Morgunblaðið - 06.09.2018, Side 46

Morgunblaðið - 06.09.2018, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fjölmiðlar umallan heimkosta miklu til að halda úti fréttaþjónustu um málefni líðandi stundar. Þetta er þjónusta sem nauð- synleg er almenningi til að kynna sér það sem er efst á baugi og forsenda upplýstrar umræðu og þess að almenn- ingur í lýðræðisríkjum geti tek- ið afstöðu til manna og málefna. Þessum kostnaði mæta fjöl- miðlar með því að selja aðgang að efninu, með því að selja aug- lýsingar, eða hvort tveggja. Þannig hefur þetta lengi verið og gengið prýðilega, þar til í seinni tíð þegar tækniframfarir hafa gert þeim sem ekki fram- leiða efnið kleift að fénýta sér það. Þarna er um að ræða al- þjóðlega risa, samfélagsmiðla og leitarvélar, sem hafa rakað inn gríðarlegum fjárhæðum með því að tengja við þetta efni annarra. Facebook skilaði til dæmis 16 þúsund milljóna dala hagnaði í fyrra af 40 þúsund milljóna dala tekjum. Google skilaði á sama tímabili nær 13 þúsund milljóna dala hagnaði af 110 þúsund milljóna dala tekjum. Markaðs- virði þessara fyrirtækja, sem byggir meðal annars á afrakstri af vinnu annarra, er sömuleiðis lýst með ævintýralegum upp- hæðum. Það þarf þess vegna ekki að koma á óvart að stærstu frétta- veitur Evrópu, svo sem AFP í Frakklandi, Press Association í Bretlandi og Deutsche Presse Agentur í Þýska- landi, hafi á dög- unum sent frá sér yfirlýsingu og kvartað undan rán- yrkju samfélags- miðla og leitarvéla. Í yfirlýsingunni er bent á að þessir risar geti greitt sann- gjarnt verð fyrir notkun höf- undarréttarvarins efnis, og í því sambandi er vísað til gríðarlegs hagnaðar risanna. Óvíst er hvernig fer um sam- keppni fjölmiðla við þessa risa ef ekkert verður að gert til að reyna að tryggja stöðu fjöl- miðlanna. Veruleg hætta er á að fjölmiðlarnir muni halda áfram að veikjast og að með því verði umræðan smám saman fátæk- legri og upplýsingarnar sem al- menningur fær takmarkaðri. Sú þróun væri verulegt áhyggjuefni og þess vegna er full ástæða fyrir stjórnvöld að grípa til aðgerða til að tryggja grundvöll frjálsra fjölmiðla. Evrópuþingið tekur tillögur um slíkt fyrir á ný í næstu viku, en í júlí var slíkum tillögum hafnað á þeim vettvangi. Hér á landi hafa einnig verið til skoðunar hug- myndir um að tryggja heil- brigðara rekstrarumhverfi frjálsra fjölmiðla, enda er stað- an hér ekki síður erfið en ann- ars staðar, þar sem hér bætist við að ríkið sjálft leikur stórt hlutverk á þessum markaði. Löngu tímabært er að hrinda hugmyndum um bætt rekstr- arumhverfi í framkvæmd. Erlendir fjölmiðlar finna mjög fyrir samkeppninni við samfélagsmiðla og leitarvélar} Fjölmiðlar kvarta undan rányrkju Taka ber skoð-anakönnunum af varúð en hafa til leiðbeiningar. Gömlu flokkarnir í Svíþjóð ákváðu að bíða Svíþjóðar- demókrata af sér. Fyrir 12 árum. Þeir væru skammtíma fyrirbæri og að auki „óstjórntækir“. Hægra bandalagið sagðist þola að hafa krata við völd á biðtímanum. Næst rauk SD í rúm 12% og kratar töpuðu. „Þar náðu þeir toppi, að vísu hrikalega háum, en nú verður að bíða og þá hverfa þeir.“ Kratar sem fóru hrakför fengu að „stjórna“ áfram. Síðustu fjögur ár hefur SD stundum mælst stærsti flokkur Svíþjóðar með 24-28% atkvæða. Síðustu 8 vikurnar hefur dregið úr og fylgið legið á milli 16-19% en kratar með um 25% sem yrðu þeirra verstu úrslit. Moderaterna, (M) sem leiðir fjóra borgaraflokka, og SD skiptast nú á að vera næststærsti flokkur Svíþjóðar. „Biðleikurinn“ hef- ur komið hinum „óstjórntæku“ úr 4%, í 12% og loks í 20%. Kjósendur spyrja hvers vegna smáflokkar til vinstri megi vera valda- hækja krata og smáflokkar til hægri hækja hinna með sitt 4%-10% fylgi og hafa áhrif í ríkisstjórn en ekki SD með margfalt það fylgi. Þjóðverjar beita sömu að- ferð