Morgunblaðið - 06.09.2018, Qupperneq 48
48 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
Á næsta ári, 2019,
verður minnst 100 ára
afmælis flugs á Íslandi.
Þá verður m.a. hægt að
benda á stofnun fyrsta
flugfélagsins á Íslandi
28. mars 1919 og
ákvörðun bæjar-
stjórnar Reykjavíkur
26. júní 1919 að gera
skuli ráð fyrir flugvelli
í Vatnsmýri. Hæst
mun þó bera minningu fyrsta flugs
flugvélar frá íslenskri grund, sem
var flugtak Avro 504K flugvélar
Flugfélags Íslands (hins fyrsta) úr
Vatnsmýrinni 3. september 1919.
Þessir merku atburðir flugsögu Ís-
lands áttu sér hins vegar nokkurn
aðdraganda, einkum á árinu 1918,
sem eðlilegt er að huga að.
Á árinu 1918 birtu íslensk dagblöð
í auknum mæli fréttir af hraðri þró-
un flugs erlendis og einnig hugleið-
ingar landsmanna um mögulegt flug
á Íslandi. Merkust slíkra greina um
flugmál er án efa forsíðugrein birt í
dagblaðinu Fréttir fyrir 100 árum
síðan, 6. september 1918. Hún bar
fyrirsögnina „Flug á Íslandi“ og
undir henni stóð aðeins einn bók-
stafur, „H“. Kunnugt var, að þar
væri á ferðinni hugsjónamaðurinn
Halldór Jónasson frá Eiðum.
Halldór var fæddur á Eiríks-
stöðum í Jökuldal 1881, en fluttist
1888 að Eiðum, þar sem hann ólst
upp. Hann og bræður hans voru síð-
an kenndir við þann stað. Árið 1902
lauk hann stúdentsprófi frá Latínu-
skólanum í Reykjavík. Næstu fimm
árin stundaði hann nám við háskól-
ann í Kaupmannahöfn, einkum í
heimspeki, en einnig í sálfræði og fé-
lagsfræði. Eftir endurkomuna til Ís-
lands stundaði hann fyrst kennslu og
jafnframt blaðamennsku hjá Vísi og
Morgunblaðinu. Á árunum 1921-
1951 var hann starfsmaður skatt-
stofu og gengisnefndar en lengst af
hjá Hagstofu Íslands.
Ýmis þjóðþrifamál voru honum of-
arlega í huga. Hann var t.d. meðal
þeirra sem hvöttu eindregið til
stofnunar Eimskipafélags Íslands,
sem síðan varð að veruleika árið
1914.
Halldór hafði alla tíð mikinn
áhuga á sjálfstæðisbaráttu Íslend-
inga og stjórnmálum almennt, og
sagður hafa ekki alltaf fetað þar
troðnar slóðir. Hann ritaði fjölda
greina í dagblöð og tímarit. Árið
1942 var hann meðal stofnenda Þjóð-
veldisflokksins og gaf
sama ár út bæklinginn
„Þjóðríkið – endurreisn
þess á Íslandi“.
Í upphafi greinar
sinnar 6. september
1918 segir Halldór eft-
irfarandi um merka
þróun flugs erlendis:
„Á síðustu árum hefur
þessu fartæki samt
fleygt svo fram, að
flugreiðin, loftreiðin,
eða hvað hún á að heita
á íslensku, virðist ætla
að útrýma flestum öðrum fargögn-
um á sjó og landi til flutnings á
mönnum, pósti og smávöru.“
Halldór bendir á að hér á landi
séu póstflutningar almennt ekki
daglegir heldur mánaðarlegir. Um
flugsamgöngur sagði hann: „þessi
nýja samgöngubót er alveg eins og
sköpuð fyrir okkur öllum öðrum
fremur. Vér verðum sjálfir að hefj-
ast handa strax eins og allar aðrar
þjóðir hafa gert, senda mann, einn
eða fleiri út til að læra fluglist og út-
vega að minnsta kosti eina flugreið
til þess að sýna svart á hvítu að hér
er ekki um neinn hugarburð að
ræða. Eins eru nú margir sem trúa
því ekki, að hægt sé að fljúga í ís-
lensku lofti. Það þarf að sýna það, þá
er ísinn brotinn.“ Greininni lýkur
Halldór með eftirfarandi orðum:
„En málið mun samt ekki sofna héð-
an af. Blöðin munu halda því vakandi
og hvetja til skjótra framkvæmda,
enda mun væntanlega eitthvað heyr-
ast áður en þessi mánuður er liðinn.“
Um tveimur mánuðum eftir birt-
ingu greinar Halldórs var haldinn
stofnfundur Det Danske Luftfart-
selskab A/S í Kaupmannahöfn 29.
