Morgunblaðið - 06.09.2018, Side 42

Morgunblaðið - 06.09.2018, Side 42
42 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Ertu að gera upp gamalt hús ? VIÐ BYGGJUM Á LANGRI HEFÐ Líttu við – sjón er sögu ríkari Eigum úrval af alls kyns járnvöru. Hurðahúnar, glugga- og hurðalamir, stormjárn, læsingar, útiljós, bátasaumur og spíkerar allar stærðir o.fl. Laugavegi 29 • sími 552 4320 www.brynja.is • verslun@brynja.is Opið virka daga frá 9-18 og laugardaga frá 10-16 Ný vefverslun brynja.is Donald Trump Bandaríkjaforseti lagði til á twitt- er-síðu sinni í gær að meið- yrðalöggjöf Bandaríkjanna væri breytt, eftir að fregnir um innihald „Fear“, nýrrar bókar eft- ir rannsóknarblaðamanninn Bob Woodward, fóru sem eldur um sinu fyrr í vikunni. Woodward fer í bók- inni ófögrum orðum um forsetatíð Trumps, en lýsingarnar eiga að vera byggðar á viðtölum Woodw- ards við starfsfólk Hvíta hússins og aðra nána samverkamenn forset- ans. „Er það ekki synd að einhver geti skrifað grein eða bók, al- gjörlega skáldað upp sögur og dregið upp mynd af manneskju sem er bókstaflega í algjörri andstöðu við staðreyndir, og komist upp með það án eftirmála eða útgjalda,“ spurði Trump á twitter-síðu sinni. Í bókinni er Trump lýst sem ön- ugum yfirmanni, og að undirmenn hans hafi jafnvel falið gögn frá hon- um til þess að koma í veg fyrir að hann myndi taka skyndiákvarðanir út frá innihaldi þeirra. Sagði Trump að bókinni væri augljóslega ætlað að hafa áhrif á þingkosning- arnar sem verða haldnar í nóv- ember. Gefur lítið fyrir frásögn Woodwards  Trump ósáttur við nýja bók Donald Trump Sóknarmaður úsbeska landsliðsins í hinni gamalgrónu íþrótt buzkashi, sem þýða má á íslensku sem geitatog, reynir hér að koma „boltanum“, hræ af geit, í mark franska landsliðsins með miklum tilþrifum. Leikur liðanna fór fram í gær á heimsleikum hirðingja, sem nú eru haldnir í Cholpon-Ata í austurhluta Kirgistan, en leikarnir hafa verið haldnir annað hvert ár frá árinu 2014. Um áttatíu þjóðir keppa þar í 37 mismunandi íþróttagreinum, en í geitatoginu taka meðal annars þátt landslið Rússa, Kasakstans og Bandaríkjanna, en engum sögum fer af stöðu mála á leikunum. AFP Heimsleikar hirðingja hafnir í Kirgistan Áttatíu þjóðir keppa í 37 íþróttagreinum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.