Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Þegar komið er af Ströndum niður af
Steingrímsfjarðarheiði blasir Ísa-
fjörður við. Hann er innstur fjarða í
Ísafjarðardjúpi. Halda skal þá til
haga að til er Ísafjörður í annarri
merkingu; höfuðstaður Vestfjarða
við Skutulsfjörð sem er ystur fjarða í
Djúpinu. Og þangað ætlum við; um
180 kílómetra frá Arngerðareyri við
Ísafjörð sem er upphafspunktur
þessarar sögu. Þar vekja athygli
grjótgarður og bryggjusporður frá
þeim tíma þegar Fagranesið var í
ferjusiglingum um Djúpið. Þær lögð-
ust af um aldamót.
„Opnir í báða enda“
Margt við Djúp er líkast minnis-
vörðum um veröld sem var. Sú er til
dæmis raunin um gamla kaupfélags-
stjórahúsið á Arngerðareyri, sem
reist árið 1928 og er gjarnan nefnt
Kastalinn. Höll skyldi reisa hér við
þjóðbraut þvera, þar sem voru líka
verslun, sláturhús, póstur og sími.
Vegurinn um Ísafjarðardjúp var
tekin í notkun haustið 1975 en áður
var ferjan eina færa leiðin. Vetrarfær
varð vegurinn talsvert síðar. Tilkoma
Djúpvegarins fyrir 43 árum breytti
miklu og „Þar með má segja, að
hringvegurinn um landið sé end-
anlega orðinn að veruleika og Vest-
firðir nú opnir í báða enda,“ sagði í
frétt í Morgunblaðinu 10. október
1975. Á þessum tíma voru reyndar
talsverð áform um uppbyggingu við
Djúp; og stjórnvöld héldu m.a. úti
svonefndri Inndjúpsáætlun sem mið-
aði að viðreisn landbúnaðar á þessum
slóðum. Fátt af því sem þar hékk á
spýtunni gekk eftir.
Ekið er út Ísafjörð að vestan um
Bjarnastaðahlíð og brátt komið að
Reykjanesi. Sú var tíðin á Íslandi að
héraðsskólar voru starfræktir víða í
dreifbýlinu og yfirleitt valinn staður
þar sem finna má heitt vatn eins og
hér er raunin. Skólahald hér er löngu
aflagt en í Reykjanesi er starfrækt
hótel og saltvinnsla. Við þræðum
okkur svo áfram, fyrst yfir þveraðan
Reykjafjörð, svo Vatnsfjarðarháls og
loks yfir brúna á Mjóafirði sem liggur
yfir Borgarey. Brúin komst í gagnið
fyrir um áratug en mikil bót þótti
þegar vegurinn yfir Hestakleif lagð-
ist af.
Fjölkynngi og bílakirkjugarður
Vestan Mjóafjarðar er Ögursveit-
in, en hér þræðir vegurinn víkum
girta strönd. Yst á nesi er Ögurvíkin
og þar tveir bæir. Annar er Garðs-
staðir með einum stærsta bíla-
kirkjugarði á Íslandi og hinn kirkju-
staðurinn Ögur, þar sem er reisulegt
íbúðarhús, reist undir lok 19. aldar-
innar og var þá eitt stærsta íbúðar-
hús í sveit á Íslandi.
Fólk af mörgum kynslóðum má
tengja við Ögur en sérlega hátt ber
nafn Ara Magnússonar sýslumanns í
Ögri. Hann varð alræmdur fyrir þátt-
töku sína í Spánverjavígunum árið
1615 þegar sjómenn af baskneskum
hvalveiðiskipum urðu innlyksa á Ís-
landi eftir að skip þeirra brotnuðu í
Reykjafirði á Ströndum. Styr var
milli Íslendinga og þeirra 83ja Spán-
verja sem björguðust og voru margir
þeirra drepnir, þar af 18 úti í Æðey í
leiðangri sem Ari fór fyrir.
Allt var þetta gert með vísan til
þess að Danakonungur hafði sagt
Baskana réttdræpa, sem breytir þó
ekki því að hart þótti gengið fram.
Þegar er svo grúskað í gömlum bók-
um má finna margt merkilegt úr
Djúpinu; sögur af fjölkynngi og
göldrum, fræðingum, skáldum, skip-
brotsmönnum og furðum. Fólk, mál
og atburðir sem mörkuðu skil, eins
og Ólína Þorvarðadóttir lýsir í Árbók
Ferðafélags Íslands 2017 – Djúpið
blátt sem fjallar um þessar slóðir.
