Morgunblaðið - 06.09.2018, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 06.09.2018, Qupperneq 56
56 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 ✝ Gréta JónaJónsdóttir fæddist á Ísafirði 6. september 1933. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 15. mars 2018. Foreldrar henn- ar voru Jón Jóns- son matsveinn, f. 1907, d. 1964, og Fjóla Erlends- dóttir, f. 1913, d. 1973. Systkini Grétu voru Ólöf Andrea, f. 1931, d. 2018, Karl Theódór, f. 1932, d. 1986, og Hafdís, f. 1935, d. 1935. Kjörforeldrar Grétu voru Jón B. Pétursson, f. 1902, d. 1969, og Kristjana E. Guðjónsdóttir, f. 1898, d. 1977. Uppeldisbróðir Grétu var Reynir Jónsson, sem er látinn. Gréta giftist 27.12. 1951 Her- manni B. Sigurðs- syni, vélstjóra og skipstjóra, f. 12.7. 1926, d. 18.12. 1986, og eignuðust þau sjö börn. Börn þeirra eru Sigurður Helgi, f. 1950, Kristján, f. 1952, Kristinn Rún- ar, f. 1954, d. 2011, Guðmundur Vík- ingur, f. 1957, d. 1986, Herdís, f. 1959, Jón Ben- óný, f. 1960, og Hermann Grét- ar, f. 1968. Gréta og Hermann bjuggu allan sinn búskap á Ísa- firði. Barnabörn þeirra eru 20 og barnabarnabörn 24. Eftirlifandi sambýlismaður Grétu er Ragnar Þorbergsson, f. 15.3. 1928. Útför hennar fór fram í kyrr- þey 27. mars 2018. Elsku yndislega Gréta amma mín. Mikið á ég erfitt með að sætta mig við að þú sért farin frá okkur en um leið er ég afar þakklát fyrir að hafa átt þig fríska og nokkuð heilbrigða öll þessi ár. Ég trúi því að þú sért á betri stað núna og í góðu yfirlæti hjá afa og þeim bræðrum. Elsku amma, ég kveð þig með söknuði í hjarta og þakklæti. Ég minnist um leið allra þeirra góðu stunda sem við höfum átt saman síðustu árin. Langt úr fjarlægð, elsku amma mín, ómar hinzta kveðja nú til þín. En allt hið góða, er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn, man hve oft þú gladdir huga minn. Og glæddir allt hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Og hvar um heim, sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlát gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinztu stund Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun minning býr mér ætíð hjá, ég björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Takk fyrir allt og guð geymi þig. Þín ömmustelpa, María Rebekka. Gréta Jónsdóttir vinkona mín hefði átt afmæli í dag, 6. septem- ber. Hún var fædd árið 1933 og hefði því orðið 85 ára. En hún lést 15. mars 2018. Útför hennar fór fram frá Guðríðarkirkju 27. mars og að bálför lokinni var hún jarð- sett 16. júní í Ísafjarðarkirkju- garði hjá Hermanni manni sínum og Kristni syni sínum. Gréta eign- aðist sjö börn, 20 barnabörn og 24 barnabarnabörn. Hún var stolt móðir og amma af hópnum sínum. Mig langar að minnast hennar með fáum orðum. Þeir sem best þekktu hana vissu hvernig lífið hennar var, en það fór ekki alltaf mjúkum hönd- um um hana. Ég veit að hún myndi ekki vilja að ég færi að segja ævisögu hennar. Hana þekktu fjölskyldan og vinir. Henni vil ég þakka 45 ára samferð og aldrei kom maður til hennar öðru- vísi en að hlöðnu veisluborði. Þá var hún hvað glöðust ef hún gat veitt vel, sem hún alltaf gerði. Það munar um hvern vininn sem hverfur á braut. Nú verður ekki farið oftar í kaffi til Grétu og ekki fæ ég heldur hringingu frá henni. Ég á eftir að sakna hennar úr vinahópnum. Allar