Morgunblaðið - 06.09.2018, Side 24

Morgunblaðið - 06.09.2018, Side 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 fast í jarðvegi regluverks og út- tekta. Aðeins ein grafa er til í landinu sem er nógu öflug til að vinna þetta verk. Það er grafa í eigu Björgunar en hún er á stórum pramma. Það er svo pramminn Pétur mikli sem flyt- ur efnið á brott til losunar. Grafan er nú að vinna verk á landsbyggð- inni og kemur ekki til Reykjavíkur fyrr en í lok þessa árs. Losun dýpk- unarefnis við Ártúnshöfða er háð því að lokið verði við skilgreiningar og skipulag á frekari landgerð og komið framkvæmdaleyfi fyrir síðari áföngum landgerðar. Jón Þorvaldsson reiknar með að skip Björgunar geti komið til Ár- túnshöfða í vetur en þá aðeins á flóði. Næsta sumar muni rennan væntanlega hafa lokast. Sem fyrr segir leggjast asfalt- skipin að Ártúnshöfða. Þau dæla as- faltinu í sérstaka geyma sem eru á athafnasvæði malbikunarstöðvar- innar Höfða þar skammt frá. Þetta eru stór skip, rúmlega 100 metra löng, og geta ekki komið inn nema á háflóði. Um 4-5 slík skip koma ár hvert með asfalt, frá vori til hausts. Í síð- ustu viku kom síðasta skips sum- arsins, Bitland. Svo fór að skipið tók niðri rétt utan við bryggjuna í Ártúnshöfða. Tókst að koma slöngu í land og hefja dælingu. Þar með léttist skipið og komst upp að bryggju. Vegna þess að innsigling- arrennan er að fyllast telur Jón víst að Bitland sé síðasta asfaltskipið sem leggst að bryggju við Ártúns- höfða. Innsiglingin er að lokast  Landgerð vegna stækkunar Bryggjuhverfis hafin  Efni sest í innsiglingarrennu  Hafnarað- staða í Ártúnshöfða lokast fyrir sanddælu- og asfaltskipum  Viðhaldsdýpkun ekki fyrirhuguð Morgunblaðið/sisi Sanddæluskipin Skip Björgunar, Dísa og Sóley, á athafnasvæði fyrirtækisins. Reiknað er með að þau komist inn rennuna í vetur en þá aðeins á flóði. Asfaltskipið Bitland við bryggju á Ártúnshöfða í síðustu viku. Skipið tók niðri rétt áður en það lagðist að bryggjunni. Það var létt með dælingu. Innsiglingarrenna að Ártúnshöfða Innsiglingarrenna að Bryggjuhverfi Á R T Ú N S H Ö F Ð I G R A FA R V O G U R Elliðaárvogur Grafarvogur Innsiglingin að Ártúnshöfða BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrsta áfanga landgerðar vegna stækkunar Bryggjuhverfisins lauk í maílok. Farghaugur var settur upp á fyllingunni til að landið sigi og í októberlok er reiknað með að næsti landgerðaáfangi hefjist og eftir það færsla fargefnis út á nýtt land. Nýtt land verður alls 2,5 hektarar. Til landgerðarinnar er notað fyll- ingarefni sem Faxaflóahafnir sf. keyptu af lóð Björgunar ehf. með samningi sem gerður var milli fyrir- tækjanna. Björg- un vinnur verkið. Ekki er unnið við landgerð og fyll- ingar í sjó á með- an lax gengur í Elliðaárnar. Samningar um landgerð miðuðu við að henni yrði skilað og verklok yrðu í lok árs 2019. Eftir því sem verkinu miðar fram kemur nýtt vandamál til sögunnar. Innsiglingarrennan að Ártúns- höfðanum mun smám saman lokast því efnið sest í hana. Þessi renna var grafin fyrir árið 1970 og um hana sigla sanddæluskip Björgunar, Sóley og Dísa, sem afla bygging- arefnis af hafsbotni. Skip sem koma með asfalt til malbikunar- stöðvarinnar Höfða nota einnig bryggjuna við Ártúnshöfða. Þau nota sömu rennu. „Erfitt er við þetta að eiga því að um leið lokast á möguleika Björg- unar að koma sanddæluskipi til löndunar,“ segir Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna. Leyfi rennur út í maí 2019 Samkvæmt samningi Björgunar og Reykjavíkurborgar er Björgun heimilt að starfa í Ártúnshöfða fram til maíloka 2019. Fyrirtækið vill hægja á landgerð þannig að hægt verði að reka efnismóttökuna og koma sanddæluskipi að til löndunar þar til aðstöðunni er lokað. Reykja- víkurborg á síðasta orðið um það efni. Spurður hvort til greina komi að dýpka rennuna í Elliðaárvogi segir Jón að hreinsun á fínefni úr sjó og dýpkun sé háð leyfum. Í minnisblaði sem Jón tók saman fyrr á þessu ári vegna dýpkunar rennunnar sagði hann ekki annað að sjá en að lítils- háttar dýpkunarverkefni væri orðið Jón Þorvaldsson PHILIPS 55’’ UHD SNJALLSJÓNVARP 55PUS6503 SAMSUNG KÆLI- OG FRYSTISKÁPUR RB28HSR2DWW SAMSU ÞURRK DV90M5 NG ARI 0003 SAMSUNG ÞVOTTAVÉL WW90J5426FW GRAND I – L I ND I R – SKE I FAN–E LKO . I S 99.99569.995 99.99079.990 þér að finna við hjálpum rétta tækið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.