á AfD með sama árangri. Die Welt segir nýja könnun svona: Flokkur Merkel og Bæj- ara saman með 28,5%, AfD 17% fylgi og því næststærsti flokkurinn! Kratar 16%, Græn- ir, 13,5%, Vinstri 10% og Frjálslyndir 9,5 %. „RÚV“ kallar AfD hægri öfgaflokk. Greiningar sýna að drýgsti hluti fylgis hans komi frá Kröt- um. Biðleikurinn gefst illa í Svíþjóð og Þýskalandi. Kannski væri skárra að hlusta} Þeir bíða vandræða N ýlega birti Verðlagsnefnd búvara úrskurð um að mjólkurvörur sem „sæta opinberri álagningu“ skuli hækka um 4,8%. Margir þurftu að láta segja sér það tvisvar að enn væri að störfum nefnd sem ákveður verð á mjólk. Það lá við að ég gripi gömlu innkaupatöskuna til þess að rölta út í mjólkurbúð til þess að kaupa nokkrar mjólk- urhyrnur, áður en ég áttaði mig á því að það er ekki árið 1965 heldur 2018. Á sínum tíma var nánast allt verð ákveðið af verðlagsnefndum og niðurstaðan samþykkt í ríkisstjórn. Líklega er sú ekki venjan lengur, en ríkisstjórnin hefur eflaust fagnað ákvörðun þessarar góðu nefndar. Varla hefur þó verið skálað í mjólk vegna úrskurðarins. Kampavín er drykkur ríkisstjórnarinnar. Þegar búvörusamningarnir voru samþykktir á sínum tíma (með atkvæðum 19 þingmanna) með 15 milljarða ár- legu fjárframlagi til landbúnaðarins var lofað að rýmkað yrði um tollkvóta á sama tíma, neytendum til heilla. Þetta var auðvitað svikið af stjórnarmeirihlutanum á Alþingi síð- astliðið vor. Engan undrar að þessi stjórn skuli þannig snú- ast gegn lægra verðlagi og fjölbreyttara úrvali af matvöru. Með þessum flokkum saman gat útkoman ekki orðið önnur. Líklega er búvörusamningurinn lélegasti samningur sem um getur. Nærri lætur að hann megi kenna við hamfarir af mannavöldum. Fyrsta gildisárið var ekki liðið þegar sauð- fjárbændur þurftu að taka á sig rúmlega þriðjungs verð- lækkun, vegna þess að samningarnir hvöttu til offram- leiðslu. Ekki er hægt að hugsa sér verri samninga en þá sem draga úr vöruúrvali, hækka verð til neytenda, auka ríkisútgjöld og leiða til verri afkomu fyrir bændur, sem eru ekki öfundsverðir af sínum launum, sem eru lægri en hjá flestum, ef ekki öllum, öðrum stétt- um. Stuðningur ríkisins við landbúnaðinn kemur aðallega fram með tvennum hætti: Bein útgjöld ríkisins vegna búvörusamnings og miklu hærra verð til neytenda en ella vegna tollverndar og innflutningshafta. Alls kostar stuðningurinn samfélagið nálægt 40 milljörðum króna á ári. Það eru á milli 250 og 300 þúsund krónur á hvert heimili á ári. Oft heyrist því fleygt að nauðsynlegt sé að styrkja landbúnaðinn vegna fæðuöryggissjón- armiða, ef innflutningur stöðvast til landsins. Þetta eru auðvitað falsrök, því að landbúnaðarvélar ganga fyrir erlendu eldsneyti og áburður og fóður er jafnmikið innflutt og aðrar erlendar vörur. Núverandi forsætisráð- herra hefur líka haldið því fram að kolefnisspor innfluttra matvara séu sterk rök gegn innflutningi. Flokkur hennar hefur þó ekki enn beitt svipuðum rökum gegn útflutningi á sjávarafurðum. Líklega munu systurflokkarnir þrír í ríkisstjórn samein- ast um viðnám gegn hag neytenda á komandi vetri. Orðið frelsi er merkingarlaust í þessum flokkum. Nema auðvitað frelsi vildarvina þeirra. Benedikt Jóhannesson Pistill Við gætum öll dáið úr sulti Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mjög dregur úr vexti um-ferðar frá því sem ver-ið hefur síðustu árin.Enn er þó aukning. Samanburður við hagvöxt sýnir að mikil fylgni er á milli þróunar um- ferðar og vergrar landsframleiðslu. Þróun umferðarinnar bendir því til mikillar kólnunar hagkerfisins þó að áfram sé vöxtur. Á árinu 2017 jókst umferðin gríð- arlega, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti um landið. Samantekt Vega- gerðarinnar á upplýsingum úr um- ferðarteljurum sýnir að mjög hefur dregið úr aukningunni. Þannig stefnir í að umferðin aukist í ár um 4% en á síðasta ári jókst hún um tæp 10%. Er þá miðað við sam- antekt úr 16 lykilteljurum Vega- gerðarinnar á hringveginum. Sömu sögu er að segja af höf- uðborgarsvæðinu. Á grundvelli talna úr þremur mælisniðum Vega- gerðarinnar er því spáð að umferðin á árinu í heild aukist um 3%. Er það innan við þriðjungur af aukn- ingunni á síðasta ári. Sýnir þróun hagvaxtar Í frétt Vegagerðarinnar um minni aukningu umferðar á höf- uðborgarsvæðinu er þróun umferð- ar sýnd í samanburði við þróun vergrar landsframleiðslu frá árinu 2005. Eins og sést á línuritinu hér að ofan er mikil fylgni þarna á milli. Samkvæmt útreikningum Vega- gerðarinnar er fylgnin 96%. Friðleifur Ingi Brynjarsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, segir þekkt í fræðunum að þróun umferðar sýni betur stöðu hagkerf- isins en hefðbundnar hagtölur sem eðli málsins samkvæmt koma tals- vert eftir á og því þarf að notast við hagspár. Umferðin mælir stöðuna í dag og alla umferð hvort sem hún tileyrir opinbera hagkerfinu eða því svarta. Hann segir að því hafi stjórnmálamenn og hagfræðingar í vaxandi mæli hliðsjón af umferð- artölum. Hagstofa Íslands fær nú- orðið upplýsingar um umferðina sendar reglulega. Ef marka má tölur um umferð það sem af er ári er hagkerfið að kólna hratt, því aukning umferðar minnkar úr um 10% á síðasta ári niður í um 3% í ár. Enn er þó aukn- ing, kannski heilbrigðari en verið hefur síðustu árin. Tölurnar benda enn sem komið er ekki til sam- dráttar, eins og sást á umferð- artölum í og fyrst eftir efnahags- hrunið 2008. Friðleifur segir að aukning um- ferðar um 2-5% til lengri tíma sé mun heilbrigðari þróun en 10% aukning. Þá haldi fjárveitingar frekar í við notkun vegakerfisins og hægt sé að halda því betur við. Sama megi segja um hagkerfið. Hagfræðingar telji betra að hag- vöxturinn sé jafnari til lengri tíma en að hann sveiflist mikið eins og borið hefur á hér. Met á hverju ári Þrátt fyrir minni aukningu er umferðin um vegi landsins meiri en hún hefur nokkru sinni verið. Nokkur ár eru síðan metið frá 2007 var slegið og síðan hefur leiðin legið upp á við og nýtt met slegið á hverju ári. Júlí er umferðarmesti mánuður ársins á hringveginum, eins og lengi hefur verið. Ágúst stendur honum ekki langt að baki, síðan kemur júní, þá september og maí og október eru svipaðir þar á eftir. Minnsta umferðin er í janúar. Umferðin er mun jafnari yfir árið á höfuðborgarsvæðinu. Athygli vek- ur að september er umferð- arþyngsti mánuður ársins. Þá eru skólarnir að hefjast og atvinnulífið að komast vel í gang. Júlí er hins vegar þriðji umferðarléttasti mán- uður ársins, aðeins janúar og febr- úar eru með minni umferð. Umferðartölur sýna kólnun í hagkerfinu Fylgni milli hagvaxtar og umferðar Vísitala árdagsumferðar og landsframleiðsla 2005 til 2018* 150 140 130 120 110 100 90 Árið 2005=100 Vísitala árdagsumferðar á höfuðborgarsvæðinu Verg landsframleiðsla *Spá fyrir 2018. Heimild: Vegagerðin ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Umferðin jókst á Norður- og Vesturlandi í ágúst, eða um 6,2-6,6%. Aftur á móti varð minnkun í umferð um Suður- land í ágúst. Vegagerðin rekur það til lokunar Suðurlands- vegar vegna viðgerða á Ölfus- árbrú og malbikunarfram- kvæmda á Hellisheiði. Eigi að síður hefur mesta umferðin það sem af er ári orðið á Suð- urlandi, tæp 8%. Sem dæmi má nefna að umferð um Reyn- isfjall fór í fyrsta skipti yfir 4.000 bíla markið í ágúst. Þar var umferðin meiri í ágúst en júlí. Eykst mest á Suðurlandi UMFERÐIN Aukning 2017-2018 Uppsöfnuð umferð jan.-ágúst Suður- land Höfuðb. sv. Vestur- land Norður- land Austur- land 7,9% 3,6% 2,5% 2,7% 6,0%Samtals: 4,1% Heimild: Vegagerðin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.