Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Heita vatnið er hluti af sérstöðu Íslands og mikilvægt að nýta hana. Margir af gestum landsins hafa áhuga á að baða sig í ómeðhöndluðu vatni og komast þannig í beint sam- band við náttúruauðlindina,“ segir Anna G. Sverrisdóttir, sjálfstæður ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Sam- tökum ferðaþjónustunnar. Fjórir baðstaðir hafa verið byggðir upp í kjölfar Bláa Lónsins á Reykjanesi og nokkrir til viðbótar eru í und- irbúningi. Bláa Lónið ruddi brautina og hef- ur mikla sérstöðu vegna efnainni- halds vatnsins úr borholum í Svartsengi. Lækningamáttur þess er þekktur. Bláa Lónið er fjölsótt- asti einstaki ferðamannastaður landsins og er helsta ástæðan fyrir þeirri ímynd sem Ísland hefur feng- ið sem land náttúrubaðanna. Dreifðir um landið Jarðböðin við Mývatn voru opnuð árið 2004 og grundvallast á nátt- úruauðlindum þess svæðis og ná- lægð við náttúruperluna Mývatn. Baðstaðurinn Laugarvatn Fontana opnaði dyr sínar fyrir gestum á árinu 2011. Sérstaða hans er nýting á hver niðri við vatnið, en hvera- vatnið hefur verið notað til baða og heilsubótar í aldir. Áform eru uppi um að stækka böðin. Tveir nýjustu baðstaðirnir eru Krauma í Borgarfirði og Sjóböðin (GeoSea) við Húsavík. Krauma nýt- ir vatn úr Deildartunguhver, sem er vatnsmesti hver Evrópu. Vatnið í Sjóböðunum er eins og nafnið bend- ir til sjór sem sóttur er með djúpum borholum. Fjárfestar eru með í undirbúningi að reisa hótel í tengslum við Sjóböðin. Mikilvægir vinnustaðir Allir þessir staðir veita marg- víslega aðra þjónustu, þótt böðin séu meginaðdráttaraflið. Þar eru veitingar og minjagripasala og lúx- ushótel er risið við Bláa Lónið og þar er fyrir margvísleg önnur þjón- usta og framleiðsla sem byggir á auðlindum lónsins. Allir baðstaðirnir eru mikilvægir vinnustaðir í sínu umhverfi. Sem dæmi má nefna að í sumar unnu 40 starfsmenn hjá Jarðböðunum, sem eru stærsti einkarekni vinnuveit- andinn í Mývatnssveit. Fyrirtækið hefur byggt sjö íbúðir fyrir starfs- fólkið í Reykjahlíð og rauf með því áratuga kyrrstöðu í byggingu íbúð- Ferðamenn sækja í baðstaðina meðal annars af þessum ástæðum. Mikil eignatengsl Uppbygging baðstaðar er dýr, kostar að minnsta kosti mörg hundruð milljónir, jafnvel einhverja milljarða. En arðsemin getur einnig verið mikil ef vel tekst til, eins og sést á rekstri Bláa Lónsins og Jarð- baðanna við Mývatn. Fyrirtækið sem rekur Bláa Lónið á hlut í Jarðböðunum og Laugar- vatn Fontana og fjárfestir einnig í Vök Baths við Egilsstaði, ásamt Jarðböðunum og frumkvöðlum og Fjallabaðinu í Þjórsárdal með frum- kvöðlum. Þá eiga Jarðböðin hlut í Sjóböðunum á Húsavíkurhöfða. Krauma í Borgarfirði er líklega eini baðstaðurinn sem er sjálfstæður, óháður beinu eða óbeinu eignar- haldi Bláa Lónsins. Fjársterk fyr- irtæki í ferðaþjónustu standa að baki áætlunum um uppbyggingu baðlóns og hótels í Hveradölum. Steingrímur Birgisson segir að þátttaka Jarðbaðanna í Sjóböð- unum við Húsavík og Vök Baths grundvallist á því að starfsmenn þeirra búi yfir ákveðinni reynslu og þekkingu og óskað hafi verið eftir þátttöku þeirra í verkefnunum. Hann segir að vissulega geti verið einhver samkeppni um ferðafólkið. Staðirnir sem Jarðböðin eigi aðild að séu hins vegar allir ólíkir, noti ólíkt vatn og veiti mismunandi upp- lifun. Hann tekur undir þau orð að sumir ferðamenn þræði þessi staði og heimsæki þá alla eða flesta en segir að reynslan verði að leiða það í ljós hversu mikið þeir verði nýttir. Baða sig í auðlindinni  Fimm baðstaðir með ómeðhöndluðu jarðhitavatni eða sjó hafa verið opnaðir og þrír til viðbótar eru í undirbúningi  Ráðgjafi telur að enn sé rými fyrir baðstaði ef þeir nýti sér sérstöðu svæðanna Morgunblaðið/Ófeigur Bláa Lónið Vinsælasti ferðamannastaður landsins, fyrir utan höfuðborgina, er tilbúið lón í Svartsengi, Bláa Lónið. Aðsóknin er slík að stýra þarf móttöku gesta og fólk þarf