Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 49
UMRÆÐAN 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
Flestum er kunnugt hvernig
ástandið á Landspítalalóðinni
hefur verið undanfarin misseri.
Þar hefur gengið á með höggum
frá fallhömrum, sprengingum,
hamarshöggum og öðrum há-
vaða frá framkvæmdum sem
NB eru ekki á áætlun, hvorki
hvað varðar tíma eða fé sem er
ekki uppörvandi vegna fram-
haldsins. Misilla haldnir sjúk-
lingar, aðstandendur í erfiðri
stöðu á sál og líkama að
ógleymdu starfsfólkinu sem
vinnur við ömurlegar ástæður þora ekki að
koma fram og segja skoðun sína á ástandinu.
Ég öfunda ekki skurðlækna sem vinna við að-
stæður þar sem hús leika á reiðiskjálfi líkt og
stríð hafi brotist út. Það fréttist líka nýlega
að meðan mest hefur gengið á hafa ljós-
mæður ekki getað hlustað vel eftir hjartslætti
ófæddra barna í móðurkviði.
En heilbrigðisráðherrann er stoltur og
glaður yfir því hve vel gengur að hrista sam-
an sjúklinga, aðstandendur og starfsfólk með
sprengingum og fallhömrum. Vegna mistaka
á Alþingi í vor verður ekki staldrað við, og
fljótgerð vönduð óháð staðarvalsathugun
unnin til að hægt sé að fá heim sanninn um
galskap uppbyggingar við Hringbraut. Nú
skal hafin jarðvegsvinna með umferð þús-
unda trukka sem væntanlega fara niður
Snorrabraut í löngum bílalestum næstu miss-
erin og bæta svifryki við taktföst slög fall-
hamranna og stöku sprengingu. Þannig munu
sjúklingar og starfsfólk búa við þetta ófremd-
arástand næstu áratugi. Hvers vegna? Jú,
þegar Meðferðarkjarninn verður klár bíða
byggingar rannsóknarkjarna, útibú HÍ og
nokkur bílastæðahús. Og að því loknu upp-
gerð og viðgerð mygluhúsanna
gömlu sem ýmist verða rifin eða
viðgerð. Ekki þýðir að spyrja
starfsmenn Oháeffsins um það
því þeir eru bara að reisa nýtt
sjúkrahús og kemur ekkert við
endurnýjun eða rif gamalla
húsa. Þeim kemur heldur ekki
við hvað gerist við lokun gömlu
Hringbrautar ef ekkert verður
bætt við þá nýju. Þar er ekki
hægt að hafa uppi mikla bjart-
sýni því ráðherra samgöngumála
er leiðitamasti stjórnmálamaður
á Íslandi. Hann og flokkur hans
hlupu einmitt frá enn einu kosningaloforði
sínu þegar greidd voru atkvæði um stað-
arvalið. Framsóknarmenn héldu blaðamanna-
fund við Hringbraut fyrir tæpu ári til að
leggja áherslu á stuðning sinn við nýjan spít-
ala á betri stað. Entist í nokkra mánuði og
var selt fyrir þrjá ráðherrastóla. Nú verður
að spyrja leiðitama samgönguráðherrann:
Ætlar hann að gera eitthvað vegna lokunar
gömlu Hringbrautar? Kannski að laga Hring-
braut II með vegtollum sem hann afneitaði
fyrir rúmu ári en seldi fyrir þrjá ráðherra-
stóla. Svar óskast.
Sjúklingar við
hamarshögg
Eftir Þorstein Sæmundsson
»Heilbrigðisráðherrann er
stoltur og glaður yfir því
hve vel gengur að hrista saman
sjúklinga, aðstandendur og
starfsfólk með sprengingum og
fallhömrum.
Þorsteinn
Sæmundsson
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
thorsteinns@althingi.is
Ég var staddur á vörumarkaði
fyrir skömmu. Þar tók ferða-
maður upp úr hálsmáli sínu Dav-
íðsstjörnuna sem fest var á háls-
festi hans. Viðmælandi umrædds
manns ávítaði hann og bað hann
um að hylja hálsmenið sitt hið
snarasta og sagði honum að gyð-
ingar væru vanir að hafa Davíðs-
stjörnuna sína innanklæða þegar
þeir væru á ferðalögum. Auk þess
styddu Íslendingar Palestínu-
menn en væri í nöp við Ísraelsríki.
