Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Íslendingar standa hugsanlega frammi fyrir skorti á bóluefni gegn inflúensu í vetur. Aðeins fást 65 þús- und skammar til landsins sem er nokkru minna en notkunin var síð- astliðin tvö ár. Í fyrra voru notaðir 70 þúsund skammtar og árið þar á undan tæplega 69 þúsund. „Miðað við notkunina síðastliðin tvö ár gætum við lent í vandræðum í vetur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þess vegna erum við að reyna að tryggja að einstak- lingar í áhættu á að fá alvarlega inflúensusýkingu fái forgang að bóluefninu,“ bætir hann við. Áhættuhópar í forgangi Í tilkynningu á vef Embættis land- læknis mælist sóttvarnalæknir til þess að fjórir áhættuhópar njóti for- gangs við bólusetningu. Þetta eru allir einstaklingar 60 ára og eldri, öll börn og fullorðnir sem þjást af lang- vinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbæl- andi sjúkdómum, heilbrigðisstarfs- menn sem annast einstaklinga í fyrr- nefndum áhættuhópum og þungaðar konur. Þessir hópar eiga rétt á bólu- setningu sér að kostnaðarlausu. Dreifing hefst 10. september Í tilkynningunni frá Embætti landlæknis segir ennfremur að heilsugæslustöðvar, læknastofur og aðrar sjúkrastofnanir fái forskot til að panta bóluefni frá og með 10. september nk. Tveimur vikum síðar eða frá og með 24. september nk. geti aðrir aðilar sem leyfi hafa til bólusetningar pantað bóluefnið hjá lyfjaþjónustufyrirtækinu Parlogis meðan birgðir endast. Þetta er gert til að tryggja sem best að einstak- lingar með undirliggjandi sjúkdóma njóti forgangs við bólusetninguna. Almenn bólusetning er í höndum heilsugæslunnar en auk þess er bólusett á sjúkrastofnunum og ýmis fyrirtæki hafa tekið að sér bólusetn- ingu almennings og starfsmanna. Þessir aðilar munu á næstunni aug- lýsa hvernig bólusetningunni verður háttað á þeirra stofnunum en yfir- leitt er byrjað að bólusetja í október. Tegundin enn óþekkt Eins og undanfarin ár er ekki ná- kvæmlega vitað á þessari stundu hvaða tegund inflúensu muni herja á landsmenn veturinn 2018 til 2019. Inflúensan er enn ekki farin að láta á sér kræla hér á landi en ávallt má bú- ast við henni í kringum áramótin. Bólusetning gegn inflúensu veitir allt að 60 til 70% vörn gegn sjúk- dómnum. Jafnvel þótt bólusettur einstaklingur fái inflúensu eru allar líkur á því að sjúkdómurinn verði vægari en ef hann væri óbólusettur. Vandræði gætu skapast í vetur  Mun færri skammtar til landsins af bóluefni gegn inflúensu en áður  Fjórir hópar verða í forgangi Morgunblaðið/Árni Sæberg Gegn inflúensu Bólusetning veitir einstaklingum allt að 60 til 70% vörn. Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að v 595 1000 MAROKKÓ Frá kr. 89.995 Frá kr. 99.695 ve rð ge tur br e st fr irv ar a 25. OKTÓBER HEILL HEIMUR ÆVINTÝRA Hagsmunaskráning þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna er ófullnægjandi að mati starfs- hóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórn- málum og stjórn- sýslu. Þetta er meðal þess er kemur fram í skýrslu hópsins sem var kynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu í gær. Þá segir að eftirfylgni skrán- ingarinnar þurfi að vera markvissari og að reglur þurfi að vera víðtækari þar sem gildandi reglur gefi ekki rétta mynd af fjárhagslegum hagsmun- um. Núverandi reglur ná til launa, eigna og hlunninda, en ekki til fjár- hagslegra skuldbindinga. Starfs- hópurinn leggur til að hagsmuna- skráning nái til slíkra skuldbindinga og fjárhagslegra tengsla nánustu fjölskyldu, svo sem maka og jafnvel ólögráða barna. Reglur um hagsmunavörslu Höfundar skýrslunnar segja mikilvægt að settar séu skýrari reglur um samskipti hagsmuna- aðila