Morgunblaðið - 06.09.2018, Page 36
36 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
stærðin 4.100 brúttótonn. Aðalvélar
verða tvær, 3.200 kW hvor vél, og
rafall skipsins verður 3.500 kW. Þá
verður í skipinu 820 kW hjálparvél.
Tvö kerfi, hvort um sig 1.500 kW,
verða í skipinu til að kæla aflann, en
samtals verða kælitankarnir 13 tals-
ins og eru þeir alls 3.420 rúmmetrar.
Vistarverur í skipinu verða fyrir 16
manns og við smíði skipsins verður
vandað til allra þátta og hugað að
vinnuaðstöðu og aðbúnaði sjómanna,
segir á heimasíðu Síldarvinnslunnar.
Nú eru nýjustu uppsjávarskipin í
flotanum Venus NS og Víkingur AK,
skip HB Granda, en smíði þeirra
lauk í Tyrklandi 2015, Sigurður VE,
skip Ísfélagsins, sem var smíðað í
Tyrklandi og kom til landsins 2014
og Beitir NK, skip Síldarvinnsl-
unnar, sem var smíðað í Litháen
2014.
Huginn væntanlegur í október
Þrjú skipanna eru frystiskip;
Huginn VE, Hákon ÞH og Vilhelm
Þorsteinsson EA, sem nýlega var
seldur til Rússlands og verður af-
hentur kaupendum um næstu ára-
mót. Verið er að lengja Hugin um 7,2
metra í Póllandi og var reiknað með
að breytingum lyki um miðjan síð-
asta mánuð. Verkefninu hefur seink-
að en vonir standa til að því ljúki um
miðjan október. Með lengingunni
stækkar lestarrými um 600 rúm-
metra og verður skipið þá betur
útbúið til að sjókæla fiskinn og landa
honum ferskum en ekki frystum. Sá
kostur verður þó áfram fyrir hendi
en með þessu aukast möguleikarnir.
Meðan unnið hefur verið að breyt-
ingum á Hugin hefur útgerðin haft
samning við Eskju á Eskifirði um
leigu á Guðrúnu Þorkelsdóttur SU,
sem hefur veitt fyrir fyrirtækin til
skiptis í sumar.
Hér fer á eftir listi yfir uppsjávar-
skip í fiskiskipaflotanum, miðað er
við mestu lengd skipanna samkvæmt
skipaskrá í Sjómannaalmanaki.
HB Grandi
Venus NS 150, lengd 81 metri,
smíðaður 2015 í Celiktrans-
skipasmíðastöðinni í Istanbúl í Tyrk-
landi.
Víkingur AK 100, lengd 81 metri,
smíðaður 2015 hjá Celiktrans í Tyrk-
landi.
Ísfélag Vestmannaeyja hf.
Sigurður VE 15, lengd 80,3 metr-
ar, smíðaður 2014 hjá Celiktrans í
Tyrklandi.
Heimaey VE 1, lengd 71,4 metrar,
smíðuð 2012 hjá ASMAR-skipa-
smíðastöðinni í Síle.
Álsey VE 2, áður Delta og Öster-
vold, lengd 65,6 metrar, smíðuð 1987
í Flekkufirði í Noregi.
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
Kap VE 4, áður Faxi RE, Kap
VE, Hersir ÁR og Jón Finnsson
RE, lengd 66,74 metrar, smíðuð
1987 í Szcecin í Póllandi.
Ísleifur VE 63, áður Ingunn AK,
72,90 metrar að lengd, smíðuð 2000
af Asmar-skipasmíðastöðinni í Síle.
Sighvatur Bjarnason VE 81, áður
Gunnar Langva, Noregi, keyptur til
landsins 1996, lengd 68,77 metrar,
smíðaður 1975 af Vaagland-
skipasmíðastöðinni í Noregi, lengd-
ur 1978 og 1990.
Huginn ehf. Vestmannaeyjum
Huginn VE 55, lengd 68,25 metr-
ar, smíðaður 2001 af ASMAR-
skipasmíðastöðinni í Síle.
Skinney-Þinganes, Hornafirði
Ásgrímur Halldórsson SF 250,
áður Lunar Bow í Skotlandi, lengd
61,20 metrar, smíðaður árið 2000 í
Simek-skipamíðastöðinni í Flekku-
firði í Noregi, skipið var keypt til Ís-
lands árið 2008.
Jóna Eðvalds SF 200, áður Kross-
ey SF, Björg Jónsdóttir ÞH og
Birkeland, lengd 70,67 metrar,
smíðuð 1975 í Flekkufirði, miklar
endurbætur 2004 og 2008. Keypt til
Íslands 2004.
