Morgunblaðið - 06.09.2018, Síða 47
47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
Reykjavík Léttklæddur maður var að tyrfa mön við Miklubraut í blíðunni í gær. Torfið er þungt og þótt öflugar vélar séu notaðar þarf samt að hafa krafta í kögglum þegar tekist er á við torfið.
Eggert
Örvænting. Fíknisjúkdómur-
inn alkóhólismi hafði leitt mig í
harða eiturlyfjaneyslu, ég var á
götunni, búin að missa allt og
ekki langt í að ég myndi missa
forræði yfir einkabarninu mínu.
Margar meðferðir á flestum
meðferðarstofnunum landsins og
nú var aðeins ein von eftir –
Krýsuvík. Þangað ætlaði ég aldr-
ei að fara, hafði fordóma gagn-
vart þessari stofnun, í mínum
huga fóru þangað einungis dauð-
vona og vonlausir fíklar. Afneitun sjúkdóms-
ins svo gífurleg að ég sá ekki sjálfa mig – var
sjálf deyjandi úr þessum sjúkdómi. Ég hafði
lífsvilja, átti yndislegan dreng sem er mér allt,
var búin að mennta mig og komin í góða
vinnu. Eftir langt, gott edrútímabil náði sjúk-
dómurinn mér aftur, á svipstundu var ég aftur
komin í heim fíknarinnar og missti allt. Ég
upplifði að fíknin var móðurástinni yfirsterk-
ari, sem ég hafði verið handviss um að myndi
aldrei gerast. En það gerðist. Örvæntingin
varð algjör, ég vildi lifa edrú lífi, vera til stað-
ar fyrir son minn. Ég var tilbúin að gera allt
til að verða edrú. Ég átti eina von eftir – að
fara í meðferð á Krýsuvík, þrátt fyrir fordóma
mína. Ég var á götunni þegar ég sótti um og
beið í þrjá mánuði eftir að komast að. Biðin
var löng og erfið, í raun veit ég ekki hvernig
ég komst í gegnum þann tíma. Ég leitaði á
þeim tíma til heilbrigðis- og velferðaryf-
irvalda, svo ég þyrfti ekki að búa á götunni á
meðan ég beið. Engin úrræði voru í boði og í
þessa þrjá mánuði bjó ég í geymslu í miðbæ
Reykjavíkur. Ég upplifði mig sem aumingja
og úrhrak, fólk leit niður á mig en staðreyndin
var sú að ég var helsjúkur einstaklingur.
Dimmur nóvembermorgun á leið í meðferð-
ina er mér hugleikinn. Ég hugsaði: „Hvað ætli
ég verði edrú lengi núna?“ Smá vonarneisti
var til staðar en ég hafði misst trú á sjálfri
mér. Krýsuvík tók á móti mér með kærleika,
skilning og kynngimagnaðri náttúru. Mikil
vinna var fyrir höndum næstu sex mánuði og
þegar ég var búin að ná áttum á fyrstu vik-
unum gat ég farið að taka leið-
sögn, vinna heiðarlega í mínum
málum og vinna þau verkefni
sem fyrir mig voru lögð.
Á Krýsuvík var nálgun á með-
ferð fíknisjúkdómsins önnur en
ég hafði áður kynnst. Þessi nálg-
un bjargaði lífi mínu og hefur
bjargað lífi margra annarra. Ég
get ekki lýst því með orðum
hvað starfsmenn Krýsuvíkur
hafa gert fyrir mig og fjölskyldu
mína. Ég steig upp úr ösku-
stónni, eignaðist nýtt líf og með
tímanum hef ég endurheimt traust fjölskyldu
minnar. Í dag get ég verið móðir, systir, dótt-
ir, vel hæf í atvinnu minni sem ég menntaði
mig til. Ég borga mína skatta, er nýtur þjóð-
félagsþegn en ekki baggi á þjóðfélaginu eins
og ég var á tímabili.
Það má kalla vafasaman heiður að hafa
reynslu af flestum meðferðarstofnunum
landsins og því get ég með sanni sagt að með-
ferðarúrræði verða að vera fjölbreytt. Dag-
lega er lyft Grettistaki í öllu því starfi sem
beinist að stuðningi og meðferð fíkn-
isjúkdóma. Þörfin er því miður gífurleg og
vaxandi og því er það óheyrilegt ef loka á
heilli meðferðarstofnun sem hefur sinnt sínu
sérstaka hlutverki með áþreifanlegum ár-
angri. Krýsuvík hefur bjargað mörgum
mannslífum og á eftir að bjarga enn fleirum ef
stofnunin fær að halda áfram starfsemi sinni.