við embættismenn, ráðherra og aðstoðarmenn þeirra. Lagt er til að þeim sem hafa at- vinnu af því að tala máli hags- munaaðila verði gert að skrá sig sem hagsmunaverði og að reglur um samskipti verði gerðar með það að markmiði að tryggja gagnsæi samskiptanna. Einnig er talin þörf á reglum um starfsval eftir opinber störf. Verja uppljóstrara Þörf er á heildstæðri löggjöf um uppljóstraravernd að mati starfs- hópsins, bæði fyrir opinbera starfs- menn og þá sem eru í einkageir- anum. Sagt er að slíkt frumvarp þurfi að koma fram hið fyrsta og þess vegna verður að hraða mótun slíkrar löggjafar. gso@mbl.is Strangari reglur um hagsmuni  Vilja skrá fjárhagsskuldbindingar Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg. Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is „Það er sterkur vilji til þess að færa göngugötusvæðið austar. Vatnsstígur var aldrei besti staðurinn til þess að afmarka göngugötuna heldur var göngugatan látin enda þar vegna m.a. aðgengis að bílastæðum,“ segir Krist- ín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, við Morg- unblaðið um nýsamþykkta tillögu í borgarstjórn um að gera Banka- stræti og Laugaveg að göngugötum allt árið um kring. Ekki liggur endanlega fyrir hvar göngugatan muni afmarkast á Laugavegi í austri en vilji er til, segir Kristín, að fara allavega niður á Frakkastíg en helsta óskin er að göngugatan afmarkist við Bar- ónsstíg. „Ég held að við myndum allt- af takmarka okkur við Barónsstíg vegna aðgengis að bílastæðahúsinu í Stjörnuporti,“ segir Kristín. Göngugötur í Kvosinni Tekið skal fram afmörkun göngu- götu Laugavegar við Barónsstíg er einungis ósk en ekki endanleg ákvörðun á þessu stigi. Umhverfis- og skipulagssvið sér um að gera til- lögu að útfærslu Laugavegar og Bankastrætis sem göngugötu allt ár- ið ásamt götum í Kvosinni og er þar helst horft til Hafnarstrætis, Póst- hússtrætis og Kirkjustrætis. Skiptar skoðanir eru meðal verslunareigenda á Laugavegi um að gera götuna að göngugötu allt árið. „Mér finnst þetta alveg fáránlegt. Þetta hefur farið vel saman alla tíð, bílaumferð í rólegheitum niður Laugaveginn auk gangandi og hjól- andi vegfarenda, aldrei verið vand- ræði með það,“ segir Brynjólfur Björnsson, eigandi verslunarinnar Brynju, í samtali við Morgunblaðið. Brynjólfur tekur fram að honum hafi þótt í lagi að loka fyrir bílaum- ferð frá t.d. byrjun júlí til Menning- arnætur. Aðspurður hvort hann hafi horft til þess að færa verslunina í ljósi þess að Laugavegur verði göngugata allt árið segir Brynjólfur að honum lítist illa á framhaldið en að sama skapi verði mikil óánægja ef Brynja fari burt af Laugavegi. Bára Hólmgeirsdóttir, eigandi fataverslunarinnar Aftur, sem er á Laugavegi, segir að sér lítist vel á að gera Laugaveg að göngugötu allt árið um kring. Þá segir hún í samtali við Morgunblaðið að hún hafi lengi verið fylgjandi því að lengja göngugötuna á Laugaveginum. „Ég vona að þetta verði gert vel. Þetta er alltaf svo tímabundið, ég vil fá fleiri bekki og gróður, þannig að það sé hlúð að mannlífinu,“ segir Bára. Morgunblaðið/Eggert Reykjavík Undanfarin ár hefur nokkrum götum í miðborginni verið breytt í göngugötur, milli 1. maí og 1. október. Sterkur vilji til að teygja göngugötusvæðið austar  Skiptar skoðanir um Laugaveg sem göngugötu allt árið Göngugötur í miðbæ Reykjavíkur Austurstræti að Pósthússtræti Bankastræti Laugavegur að Vatnsstíg Skólavörðustígur Núverandi göngugötur Fyrirhuguð lenging að Frakkastíg Möguleg lenging að Barónsstíg Hugmyndir að göngugötum í Kvosinni Hafnarstræti Pósthússtræti Kirkjustræti Laugavegur að Frakkastíg Laugavegur að Barónsstíg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.