stundirnar sem við áttum saman í ferðalögum bæði innanlands og utan verða núna geymdar í sjóði minning- anna, sem enginn tekur frá mér. Gréta var mjög berdreymin og lunkin við að ráða drauma. Síðasta drauminn sem hún sagði mér frá réði hún á þann veg að hún ætti eftir sjö til átta ár, en það urðu ein- ungis sjö til átta vikur. Síðasta kvöldið er ég sat hjá henni var hún samt ekkert á leiðinni að kveðja, bað mig bara að fara heim og hvíl- ast, hún myndi heyra í mér á morgun. Að morgni fékk ég hring- ingu. Hún hafði kvatt einum og hálfum tíma eftir að ég fór. Takk fyrir samfylgdina, elsku Gréta. Sjáumst hinum megin „þá getum við í gleði okkar gengið saman Hlíðarveginn“. Urður Ólafsdóttir. Gréta Jóna Jónsdóttir ✝ Sólrún fæddistí Reykjavík 1. maí 1951. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Hrafnistu í Reykjavík 30. ágúst 2018. Foreldrar henn- ar voru Þóra Krist- jánsdóttir frá Ein- holti í Biskups- tungum, f. 1923, d. 2015, og Guðbjörn Guðmundsson byggingameist- ari frá Böðmóðsstöðum í Laugadal, f. 1920, d. 1999. Seinni kona Guðbjörns var Her- dís Guðmundsdóttir, f. 1925, d. 1992. Systkini Sólrúnar eru: Arn- björg Edda, f. 1943, Hafdís Karólína búsett í Svíþjóð, f. 1946, Kristján Valberg, f. 1947, d. 2009, Guðmundur, f. 1949, Ásgerður, f. 1955, og Arin- björn, f. 1957. Hálfsystur henn- Laugarnesskóla og síðar Lind- argötuskóla. Eftir gagnfræða- próf lá leiðin til Englands og síðar Danmerkur en þar kynnt- ist hún eiginmanni sínum Ólafi. Eftir heimkomu var Sólrún heimavinnandi húsmóðir allt þar til hún hóf nám við Lista- braut FB en þaðan lauk hún stúdentsprófi 1985. Að stúd- entsprófi loknu lá leiðin í Mynd- lista- og handíðaskólann og út- skrifaðist hún frá skúlptúrdeild vorið 1992. Síðar lauk hún námi í uppeldis- og kennslufræðum við HÍ. Árið 1994 hóf Sólrún störf sem myndmenntakennari við Hofsstaðskóla í Garðabæ en einnig nutu eldri borgarar í Garðabæ leiðsagnar hennar í myndlist í allnokkur ár. Fyrir rúmum tveimur árum varð Sól- rún að láta af störfum vegna veikinda. Sólrún sótti ótal listnámskeið hérlendis og erlendis. Hún hélt einkasýningar á verkum sínum og tók þátt í fjölda samsýninga í gegnum tíðina. Útför Sólrúnar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 6. sept- ember 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. ar samfeðra eru: Jóhanna, f. 1963, og Þuríður, f. 1968. Sólrún giftist 4. desember 1971 Ólafi Sigurðssyni rafvirkjameistara, f. 1945. Börn þeirra eru: 1) Hjörtur Þór, f. 1973, búsettur í Finnlandi. Maki Sari Roukonen, f. 1967. Þeirra dætur: Salka Kar- ólína, f. 2002, og Hilla Sólrún, f. 2006. 2) Sigríður Guðmunda, f. 1975. Maki Raymond Hoff- mann, f. 1969. Dætur þeirra eru: Sóley, f. 2010, og Saga Rán, f. 2013. Sonur Sigríðar af fyrra hjónabandi er Ólafur Sær Sigursteinsson, f. 2002. 3) Pétur Hannes, f. 1975, búsettur í Hong Kong. 4) Jóhannes Smári, f. 1986. Sólrún stundaði nám við Mig langar til að minnast lífs- förunautar míns, Sólrúnar Guð- björnsdóttur, sem kvatt hefur okkur eftir hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm sem gefur fæst- um grið. Það er margs að minnast frá öllum þeim árum sem við áttum saman bæði í blíðu og stríðu en það sem stendur margfaldlega upp úr þegar litið er til baka er ánægjustundirnar. Við eignuðumst fjögur börn sem öll hafa komist