Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 70
70 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Ég sýni meðal annars bókverk sem
ég kalla Annað rými, rétt eins og
sýninguna,“ segir myndlistarkonan
Eygló Harðardóttir þegar spurt er
um verkin á sýningunni sem hún
opnar í Nýlista-
safninu í Mar-
shallhúsinu í dag,
fimmtudag,
klukkan 17.
Eygló vinnur
gjarnan stað-
bundnar innsetn-
ingar, tví- og þrí-
víða abstrakt-
skúlptúra úr
pappír, og er líka
þekkt fyrir að
vinna með fundin efni á sinn per-
sónulega hátt. Í vinnuferlinu er hún
ekki með fyrir fram ákveðna stefnu
eða lokaútkomu í huga en þess í stað
dregur hún hið óvænta upp á yfir-
borðið.
Frá árinu 2015 hefur Eygló unnið
talsvert innan ramma bókverksins
og dvaldi nýlega í vinnustofu í New
York, þar sem hún gerði ýmsar efn-
is- og litatilraunir á prentverkstæði.
Útkoman varð meðal annars fyrr-
nefnt bókverk Annað rými sem hún
sýnir nú. Hún segist hafa gert það
þar úti fyrir níu mánuðum en lokið
því nýverið með lokaprentun í það.
Salurinn skel um verkin
„Ég hef líka stillt upp ýmsum
verkum hér í sal Nýlistasafnsins og
forðaðist í raun að mestu að setja
eitthvað á veggina,“ segir Eygló.
„Ég nota salinn svolítið eins og skel
utan um verkin, sem eru létt og
brothætt. Gegnumgangandi stef í
verkunum eru teikningar sem ég
teiknaði í dáleiðslu. Ég var dáleidd
sex sinnum og kortlagði þá í hvert
sinn ákveðið svæði í líkamanum.“
Hún vann að verkefninu í samstarfi
við geðhjúkrunarfræðing sem ann-
aðist dáleiðsluna.
„Ég vissi ekki fyrir fram hvaða
svæði yrði fyrir valinu en hafði hug-
myndir um það. Mig langaði að upp-
lifa þessi svæði líkamans eins og
grunnplan bygginga eða abstrakt-
myndir,“ segir hún. Og bætir við að
það hafi tekist. Hún var í dáleiðsl-
unni í um fjörutíu mínútur í senn og
teiknaði svo í um tíu mínútur áður en
dáleiðslunni var lokið.
„Fyrstu kortlagningu líkamans í
dáleiðslu gerði ég árið 2007 en
endurtók svo leikinn fimm sinnum
fyrir þessa sýningu.
Ég gerði myndirnar með tússlit
því mig langaði til að silkiþrykkja
eftir þeim. Og það hef ég gert, í alls
konar útfærslum, og afraksturinn er
eitt verk sem er hér í mörgum hlut-
um, prentað á sérstakan japanskan
pappír, og þær myndir hanga á
stöngum hér í salnum. Pappírinn er
skúlptúr þar sem ég næ teikning-
unum með silkiþrykki yfir á annað
plan.
Þá er hér stórt verk í sex ein-
ingum, unnið á kínverskan pappír,
og ég skrifaði á það með grafíthlunki
texta sem dávaldurinn skrifaði upp
eftir mér um líkamann.“
Eygló nefnir líka stórt gólfverk úr
dökkum spjöldum og gleri, en gler
kemur nokkuð við sögu í verkunum.
„Efniviðurinn er frekar hrár, sumu
breyti ég, öðru ekki, en ég byggi upp
ýmiss konar einingar hér í Nýló.“
En hvað er svona heillandi við
bókverk?
„Það er eiginlega andstæða sýn-
ingarsalar,“ svarar hún. „Rýmið hér
í Marshallhúsinu er stórkostlegt og
ég vann öll verkin sérstaklega fyrir
þessa sýningu undanfarna níu mán-
uði. En bókverkið er svo nálægt
áhorfandanum, það má halda á því,
geyma það, taka það fram aftur; það
þarf ekki að ganga inn í sýningarsal
til að upplifa það sem myndlist.
Fyrir mér er bókverkið framlenging
á salnum og býr yfir mikilli nánd.“
Þetta er fjórða einkasýningin sem
Eygló setur upp í Nýlistasafninu.
Hún nam við Myndlista- og hand-
íðaskóla Íslands og Akademie voor
Beeldende Kunst en Industrie í Hol-
landi. Á ferli sínum hefur Eygló
haldið fjölda sýninga, þar á meðal
einkasýningar í Harbinger, Lista-
safni Reykjavíkur, Ásmundarsafni
og Listasafni ASÍ.
Skúlptúr Eitt verka Eyglóar.
Bókverk og dá-
leiðsluteikningar
Eygló Harðardóttir sýnir í Nýló
Eygló
Harðardóttir
Louvre-listasafnið í Abu Dhabi hef-
ur ákveðið að fresta sýningu á mál-
verkinu Salvator mundi, Bjargvætti
heimsins, eftir Leonardo da Vinci,
sem selt var fyrir metfé í nóvember
í fyrra. Mikið hefur verið rætt og
ritað um verkið og þá m.a. efast um
að það sé í raun málað af da Vinci
og það sé því langt frá því eins
verðmætt og talið er.
Menningarmálastofnun Samein-
uðu arabísku furstadæmanna
keypti verkið. Það sendi frá sér til-
kynningu á Twitter um að sýningu
á málverkinu hefði verið frestað.
