Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 8
Velunnarar meðferðarheimilisins í Krýsuvík afhentu Önnu Lilju Gunn- arsdóttur, ráðuneytisstjóra velferð- arráðuneytisins, í gær áskorun um að tryggja áframhaldandi starfsemi Krýsuvíkur og höfðu 1.300 ein- staklingar skrifað undir áskorunina, að því er segir í tilkynningu til fjöl- miðla. Þá segir að mikil óvissa ríki um starfsemi meðferðarheimilisins í Krýsuvík sem rekið hefur verið frá árinu 1986 og að „samningar um heimilið eru ótryggir og standa yfir viðræður við opinbera aðila um áframhaldandi stuðning við starf- semina“. Krafist er endurnýjunar samnings um rekstur heimilisins og tilheyrandi fjárframlaga, en við- ræður standa yfir um áframhaldandi stuðning við starfsemina. Meðferðarstofnunin hefur skilað mælanlegum árangri fyrir vímu- efnaneytendur samkvæmt Velunn- urum meðferðarheimilisins og getur óvissa um starfsemina leitt af sér að skjólstæðingar þess hafi „hvergi höfði sínu að halla“. Helena Gísladóttir og Soffía Smith afhentu ráðuneytisstjóra vel- ferðarráðuneytisins undirskriftalist- ann. Við afhendinguna sagði Soffía meðal annars að um dauðans alvöru væri að ræða og að á heimilinu væri mannslífum bjargað. »47 Vilja tryggja starfsemi Krýsuvíkur  Afhentu ráðuneytisstjóra 1.300 undirskriftir vegna meðferðarheimilisins Ljósmynd/Velunnarar Krýsuvíkur Velunnararar Undirskriftum safnað. AFP Auga Kona greindi lifandi orm í auganu á sér sem náðist þó ekki. Tvö tilfelli þar sem svonefndur Loa loa-ormur hefur verið í auga sjúk- lings hafa greinst á Landspítalan- um á síðustu misserum. Frá þessu er greint í nýjasta hefti Lækna- blaðsins. Í báðum tilvikum áttu í hlut konur sem höfðu verið á ferð í Afríku, og önnur þeirra var raunar fædd þar en búsett hér á landi. Saga hennar er í stuttu máli sú að hún greindi fyrirbæri sem hreyfðist eftir yfirborði augans og sást með berum augum. Við nánari skoðun sást að þetta var lifandi ormur sem náðist þó ekki. Í hinu tilvikinu var um að ræða íslenska konu sem hafði verið á ferð í Afríku. Heimkomin leitaði hún á Landspítala vegna gruns um orm undir slímhúð hægra auga, en í Afríku hafði hún sýkst af horn- himnubólgu af völdum svepps svo og malaríu. Á sjúkrahúsinu fór kon- an í aðgerð og þar var klippt op á slímhúð augans svo ormurinn náð- ist. Að rannsóknum loknum voru sjúklingar tveir meðhöndlaðir með sýkladrepandi og bólgueyðandi augndropum. Síðarnefnda konan var einkennalaus í sjö mánuði eftir lok meðferðar en hafði þá aftur samband vegna gruns um lifandi orm undir húð á handlegg. Lyfja- meðferð vann á því svo og því þeg- ar konan greindist með sýkingu af völdum þráðorms. Umrædd tilvik eru þau fyrstu þar sem hinn afríski augnsjúkdóm- ur lóasýki greinist hér á landi. „Með vaxandi fjölda innflytjenda og innlendra og erlendra ferðamanna frá fjarlægum slóðum er viðbúið að framandi sýkingar taki að reka á fjörur íslenskra lækna,“ segir í Læknablaðinu. Lóasníkillinn er þráðormur sem berst í fólk með biti dádýraflugu og er landlægur víða í Vestur- og Mið-Afríku. Er talið að þar séu 10 milljónir manna sýktar en 30 milljónir útsettar fyrir sníkil- inn og vangreining heilbrigðis- starfsfólks algeng. sbs@mbl.is Afrískur augnsjúk- dómur á Íslandi  Vaxandi líkur eru á framandi sýkingum 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Hér á landi hefur stundum skot-ið upp kollinum sú furðulega hugmynd að hringla í klukkunni tvisvar á ári. Ríki Evrópu- sambandsins gera þetta og þess vegna kemur svo sem ekki á óvart að það hefur ver- ið góð fylgni á milli afstöðu til aðildar að samband- inu og klukkuhringlsins.    Nú hefur gleðimaðurinn og for-seti framkvæmdastjórnar ESB, Jean-Claude Juncker, kynnt áform sambandsins um að hætta hringlinu enda munu kannanir sýna að íbúar sambandsins séu al- mennt orðnir leiðir á þessum rugl- anda.    Þar með má búast við að fækkitillögum íslenskra Evrópusam- bandssinna um þessa aðgerð, sem þeim hefur hingað til þótt svo brýn.    Í þessu sambandi er umhugsunar-vert að öll ríki ESB eru skyldug til að hræra í klukkunni og sú ákvörðun var árið 2001 líka tekin upp í EES-samninginn.    Einhverjum hefur þannig þóttnauðsynlegt að íbúar EFTA vöknuðu í góðu samræmi við íbúa ESB, en Ísland fékk reyndar und- anþágu þannig að hér mega lands- menn hafa klukkuna eftir eigin höfði. Óvíst er hvernig farið hefði ef aðildarsinnum hefði orðið að ósk sinni og tekist að innlima Ísland í stórríkið.    En þá vaknar líka spurningin:Fyrst Ísland getur verið ótengt tímahringli ESB, sem sann- arlega er undir sömu sól og Ísland, hvers vegna skyldi það þá ekki geta verið ótengt ótengdum raforku- markaði ESB? Úr ESB STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði Eldhúsinnréttingar hÁgÆÐa dansKar OpiÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 úrVal innréttingaViÐ hönnum Og tEiKnum VönduÐ gÆÐaVaragOtt sKipulag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.