Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 33
var þéttbýli sem lagðist af með vél- bátavæðingunni. Sum telja sig greina líkindi með nafninu Folafæti og svo Fóti undir Fótafæti, en sá skáldaði staður er nefndur í Heimsljósi eftir Halldór Laxnes. Þar segir frá Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi, en fyrir- myndin að honum er sögð Magnús Hjaltason, sem fæddist á Tröð í Seyðisfirði í Djúpi. Einn besti útsýnisstaður við Djúp er á Kambsnesi, á hryggnum milli Seyðisfjarðar og Álftafjarðar, en við hann er Súðavík. Kauptúnið undir Kofra blasir við en sé litið í aðrar átt- ir sjást eyjarnar tvær á Djúpinu; Æð- ey og Vigur. Einnig Snæfjallaströnd og Grænahlíð með Riturinn sem út- vörð. Þegar komið er fyrir Álftafjörð er svo ekið fyrir Arnarnes, en nyrst á því er hamarinn þar sem árið 1948 voru fyrstu jarðgöng á Íslandi. Frá göngum í Ísafjarðarkaupstað eru svo um 10 kílómetrar og þá erum við komin í mark. Tólf bæir í byggð Á Vestfjörðum eins og víðar úti um land snýst allt um vegamál. Raunar er talsvert tilstand nú fyrir vestan með gerð Dýrafjarðarganga, en þeg- ar vegir sem þeim fylgja verða komn- ir í gagnið er talið sennilegt að alfara- leiðin að sunnan til Ísafjarða verði um sunnanverða Vestfirði, Dynjand- isheiði, göngin nýju og þá er stutt eft- ir. Leiðin um Djúp yrði þá hugs- anlega fáfarnari enda lengri. Í dag eru tólf bæir við Djúp í heils- ársbyggð og fólkið lifir einkum og helst af sauðfjárrækt og ferðaþjón- ustu. En hver er framtíðin hér? „Þeir vita það fyrir vestan,/þar verpir hvít- ur örn,“ orti Jónas Hallgrímsson. Annað skáld, Hallgrímur Helgason segir hins vegar: „Dauft er í Djúpi og dæmafátt. / Nú er á Núpi / norðanátt. “ – Við sjáum hvað setur; altént er þetta áhugaverð leið að aka um: nátt- úran stórbrotin, veðrabrigðin oft mikil og staðirnir söguríkir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mannvirki Bogabrúin er svipsterk, en hún er tenging úr Borgarey á miðjum Mjóafirði að flæðarmáli að austan. Garðsstaðir Lokað er heim að bænum en úr fjarska er for- vitnilegt að sjá bílakirkjugarðinn, einn stærsta á landinu. Ögur Kirkjan er byggð árið 1859. Íbúðarhúsið var reist síðar á sömu öld og var þá það stærsta í dreifbýli á Íslandi. Það var síðar endurgert og er vel við haldið. FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.