Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
„Pólland var skítugt og fátækt land, allt í kolareyk
en þrjóskan í Húsvíkingnum dreif mig áfram,“ segir
Jónína Ben líkamsræktarfrömuður, sem hefur farið
með fjölda Íslendinga í detox-meðferð til Póllands á
undanförnum 15 árum. „Þetta er meiriháttar land en
hitt er svo annað að það má segja að það sé nýkomið
til byggða. Viðskiptalífið þar er flókið fyrir okkur hér
sem erum vön viðskiptum með millistjórnendum. Pól-
verjar eru ekkert fyrir millistjórnendur, þeir líta
þannig á að þeir sem eiga fyrirtækið stjórni og hinir
séu nánast eins konar þrælar. Það hefur verið meira
en að segja það að vinna í þessu andrúmslofti.“
Minni sykur og meira grænmeti
Jónína hópaði fljótlega í kringum sig færum lækn-
um sem voru sérfræðingar í bólgusjúkdómum. Með
henni þróuðu þeir þá meðferð sem boðið er upp á í
dag. „Bólgusjúkdómar eru í rauninni undirstaða
flestra lífsstílstengdra sjúkdóma, bæði krabbameina,
gigtar og streitu,“ segir hún og bætir við að 80%
ónæmiskerfisins okkar séu framleidd í þörmunum.
„Þessar bakteríur sem þarmarnir taka til sín eða
framleiða sjálfir geta verið þrenns konar, þær geta
verið rotnandi eins og þegar fólk borðar mikið kjöt,
þær geta verið Candida sem gerist þegar fólk borðar
of mikinn sykur eða drekkur of mikið áfengi og svo
góðu bakteríurnar sem koma þegar við borðum
grænmeti.“
Mikilvægt að huga að öndun
Jónína hvetur fólk til að huga að því hvað það set-
ur ofan í líkamann fyrst á morgnana og segir mik-
ilvægt að halda streituhormóninu kortisól í jafn-
vægi. „Framleiðsla kortisóls fellur niður þegar við
sofum og til þess að koma því aftur í gang á morgn-
ana er mikilvægt að fá vatn og súrefni. Við þurfum
ekki kaffi eða sígarettur heldur bara H2O og O2. Ef
fólk drekkur stórt vatnsglas á morgnana og helst
með sítrónu, til þess að balansera þarmaflóruna, og
fer síðan út og bara andar djúpt tíu sinnum, er það
komið með það streitustig sem það þarf fyrir dag-
inn,“ segir Jónína Ben, sem heldur til Póllands um
helgina til að taka á móti nýjum hópi af Íslend-
ingum í leit að betri heilsu. íslandvaknar@k100.is
Hefur miklar áhyggjur
af næringu landans
Jónína Ben er frumkvöðull í detox-meðferðum og hefur hjálpað fjölda fólks að ná
betri heilsu bæði hér heima og í Póllandi. Hún hefur miklar áhyggjur af næringu land-
ans og segir að Íslendingar þurfi að skoða alvarlega mataræði og lífsstíl.
K100/Rikka
Jónína Ben Hún er frumkvöðull í detoxmeðferðum og hefur farið með fjölda Íslendinga til Póllands í meðferðir.
Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu,
er að gefa út sólóplötu og fylgir
henni eftir með útgáfutónleikum á
Akureyri um helgina. Hann er með
raddsterkari mönnum eins og flest-
ir vita sem hafa heyrt í honum.
„Mamma segir að ég hafi þagað
þar til ég varð fimm ára þannig að
ég held að ég sé bara að taka það út
sem ég átti inni. Svo er ég úr Mý-
vatnssveit og útaf dottlu þá þarf
maður að geta talað svolítið hátt,“
sagði Stefán í spjalli í morgunþætt-
inum Ísland vaknar.
Reyndar er Stefán sennilega
minnst í Mývatnssveitinni, enda
mikið á ferðinni og hefur sungið
með mörgum hljómsveitum og sýn-
ingum. Hann segir það þó ekkert
merkilegt. „Það er fullt af fólki sem
vinnur svona. Vörubílstjórar og
svona. En það er alltaf lengra úr
Reykjavík.“
Daginn sem við ræddum við hann
voru 72 ár frá fæðingu Freddie
Mercury og hafin er framleiðsla á
kvikmynd um ævi hans. Stefán tek-
ur ekki líklega í að hann gæti verið
íslenska útgáfan af Freddie. „Það
eru tvennir skór sem mér er illa við
að fara í og ég held að enginn ætti
að fara þangað. Það er annars veg-
ar Freddie Mercury og hins vegar
Michael Jackson. Þangað fer eng-
inn með fullu viti. Það er alveg
sama hver reynir það.“
Annars segist Stefán hlusta á
næstum því allt en uppáhalds-
hljómsveit hans er Primus. Þekkt-
asta lag hennar er upphafslag
South Park-þáttanna. Sjálfur ólst
hann upp við Queen, Metallicu,
Guns ’n Roses og Nirvana en segist
hlusta á allt.
Hægt er að sjá Stefán á útgáfu-
tónleikunum á Græna hattinum á
laugardagskvöld.
islandvaknar@k100.is
Morgunblaðið/Eggert
Stefán Jakobsson er með eina kraftmestu söngrödd landsins.
Er að vinna upp
fimm ára þögn
Stefán Jakobsson, söngvari Dimmu, er að gefa út sóló-
plötu og fylgir henni eftir með útgáfutónleikum á
Akureyri um helgina. Hann er með raddsterkari
mönnum eins og flestir vita sem hafa heyrt í honum.
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
GENUINE SINCE 1937
99% afsláttur fyrir börnin
Bókaðu 6. eða 7. september fyrir börnin
og þau fá 99% afslátt. Notaðu kóðann
KRONA og njóttu ferðagleðinnar.