Loðnuvinnslan hf., Fáskrúðsfirði
Hoffell SU 80, áður Smaragd frá
Noregi, lengd 68,1 metri, smíðað
1999 í Póllandi og Noregi, keypt til
landsins 2014.
Eskja hf. Eskifirði
Aðalsteinn Jónsson SU 11, áður
Libas, lengd 94 metrar, smíðaður í
Rússlandi og Noregi 2004, keyptur
til landsins frá Noregi 2016.
Jón Kjartansson SU 111, áður
Charisma, lengd 70,7 metrar, smíð-
að 2003 í Flekkufirði, keyptur 2017
frá Skotlandi.
Guðrún Þorkelsdóttir SU 211, áð-
ur Qavak og Vneda, lengd 68,1
metri, smíðað 1999 í Karmsund í
Noregi, keypt 2017. Eigendur: Guð-
rún Þorkelsdóttir ehf.
Jón Kjartansson SU 311, áður
Hólmaborg SU og Eldborg HF,
lengd 74,29 metrar, smíðaður 1978 í
Svíþjóð og Danmörku, lengdur
1996.
Síldarvinnslan í Neskaupstað
Beitir NK 123, áður Gitte Henn-
ing, lengd 86,3 metrar, smíðuð 2014
í Klaipeda í Litháen, keypt frá Dan-
mörku 2015.
Börkur NK 122, áður Malene S.,
lengd 80,3 metrar, smíðaður 2012 af
Celiktrans í Tyrklandi, keyptur frá
Noregi 2014.
Runólfur Hallfreðsson ehf.
Bjarni Ólafsson AK 70, áður
Fiskeskjer, lengd 67,4 metrar, smíð-
aður 1999 í Rúmeníu og Noregi ,
keyptur til landsins frá Noregi 2015.
Gjögur hf.
Hákon EA 148, lengd 76,20 metr-
ar, smíðaður 2001 af ASMAR í Síle.
Samherji Ísland ehf.
Vilhelm Þorsteinsson EA 11, áður
Antares, lengd 78,96 metrar, smíð-
aður árið 2000 í Ullsteinvik í Noregi
og Gdansk í Póllandi.
Margrét EA 170, áður Antares,
72,8 metrar að lengd, smíðuð í
Flekkufirði í Noregi 1996, lengd
2009. Flutt inn frá Noregi 2015.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vertíð undirbúin Uppsjávarskip HB Granda, Venus NS og
Víkingur AK, í Sundahöfn. Loðnunæturnar bíða á bakkanum.
Ljósmynd/Smári Geirsson
Öflug skip Beitir NK er eitt öflugra skipa í uppsjávarflotanum.
Í fyrravetur var landað 3.200 tonnum af kolmunna úr skipinu.
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Breytingar Vilhelm Þorsteinsson EA hefur verið seldur til
Rússlands. Nýtt skip er væntanlegt til Samherja eftir tvö ár.
Öflugri skip með hverju árinu
Mikil endurnýjun uppsjávarskipa Samið um nýsmíði tveggja skipa Huginn úr lengingu í október
Morgunblaðið/Börkur Kjartansson
Á loðnu Sigurður VE 15 á miðunum veturinn 2017, en skipið var smíðað í Tyrklandi fyrir fjórum árum.
BAKSVIÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Floti íslenskra uppsjávarskipa hefur
verið endurnýjaður verulega á síð-
ustu árum og eru þau orðin mun öfl-
ugri en fyrir um áratug. Ekki er van-
þörf á, því ekki þykir tiltökumál þótt
skipin komi að landi með yfir sam-
tals 500 þúsund tonn á ári af loðnu,
síld, makríl og kolmunna.
Oft er sótt um langan veg, eins og
t.d. langt suður fyrir Færeyjar og
vestur af Írlandi eftir kolmunna eða í
Síldarsmuguna austur af landinu eft-
ir makríl og síld, og loðnuvertíð er
yfirleitt snörp á tíma þegar allra
veðra getur verið von frá áramótum
og fram í mars. Skipin eru rúmlega
20 og sum þeirra eru ekki mikið not-
uð þar sem útgerðirnar hafa keypt
önnur hentugri, en eldri skipin koma
í góðar þarfir eftir kvóta- og verk-
efnastöðu.
13 kælitankar um borð
Í vikunni bárust fréttir um að
Síldarvinnslan og Samherji hefðu
samið um nýsmíði í Danmörku og
eiga nýju skipin að koma til landsins
árið 2020. Svo stiklað sé á stóru verð-
ur nýr Börkur smíðaður fyrir flot-
vörpu- og hringnótaveiðar. Lengd
skipsins verður 88 metrar, breiddin
16,6 metrar og dýptin 9,6 metrar,
HVER ER ÞINN
UPPÁHALDS LITUR?