til manns og eigum orðið fimm barnabörn sem hafa auðgað líf okkar og veitt okk- ur mikla gleði. Hugurinn reikar aftur í tímann þegar við vorum að reisa okkur heimili, bæði að Leir- ubakka 22 og Stekkjarseli 7. Við lögðum okkur hart fram og það var ekki spurt hvað klukkan væri þegar þurfti að gera hlutina, þú vílaðir ekkert fyrir þér þegar drífa þurfti hlutina áfram. Við áttum góða tíma með krökkunum í ferða- lögum bæði hér innanlands sem utan sem eru okkur öllum ógleym- anlegir. Þá eru hátíðisdagar eins og jól og áramót og önnur tímamót ótal- in þar sem snilli þín í matargerð og fleiru naut sín og við hlökkuð- um öll til og biðum með eftirvænt- ingu. Nú er komið að leiðarlokum og við sem eftir sitjum með eftirsjá og sorg í hjarta viljum trúa því að þú sért farin til annarrar víddar þar sem menningin og listin blómstrar og þú færð að njóta þín. Við eigum alltaf eftir að sakna þín Guð blessi þig og veri með þér. Ólafur. Sólrún Guðbjörnsdóttir, góð vinkona, er fallin frá. Leiðir okkar lágu saman er ég fór að starfa við Hofsstaðaskóla í Garðabæ seint á síðustu öld. Þar hreifst ég strax af dugnaði hennar og listfengi, í leik og starfi. Sólrún var einstaklega flinkur kennari og náði vel til nem- enda sinna. Það var sama hvaða verk Sólrún tók sér fyrir hendur, allt lék í höndunum á henni. Hún vildi hafa fallegt í kringum sig á öllum sviðum, allt í réttum skorð- um og úthugsað. Við ferðuðumst saman innan- lands og utan. Mér er einkum minnisstæð ógleymanleg ferð til Grikklands, þar sem við heimsótt- um helstu sögustaði þessa dásam- lega lands. Staði sem eru vörður í sögu mannkyns og menningu og maður hafði heyrt og lesið um frá barnæsku. Því var það einstök upplifun að fá að standa agndofa við vöggu vestrænnar menningar, sem skapaðist á þessum slóðum samkvæmt því sem við lásum í kennslubókunum. Það var svo fyrir áhrif Sólrúnar að ég endurnýjaði kynni mín af Laugardalnum og svæðinu þar austur úr. Ég var líka tíður gestur á Böðmóðsstöðum þar sem hún átti yndislegan bústað sem bar henni fagurt vitni um dugnað og skemmtilegheit. Sólrún smíðaði, lagði stíga, bjó til leirfugla sem hún kom fyrir í móanum við húsið, bjó til skraut og nytjahluti úr gleri og járni. Og hún þæfði og prjón- aði. Svo útbjó hún litla tjörn í mó- ann, ræktaði skrautblóm í gróður- húsinu og grænmeti í garðinum. Í þennan sælureit Sólrúnar heim- sóttum við hana, vinkonur sem hún leiddi saman úr mörgum átt- um og erum við óendanlega þakk- látar fyrir þau tengsl á meðan við fáum að lifa. Fyrstan skal nefna nornaklúbbinn, en meðlimir hans sakna sárt allra góðu spádómanna hjá henni úr tarotspilunum og úr kaffi/rauðvínsbollanum að lokinni dýrindis máltíð, allt frá henni og eða bændunum í kring. Svo var setið á pallinum og skrafað fram á rauðanótt, þegar sveitin skartaði sínu fegursta í litadýrð árstíðanna. Þá á ég Sólrúnu og aldarvinkonu og sálarsystur hennar, Erlu Frið- riksdóttur, að þakka fyrstu skref- in mín í golfinu og öll þau skemmtilegheit sem það hefur leitt af sér og enn er ekki séð fyrir endann á því. Nú svo var það bókaklúbburinn, Les-píurnar og öll uppfræðslan sem þar hefur gengið á. Og ekki má gleyma bridgeklúbbnum sem ekki verður til umræðu hér. Spilamennska var ef til vill ekki það sem best lá fyrir Sólrúnu sökum keppnisskaps og hvass viðmóts, ef henni mislíkaði spilamennska okkar hinna. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir vináttu og yndislegar minn- ingar. Í mínum huga var Sólrún sigurvegari. Hún var af þeirri kynslóð sem ekkert var mulið undir. Hún fór sextán ára að heiman, menntaði sig eftir að hafa eignast fjögur börn, fyrst til stúdentsprófs og svo í myndlistinni og tók svo kennararéttindin í Háskóla Ís- lands. Dugnaður hennar og styrk- ur kom einnig fram í því hvernig hún tókst á við krabbameinið, sem að lokinni nokkurra ára strangri baráttu, með þokkalegum hléum, lagði hana að velli. Ég sendi Óla, börnunum og fjölskyldunni allri, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning Sólrúnar Guðbjörnsdóttur. Kristrún. Það er komið að kveðjustund, mín kæra, en allt of fljótt. Við kynntumst í Laugarnesskóla haustið 1961. Tvær stelpur nýjar í bekknum og þú spurðir hvort sæt- ið við hlið mér væri laust. Með þessum orðum hófst vinátta sem staðið hefur fram á þennan dag með svo til daglegum sam- skiptum. Það sem við höfum upplifað saman er hafsjór skemmtilegra og ógleymanlegra minninga. Minn- inga frá skólaárum, unglingsár- um, barnauppeldi, sumarbústaða- ferðum, ótal mismunandi námskeiðum, skemmtilegum af- mælum og klúbbum sem við vor- um í og ótal ferðum á listasöfn hérlendis og erlendis þar sem listaverk voru skoðuð og skil- greind út í það óendanlega þannig að þetta endaði í stórum listaverk. Viðburðaríku og skemmtilegu ferðirnar okkar til ýmissa landa. Það er stór hópur góðra vina sem við höfum eignast í gegnum tíðina og átt með margar ógleymanlegar stundir, það var alltaf eitthvað um að vera og við áttum eftir að gera svo margt. Það var fátt sem þú ekki gast gert og orðin ég get ekki voru ekki til í þinni orðabók. Hvort sem það var að saga, bora, negla, mála, leira, sauma, prjóna, útbúa skart- gripi og skúlptúra eða töfra fram dýrindis veislumat. Þú varst list- ræn og það liggja eftir þig ótal fal- legir hlutir. Þú varst vinur vina þinn og ekkert var til sparað þeg- ar þú tókst á móti gestum. Þú varst ein af þessum baráttu- konum, dugleg, ákveðin og þrjósk, stundum það þrjósk að það gat verið erfitt að fá þig til að skipta um skoðun þegar þú varst búin að ákveða eitthvað. Þessi ákveðni og þrjóska hafa oft komið sér vel í líf- inu og þá sérstaklega í erfiðum veikindum. Takk, kæra vinkona, fyrir vin- áttuna og allar fallegu minning- arnar sem ég mun geyma um ókomna tíð. Nú er sætið laust og mun verða þar til næst. Kæri Óli, Hjörtur, Sigga, Pét- ur, Jói og fjölskyldur, mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Erla. Sólrún var ein af þeim fyrstu sem ég kynntist í Hofsstaðaskóla. Fyrstu árin í „Nýja Hofsstaða- skóla“ kenndi hún bæði mynd- mennt og smíði og átti stóran þátt í að hefja listgreinar til vegs og virðingar innan skólans. Sólrún opnaði mér nýjar víddir og nýja sýn og var alltaf reiðubúin að aðstoða mig við val á efni, litum og aðferðum í myndrænni kennslu. Einu sinni unnum við saman skemmtilega kennsluáætlun um fjölgreind. Kennslan átti að fara fram í haustlitadýrð á Þingvöllum. Sú ferð var aldrei farin en við Sól- rún fórum aðrar ferðir saman, ýmist tvær eða með öðrum. Það Sólrún Guðbjörnsdóttir Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Þorbergur Þórðarsson Elís Rúnarsson Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.