Morgunblaðið - 06.09.2018, Side 71
» Jazzhátíð Reykjavík-ur hófst í gær og
stendur hún yfir til og
með 9. september. Setn-
ingarathöfn hátíðar-
innar fór fram í Borg-
arbókasafni að lokinni
skrúðgöngu hljóðfæra-
leikara sem léku vita-
skuld djass. Gangan
hófst við verslunina
Lucky Records á Rauð-
arárstíg, skammt frá
Hlemmi, kl. 17 og var
djassað niður Lauga-
veginn að Borgarbóka-
safni. Hátíðin er nú
haldin í 29. sinn og má
finna dagskrá hennar á
vefsíðunni reykjavik-
jazz.is.
Jazzhátíð Reykjavíkur hófst í gær með djassaðri skrúðgöngu
Stemning Það er alltaf gaman á Jazzhátíðinni sem að þessu sinni er haldin á nokkrum stöðum,
meðal annars í og við miðborgina í Reykjavík eftir að hafa verið í Hörpu undanfarin ár.
Tónlist Blásið og trumbur
barðar við verslunina Lucky
Records á Rauðarárstígnum.
Hlemmur Lagt af stað niður Laugaveginn í skrúðgöngu. Sunna Gunnlaugs-
dóttir, hinn kunni djasspíanisti, er önnur frá hægri á þessari mynd.
Sax Laufléttur leikur á Laugaveginum þar sem saxófónleikarar fóru fremstir og náðu heldur
betur til áheyrenda. Djassinn og sveiflan eru smitandi og sannarlega gaman að vera til.
Morgunblaðið/Valli
MENNING 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
ICQC 2018-20
Áttu rödd að ljá okkur?
Karlakór Reykjavíkur ætlar að bæta við sig söngmönnum í haust og miðvikudag-
inn 12. september næstkomandi fara fram raddpróf fyrir áhugasama. Þau verða
haldin í safnaðarsal Háteigskirkju og hefjast kl. 18.00. Við prófum raddsvið og
tónheyrn og finnst það kostur ef þú býrð yfir kunnáttu í tónlist og nótnalestri.
Það er þó alls ekki skilyrði.
Ef þú hefur áhuga á að spreyta þig skaltu senda okkur línu á netfangið
fsk@kkor.is. Frekari upplýsingar má fá í síma 896 4914.
Vetrarstarfið
Starfsár Karlakórs Reykjavíkur einkennast af tveimur hápunktum. Annars vegar
eru það aðventutónleikar í Hallgrímskirkju sem í ár fara fram dagana 8. og 9.
desember. Þeir eru alltaf vel sóttir enda fastur liður í jólaundirbúningi fjölmargra
landsmanna. Eftir áramót hefst undirbúningur fyrir vortónleika í Langholtskirkju
sem fara fram í lok apríl. Á þeim tónleikum er uppskera vetrarstarfsins lögð fram
og að þeim loknum gleðjast kórmenn og makar þeirra yfir liðnum vetri og fagna
vorkomu. Til viðbótar við þessa föstu liði er starfið kryddað með með alls kyns
viðburðum á vegum ýmissa aðila. Sem dæmi má nefna þátttöku í tónleikum
Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu í síðasta mánuði.
Karlakór Reykjavíkur var stofnaður 1926 og hefur starfað samfleytt síðan. Kórinn
býður upp á krefjandi og skemmtileg viðfangsefni í tónlist og líflegt félagsstarf í
góðum félagsskap. Söngferðir til útlanda eru farnar reglulega auk þess sem byggðir
landsins eru heimsóttar til tónleikahalds. Kórinn æfir alla þriðjudaga og annan hvern
fimmtudag, tvo tíma í senn, og fara æfingar fram í safnaðarheimili Háteigskirkju.
Stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur er Friðrik S. Kristinsson.
Ljósmyndakeppni
Bílablaðs Morgunblaðsins
Kosning og nánari upplýsingar á
Facebook.com/bilafrettir
Leiðbeiningar fyrir ljósmyndara:
• Ljósmyndir skal senda í tölvupósti á bill@mbl.is
• Frestur til að skila inn myndum í keppni september er til kl. 23:59 þriðjudaginn 11. sept.
• Myndina skal senda sem viðhengi, á jpg-sniði og skal myndin vera í hámarksupplausn
• Fullt nafn rétthafa myndarinnar og símanúmer skal fylgja með auk lýsingar á myndefninu
• Keppt verður í fjórum lotum, næstu þrjár mánuði og fyrir þrjár bestu myndir hvers mánaðar eru
veittar gjafakörfur með Meguiar bón- og bílaþvottavörum frá Málningarvörum
• Hver þátttakandi getur aðeins sent inn eina mynd í hverjum mánuði
• Sérstök dómnefnd velur síðan bestu ljósmyndina í desember
Fyrsti vinningur er ferð
fyrir tvo á bílasýning-
una í Genf í mars.
Í boði Toyota á Íslandi
www.mbl.is/bill