október 1918, og um fimm mánuðum
síðar var Flugfélag Íslands hf. stofn-
að í Reykjavík 28. mars 1919. Hall-
dór Jónasson hafði unnið að stofnun
félagsins með viðtölum og blaða-
skrifum og safnaði að auki sjálfur
öllu stofnfénu, tæpum 30.000 kr. Var
hann kosinn í sex manna stjórn fé-
lagsins, og falið „framkvæmda- og
ritarastarf“. Hinir fimm voru Garðar
Gíslason stórkaupmaður (formaður),
Pétur Halldórsson bóksali (gjald-
keri), Axel V. Tuliníus sýslumaður,
Pétur A. Ólafsson konsúll og Sveinn
Björnsson yfirdómslögmaður (síðar
forseti Íslands).
Árið 1936 var fyrir forgöngu Agn-
ars Kofoed-Hansen, síðar flugmála-
stjóra, stofnað Flugmálafélag Ís-
lands. Félagið hafði þá að megin-
markmiði að efla á ný áhuga land-
smanna á flugi og flugsamgöngum.
Árið 1961, á 25 ára afmæli félagsins,
var ákveðið að heiðra sérstaklega
Halldór Jónasson frá Eiðum. Á veg-
legri flughátíð 2. desember sæmdi
Baldvin Jónsson hrl., þáverandi for-
seti Flugmálafélags Íslands, Halldór
gullmerki félagsins. Ég var á þess-
um tíma í nokkrum tengslum við
stjórn félagsins og var falið að að-
stoða við flutning Halldórs til og frá
hátíðinni, en hann var á þessum tíma
orðinn alblindur. Þetta var því miður
eina skiptið sem ég hitti hann.
Rúmlega fjórum árum síðar, 9.
janúar 1966, andaðist frumkvöðull-
inn Halldór Jónasson á Elliheimilinu
Grund, þá 84 ára að aldri. Á árunum
1919-1920 hafði hann starfað sem
fyrsti framkvæmdastjóri íslensks
flugfélags. Í minningargreinum var
hann sagður „akademikus af hinum
gamla góða skóla – þeim skóla, sem
leit á háskólanám sem helgun sann-
leiksleitar“ og jafnframt „mikill ari-
stokrat í góðri merkingu þess orðs“.
Aðdragandi flugs á Íslandi
Eftir Leif
Magnússon
»Merkust slíkra
greina um flugmál
var forsíðugrein í dag-
blaðinu Fréttir 6. sept-
ember 1918. Hún bar
fyrirsögnina „Flug á Ís-
landi“ eftir Halldór Jón-
asson.
Leifur Magnússon
Höfundur er verkfræðingur.
leifur@baro.is
Ljósmynd/Ólafur Magnússon
Halldór Jónasson frá Eiðum
Gleymum því ekki
að á bak við kennitölu
býr manneskja sem
kennir til. Jafnvel sært
hjarta sem hefur orðið
fyrir áfalli og von-
brigðum og finnur til.
Manneskja af holdi og
blóði sem vill ekki vera
til vandræða eða ama
en þráir virðingu og
skilning, samstöðu og
vellíðan, umhyggju og
ást.
Miskunna þú mér
Þess vegna fer ég með eftirfar-
andi bæn, í veikum mætti, kvölds og
morgna, um miðjan dag og jafnvel
nætur, leynt og ljóst, með titrandi
hjarta, hvernig sem stendur á:
Guð minn góður, þú sem ert kær-
leikurinn æðsti og mesti, faðir frels-
arans, Jesú Krists, miskunna þú
mér.
Kristur Jesús, á krossinum vertu
mér syndugum náðugur og líkn-
samur.
Frelsari heimsins, miskunna þú
mér. Líknaðu mér og
læknaðu mig, í Jesú
nafni.
Greindu þarfir mínar
og mættu þeim.
Komdu mér til hjalpar.