Engar ástæður eru gefnar fyrir
frestuninni en skrifað að frekari
upplýsingar muni berast síðar.
Sérfræðinga greinir á um hvort
da Vinci sé höfundur verksins,
nema þá mögulega að hluta. Matt-
hew Landrus, prófessor við Oxford-
háskóla, telur sig geta sannað að
málverkið sé að stærstum hluta
málað af einum aðstoðarmanna da
Vinci, Bernardino Luini. Sönnunin
felist í því að bera saman Bjargvætt
heimsins og önnur verk Luini. Da
Vinci hafi aðeins málað 5-20% af
verkinu en Luini verið aðalmál-
arinn. Martin Kemp, einn helsti sér-
fræðingur í verkum da Vinci,
kveðst þó sannfærður um að hann
sé aðal höfundurinn. Uppboðshúsið
Christie’s seldi verkið fyrir um 47
milljarða kr., hæsta verð sem greitt
hefur verið fyrir myndlistarverk.
Fresta sýningu á
Salvator mundi
Kristur Bjargvættur heimsins.
Nýjar hendur - Innan
seilingar
Bíó Paradís 18.00
Kvíðakast
Bíó Paradís 22.20
Söngur Kanemu
Bíó Paradís 18.00
Masters of the
Universe
Bíó Paradís 20.00
Whitney
Bíó Paradís 20.00, 22.00
Fanny and Alexander
Í tilefni af hundrað ára af-
mæli Ingmar Bergmans býð-
ur Sænska sendiráðið í sam-
starfi við Bíó Paradís upp á
sérstaka dagskrá til heiðurs
leikstjóranum. Frítt er inn á
alla viðburði Bergman í Bíó
Paradís og allir eru hjart-
anlega velkomnir.
Bíó Paradís 18.00, 20.00
Lof mér að falla 16
Þegar 15 ára Magnea kynn-
ist 18 ára Stellu breytist allt.
Stella leiðir Magneu inn í
heim fíkniefna sem hefur al-
varlegar afleiðingar fyrir
þær báðar.
Laugarásbíó 19.50
KIN 12
Sambíóin Álfabakka 17.15,
17.30, 19.30, 20.00, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni 17.20,
19.40, 22.00
Sambíóin Akureyri 20.00
Sambíóin Keflavík 20.00,
22.30
Alpha 12
Metacritic 63/100
IMDb 7,0/10
Smárabíó 14.50, 17.20,
19.50, 21.20, 22.10
Háskólabíó 18.00
Borgarbíó Akureyri 19.30,
21.30
Crazy Rich Asians
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.00,
19.30
Sambíóin Akureyri 17.30
Sambíóin Keflavík 20.00
The Happytime
Murders 16
Laugarásbíó 22.40
Smárabíó 19.30, 22.00
Mile 22 16
Laugarásbíó 22.15
Smárabíó 21.50
Háskólabíó 20.30
The Spy Who
Dumped Me 16
Metacritic 51/100
IMDb 6,4/10
Laugarásbíó 20.00, 22.25
Hereditary 16
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 87/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 22.30
Slender Man 16
Smárabíó 19.40, 22.00
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 21.40
Book Club Metacritic 53/100
IMDb 6,3/10
Háskólabíó 18.30
Kona fer í stríð
Morgunblaðið bbbbb
Háskólabíó 18.10
Össi Össi er mjög heppinn hund-
ur. Hann býr hjá góðri fjöl-
skyldu sem elskar hann af-
skaplega mikið og lifið er
gott. En einn góðan veð-
urdag fer fjölskyldan í ferða-
lag og skilur Össa eftir í
pössun.
Laugarásbíó 17.50
Smárabíó 15.00, 17.10
Borgarbíó Akureyri 17.30
Christopher Robin Metacritic 59/100
IMDb 8,0/10
Sambíóin Álfabakka 20.00
Sambíóin Kringlunni 17.20
Sambíóin Akureyri 17.15
Úlfhundurinn Metacritic 61/100
IMDb 6,9/10
Smárabíó 17.20
Hin Ótrúlegu 2 Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 80/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 17.30
Hótel Transylvanía 3:
Sumarfríið Metacritic 54/100
IMDb 6,4/10
Laugarásbíó 17.40
Smárabíó 14.40
Draumur Smárabíó 15.00
Eftir að hafa komist lífs af eftir árás 20 metra
hákarls, þá þarf Jonas Taylor að horfast í augu
við ótta sinn, til að bjarga fólki sem er fast í
neðansjávarrannsóknarstöð.
Metacritic 46/100
IMDb 6,2/10
Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 19.40, 22.10
Sambíóin Akureyri 19.30, 22.15
Sambíóin Keflavík 22.30
The Meg 12
Mamma Mia! Here We Go Again Nú hefur Sophie tekið við rekstri gistiheimilisins og lærir
um fortíð móður sinnar á sama tíma og hún er ófrísk
sjálf.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 60/100
IMDb 7,3/10
Laugarásbíó 17.40, 19.50
Smárabíó 17.00, 19.30
Háskólabíó 18.20, 21.10
Borgarbíó Akureyri 17.00,
19.30
Mission Impossible -Fallout 16
Ethan Hunt og sérsveit hans og bandamenn, eiga í kappi við
tímann eftir að verkefni misheppnast.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 86/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.30, 21.45
Sambíóin Egilshöll 18.00,
21.00
Sambíóin Kringlunni 22.00
Sambíóin Akureyri 22.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio