Morgunblaðið - 06.09.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 06.09.2018, Síða 33
var þéttbýli sem lagðist af með vél- bátavæðingunni. Sum telja sig greina líkindi með nafninu Folafæti og svo Fóti undir Fótafæti, en sá skáldaði staður er nefndur í Heimsljósi eftir Halldór Laxnes. Þar segir frá Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi, en fyrir- myndin að honum er sögð Magnús Hjaltason, sem fæddist á Tröð í Seyðisfirði í Djúpi. Einn besti útsýnisstaður við Djúp er á Kambsnesi, á hryggnum milli Seyðisfjarðar og Álftafjarðar, en við hann er Súðavík. Kauptúnið undir Kofra blasir við en sé litið í aðrar átt- ir sjást eyjarnar tvær á Djúpinu; Æð- ey og Vigur. Einnig Snæfjallaströnd og Grænahlíð með Riturinn sem út- vörð. Þegar komið er fyrir Álftafjörð er svo ekið fyrir Arnarnes, en nyrst á því er hamarinn þar sem árið 1948 voru fyrstu jarðgöng á Íslandi. Frá göngum í Ísafjarðarkaupstað eru svo um 10 kílómetrar og þá erum við komin í mark. Tólf bæir í byggð Á Vestfjörðum eins og víðar úti um land snýst allt um vegamál. Raunar er talsvert tilstand nú fyrir vestan með gerð Dýrafjarðarganga, en þeg- ar vegir sem þeim fylgja verða komn- ir í gagnið er talið sennilegt að alfara- leiðin að sunnan til Ísafjarða verði um sunnanverða Vestfirði, Dynjand- isheiði, göngin nýju og þá er stutt eft- ir. Leiðin um Djúp yrði þá hugs- anlega fáfarnari enda lengri. Í dag eru tólf bæir við Djúp í heils- ársbyggð og fólkið lifir einkum og helst af sauðfjárrækt og ferðaþjón- ustu. En hver er framtíðin hér? „Þeir vita það fyrir vestan,/þar verpir hvít- ur örn,“ orti Jónas Hallgrímsson. Annað skáld, Hallgrímur Helgason segir hins vegar: „Dauft er í Djúpi og dæmafátt. / Nú er á Núpi / norðanátt. “ – Við sjáum hvað setur; altént er þetta áhugaverð leið að aka um: nátt- úran stórbrotin, veðrabrigðin oft mikil og staðirnir söguríkir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mannvirki Bogabrúin er svipsterk, en hún er tenging úr Borgarey á miðjum Mjóafirði að flæðarmáli að austan. Garðsstaðir Lokað er heim að bænum en úr fjarska er for- vitnilegt að sjá bílakirkjugarðinn, einn stærsta á landinu. Ögur Kirkjan er byggð árið 1859. Íbúðarhúsið var reist síðar á sömu öld og var þá það stærsta í dreifbýli á Íslandi. Það var síðar endurgert og er vel við haldið. FRÉTTIR 33Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.