Morgunblaðið - 06.09.2018, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 06.09.2018, Qupperneq 63
DÆGRADVÖL 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hlutirnir ganga oft betur og hraðar fyrir sig ef þú reynir að verja þig fyrir um- hverfinu. Um leið og þú hættir að reyna að sanna mál þitt mun fólk átta sig á að þú hafðir rétt fyrir þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér stendur margt til boða þessa dag- ana og veist ekki enn hvað þér er fyrir bestu. Hugsaðu þig vel um áður en þú bregst við. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Skyndilega er margt röflandi og tuðandi fólk í kringum þig. Láttu ekki lít- ilfjörlegar deilur reita þig til reiði því reiðin gerir bara illt verra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni að undanförnu og þarft að beita þig meiri aga. Reyndu að halda ró þinni þótt mikið gangi á. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Nú þegar þú ert að gera breytingar á lífi þínu skaltu hafa hugfast að allar góðar breytingar gerast hægt. Fólk sem ýtir undir vellíðan er uppáhaldsfélagsskapurinn þinn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnst eins og verk sem þú tókst að þér fyrir löngu stjórni þér núna, og að þú hafir ekki lengur neitt val. Ekki gefast upp. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er mikið að gera í dag og þér finnst eins og allir þurfi á þér að halda. Sýndu skoðunum annarra virðingu og leit- aðu samkomulags við þá. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er hart sótt að starfsemi þinni svo þú þarft að verja hana með kjafti og klóm. Leggðu þitt af mörkum til að gera andrúmsloftið betra og sýndu tillitssemi. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú hefur í mörgu að snúast og skalt fá fólk í lið með þér til að leggja hönd á plóg því þá gengur allt eins og í sögu. Láttu ekkert trufla áætlun þína. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú munt sennilega hafa minni- háttar áhyggjur af einhverju í dag. Einhver á heimilinu þarf athygli þína núna en þú hefur hugsanlega þörf fyrir einveru. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reyndu að komast hjá því að munnhöggvast við samstarfsmenn þína. Hugsaðu þitt, framkvæmdu þinn vilja og láttu aðra ekki ráðskast með tíma þinn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ættir að viðra hugmyndir þínar við vinnufélagana og sjá hvaða viðbrögð þær fá. Kannski færist hiti í leikinn í sam- skiptum við aðra, en það er bara jákvætt. Helgi R. Einarsson segir fráþví að „eitt stykki barna- barn“ hafi sofið uppi í hjá sér og um morguninn varð þetta til: Hún spriklað hefur og sparkað og yfir mig syfjaðan arkað. Því ligg ég nú hér og ósofinn er, en annað eins hef ég nú slarkað. Síðan segir Helgi af annarri dömu, – „kvenkostinum“: Ég frétti að Guðlaug frá Garði af glæsileik bónda sinn varði er ráðist var á. Fyrst rotaði þrjá, en restina minna þó barði. Þessi rómsterka hringhenda Guðmundar Arnfinnssonar á Boðnarmiði rifjar upp þá myrku tíma áður en „blessað raf- urmagnið“ kom: Ljósið hugga lýði má, leynist uggur víða, bægir skugga böli frá, burtu stuggar kvíða. Philip Vogler yrkir „brag- hendu, frárímaða“: Mig gleddi ef fyrir gamalsaldur gæti samið vísu er öll þið vilduð heyra, vinsæl næði hverju eyra. Ólafur Stefánsson skrifaði í Leirinn á þriðjudag: „Ef ég er rétt informeraður, er hún Sig- rún okkar (Haraldsdóttir) að fara með stóru strákunum á hagyrðingamót í Hveragerði á morgun. Svona mót eru eftirsótt af „þroskuðu“ fólki, sem búið er að slíta fermingarfötunum sínum og þess vegna mætti segja svona“: Meðalaldur mælist hár, ég mátti svo sem vita’ða, og halur margur hærugrár, hafi ’ann ekki lita’ða. „Já, Ólafur,“ svaraði Sigrún. „Þetta er rétt og spennandi!