Morgunblaðið - 06.09.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 06.09.2018, Síða 8
Velunnarar meðferðarheimilisins í Krýsuvík afhentu Önnu Lilju Gunn- arsdóttur, ráðuneytisstjóra velferð- arráðuneytisins, í gær áskorun um að tryggja áframhaldandi starfsemi Krýsuvíkur og höfðu 1.300 ein- staklingar skrifað undir áskorunina, að því er segir í tilkynningu til fjöl- miðla. Þá segir að mikil óvissa ríki um starfsemi meðferðarheimilisins í Krýsuvík sem rekið hefur verið frá árinu 1986 og að „samningar um heimilið eru ótryggir og standa yfir viðræður við opinbera aðila um áframhaldandi stuðning við starf- semina“. Krafist er endurnýjunar samnings um rekstur heimilisins og tilheyrandi fjárframlaga, en við- ræður standa yfir um áframhaldandi stuðning við starfsemina. Meðferðarstofnunin hefur skilað mælanlegum árangri fyrir vímu- efnaneytendur samkvæmt Velunn- urum meðferðarheimilisins og getur óvissa um starfsemina leitt af sér að skjólstæðingar þess hafi „hvergi höfði sínu að halla“. Helena Gísladóttir og Soffía Smith afhentu ráðuneytisstjóra vel- ferðarráðuneytisins undirskriftalist- ann. Við afhendinguna sagði Soffía meðal annars að um dauðans alvöru væri að ræða og að á heimilinu væri mannslífum bjargað. »47 Vilja tryggja starfsemi Krýsuvíkur  Afhentu ráðuneytisstjóra 1.300 undirskriftir vegna meðferðarheimilisins Ljósmynd/Velunnarar Krýsuvíkur Velunnararar Undirskriftum safnað. AFP Auga Kona greindi lifandi orm í auganu á sér sem náðist þó ekki. Tvö tilfelli þar sem svonefndur Loa loa-ormur hefur verið í auga sjúk- lings hafa greinst á Landspítalan- um á síðustu misserum. Frá þessu er greint í nýjasta hefti Lækna- blaðsins. Í báðum tilvikum áttu í hlut konur sem höfðu verið á ferð í Afríku, og önnur þeirra var raunar fædd þar en búsett hér á landi. Saga hennar er í stuttu máli sú að hún greindi fyrirbæri sem hreyfðist eftir yfirborði augans og sást með berum augum. Við nánari skoðun sást að þetta var lifandi ormur sem náðist þó ekki. Í hinu tilvikinu var um að ræða íslenska konu sem hafði verið á ferð í Afríku. Heimkomin leitaði hún á Landspítala vegna gruns um orm undir slímhúð hægra auga, en í Afríku hafði hún sýkst af horn- himnubólgu af völdum svepps svo og malaríu. Á sjúkrahúsinu fór kon- an í aðgerð og þar var klippt op á slímhúð augans svo ormurinn náð- ist. Að rannsóknum loknum voru sjúklingar tveir meðhöndlaðir með sýkladrepandi og bólgueyðandi augndropum. Síðarnefnda konan var einkennalaus í sjö mánuði eftir lok meðferðar en hafði þá aftur samband vegna gruns um lifandi orm undir húð á handlegg. Lyfja- meðferð vann á því svo og því þeg- ar konan greindist með sýkingu af völdum þráðorms. Umrædd tilvik eru þau fyrstu þar sem hinn afríski augnsjúkdóm- ur lóasýki greinist hér á landi. „Með vaxandi fjölda innflytjenda og innlendra og erlendra ferðamanna frá fjarlægum slóðum er viðbúið að framandi sýkingar taki að reka á fjörur íslenskra lækna,“ segir í Læknablaðinu. Lóasníkillinn er þráðormur sem berst í fólk með biti dádýraflugu og er landlægur víða í Vestur- og Mið-Afríku. Er talið að þar séu 10 milljónir manna sýktar en 30 milljónir útsettar fyrir sníkil- inn og vangreining heilbrigðis- starfsfólks algeng. sbs@mbl.is Afrískur augnsjúk- dómur á Íslandi  Vaxandi líkur eru á framandi sýkingum 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Hér á landi hefur stundum skot-ið upp kollinum sú furðulega hugmynd að hringla í klukkunni tvisvar á ári. Ríki Evrópu- sambandsins gera þetta og þess vegna kemur svo sem ekki á óvart að það hefur ver- ið góð fylgni á milli afstöðu til aðildar að samband- inu og klukkuhringlsins.    Nú hefur gleðimaðurinn og for-seti framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, kynnt áform sambandsins um að hætta hringlinu enda munu kannanir sýna að íbúar sambandsins séu al- mennt orðnir leiðir á þessum rugl- anda.    Þar með má búast við að fækkitillögum íslenskra Evrópusam- bandssinna um þessa aðgerð, sem þeim hefur hingað til þótt svo brýn.    Í þessu sambandi er umhugsunar-vert að öll ríki ESB eru skyldug til að hræra í klukkunni og sú ákvörðun var árið 2001 líka tekin upp í EES-samninginn.    Einhverjum hefur þannig þóttnauðsynlegt að íbúar EFTA vöknuðu í góðu samræmi við íbúa ESB, en Ísland fékk reyndar und- anþágu þannig að hér mega lands- menn hafa klukkuna eftir eigin höfði. Óvíst er hvernig farið hefði ef aðildarsinnum hefði orðið að ósk sinni og tekist að innlima Ísland í stórríkið.    En þá vaknar líka spurningin:Fyrst Ísland getur verið ótengt tímahringli ESB, sem sann- arlega er undir sömu sól og Ísland, hvers vegna skyldi það þá ekki geta verið ótengt ótengdum raforku- markaði ESB? Úr ESB STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði Eldhúsinnréttingar hÁgÆÐa dansKar OpiÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 úrVal innréttingaViÐ hönnum Og tEiKnum VönduÐ gÆÐaVaragOtt sKipulag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.