Yfirgefðu mig ekki á
degi neyðarinnar þeg-
ar ég þarf mest á þér
að halda. Hjálpaðu mér
að sleppa ekki hendinni
af þér sem ert upprisan
og lífið sjálft. Ekki fyrr
en þú blessar mig.
Ekki fyrr en ég fæ að
höndla lífið og snerta
það. Fæ að samlagast því og fljúga
með þér, frjáls sem friðarins engill
inn í hinn eilífa ljóssins yl, um him-
insins björtu borg. Ekki fyrr en ég
fæ að þræða hin margrómuðu him-
nesku torg. Þar sem ástvinir mætast
og fá að njóta þess saman að vera til.
En ég bið þig, leyfðu mér þangað
til að lifa í kærleika, friði og sátt við
þig, sjálfan mig og alla menn. Gefðu
að ég fái að vera farvegur kærleika
þíns og friðar, fyrirgefningar og
fagnaðarerindis, dag hvern uns yfir
lýkur og jafnvel lengur svo ég fái
borið þann ávöxt sem mér var ætlað.
Verði þér til dýrðar, samferðafólki
mínu og umhverfi til blessunar og
sjálfum mér til heilla.
Allt mitt og alla mína sem ég
nefni nú á nafn fel ég þér í trausti
þess að þú munir vel fyrir sjá. Og
gef að þín eilífa sýn og himneski
friður fái hjörtu okkar og sál að
snerta og fylla varanlegri fegurð svo
hamingjan geti búið um sig og varað
að eilífu.
Dýrð sé þér, eini sanni Guð. Þér
sem ert höfundur og fullkomnari
lífsins, kærleikans og friðarins. Þér
sem vilt okkur allt hið besta um ald-
ir og að eilífu. Amen.
Með kærleiks- og friðarkveðju.
Lifi lífið!
Á bak við kennitölu
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson » Gef þín eilífa sýn og
himneski friður fái
hjörtu okkar og sál að
snerta og fylla varan-
legri fegurð svo ham-
ingjan geti búið um sig
og varað að eilífu.
Sigurbjörn
Þorkelsson
Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur
og aðdáandi lífsins.
Allt um sjávarútveg
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
Hrein jógúrt
Fimm góðar ástæður til að velja lífræna jógúrt
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir allt árið í A-Evrópu. Tilvalið fyrir
hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt
2, 3, 4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat
og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup í hinum ýmsu
verslunum og mörkuðum. Við bjóðum upp á skoðunar-
ferðir fyrir hópa og fyrirtæki, svo og kvöldverði/veislur
í höllum, köstulum eða húsum frá miðöldum.
www.transatlantic.is Sími 588 8900
GLÆSILEGAR MIÐALDA
BORGIR Í A-EVRÓPU
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt
fyrir sínar glæsibyggingar sem margar
eru á minjaskrá Unesco, forna menningu
og spa/heilsulindir. Búdapest hefur verið
kölluð heilsuborg Evrópu en baðmenningu
Ungverja má rekja hundruðir ára aftur í
tímann. Þar hefur í árhundruði blandast
saman ýmis menningaráhrif sem gerir borg
ina svo sérstaka.
Wrocalaw er ein mesta ferðamannaborg
Póllands, staðsett við landamæri Tjékk
lands og Þýskalands. Wroclaw var kosin
menningarborg Evrópu 2016. Wroclaw
hefur svo mikið uppá að bjóða. Borgin er
ægifögur menningarborg með svo margt
fyrir ferðamanninn gerir hana svona vinsæla.
Gamli bærinn er augnayndi með fagrann
arkitektur frá fyrri tímum, mikið er af söfnum
og menningarviðburðir í borginni hafa ætíð
verð fjölbreyttir.
Miðaldaborg frá 12. öld. Gamli og nýji
tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka.
Gamli bærinn er frá árinu 1201 og er vernd
aður af Unesco. Þar ber hæst kastalinn í
Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan.
Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi
hvert sem litið er og setur borgina á stall
með fallegri borgum Evrópu.
RIGA Í LETTLANDI
WROCLAW
BÚDAPEST
NOKKUR DÆMI UM BORGIR SEM VIÐ BJÓÐUM UPPÁ
Vilnius,
Gdansk,
Krakow, Varsjá,
Bratislava
Vínarborg og
Brugge