Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Hagsmunir okkar Íslendinga liggja í alþjóðalögum sem virka og að við séum þátttakendur í því samstarfi,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til þvingunaraðgerða Íslands gegn Rússum vegna hernaðarumsvifa Rússlands á Krímskaga og þeirrar alvarlegu öryggiskreppu sem fylgdi aðgerðunum í Evrópu. Þvingunaraðgerðir gagnvart Rússlandi hafa gilt frá mars 2014 og er þessum aðgerðum beitt af flest- öllum ríkjum sem teljast til hóps Vesturlanda, m.a. af Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og Kanada. Er markmið þvingunaraðgerða að við- halda friði og öryggi í heiminum og tryggja um leið virðingu fyrir mann- réttindum og mannfrelsi. Morgunblaðið setti sig í samband við þingmenn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi í þeim tilgangi að kanna hug þeirra til aðgerðanna. Sú athugun leiddi í ljós breiða samstöðu meðal flokkanna. Fulltrúar Flokks fólksins lýstu þó yfir efasemdum um þátttöku Íslands og tók einn stjórnarþingmaður undir með þeim. Dagar hjásetu eru liðnir „Ríkisstjórn þess tíma ákvað að fara í þetta og staðan hefur í sjálfu sér ekkert breyst síðan þá – Rússar hafa enn Krímskaga og hafa þannig brotið alþjóðalög og -samninga. Mér finnst því engin ástæða til að endur- meta þetta þó að ríkisstjórnin gæti það auðvitað,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingar, segir mikilvægt að Ísland sýni samstarfsþjóðum sínum sam- stöðu í þessu máli. „Við getum ekki liðið framferði á borð við það sem leiddi til þessara aðgerða. Og það er nauðsynlegt að við stöndum saman um áframhaldandi aðgerðir gagn- vart Rússum,“ segir hann. Ágúst Ólafur Ágústsson, þing- maður Samfylkingar, tók í svipaðan streng. „Rússland hefur oft og mörgum sinnum gengið of langt gagnvart nágrönnum sínum og lýð- ræðinu í eigin landi. Ég tel því ástæðu til að halda uppi alþjóðlegum þrýstingi á Rússland,“ segir hann og heldur áfram: „Við getum ekki sætt okkur við að Evrópuríki ráðist á annað Evrópuríki og við situm bara hjá, þeir dagar eru einfaldlega liðn- ir.“ Utanríkismál oftar á dagskrá Steinunn Þóra Árnadóttir, þing- maður Vinstri grænna, segir flokk sinn þurfa að fara yfir málin eigi hann að koma fram með breytta af- stöðu. „Hún liggur a.m.k. ekki fyrir,“ segir hún og bætir við: „Ég hef hins vegar alltaf talað fyrir því að við ræðum almennt utanríkismál meira inni í þingsal Alþingis.“ Þorsteinn Víglundsson, þingmað- ur Viðreisnar, segir Ísland hljóta að starfrækja utanríkisstefnu sína út frá grundvallaratriðum en ekki þröngum viðskiptahagsmunum. „Við eigum að standa sterk áfram með bandalagsþjóðum okkar í Evr- ópu,“ segir hann og bætir við að þörf sé á meiri umræðu um utanríkismál. „Ég tel mikilvægt að mótun utan- ríkisstefnu Íslands fari fram í utanríkismálanefnd og á vettvangi þingsins en ekki eftir hentugleika ut- anríkisráðherra hverju sinni. Og það á augljóslega við um þessa ákvörðun á sínum tíma þó að ég sé hlynntur henni.“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir brýnt að standa með bandalagsþjóðum í þessu máli. „Ég myndi þó vilja ræða þessi mál og utanríkismál almennt meira í þingsal,“ segir hún. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir samráð hafa skort við þingið í upphafi þó að ekki sé víst að niðurstaða hefði verið önnur. „Þátttaka okkar í alþjóða- samfélaginu, s.s. NATO, Sameinuðu þjóðunum og annars staðar, gerir það erfitt að taka aðra ákvörðun.“ Mun ekki skila árangri Ásmundur Friðriksson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segist alltaf hafa verið á móti þvingunar- aðgerðunum. „Við eigum hér mjög mikið undir. Ég er á móti þessari leið, hún mun ekki skila árangri og við töpum á henni,“ segir hann. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, og Inga Sæland, for- maður sama flokks, segjast bæði vera andvíg þvingunaraðgerðunum. „Við hefðum sennilega sett við- skiptalega hagsmuni Íslands ofar og ekki samþykkt þetta,“ segir Inga, en Flokkur fólksins sat ekki á þingi þegar ákvörðunin var tekin á sínum tíma. „Við verðum að vera raunsæ í þessu máli, við getum ekki þvingað Rússa til að skila einu né neinu. Þeir hafa hingað til bara gert það sem þeim sýnist,“ segir hún. Þá segist Guðlaugur Þór Þórðar- son utanríkisráðherra fagna því að þingmenn vilji meiri umræðu um utanríkismál í þingsal Alþingis. „Við erum að reyna að færa um- ræðuna meira inn í þingsal og nefndir. Það er einnig afar mikilvægt þegar farið er út í refsiaðgerðir að það sé vitneskja um af hverju það er gert, hvaða afleiðingar það hefur og svo framvegis. Það sama á við um ör- yggis- og varnarmál, viðskipti og þróunaraðstoð – upplýsa þarf þing- heim og þjóð um þetta og sömuleiðis þarf að ræða málin,“ segir hann. Breið samstaða ríkir um aðgerðir  Þingmenn nær allra flokka segja mikilvægt að sýna samstöðu þegar kemur að þvingunaraðgerðum gegn Rússum  Flokkur fólksins lýsir yfir efasemdum  Kallað eftir meiri umræðu um utanríkismál Morgunblaðið/Eggert Þingheimur Kjörnir fulltrúar vilja utanríkismál oftar á dagskrá þingsins. SLÖKKTU Á EYÐSLUNNI OG KVEIKTU Á SP M FYRIR HUGSANDI FÓLK HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum 5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd Mitsubishi Outlander PHEV er glæsilega hannaður, rúmgóður og háþróað fjórhjóladrifið kemur þér lengra allt árið. Þú getur ekið á hreinni íslenskri orku svo að bíllinn verður sparneytnari og umhverfisvænni. Outlander PHEV var vinsælastur í flokki jeppa og jepplinga árið 2017. Nú fylgir 350.000 kr. sumarauki ásamt hleðslustöð að verðmæti 150.000 með öllum nýjum Mitsubishi Outlander PHEV bílum keyptum hjá HEKLU. Slökktu á eyðslunni og kveiktu á sparnaðinum í nýjum Outlander PHEV. Hlökkum til að sjá þig! Outlander Instyle PHEV Sjálfskiptur, fjórhjóladrifinn frá: 5.490.000 kr. Mitsubishi PHEV kemur þér inn í framtíðina Sumarauki&hleðslu stöð samtals að verðmæ ti 500.000kr. fylgir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.