Hestfjall og Ljósvíkingur
Þegar kemur úr Ögursveit tekur
Skötufjörður við, en að austan er frá
útnesi ekið um Fossahlíð alls 16 kíló-
metra inn í fjarðarbotn. Þetta er
eyðiland en um miðja 20. öld var hér
búið á átta bæjum. Hús á sumum
þeirra standa þó, svo sem í Litlabæ.
Það er úr timbri með steinhlöðnum
veggjum og grasi á þökum. Húsið er
nú í eigu Þjóðminjasafns Ísland og er
þar nú vísir að minjasafn og kaffihús
starfrækt yfir sumarið.
Hestfjörður og Seyðisfjörður
koma svo næstir, þar sem ekið er
með útsýni að hinu tignarlega Hest-
fjalli; 536 metra háu. Við fjallið
norðanvert úti við ströndina heitir
Folafótur, þar sem snemma á 20. öld
Frá Arngerðareyri til Ísafjarðar Í veröld sem var
Fjölkynngi og skáld Alfaraleiðin flyst í framtíðinni
Vigur Eyjan er oft kölluð perlan í Djúpinu. Bæjarmyndin er sterk og margir heimsækja eyjuna,
sem nú í sumar var auglýst til sölu með öllum gögnum sínum og gæðum sem eru æði mikil.
Ko
rt
ag
ru
nn
ur
: O
pe
nS
tr
ee
tM
ap
Æðey
Vigur
Ögur
Arnarnesgöng
Kambsnes
Hestfjall
Laugaból
Reykjanes
Arngerðareyri
Mjóifjörður
Litli-Bær
Djúpleiðin
Snæfjallaströnd
Ísafjörður
SúðavíkFlateyri
Kastali Gamla kaupfélagsstjórahúsið að Arngerðareyri við Ísafjörð innst í Djúpi. Bygging sem
vitnar um að hér var stórveldi fyrr á tíð, enda var þessi staður og er raunar enn í þjóðbraut.
Lagt á Djúpið Þjóðleið Í Hestfirði þar semer ekið um eiðið yfir íSeyðisfjörð. Fram undan erHesturinn, fjallið sem setursvo sterkan svip á Djúpið.
„Allir firðirnir í Djúpinu hafa sinn heillandi svip, hver
á sinn hátt. En ég get líka vel skilið að fólki finnist
þetta seinfarið þegar þræða þarf langa firðina þó að
vegirnir séu reyndar orðnir ágætir í seinni tíð,“ segir
Egill Heiðar Gíslason, sem er úr Súðavík. „Auðvitað
held ég mikið upp á þorpið mitt og er þar talsvert á
sumrin. Af þeim slóðum get ég nefnt skemmtilega
gönguleið úr Álftafirði yfir í Önundarfjörð. Óvíða á
landinu eru betri berjalönd en í Djúpinu svo það er
upplagt að fara þangað núna í haust. Svo eru þarna
líka áhugaverðir staðir, s.s. Reykjanes og Heydalur,
og það er gaman að koma í Vigur. “
Óvíða eru betri berjalönd
HEILLANDI SVIPUR Í HVERJUM FIRÐI
Egill Heiðar
Gíslason
„Ég finn alltaf fyrir vellíðan þegar ég kem niður af
Steingrímsfjarðarheiðinni niður í Ísafjarðardjúp. „Allir
bændur í Djúpinu eru vinir mínir eftir sjónvarpsþátt um
svæðið sem við Ásdís Ólafsdóttir frænka mín gerðum,
svo það er vandasamt að nefna einn stað fremur en
annan sem eftirlæti,“ segir Þóra Arnórsdóttir sjón-
varpkona. „Strandsel eiga alltaf sérstakan stað í hjart-
anu, þar var faðir minn fæddur og var glaður drengur í
sveit hjá langömmu minni, Guðríði Hafliðadóttur. Ögur-
víkin er líka falleg og ánægjulegt að sjá hversu vel
frændfólk mitt í Ögri hefur hugsað um jörðina og
endurbyggt félagsheimilið – sem hýsir hið árlega Ögurball sem haldið er
á hverju sumri.“
Djúpbændur eru vinir mínir
ÆTTUÐ AF SVÆÐINU OG TENGSLIN ERU STERK
Þóra
Arnórsdóttir
LÖGBIRTING
Í YFIRRÉTTI („HIGH COURT OF JUSTICE”) CR-2018-008839
FYRIRTÆKJA- OG FASTEIGNADÓMSTÓLAR (E. BUSINESS AND PROPERTY COURTS) ENGLANDS OGWALES
FYRIRTÆKJADÓMSTÓLL (E. COMPANIES COURT)
VARÐANDI
ROYAL & SUN ALLIANCE INSURANCE PLC
OG
VARÐANDI
RSA LUXEMBOURG S.A.