að panta fyrirfram til að komast að. Ferðamannastaðurinn hefur fengið fjölda viðurkenningu fyrir upplifun gesta og sérstöðu. arhúsnæðis í hverfinu. „Þetta skipt- ir gríðarlega miklu máli fyrir svæð- ið. Jarðböðin eru afþreying fyrir ferðafólk sem stuðlar að því að gest- ir dvelja lengur á svæðinu og kaupa sér gistingu og nýta aðra þjónustu. Þannig tengjast hinar ýmsu greinar ferðaþjónustunnar,“ segir Stein- grímur Birgisson, formaður stjórn- ar Jarðbaðanna. Ylströnd og Fjallaböð Fjöldi annarra baðstaða er á hug- myndastigi og nokkrir eru komnir talsvert á veg í undirbúningi. Verk- efni sem nefnt var Ylströndin við Urriðavatn en heita mun Vök Baths er í undirbúningi. Urriðavatn er á Fljótsdalshéraði, skammt frá Egils- stöðum. Undan vatninu kemur heitt vatn sem er drykkjarhæft og verður notað með ýmsum hætti. Fjallaböðin í Þjórsárdal eru ann- ar baðstaður sem mikil alvara er í. Grundvallast baðstaðurinn á heitu vatni sem vellur upp úr jörðinni en notað var í sundlaug sem byggð var fyrir starfsmenn við byggingu Búr- fellsvirkjunar um 1970. Þar er einn- ig ætlunin að koma upp hóteli. Þriðja verkefnið sem vert er að nefna er hugmynd um baðstað og hótel á landi Skíðaskálans í Hvera- dölum við rætur Hellisheiðar. Svæðið er í skipulagsferli sem hefur tekið all langan tíma. Fjöldi ann- arra verkefna er á hugmyndastigi og ekki gott að segja hvað úr verð- ur. Nefna má sem dæmi Hvera- gerði, Flúðir og Hoffell í Hornafirði. Þá vaknar spurningin hvort of- fjárfesting sé í þessari afþreyingu, hvort núverandi og væntanlegir baðstaðir séu að taka hver frá öðr- um. Anna G. Sverrisdóttir, sem vann lengi sem framkvæmdastjóri hjá Bláa Lóninu og rak síðar Laug- arvatn Fontana, telur að það þurfi ekki að vera, þótt vitaskuld megi ekki ofmetta neina tegund afþrey- ingar. „Ég held að enn séu tækifæri í þessu, það er að segja ef hver og einn byggir á sinni sértöðu en apar ekki beint eftir öðrum. Það er enn rými, erlendir og innlendir ferða- menn sækja í þetta. Þá er gott að uppbyggingin dreifist um landið eins og hún hefur gert. Þótt dregið hafi úr fjölgun ferðafólks sé ég ekki annað en að hún muni halda áfram,“ segir Anna og leggur áherslu á að gæði baðstaðanna þurfi áfram að vera mikil. Hún telur að tækifæri séu við Breiðafjörð og á Vestfjörðum til uppbyggingar baðstaða, en víða á þessu svæði eru náttúrulaugar sem töluvert eru sóttar. Baðstaðir með náttúrulegu og ómeðhöndluðu vatni eru viðbót við sundlaugarnar og heitu pottana sem þeim fylgja og Ísland er þekkt fyrir. Ekki má gleyma náttúrulaug- unum sem víða má finna og ferða- menn sækja í, ekki síður en Íslend- ingar. Af hreinlætisástæðum þarf að setja klór út í sundlaugarvatnið. Það er yfirleitt ekki gert á baðstöð- unum heldur hreinsa þeir sig sjálfir með örum vatnsskiptum. Til við- bótar má nefna að efni vatnsins á sumum staðanna, sérstaklega Bláa Lóninu, hjálpa til við hreinsunina. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sjóböðin Hluti af upplifuninni í nýju Sjóböðunum við Húsavík er að fylgjast með sólarlaginu. Böðin eru opin og tilfinningin er eins og að vera úti á sjó. Aðgangseyrir að baðstöðunum er fjórum til tíu sinnum hærri en að al- mennum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu og ljóst að ekki geta allir ferðamenn sótt alla baðstaðina þótt þeir fari hringinn. Sumarverð í bað- staðina er 3.800 til 4.300 krónur fyrir fullorðna, nema í Bláa Lónið þar sem lágmarksverðið er 7 til nærri 10 þúsund krónur eftir því hvaða þjón- usta keypt er - en hærra á eftirsóttum tímum. Þessi samanburður er vita- skuld ekki sanngjarn, þar sem baðstaðirnir eru afþreying á einkamarkaði og þurfa að standa undir rekstri og fjárfestingu en rekstur sundlauga er niðurgreiddur af sveitarfélögum. Upplifunin er einnig ólík. Fjórfalt dýrara en í sund VERÐSKRÁR Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrir VOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.