Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
Guðmundur Sv. Hermannsson
gummi@mbl.is
Það mun ekki líða á löngu áð-ur en öll venjuleg heim-ilistæki verða búin gervi-greind og hægt verður að
skipa þeim fyrir með því að kalla til
þeirra.
Þetta er að minnsta kosti skoð-
un markaðsfræðinga og raftækja-
framleiðenda.
„Raddstýring og gervigreind
eru ráðandi í framleiðslu raftækja
þetta árið,“ sagði Hans-Joachim
Kamp, stjórnarformaður IFA-
raftækjasýningarinnar sem nú
stendur yfir í Berlín í Þýskalandi.
Raddstýrð raftæki hafa verið
áberandi á tæknisýningum undan-
farin misseri og nú veðja framleið-
endur á að neytendur séu tilbúnir að
opna budduna og kaupa slík tæki.
Rannsóknarfyrirtækið Gartner spá-
ir því m.a. að árið 2020 verði radd-
stýrð tæki af einhverju tagi á 75%
heimila í Bandaríkjunum.
Það er hægt að tala við ljós,
sjónvörp, ísskápa og eldavélar og
auðvitað tölvur þar sem ýmsir gervi-
greindir stafrænir aðstoðarmenn
reyna að uppfylla óskir eigenda
sinna.
Á IFA-sýningunni kennir
margra grasa og þar má sjá allt frá
nýjum útgáfum af hefðbundnum
heimilistækjum til tækja sem mörg-
um kann að þykja furðuleg og jafn-
vel hættuleg. Undir síðasta flokkinn
falla sennilega loftpúðaskautar frá
Segway, sem minna nokkuð á svif-
brettið sem Marty McFly notaði í
Back to the Future-kvikmyndunum.
Keppt í háskerpu
Það stendur einnig greinilega
yfir hörð samkeppni sjónvarps-
framleiðenda um stærstu skjáina
með mestu myndgæðin. Kóresku
fyrirtækin LG og Samsung, sem eru
helstu sjónvarpsframleiðendur
heims, sýna bæði ofurháskerpu-
sjónvörp sem eru með fjórfalt meiri
upplausn en stærstu tæki sem nú
eru á markaðnum. Þótt þessi sjón-
vörp séu væntanleg fljótlega á
markaðinn er sá galli á gjöf Njarðar
að ekki er enn til sjónvarpsefni sem
nýtir þessa skerpu til fullnustu; ekki
er von á því fyrr en eftir 1-2 ár.
Neytendur eru hins vegar stöð-
ugt að kaupa stærri og stærri sjón-
vörp. Í Evrópu var meðalstærð sjón-
varpa sem keypt voru á síðasta ári
50 tommur. Nánast öll ný sjónvörp
eru með innbyggðu neti og mörg
þeirra eru raddstýrð.
Samkeppni um eyrun
Þá er mikil samkeppni um eyru
neytenda um þessar mundir. Hátal-
arar verða stöðugt fullkomnari,
minni og greindari og hægt er að
stjórna hljóðkerfi heimilisins alls
með röddinni einni.
Þróunin er einnig hröð í spjald-
tölvum og verða tölvur sem hægt er
að nota bæði sem spjaldtölvur og
fartölvur með lyklaborði stöðugt eft-
irsóttari. Á sama tíma hefur sala á
hefðbundnum borð- og fartölvum
dregist umtalsvert saman á síðustu
misserum, þar af um 18% á síðasta
ári.
AFP
Skautar Það þarf væntanlega að æfa sig vel á hjólaskautunum
Drift W1 frá fyrirtækinu Segway áður en haldið er af stað.
AFP
Sjálfvirkt kaffi Sjálfvirka kaffivélin La Specialista, frá fyrir-
tækinu De’Longhi, vakti talsverða athygli á sýningunni.
AFP
Þjónar CLOi-vélmenni frá LG, sem eiga að aðstoða fjölskyld-
una við að hafa stjórn á heimilistækjunum.
Heimilistækjunum skipað fyrir
Tölvutækninni fleygir
fram og framleiðendur
heimilistækja veðja nú
helst á gervigreind og
raddstýringar. Það stefnir
í að hægt verði að spjalla
við heimilistækin eins og
hvern annan heimilis-
mann.
AFP
Ofurskerpa Gestir á IFA-sýningunni horfa á ofurháskerpusjónvarpsskjá á sýningarsvæði Samsung.
Flest fór úrskeiðis sem farið gat við
endurkomu bandarísku gamanleik-
konunnar Roseanne Barr. Hún var
vinsæl og dáð á 9. og 10. áratug síð-
ustu aldar, þáttur hennar Roseanne
sem var sýndur víða um heim, m.a.
hér á landi, árin 1988-’97 sló í gegn,
en þar var fjallað um Conner-
fjölskylduna og hún var í aðal-
hlutverki sem húsmóðirin Roseanne
Conner.
Undanfarin ár hefur fremur lítið
farið fyrir henni á sviði leiklistarinnar
og hún hefur helst komist í fréttir
fyrir ýmis uppátæki eins og að bjóða
sig fram til forseta. Eftir að hún lýsti
yfir stuðningi við Donald Trump
Bandaríkjaforseta hefur hún óspart
tekið undir málflutning hans um fals-
fréttir og samsæriskenningar.
Hún birtist síðan aftur á skjánum
fyrr á þessu ári. Það var í þáttum
bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar
ABC sem hétu Roseanne, en rétt eins
og í þeim fyrri var Barr í aðalhlutverki
og urðu þættirnir strax geysivinsælir.
En skjótt skipast veður í lofti því
ABC tók þættina af dagskrá í maí eft-
ir að hún birti umdeilda færslu á
samskiptavefnum Twitter sem þótti
lýsa kynþáttahatri. Í færslunni kallaði
hún Valerie Jarrett, sem er af blönd-
uðum kynþáttum og einn helsti ráð-
gjafi Obama fyrrverandi Bandaríkja-
forseta, afkvæmi múslímska
bræðralagsins og apaplánetunnar.
Hún baðst síðar afsökunar og sagði
að þetta hefði verið ósmekklegt grín.
Sjónvarpsstöðin ABC var ekki
tilbúin að afskrifa endurkomu Conn-
er-fjölskyldunnar og ákvað því að
framleiða þættina The Conners sem
fara fljótlega í sýningu. Þeir fjalla um
alla í fyrrverandi sjónvarpsfjölskyldu
Roseanne; eiginmanninn Dan, börnin
Becky, Darlene, D.J. og Jerry og syst-
ur Roseanne, Jackie. Þar verða allir
nema Roseanne sjálf.
Í viðtali við bandarísku sjónvarps-
stöðina CNN fyrr í vikunni sagði
Roseanne að hún væri afar ósátt við
að þátturinn yrði gerður og að hún
hygðist flytja til Ísrael í mótmæla-
skyni.
Stormasamur ferill Roseanne Barr
AFP
Roseanne Ásamt John Goodman
sem lék eiginmann hennar.
Klúðraði endurkomunni, móðg-
aði fólk og flytur nú til Ísraels