Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 57
voru fugla- og náttúruskoðunar- ferðir, útsýnisferðir í nágrenni Reykjavíkur, sumarbústaðaferð með leshópnum okkar, óvissuferð- ir með Hofsstaðaskóla og náms- ferðir til Ameríku, Ítalíu og Spán- ar. Mér eru sérstaklega minnis- stæðar ferðir með henni og fleirum á listasöfn, ferð til Fen- eyja, heimsókn á Tvíæringinn, óp- erusýning undir berum himni í hringleikahúsi í Veróna og dags- ferð til listamannabæjarins Altea. Sólrún var góður ferðafélagi og í ferðunum skein af henni gleðin, náttúruleg forvitni um lífið og til- veruna – og ævintýraþrá. Sólrún þurfti snemma að axla ábyrgð og lærði fljótt að standa á eigin fótum. Hún sagði mér frá bernsku sinni, unglingsárunum, Böðmóðsstöðum, ömmu í Einholti, samferðamönnum sem gerðu henni gott í gegnum tíðina, dvöl- inni í Danmörku, þegar hún dreif sig í nám, frá vinum sem stóðu henni nærri og fjölskyldunni sem hún elskaði. Sólrún var listrænt náttúru- barn, skemmtileg, hugmyndarík og úrræðagóð. Hún var líka tröll- trygg og hörkudugleg – eiginlega algjör nagli. Hún elskaði fallegt handverk, góðar kvikmyndir, leik- húsferðir, listir, golf og lestur góðra bóka. Hún var fagurkeri og lífskúnstner sem vissi hvað hún vildi og var dugleg að láta draumana sína rætast. Þegar ég varð fimmtug gaf Sól- rún mér egg úr leir sem var brenndur í jörðu að hætti indíána. „Passaðu það, passaðu að það brotni ekki,“ sagði hún, „þetta er nefnilega fjöregg“. Nú er fjöregg- ið hennar Sólrúnar brotið en hún skilur eftir sig ógrynni skemmti- legra og góðra minninga. Að leiðarlokum er ég þakklát fyrir hátt í aldarfjórðungs sam- fylgd. Fjölskyldu Sólrúnar og vinum sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Brynja. Í dag kveðjum við Sollu vin- konu okkar sem hvarf héðan allt, allt of fljótt. Fagurkerinn hún Solla elskaði landið okkar, veðr- áttuna, árstíðaskiptin og litabrigð- in. Að eiga vináttu Sollu var okkur mikil gæfa og gleði, hún var vinur vina sinna, passaði upp á að gefa sér tíma til að rækta vináttuna, bæði í félagsskap vinahópsins gegnum áratugi en líka bara með okkur tveimur. Það var alltaf gaman að vera þar sem hún var, mikið skrafað og sungið, pælingar um lífið og tilveruna, um smátt og stórt, frá umræðum um landið okkar og gróðurinn, sveppa- og berjatínslu, lækningajurtir og kryddjurtir. Blómarækt og garð- yrkja var henni hugleikin, hún Solla hafði þetta allt á hreinu. Hún var hafsjór af fróðleik og átti svo auðvelt að miðla frá sér til ann- arra. Þegar henni fannst við vinahóp- urinn værum orðin of værukær í útilegum atti hún okkur út í golfið og kenndi okkur fyrstu skrefin á golfvellinum. Mörg sumarkvöldin sátum við og spiluðum bridge eða rommý að hætti Hafdísar systur hennar fram eftir öllu. Góðar minningar sem ylja okkur nú. Solla var listakona og myndlist- arkennari, hún kenndi bæði ung- um og öldnum, kenndi þeim að skapa listaverk og að trúa á sköp- unarmáttinn. Hún elskaði að hafa fagra hluti í kringum sig og margt skapaði hún sjálf, borðbúnaðinn, glerverkin, verk úr ótrúlegasta efniviði, feg- urstu listmuni. Hún elskaði gróandann, frá smæstu jurtum til stórra plantna og kunni skil á þeim öllum. Hún átti sér