Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Til átaka kom á Ermarsundi í ný- liðinni viku er franskir sjómenn lögðu til atlögu gegn breskum skel- fiskslæðurum skammt undan Signuósum í Normandí; á þeim slóðum sem herir bandamanna í seinna heimsstríðinu gengu á land í Frakklandi 6. júní 1944. Vegna sjó- orrustunnar hafa breskir sjómenn kallað eftir flotavernd við veiðarnar og skírskotuðu meðal annars til að- stoðar herskipa hennar hátignar í Þorskastríðunum við Íslendinga. Franskir sjómenn eru æfir yfir veiðum breskra skelfiskbáta á auð- ugum miðum undan ósum Signu á sama tíma og þeir sjálfir mega ekki veiða þar í fjóra mánuði á ári vegna verndunar fiskistofna. Snýst deilan um hafsvæði milli frönsku Ermarsundsbæjanna Barfleur og Antifer. Saka franskir sjómenn breska starfsbræður sína um rán- fiskirí á þeim slóðum. Dimitri Rogoff, forsvarsmaður sjómanna í Normandí, sakar Breta um að nýta glufu í reglum um stjórn skelveiða á svæðinu sem undanþiggur veiðar breskra báta undir 15 metrum að lengd. „Við höfum um fimm ára skeið mótmælt þessari undanþágu en daufheyrst hefur verið við kröfum okkar,“ sagði Rogoff við fréttastofuna AFP. Franskir sjómenn hafa und- anfarin ár siglt út á veiðislóðina og mótmælt en þeir atburðir hafa ver- ið lítilræði í samanburði við átökin í síðustu viku. Sjónvarpsmenn um borð Fimm breskir bátar voru að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði um 12 mílur undan landi þegar á fjórða tug franskra báta birtust um miðja nótt og upp úr sauð. Létu Frakkar grjóti, glerflöskum og öðru grýtanlegu rigna yfir and- stæðinginn og bresku sjómennirnir svöruðu í sömu mynt. Kveikt var á blysum og heimamenn sigldu ógn- andi og rákust utan í aðkomubát- ana svo að á þeim sá. Enginn mátti við margnum og því hífðu bresku bátarnir upp veiðarfærin og hörf- uðu heim á leið. Talsmenn franskra hafnarbæja sögðust smeykir um að ofbeldisaðgerðir af þessu tagi gætu átt sér stað sig annars staðar. „Ég óttast að þetta gerist aftur því að deiluaðilar eru fokillir,“ sagði Laurent Jacques, bæjarstjóri í Le Treport í Normandí. Myndskeið frá átökunum sem birt var í frönskum fjölmiðlum sýndi ásiglingar og návígi skipa á fullri ferð, m.a. er skoski botnslæð- arinn Honeybourne III og fransk- ur togbátur skullu saman. Eftir átökin við strendur Norm- andí náðu breskir og franskir ráða- menn samkomulagi um að reyna að leysa deiluna um skelfiskveiðarnar með samningum. Ráðgert var að þær færu fram í London í gær, miðvikudag, með þátttöku fulltrúa sjómanna beggja landa auk emb- ættismanna, að sögn samtaka hvít- fiskframleiðenda í Skotlandi. Breski umhverfisráðherrann Michael Gove sagði að bresk stjórnvöld hefðu átt í samtölum við frönsk yfirvöld til að tryggja að átök af þessu tagi endurtækju sig ekki. Sögðust Frakkar reiðubúnir að senda lögreglu- og varðskip á vettvang til að afstýra ófriði. Loks hvatti Evrópusambandið (ESB) til þess að fundin yrði „vinsamleg“ lausn á deilunni. Verðmætur afli Verðmæti skelfiskveiða Breta er áætlað vera 120 milljónir punda – jafnvirði 17 milljarða íslenskra króna – en alls hafa um 1.350 manns afkomu sína af þessum veið- um. Fulltrúar breskra sjómanna gefa lítið fyrir þær skýringar Frakka að ósanngjarnt sé að Bret- ar stundi skelfiskveiðarnar á pör- unartíma hörpuskeljarinnar – og það á sama tíma og frönskum sjó- mönnum sé bönnuð veiðin á for- sendum verndunar. Aaron Brown, stofnandi samtakanna Fishing for Leave sem styðja útgöngu Breta úr ESB, sagði við frönsku frétta- stofuna France24 að hér væri ekk- ert um annað en hræsni að ræða af hálfu frönsku sjómannanna og dæmigerðan yfirgang ESB. Sjóorr- ustan í fyrri viku hefur orðið til að kynda undir deilum í Bretlandi um útgönguna úr sambandinu. Brown sagði Frakka eiga sökina á illindunum undan Signuósum. „Ofbeldið og þrælundirbúnar þvingunartilraunir þeirra voru al- gjörlega óásættanleg – og allt fór þetta fram fyrir framan mynda- vélar sjónvarpsstöðva sem um borð í skipum þeirra voru. Frá sjónar- hóli frjálsra siglinga var þetta óá- sættanlegt framferði og algjör hræsni. Í krafti sameiginlegrar fiskveiðistefnu ESB í 40 ár hafa Frakkar og aðrar þjóðir veitt um 60% þess fisks sem veiddur er í breskri lögsögu. Floti franskra fiskiskipa er að staðaldri að veiðum sex mílum undan ströndum Corn- wall. Að Frakkar skuli svo grípa til ofbeldis þegar breskir sjómenn nýta rétt sinn samkvæmt sameig- inlegu sjávarútvegsstefnunni er bláköld hræsni. Hefðu ESB og Frakkar ekki rænt auðlindum okk- Slást um skelfisk á Signuflóa  Signuflói nær vel út fyrir 12 mílur og því hafa breskir bátar getað athafnað sig á skelfiskslóðinni þar árið um kring  Frökkum eru hins vegar veiðarnar bannaðar í rúma fjóra mánuði árlega Hörð átök Návígið var mikið í átökunum á Signuflóa. Frakkar létu grjóti, glerflöskum og öðru grýtanlegu rigna yfir andstæðinginn og bresku sjómennirnir svöruðu í sömu mynt.  SJÁ SÍÐU 40Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.