“ Virka ég eins og væta á mottu, verð ég að léttu gjalli? Stubburinn ég meðal stóru og flottu strákanna upp á palli. „Vekur ugg“ segir Ármann Þorgrímsson: Þegar sækir ellin á andinn þá úr mörgum fer en elliglöp sem unga hrjá ugg þau stundum valda mér. Oft er vitnað til „okkar bestu manna“ – um þá yrkir Ármann: Framtíð aldrei fyrir sjá fáir lesa kverið en býsna vitrir eftir á alltaf hafa verið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af barnabarni „BARA ÞRJÁR? ÉG ÁTTI VON Á FLÓÐBYLGJU ÁSAKANANNA.“ „BÍLAÞVOTTASTÖÐIN NÆR ALDREI ALVEG ÖLLU.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það sem hann vill segja heiminum. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann MÉR ER SAMA UM ALLT BOLLAKÖKURNAR ERU TILBÚNAR! PANT! MÉR LÍKA ÞETTA ER NÝI „TÖFF“ PERSÓNULEIKINN MINN SAMA HÉR MENN, VIÐ TÖPUÐUM Í DAG VEGNA STÆLA! ÞAÐ VAR ALGJÖR SKORTUR Á TILFINNINGUM Á ÞESSUM VÍGVELLI! ÞÚ SÁST MIG EKKI GRÁTA?! Víkverji er orðinn langþreyttur áþví að búa í Reykjavík. Um helgina átti hann erindi á stórfína listasýningu í Hafnarborg, sýningarsalnum í Hafnarfirði, sem er svo sem ekki í frásögur færandi nema að á heimleiðinni úr firðinum varð Víkverji fyrir uppljómun. x x x Það er, að allir ljósastaurarnirvið veginn voru ljómandi, enda dimmt úti með afbrigðum. Í Garðabæ var sömu sögu að segja, öll ljós kveikt, og eflaust var ein- hver heima. Kópavogur lét sitt heldur ekki eftir liggja, þar voru göturnar upplýstar eins og ekkert væri sjálfsagðara. x x x En í sjálfri höfuðborginni, klukk-an níu að kvöldi til, var Vík- verji í kolniðamyrkri á Kringlu- mýrarbrautinni. Stærsta sveitar- félag landsins sá ekki sóma sinn í því að lýsa upp eina helstu um- ferðaræð höfuðborgarsvæðisins, jafnvel þó að á því væri full þörf, og jafnvel þó að öll helstu ná- grannasveitarfélögin hefðu kveikt hjá sér á sömu leið. x x x Til að gæta allrar sanngirni skalVíkverji taka fram að hann var enn á ferðinni um kortéri síðar, og þá loksins kviknaði á reykvísku ljósastaurunum. Að mati Víkverja hefði það þó bara mátt gerast miklu fyrr þetta kvöld. Víkverji veltir fyrir sér hvort hér sé um sparnaðarráðstöfun að ræða, en hristir höfuðið yfir þeirri tilhugsun að einhver sé að telja svo krónur og aura yfir gatnalýsingu að ekki sé hægt að kveikja á henni þegar þess er þörf. x x x Víkverji minnist frægrar ljós-myndar af Kóreuskaganum að nóttu til, þar sem öðru megin landamæranna er allt slökkt. Þó að Víkverji vilji alls ekki ganga svo langt að líkja aðstæðum í Reykja- vík við þær í Norður-Kóreu er hann engu að síður mjög hugsi yfir þessu myrka ástandi á götunum. vikverji@mbl.is Víkverji En ég mæni í von til Drottins, bíð eftir Guði hjálpræðis míns. Guð minn mun heyra til mín. (Míka 7.7) Síðumúli 9 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður Dalsbraut 1 - 600 Akureyri | 560-8888 • www.vfs.is Hnoðbyssa M12 BRT-201X ál, stál og ryðfrí 2,4-4,8 mm, ð 325x4.8 mm hnoð með rafhlöðu. r í tösku með rafhlöðu og utæki. kr. 59.900. Tekur hnoð allt a ryðfrí 2,0Ah Kemu 2,0Ah hleðsl Verð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.