OG
VARÐANDI
LÖG UM FJÁRMÁLAÞJÓNUSTU OG -MARKAÐI FRÁ ÁRINU 2000 („THE FINANCIAL SERVICES ANDMARKETS ACT 2000”)
HÉRMEÐTILKYNNIST að hinn 3. ágúst 2018 lögðu Royal & Sun Alliance Insurance plc („RSAI”) og RSA Luxembourg S.A. („RSAL”)
fram umsókn („umsóknin”) til yfirréttarins High Court of Justice („dómstóllinn”) í samræmi við 1. mgr. 107. gr. laganna frá
árinu 2000 um ármálaþjónustu og -markaði („lögin”) um úrskurð um að heimila, skv. 111. gr. laganna, áætlun um framsal
vátryggingastarfsemi („áætlunin”) og mæla fyrir um viðbótarákvæði í tengslum við áætlunina skv. 112. gr. laganna.
Áætlunin kveður á um framsal til RSAL, sem er dótturfélag að fullu og með beinum hætti í eigu RSA, á:
(a) allri almennri vátrygginga- og endurtryggingastarfsemi sem rekin er í hollenskum, belgískum, þýskum, frönskum og
spænskum útibúum RSAI; og
(b) þeim hluta allra vátrygginga (annarra en skírteina sem sýna fram á samning um endurtryggingu) sem hið breska félag RSAI
hefur gefið út eða yfirtekið er varðar áhættuþætti sem finnamá í EES-ríkjum öðrum en Bretlandi, ásamt tengdum sjóðum og
endurtryggingaeignum og ákveðnu fyrirkomulagi stjórnvalda er varðar kröfur.
Eintök af skýrslu um skilmála áætlunarinnar sem var samin í samræmi við 109. gr. laganna („skýrsla óháðs sérfræðings”),
yfirlýsingu sem greinir frá skilmálum áætlunarinnar og samantekt á skýrslu óháðs sérfræðings eru fáanleg endurgjaldslaustmeð
niðurhali af vefsíðunni http://www.rsagroup.com/brexit eða með því að skrifa til RSA UK & International, 20 Fenchurch Street,
London, EC3M 3AU með skýrri eftirfarandi utanáskrift á framhliðinni: „RSA BREXIT”, eða með því að senda tölvupóst á
RSABrexit@equiniti.com með tilvísuninni „RSA BREXIT” eða hringja í símaver RSA Brexit í síma +44 121 415 0953. Símaverið
verður opið frá mánudegi til föstudags frá kl. 08:00 til 18:00 að breskum tíma. Símtöl kunna að verða hljóðrituð. Stuðningsgögn
og frekari fréttir af áætluninni verða birt á vefsíðunni og því kann að vera ráðlegt að athuga hvort uppfærslur hafi verið birtar.
Lagt hefur verið til að umsóknin verði tekin fyrir hinn 29. nóvember 2018 í The Rolls Building, Fetter Lane, London, EC4A 1NL,
Bretlandi. Samþykki dómstóllinn umsóknina er fyrirhugað að framsalið taki gildi eftir miðnætti (GMT) 1. janúar 2019.
Hverjum þeim sem telur að framkvæmd áætlunarinnarmyndi hafa neikvæð áhrif á sig er heimilt að gera grein fyrir sjónarmiðum
sínum skriflega gagnvart dómstólnum og/eða koma þeim á framfæri í eigin persónu (eða gegnum lagalegan fyrirsvarsmann) á
dómþingi vegna umsóknarinnar sem haldið verður hinn 29. nóvember 2018. Hverjum slíkum aðila er einnig heimilt að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri við RSAI skriflega eða símleiðis ogmun RSAI skrá slík sjónarmið ogmiðla þeim til ármálaeftirlita
Bretlandi, þ.e. Prudential Regulation Authority og Financial Conduct Authority, óháða sérfræðingsins og dómstólsins.
Hver sá sem hyggst koma sjónarmiðum sínum á framfæri (hvort sem er símleiðis eða skriflega) eða koma fyrir dómstólinn er
beðinn um (en ekki skylt) að veita upplýsingar um yfirlýsingar sínar eða tilkynna um þá fyrirætlan sína að koma fyrir dómstólinn
og upplýsingar um sjónarmið sín eins fljótt og auðið er og helst ekki síðar en 16. nóvember 2018 með ofangreindum
samskiptaleiðum.
Dags.: 6. september 2018
Reynolds Porter Chamberlain LLP
Tower Bridge House, St Katharine’sWay, London E1W 1AA, Bretland
Tilv.: ROY25.23/AP02/MG02
Lögfræðingar umsækjenda