Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
VIÐTAL
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Fyrir utan að Johann Sebastian
Bach sé mesta tónskáld allra tíma,
þá er hann það tónskáld sem stend-
ur mér næst og ég hef pælt mest í.
Eftir að hafa gert diskinn með etýð-
um Philips Glass þá varð Bach að
vera næstur,“ segir Víkingur Heiðar
Ólafsson þegar hann er spurður að
því hvers vegna hann hafi kosið að
leika verk eftir þýska meistarann á
nýja einleiksdiskinum sem Deutsche
Grammophon gefur út á morgun.
Eftir að hafa verið einleikari í 23.
píanókosert Mozarts með norrænni
ungmennahljómsveit í Hörpu á dög-
unum – í konserti sem hann lærði
fyrir tónleikaröð með sveitinni, og
eftir annasamt tónleikahald víða um
lönd í sumar náði Víkingur að
staldra við í nokkra daga á heimili
sínu hér á landi áður en næsta törn
hæfist; með fjölda tónleika sem
tengjast útgáfu disksins auk ann-
arra verkefna sem einleikari með
hljómsveitum og í kammertónlist.
„Ég fæ svo jólafrí,“ segir hann bros-
andi þar sem við ræðum saman á
heimili hans hér á landi en þau Halla
Oddný Magnúsdóttir eiginkona hans
halda einnig heimili í Berlín.
Þegar við ræðum verkefni hans
undanfarið og það sem er síðan
framundan segist Víkingur vera
hamingjusamur yfir því að hafa
komist klakklaust gegnum verkefni
ársins hingað til. Á meðal þeirra má
nefnda að hann lærði og flutti á tón-
leikum með NHK-sinfóníuhljóm-
sveitinni í Tókýó píanókonsert eftir
Mendelssohn undir stjórn Vladimirs
Ashkenazy, sem Víkingur metur
mikils, hann lærði fyrrnefndan kons-
ert eftir Mozart og píanókonsert eft-
ir John Adams. „Það er rosalegur
konsert sem ég flutti með Þjóðar-
hljómsveit Eistlands og það var mik-
ið mál að læra hann því ég lék á
fimm tónleikum víða í Evrópu í vik-
unum á undan og á eftir, með ólíkum
efnisskrám. Þetta ár hefur verið svo-
lítið helgað syndum fortíðar, tón-
leikum sem ég sagði já við fyrir um
tveimur árum þegar dagatalið leit
bara frekar vel út og allt virtist eiga
að vera auðvelt. Öll tónleikaboðin
virtust ómótstæðileg og svo var allt í
einu komið að hverjum tónleikunum
á fætur öðrum, og þar á meðal með
verkum sem ég þurfti að læra …
Það hefur allt gengið vel en satt
best að segja fannst mér ekki útséð
um það meðan ég var í storminum
miðjum.“
Hætta á að brenna yfir
Vorið og sumarið voru því miklir
annatímar hjá Víkingi, eins og heyra
má, og inn í það blönduðust upptök-
urnar á nýja diskinum.
„Ég hljóðritaði diskinn í apríl en á
svipuðum tíma lék ég Brahms-
konsert í Finnlandi og prógramm í
Wigmore Hall með sellóleikara –
sem ég þurfti líka að læra. Ég fór því
fram úr mér í loforðum fyrir tveimur
árum en næsti vetur verður ótrúlega
skemmtilegur og allt öðruvísi. Það
erfiðasta sem maður gerir er að læra
og flytja síðan ný verk, maður er
iðulega alveg búinn eftir fyrsta
flutninginn og þá er ekki auðvelt að
þurfa að vakna eldsnemma daginn
eftir og byrja strax að undirbúa það
sem maður á að leika fjórum dögum
seinna í annarri borg og með annarri
hljómsveit. Það er miklu auðveldara
að takast aftur og aftur á við sömu
verkin; maður getur ekki leyft sér
lengi törn eins og þá sem ég hef ver-
ið í undanfarið, þá er hreinlega
hætta á því að brenna yfir. En, þetta
hefur gengið upp …“
Þegar ég spyr Víking um fjölda
konserta sem hann hefur lært og
hefur á takteinum segir hann þá
vera um fjörutíu talsins. Það tekur
langan tíma að læra hvern og einn,
segir hann, ef tónlistarmaðurinn
ætlar virkilega að geta tekið þá sín-
um tökum.
„Fyrir nokkrum árum lék ég mér
að því að læra þrjá konserta á tón-
leikatímabili en þá var ég ekki að
leika á nándar nærri jafn mörgum
tónleikum og nú. Eitt er að geta lært
nýjan konsert á mánuði en annað að
gera það á sama tíma og maður
ferðast í viku hverri og er sífellt að
hugsa um nýjar efniskrár fyrir ólíka
tónleika. Núna breyti ég um verklag
og læri enga nýja konserta í vetur,
spila bara verk sem ég kann.“ Hann
hugsar sig um og bætir svo við að
tímabilið þar á eftir, 2019 til 20, muni
hann reyndar leika þrjá splunkunýja
konserta og þurfi að fara að undir-
búa það, verk eftir John Adams,
Bretann Thomas Adès og ungt
finnskt tónskáld, Sauli Zinovjev.
