Vegna viðhaldsvinnu geti verið truflanir á þjónustu Tímarit.is frá 18:00 og fram eftir kvöldi.

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarhátíðin Extreme Chill Festival hefst í dag, 6. september, og stendur yfir í fjóra daga, lýkur þann níunda. Hátíðin er nú haldin öðru sinni í Reykjavík og tónleikastað- irnir fjórir: Kaldalón í Hörpu, Gamla bíó, Húrra og Fríkirkjan. Hátíðin hefur verið haldin víða um landið en einnig í Berlín og koma fjölmargir listamenn fram á henni í ár. Sérstök áhersla var lögð á að jafna kynjahlutföllin og eru konur nú margar í hópi flytjenda, m.a. Bára Gísladóttir, Dj flugvél og geim- skip, aYia, Ragnhild May og Astrid Sonne og af körlum má nefna þá Jan Jelinek, Banco De Gaia, Studnitzky og Andrew Heath. Hátíðin hefur átt í samstarfi við ýmsar hátíðir bæði hér á landi sem og í öðrum löndum og er nú orðin hluti af Up Node, norrænu samstarfi helstu raftónlistarhátíða Norður- landa og mun Up Node halda fundi og bjóða upp á vinnustofur á hátíð- inni. Raftónlistarhátíð í grunninn Markmið Extreme Chill er að kynna íslenska og erlenda raftónlist- armenn og tengja saman ólík list- form, hljóðheim raftónlistarinnar og lifandi myndheim, að sögn Pans Thorarensen, eins skipuleggjenda hátíðarinnar. Hann segir Extreme Chill langlíf- ustu raftónlistarhátíð Íslandssög- unnar. „Þetta er níunda árið sem há- tíðin er haldin og það hefur alltaf verið áhersla á raftónlist en í ár er þetta svolítið öðruvísi, meira bland- að, alveg út í meira tilraunakennda tónlist og djass. En í grunninn er þetta raftónlistarhátíð,“ segir Pan. „Ég man að þegar við vorum að byrja fannst fólki þetta rosalega skrítið, raftónlistarhátíð,“ segir hann og hlær við. Pan segir hátíðina hafa verið smáa í sniðum í upphafi, en hún hóf göngu sína á Hellissandi. –Eru fleiri að koma fram á hátíð- inni en í fyrra? „Nei, þetta er svipað, 20-30 lista- menn og koma allir fram einu sinni. Núna er þetta dreifðara, nýir tón- leikastaðir að bætast við og gaman líka að þetta er ekki að gerast á sama tíma, það er bara einn tónleikastaður á dag. Svo erum við með Fríkirkjuna á sunnudaginn, 9. september, þar verða lokatónleikarnir haldnir,“ svarar Pan. Hann segir skemmtilega breidd í hópi flytjenda og nefnir sem dæmi um áhugaverðan raftónlistarmann hinn kanadíska John Daniel, sem kallar sig Forest Management og býr og starfar í Chicago. Pan er líka hæstánægður með Up Node, fyrr- nefnt norrænt samstarf helstu raf- tónlistarhátíða Norðurlanda. „Þetta er rosalega flott samstarf sem við höfum verið að vinna í síðastliðin fimm ár að koma á laggirnar. Við fengum núna stærsta norræna styrkinn frá Nordic Culture Point, til fimm ára, til að vinna saman, allar þessar hátíðir. Þetta eru sjö hátíðir og þetta er svona skiptiprógramm, við erum að senda tónlistarmenn milli hátíða. Ég er t.d. að fá núna tvo listamenn frá Phono festival í Dan- mörku, Astrid Sonne og Ragnhild May, rosalega flottar, danskar stelp- ur, experimental og ungar að gera svakalega flotta hluti í senunni úti. Þær spila saman á Húrra á laug- ardaginn.“ Spenna fyrir Jelinek Pan segir Þjóðverjann Jan Jelinek einn af aðallistamönnum hátíðar- innar. „Hann er algjör goðsögn. Ég er náttúrlega búinn að vera búsettur í Berlín og hann er ein mesta stjarn- an hérna í þessari senu. Hann gaf náttúrlega út þessa plötu, Loop Finding Jazz Records, í kringum ár- ið 2000 sem er verið að velja núna sem eina af tíu bestu plötum allra tíma í tilraunakenndri raftónlist. Það er mikil spenna fyrir tónleik- unum hans sem verða í Gamla bíói,“ segir Pan. –Banco de Gaia er líka forvitnilegt nafn? „Banco de Gaia er ótrúlega magn- aður gaur. Hann var fyrst svolítið í svona transtónlist, spilaði á öllum helstu teknótranshátíðunum í Evr- ópu snemma á tíunda áratugnum og upp úr. Hann er búinn að vinna nán- ast með hverjum sem er í brans- anum og hefur verið mikið að endur- hljóðblanda. Hann er mjög stórt nafn í senunni,“ svarar Pan. Hvað sjónræna þáttinn varðar segir Pan að sérstakir listamenn hafi verið fengnir til að vinna í grafík og hreyfimyndum. „Við erum með tvo vídeólistamenn sem sjá um að skreyta allt. Það verður rosalega gaman t.d. að sjá hvernig þetta kem- ur út í Gamla bíói, við ætlum að breyta staðnum algjörlega, verðum með mikla sýningu og vídeó og það sama má segja um hina tónleika- staðina, það verður mikið lagt upp úr hljóði og mynd.“ Hægt verður að kaupa miða á hvert kvöld fyrir sig og líka hátíðina í heild og fer miðasala fram á midi.is. Tengja saman ólík listform  Mörg þekkt nöfn í heimi raftónlistarinnar koma fram á tónlistarhátíðinni Extreme Chill sem hefst í Reykjavík í dag  Konur fjölmennar í flokki flytjenda  Samstarf við norrænar raftónlistarhátíðir Heimasíða hátíðarinnar: extremechill.org Śjóaður Þýski raftónlistarmaðurinn Jan Jelinek er líklega þekktasti listamaður Extreme Chill að þessu sinni. Pan Thorarensen Fjölhæfar Tónlistarkonurnar Bára Gísladóttir, Ragnhild May og Astrid Sonne koma fram á Extreme Chill. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Tilnefningar til Barna- og unglingabókaverð- launa Vestnorræna ráðsins 2018 voru kynntar í gær. Fyrir Ís- lands hönd er tilnefnd Kristín Ragna Gunn- arsdóttir fyrir Úlf og Eddu: Dýrgripinn, frá Færeyjum er það Bárður Oskarsson fyrir Træið og frá Græn- landi er það Maja-Lisa Kehlet fyrir Kammagi- itta! Vil du være min ven? Tilkynnt verður um vinningshafa 12. októ- ber og nemur verð- launaféð um einni millj- ón íslenskra króna. Kristín Ragna tilnefnd fyrir Úlf og Eddu Morgunblaðið/Eggert Tilnefnd Kristín Ragna Gunnarsdóttir. Mikilvæg(t) mál: litli prinsinn og vísindamaðurinn nefnist sýning sem Jóhanna Ásgeirsdóttir og Susan Moon opna í Listastofunni í JL-húsinu í kvöld kl. 18. Sýningin er innblásin af Litla prinsinum eftir Antoine de Saint-Exupéry. Boðið verður upp á gjörninga í dag og á morgun kl. 18 og um helgina kl. 16, en áhugasamir þurfa að bóka miða fyrir fram enda rýmið takmarkað. Litli prinsinn og vísindamaðurinn Mikilvæg Verk innblásin af prinsinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.