Ég hrökk við að heyra þetta og varð hugsað
til ofsókna á hendur gyðingum í seinni heims-
styrjöldinni sem leiddu til hinnar skelfilegu hel-
farar, þegar milljónum þeirra var skipulega út-
rýmt vegna hugmyndafræði sem vissir stjórn-
málamenn notuðu til að réttlæta dráp á heilli
þjóð. Það er hörmulegt að vita til þess að gyð-
ingaofsóknir eigi sér stað enn í dag á okkar tím-
um og færist í aukana. Gengdarlaus haturs-
ummæli gegn gyðingum eru látin óátalin.
Fjölmiðlar eiga hér stóra sök þar sem mjög
einhliða er fjallað um Ísraelsríki og hallað máli
þess í hvívetna. Pólitískur rétttrúnaður er alls-
ráðandi og ráðist er með offorsi á gyðinga og
Ísraelsríki, sem umkringt er óvinum þess úr öll-
um áttum og er undir stöðugum skærum araba-
þjóða.
Ég hef komið til Ísraels og upplifað baráttu
tæplega sjö milljóna gyðinga í Ísrael undir
linnulausum mannskæðum árásum, umkringdir
af yfir þrjú hundruð milljónum araba í ná-
grannaríkjum Ísraels sem unna þeim ekki frið-
ar og margir hafa strengt þess heit að drepa þá
alla. Arabaríkin hafa hótað útrýmingu Ísraels
síðan Ísraelsríki var stofnað 14. maí 1948. Slíkt
er hatrið í garð gyðinga.
Síðan Ísraelsríki var stofnað
hafa arabaþjóðirnar prédikað heil-
agt stríð og tortímingarstríð gegn
Ísrael. Uppreisn palestínumanna
á Gaza hefur átt hugi og athygli
fjölmiðlamanna en barátta Ísraels
fyrir tilverurétti sínum verið köll-
uð glæpir gegn mannkyninu.
Ömurlegt er að fylgjast með
fréttum sem úthrópa Ísraelsmenn
sem níðinga þegar þeir verja
landamæri sín gegn ágangi araba
sem stefna að útrýmingu gyðinga.
Þykir mér rétt að benda fólki á
fréttaveitur Ísraela, til dæmis
Israel News Agency. Þar eru fréttir sem virðast
ekki ná til fjölmiðla á Vesturlöndum vegna
pólitískrar rétttrúnaðarstefnu.
Þó allur heimurinn hafi snúist á móti Ísrael
er það blessað af Guði vegna þess að það er á
landi því sem Guð gaf gyðingum fyrir þús-
undum ára og því fá engin pólitísk veraldaröfl
breytt (1. Mósebók 13:15). Þetta óstjórnlega og
djöfullega hatur gegn gyðingum og Ísrael staf-
ar einfaldlega af því að gyðingar eru Guðs út-
valda þjóð og elskaðir af Guði (5. Mósebók 7:6).
Þess vegna er hatur heimsins í þeirra garð svo
gríðarlegt. Það segir sína sögu. Við skulum hafa
það í huga að æðri máttarvöld styðja þetta litla
ríki gyðinga í Mið-Austurlöndum. Væri ekki svo
væru óvinir þeirra löngu búnir að afmá það af
landakortinu.
Gyðingaofsóknir
vorra tíma
Eftir Einar Ingva
Magnússon
Einar Ingvi
Magnússon
» Gengdarlaus hatursum-
mæli gegn gyðingum eru
látin óátalin.
Höfundur er áhugamaður um Ísraelsríki.
einar_ingvi@hotmail.com
Einstök
barnagleraugu
frá Lindberg.
Þau hafa hlotið
fjölda viður-
kenninga um
heim allan.
94
international
design awards