Ekki einungis að bjarga mannslífum, heldur
gera áður óvinnufært fólk að þátttakendum í
íslensku þjóðlífi.
Eftir Soffíu Smith
» Í dag get ég verið móðir,
systir, dóttir, vel hæf í at-
vinnu minni sem ég menntaði
mig til. Ég borga mína skatta,
er nýtur þjóðfélagsþegn en
ekki baggi á þjóðfélaginu.
Soffía Smith
Höfundur er rafmagnstæknifræðingur
Krýsuvík áfram sem
meðferðarstofnun
„Við eigum öll að geta fundið
okkur stað í tilverunni í Reykja-
vík“ Þannig er yfirskrift sam-
komulags þeirra fjögurra flokka
sem eru við völd í borginni.
Margir hafa misst sinn stað á síð-
ustu árum. Jafnvel í bókstaflegri
merkingu. Heimilislausum hefur
fjölgað á síðustu árum á sama
tíma og leiguverð hefur snar-
hækkað. Utangarðsfólki hefur
fjölgað um 95% frá 2012-2017.
„Við eigum öll að geta fundið okk-
ur stað í tilverunni í Reykjavík“.
Ungt fólk dvelur lengur heima en það kýs.
Aldrei hafa fleiri flutt annað í góðæri. Engin
þétting íbúabyggðar hefur átt sér stað í reynd
þar sem Reykvíkingar flytja í önnur sveit-
arfélög vegna húsnæðisverðs.
Má ekki benda á það sem er að?
Í ríkisútvarpinu talar borgarstjóri um;
„upphlaup eða hávaði eða óróa“ okkar í stjórn-
arandstöðunni sem höfum bent á þennan
brýna vanda og segir að umræðan snúist um
„einhver formsatriði og svona týpískar lýð-
skrumslegar upphrópanir“. Hvað meinar
borgarstjóri með því? Er staða húsnæð-
islausra formsatriði? Eru tillögur um úrræði
fyrir húsnæðislausa „lýðskrumslegar upp-
hrópanir“? Eða er óþarfi, að hans mati, að
ræða um málefni húsnæðislausra? Er það bara
„upphlaup“? Tillögur Sjálfstæðisflokksins um
að skipuleggja húsnæði á hagstæðum svæðum
er málefnalegt innlegg sem var lagt fyrir
fyrsta fund borgarstjórnar. Hvort flokkast slík
tillaga um að þúsundir íbúða á hagstæðum og
skynsamlegum svæðum undir „formsatriði“
eða „svona týpískar lýðskrumlegar upphróp-
anir“ að mati borgarstjórans?
Hvað um skólamálin?
Í vor var foreldrum barna í borginni lofað
leikskólaplássum frá 12 mánaða,
en samt fá ekki öll 18 mánaða
börn pláss. Hvernig rímar þetta?
Mannekla er á frístundaheim-
ilum borgarinnar en fólki sagt að
„ástandið hafi batnað“. Það er
ekki góð lenska að bæta böl með
því að benda á annað verra.
Foreldrum 18 mánaða barna
var lofað leikskólaplássi árið
2002 sama ár og Dagur B. Egg-
ertsson tók sæti í borgarstjórn.
Síðan eru liðin 16 ár. Og nú eru
fjögur ár framundan.
Börn hafa mismunandi þarfir
en einmitt þess vegna er sveigjanleiki svo mik-
ilvægur. Og þess vegna eru sjálfstæðir skólar
lykilatriði. Koma þarf til móts við þarfir barna
með sérþarfir, líka þau sem skara fram úr.
Þetta er sérstaklega mikilvægt á tölvuöld.
Barn sem hefur nám í dag útskrifast tuttugu
árum síðar. Hvernig búum við börnin okkar
undir árið 2038? Hvernig undirbýr borgin
börnin undir þær breytingar sem eru fyr-
irséðar?
Börn af erlendum uppruna eru yfir 10%.
Samkvæmt PISA er mesti munur í OECD á
milli barna á Íslandi. Útkoma þeirra er fjórð-
ungi lakari en barna innfæddra. Í þessu fær
borgin falleiknum. Já; „við eigum öll að geta
fundið okkur stað í tilverunni í Reykjavík“.
Eftir Eyþór Arnalds
»Hvað meinar borgarstjóri?
Er staða húsnæðislausra
formsatriði? Eru tillögur um
úrræði fyrir húsnæðislausa
„lýðskrumslegar upphróp-
anir“?
Eyþór Laxdal
Arnalds
Höfundur er oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík.
„Við eigum öll að geta
fundið okkur stað
í tilverunni í Reykjavík“