsnæðis- sviði Íbúðalánasjóðs, á netfangið sigrun@ils.is fyrir 30. september 2018. Íbúðalánasjóður óskar eftir þátttöku sveitarfélaga í tilraunaverkefni um uppbyggingu húsnæðismála á lands- byggðinni Umsóknarfrestur: 30. september 2018 María Heim- isdóttir hefur verið skipuð for- stjóri Sjúkra- trygginga Ís- lands til næstu fimm ára og tek- ur við starfinu 1. nóvember. Skip- unin er í sam- ræmi við tillögu stjórnar stofn- unarinnar en María var önnur tveggja ellefu um- sækjenda sem stjórnin taldi hæf- asta til að gegna embættinu. Ráð- herra ræddi við þessa tvo og ákvað í kjölfarið að skipa Maríu. María lauk embættisprófi í lækn- isfræði frá HÍ árið 1990. Hún stund- aði framhaldsnám í Bandaríkj- unum, aflaði sér MBA-gráðu með áherslu á stjórnun í heilbrigðisþjón- ustu, og fór síðan í doktorsnám í lýðheilsufræðum samhliða vinnu við kennslu og rannsóknir. Frá 2010 hefur María verið fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Land- spítala en hafði áður veitt forstöðu upplýsinga- og hagdeild spítalans árin 2006-2010. Árin 1999 til 2002 starfaði María hjá Íslenskri erfða- greiningu við þróunarverkefni. Þá er hún klínískur lektor við lækna- deild HÍ og hefur tekið þátt í marg- víslegu vísindastarfi. sbs@mbl.is María Heimisdóttir María stýrir Sjúkratryggingum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.