Morgunblaðið - 06.09.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 06.09.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Endurupptaka svokallaðra Guð- mundar- og Geirfinnsmála verður tekin fyrir í Hæstarétti í næstu viku. Málflutningurinn hefst klukkan 9 fimmtudaginn 13. september og heldur áfram á sama tíma föstudag- inn 14. september. Áætlað er að honum ljúki þann dag. Dómarar verða hæstaréttar- dómararnir Þorgeir Örlygsson, for- seti réttarins, Greta Baldursdóttir, Helgi Ingólfur Jónsson, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Endurupptökunefnd féllst í febr- úar 2017 á endurupptökubeiðnir er varða fimm menn sem sakfelldir voru í tengslum við hvarf tveggja manna, Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar, á áttunda áratug síðustu aldar. Davíð Þór Björgvinsson, fulltrúi ákæruvaldsins í endurupptöku mál- anna, skilaði greinargerð til Hæsta- réttar í febrúar sl. Krefst hann þess að fimmmenningarnir verði sýknað- ir að öllu leyti. Verjendur munu að sjálfsögðu krefjast sýknu. Með niðurstöðu um endurupptöku er málið núna lögum samkvæmt á þeim stað eins og áfrýjunarstefna hafi verið gefin út eftir dóm undir- réttar, þ.e. sakadóms Reykjavíkur 19. desember 1977. Endurupptakan snýst um að endurtaka beri meðferð málsins fyrir Hæstarétti, að svo miklu leyti sem Hæstiréttur sér ekki annmarka á því. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari, fer með ákæruvald- ið fyrir Hæstarétti nú. Hann flytur málið gegn Kristjáni Viðari Júlíus- syni, sem hét áður Kristján Viðar Viðarsson (verjandi Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður), Guðjóni Skarphéðinssyni (Ragnar Aðal- steinsson lögmaður), Sævari Marinó Ciesielski (Oddgeir Einarsson lög- maður), Alberti Klahn Skaftasyni (Guðjón Ólafur Jónsson lögmaður) og Tryggva Rúnari Leifssyni (Jón Magnússon lögmaður). Davíð Þór, Jón Steinar, Ragnar og Oddgeir fá að flytja 90 mínútna ræður og þeir Guðjón Ólafur og Jón Magnússon í 60 mínútur hvor. Í sakadómi voru Kristján Viðar og Sævar dæmdir í ævilangt fang- elsi fyrir að hafa banað Guðmundi og Geirfinni. Tryggvi Rúnar var dæmdur í 16 ára fangelsi, Guðjón í 12 ára fangelsi og Albert Klahn í 15 mánaða fangelsi. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum 22. febrúar 1980 og mildaði dóma sakadóms Reykjavíkur. Þar hlaut Sævar 17 ára fangelsi, Kristján Við- ar 16 ára fangelsi, Tryggvi Rúnar 13 ára fangelsi, Guðjón 10 ára fangelsi og Albert Klahn 12 mánaða fangelsi. Málflutningurinn tekur tvo daga Morgunblaðið/Kristján Einarsson Varnarræða Kristján Viðar Júlíusson flutti ræðu við lok málflutnings sem fram fór í Hæstarétti í janúar 1980. Dómur féll í málinu í febrúar sama ár.  Endurupptaka Guðmundar- og Geirfinnsmála verður tekin fyrir í Hæstarétti í næstu viku  Varðar fimm dæmda menn  Hæstiréttur úrskurðar um hvort endurtaka beri meðferð málsins fyrir réttinum „Við erum með stýrisspjöld á öllum bílum okkar sem vara við akstri í ám og benda á að allur akstur yfir óbrú- aðar ár sé á ábyrgð leigutaka,“ segir Þorsteinn Þorgeirsson, fram- kvæmdastjóri bifreiðasviðs bílaleig- unnar Avis. Eins og fram kom í blaðinu í gær hafa vaknað spurningar um hvernig forvörnum sé háttað hjá bílaleigum landsins gagnvart erlendum ferða- mönnum varðandi akstur yfir óbrú- aðar ár eftir banaslys í Steinholtsá við Þórsmörk í síðustu viku. Þorsteinn segir að einnig sé hjá hverri leigu dreift sérstökum bækl- ingi sem taki á flestum þeim atriðum sem þurfi að varast við akstur hér landi. „Farið er yfir þennan bækling með leigutökum og hafa sölufulltrú- ar okkar verið sérþjálfaðir í því,“ segir hann. Einnig séu skjáir í af- greiðslum Avis þar sem áhersla er lögð á hættur og umferðaröryggi. gudmundur@mbl.is Vara við akstri yfir óbrúaðar ár  Viðvaranir í öllum bílum Avis Bílaleiga Leigutakar eru varaðir við akstri yfir óbrúaðar ár. Dans-Ballett og fimleikavörur Háaleitisbraut 68 • s 568 4240 Mikið úrval af dans-ballett og fimleika- vörum fyrir alla aldurshópa. Ástund Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Allir gestirnir eru fólk sem ég hef talað við áður og ef fólk þekkir það ekki er það ekki að fylgjast mikið með íslensku samfélagi. En þetta er öðruvísi. Við gefum okkur tíma og tölum um það sem við gerum ekki venjulega. Ég held að ég geti lofað því að í hverjum þætti kemur eitt- hvað fram sem fólk vissi ekki áður,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sjón- varpsmaður. Mikil forréttindi Fimmtudaginn 20. september fer í loftið fyrsti þátturinn af Með Loga, en það er ný röð viðtalsþátta sem Skot framleiðir fyrir Símann. Upp- tökur á þáttunum standa nú yfir í Gamla bíói en það hús á stað í hjarta margra Íslendinga og þar með margra viðmælenda Loga. „Það eru mikil forréttindi að fá að velja sér fólk í svona þátt, gefa sér tíma og geta aðeins dvalið við hluti. Venjuleg viðtöl eru stutt, 5-10 mín- útur, og um eitthvað ákveðið. Þetta er meira samtal en viðtal og um allt mögulegt. Það er líka frábært að vera í Gamla bíói. Það er mikil saga í húsinu og við náum að breyta því eftir okkar þörfum en samt halda í karakterinn,“ segir Logi í samtali við Morgunblaðið. Í sjónvarp eftir árs hlé Gestir Loga í þáttunum verða Baltasar Kormákur kvikmyndaleik- stjóri, Halldóra Geirharðsdóttir leik- kona, Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Ís- lands. Allt þetta fólk sýnir í þáttum á sér hlið sem almenningur hefur tæp- ast séð áður. „Svo er náttúrlega frá- bært að koma aftur í sjónvarp eftir tæplega árs hlé. Við erum búin að taka upp helminginn og ég hlakka til að heyra í næstu viðmælendum,“ segir Logi Bergmann um þættina sem verða sýnir í Sjónvarpi Símans og verða jafnframt aðgengilegir á Sjónvarpi Símans Premium Ljósmynd/Axel Sigurðarson Undirbúningur Logi Bergmann og Baltasar Kormákur ræða málin í sminkherberginu fyrir upptöku á þættinum. Logi Bergmann með þætti í Sjónvarpi Símans  Baltasar og Katrín viðmælendur  Í loftið 20. september Ljósmynd/Axel Sigurðarson Gaman Logi Bergmann og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðhera á röltinu um Gamla bíó fyrir upptöku. Margt ber á góma í samtali þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.