Morgunblaðið - 06.09.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.09.2018, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 fast í jarðvegi regluverks og út- tekta. Aðeins ein grafa er til í landinu sem er nógu öflug til að vinna þetta verk. Það er grafa í eigu Björgunar en hún er á stórum pramma. Það er svo pramminn Pétur mikli sem flyt- ur efnið á brott til losunar. Grafan er nú að vinna verk á landsbyggð- inni og kemur ekki til Reykjavíkur fyrr en í lok þessa árs. Losun dýpk- unarefnis við Ártúnshöfða er háð því að lokið verði við skilgreiningar og skipulag á frekari landgerð og komið framkvæmdaleyfi fyrir síðari áföngum landgerðar. Jón Þorvaldsson reiknar með að skip Björgunar geti komið til Ár- túnshöfða í vetur en þá aðeins á flóði. Næsta sumar muni rennan væntanlega hafa lokast. Sem fyrr segir leggjast asfalt- skipin að Ártúnshöfða. Þau dæla as- faltinu í sérstaka geyma sem eru á athafnasvæði malbikunarstöðvar- innar Höfða þar skammt frá. Þetta eru stór skip, rúmlega 100 metra löng, og geta ekki komið inn nema á háflóði. Um 4-5 slík skip koma ár hvert með asfalt, frá vori til hausts. Í síð- ustu viku kom síðasta skips sum- arsins, Bitland. Svo fór að skipið tók niðri rétt utan við bryggjuna í Ártúnshöfða. Tókst að koma slöngu í land og hefja dælingu. Þar með léttist skipið og komst upp að bryggju. Vegna þess að innsigling- arrennan er að fyllast telur Jón víst að Bitland sé síðasta asfaltskipið sem leggst að bryggju við Ártúns- höfða. Innsiglingin er að lokast  Landgerð vegna stækkunar Bryggjuhverfis hafin  Efni sest í innsiglingarrennu  Hafnarað- staða í Ártúnshöfða lokast fyrir sanddælu- og asfaltskipum  Viðhaldsdýpkun ekki fyrirhuguð Morgunblaðið/sisi Sanddæluskipin Skip Björgunar, Dísa og Sóley, á athafnasvæði fyrirtækisins. Reiknað er með að þau komist inn rennuna í vetur en þá aðeins á flóði. Asfaltskipið Bitland við bryggju á Ártúnshöfða í síðustu viku. Skipið tók niðri rétt áður en það lagðist að bryggjunni. Það var létt með dælingu. Innsiglingarrenna að Ártúnshöfða Innsiglingarrenna að Bryggjuhverfi Á R T Ú N S H Ö F Ð I G R A FA R V O G U R Elliðaárvogur Grafarvogur Innsiglingin að Ártúnshöfða BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fyrsta áfanga landgerðar vegna stækkunar Bryggjuhverfisins lauk í maílok. Farghaugur var settur upp á fyllingunni til að landið sigi og í októberlok er reiknað með að næsti landgerðaáfangi hefjist og eftir það færsla fargefnis út á nýtt land. Nýtt land verður alls 2,5 hektarar. Til landgerðarinnar er notað fyll- ingarefni sem Faxaflóahafnir sf. keyptu af lóð Björgunar ehf. með samningi sem gerður var milli fyrir- tækjanna. Björg- un vinnur verkið. Ekki er unnið við landgerð og fyll- ingar í sjó á með- an lax gengur í Elliðaárnar. Samningar um landgerð miðuðu við að henni yrði skilað og verklok yrðu í lok árs 2019. Eftir því sem verkinu miðar fram kemur nýtt vandamál til sögunnar. Innsiglingarrennan að Ártúns- höfðanum mun smám saman lokast því efnið sest í hana. Þessi renna var grafin fyrir árið 1970 og um hana sigla sanddæluskip Björgunar, Sóley og Dísa, sem afla bygging- arefnis af hafsbotni. Skip sem koma með asfalt til malbikunar- stöðvarinnar Höfða nota einnig bryggjuna við Ártúnshöfða. Þau nota sömu rennu. „Erfitt er við þetta að eiga því að um leið lokast á möguleika Björg- unar að koma sanddæluskipi til löndunar,“ segir Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna. Leyfi rennur út í maí 2019 Samkvæmt samningi Björgunar og Reykjavíkurborgar er Björgun heimilt að starfa í Ártúnshöfða fram til maíloka 2019. Fyrirtækið vill hægja á landgerð þannig að hægt verði að reka efnismóttökuna og koma sanddæluskipi að til löndunar þar til aðstöðunni er lokað. Reykja- víkurborg á síðasta orðið um það efni. Spurður hvort til greina komi að dýpka rennuna í Elliðaárvogi segir Jón að hreinsun á fínefni úr sjó og dýpkun sé háð leyfum. Í minnisblaði sem Jón tók saman fyrr á þessu ári vegna dýpkunar rennunnar sagði hann ekki annað að sjá en að lítils- háttar dýpkunarverkefni væri orðið Jón Þorvaldsson PHILIPS 55’’ UHD SNJALLSJÓNVARP 55PUS6503 SAMSUNG KÆLI- OG FRYSTISKÁPUR RB28HSR2DWW SAMSU ÞURRK DV90M5 NG ARI 0003 SAMSUNG ÞVOTTAVÉL WW90J5426FW GRAND I – L I ND I R – SKE I FAN–E LKO . I S 99.99569.995 99.99079.990 þér að finna við hjálpum rétta tækið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.