„Það verða allt tónleikar með frá-
bærum hljómsveitum og ég verð að
vera góður strákur og byrja að und-
irbúa brjálæðislega skemmtilegt
tímabil 2019-20.“
Mikilvægt að þora að segja nei
„Ég held það megi kalla mig full-
komnunarsinna og ég er harður við
sjálfan mig en mér líður best þegar
ég fæ að vinna að afmarkaðri verk-
efnum yfir lengri tíma, þá er ég hvað
hamingjusamastur, eins og þegar ég
get spilað sama Beethoven-
konsertinn með fjórum eða fimm
hljómsveitum í röð, í stað þess að
spila hann bara einu sinni og
stökkva svo í Brahms eða eitthvað
allt annað. Ég hafði í sjálfu sér ekki
val um að gera neitt annað, fyrr en
kannski núna að ég er kominn á
þann stað að geta komist upp með
það að ráða meiru um það hvað ég
leik. Það getur tekið ótrúlega langan
tíma að komast í þá stöðu,“ segir
Víkingur og það gætir óþolinmæði í
röddinni.
– En þú ert kominn í hana núna.
„Já. Tónlistarbransinn er fullur af
fólki sem hefur ákveðna listræna
sýn sem er ekki endilega sama og
mín. Og það vill heyra mig leika
ákveðin verk og ef það er með góð-
um hljómsveitum er það vissulega
gaman, eins og með Mendelssohn-
verkið sem ég lærði til að leika með
NHK-hljómsveitinni í Tókýó. Þegar
ég hafði flutt það var mér boðið að
koma aftur og spila þá það sem mig
langar að spila. Þannig er það oft.“
Víkingur bætir við að það sé mik-
ilvægt að þora að segja nei og þá líka
við stóru hljómsveitirnar ef það sé
ekki tími til að læra ný verk sóma-
samlega fyrir þær.
„Maður á aldrei að læra verk
nema maður hafi fullkomna trú á
því! Það eru nógu margir sem geta
spilað á píanó og margir spila nánast
hvað sem er. Hins vegar eru þeir lík-
lega teljandi á fingrum beggja
handa sem algjörlega fylgja sínum
eigin hugmyndum og löngunum. Ef
Berlínarfílharmónían kæmi og byði
manni að spila Rhapsody in Blue þá
segðu langflestir já. En ég myndi
hafna því. Því þótt um sé að ræða
eina bestu hljómsveit í heimi þá er
það ekki þess virði ef maður trúir
ekki á verkið. Maður þarf bæði aga
og styrk.“
Mikil hjarðhegðun í listum
Margir hljóðfæraleikarar helga
feril sinn að mörgu leyti flutningi
verka frá afmörkuðum tímabilum,
tilteknum stefnum eða tónskáldum.
Það orð fer hinsvegar af Víkingi
Heiðari að hann takist á við óvenju
fjölbreytilegar efnisskrár.
„Já, ég hef áhuga á fjölbreytilegri
tónlist, dái að spila Bach en hef líka
gaman af nýrri tónlist. Ég vil að það
sé ekki auðvelt að skilgreina mig,
eins og suma sem spila bara Vínar-
klassík eða bara Rachmaninoff og
Prokofiev. Aðrir hafa unnið Chopin-
keppnina og orðið þrælar Chopins
allt sitt líf. En það er ákveðin skil-
greiningarárátta í þessum bransa,
vilji til að koma manni á bás.
Ef ég hefði ákveðið að gera ekki
þennan Bach-disk núna fyrir
Deutsche Grammophon og hefði
þess í stað tekið upp meiri Glass eða
jafnvel John Adams, þá hefði það
haft mikil áhrif á þá tónlist sem mér
hefði verið boðið að spila í framhald-
inu – ég hefði verið skilgreindur sem
flytjandi tónlistar frá seinni hluta 20.
Eilífðarverkefni að takast á við
Víkingur Heiðar Ólafsson segir að á eftir diskinum sem hann hljóðritaði með etýðum eftir Philip
Glass hafi Johann Sebastian Bach orðið að vera næstur Margir tónleikar framundan og víða
Morgunblaðið/Einar Falur
Píanóleikarinn „Maður getur ekki leyft sér lengi törn eins og þá sem ég hef verið í undanfarið, þá er hreinlega
hætta á því að brenna yfir. En, þetta hefur gengið upp,“ segir Víkingur Heiðar um tónleikahald og upptökur.
»En eftir að hafa gertþessa Bach-plötu
hafa þeir gefið mér laus-
an tauminn, nú fæ ég að
ráða.
U
Ný sending af sænsku
Klippan vörunni komin í hús
Opið virka daga kl. 11-18, lokað laugardaga í sumarListhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050