unaðsreit í sveitinni í landi forfeðranna þar sem hún þekkti sögu fólksins síns aftur í aldir og miðlaði henni áfram. Hún þekkti hvern stokk og stein í landinu sínu, kom sér upp gróðurhúsi og matjurtagarði. Hún útbjó litla tjörn fyrir mófuglana svo þeir ættu sitt athvarf. Þannig bjó hún til unaðsreit sem við hin fengum að njóta með henni sumar eftir sumar. Yndisleg vinkona er horfin yfir móðuna miklu, en minningin mun lifa áfram. Við þökkum henni órjúfanlega vináttu og yndislegar samverustundir sem munu aldrei gleymast. Við sitjum hér eftir hljóð og beygð og eigum erfitt með að finna orð sem lýsa söknuði okkar. Hugur okkar er hjá Óla, börnum þeirra, Hirti, Siggu, Pétri og Jóa, barnabörnunum og tengdabörnum, systkinum Sollu og vinum. Guð geymi Sólrúnu Guðbjörns- dóttur. Helga Margrét Reinhardsdóttir, Benedikt Benediktsson. Eftir 44 ára vináttu er margs að minnast. Ég kýs að byrja að minn- ast þess þegar ég heimsótti þig nærri daglega með elsta son minn í vagninum þegar þið bjugguð á Leirubakkanum, en börnin okkar eru fædd sama ár, 1975. Sú vinátta varði alla tíð þrátt fyrir að við bróðir þinn skildum fyrir 23 árum. Þú varst ætíð bæði mágkona mín og kær vinkona. Sýndir því alltaf áhuga sem ég tók mér fyrir hend- ur og hvattir mig áfram til góðra verka. Í blíðu og stríðu varst þú alltaf til staðar, hafðu þökk fyrir það mín kæra vinkona. Allar sumarbústaðarferðirnar okkar koma upp í hugann og seinna þegar golfið tók við fórum við fjórar saman, Erla, Kristrún, ég og þú, á haustin og tókum sam- an þátt í golfmóti Dalbúa í Miðdal. Þessar ferðir hófust ávallt á föstu- degi og þú varst mætt í sumarbú- staðinn þinn sem var fagurlega skreyttur með öllu þínu hand- verki. Þar tókst þú á móti okkur með pottsteik og öðru ljúfmeti. Þá var gjarnan spilað bridge og síðan voru spáspilin tekin upp þar sem þú spáðir fyrir okkur öllum til heilla. Við tókum daginn snemma á laugardeginum enda alvöru keppnishugur í hópnum. Eftir misgóð úrslit var haldið í bústað- inn, skipt um föt og farið á Laug- arvatn til að taka þátt í gleðskapn- um og vonast var eftir verðlaunum. Eitt sinn höfðum við ekki lent í neinu verðlaunasæti frekar en venjulega, en þau sem áttu fyrstu verðlaunin mættu ekki til að taka móti risabikar og fannst okkur því við hæfi að prufa að halda á honum og létum smella einni mynd af okkur svona upp á grín. Þessi mynd rataði síðar um kvöldið á alnetið með yfirskriftinni „vorum bara að máta“. Okkur var eðlilega óskað til hamingju fram eftir kvöldi, hamingjuóskum sem við skemmtum okkur vel yfir. Í golfferðunum var hefðin að hlusta á Bó og ABBA og horfa á Mamma Mia. Í bílnum á leiðinni í gleðina var útvarpið stillt á hæsta þar sem við sungum báðar leiðir hástöfum. Það var því afar ánægjulegt að við fjórar náðum að fara saman fyrir mánuði síðan á seinni ABBA- myndina. Golfferðirnar okkar erlendis voru frábærar og keppnisskapið mikið og sömuleiðis spilakvöldin okkar. Við hinar vorum langt á eftir þekkingu og keppnisskapi þínu þegar bridge var annars vegar og það kom fyrir að þú varst ekki sátt við hvað við vorum lélegar en það gleymdist fljótt. Gott er að minn- ast þess þegar þú komst í kvöld- verð til mín í Mánatúnið í vor og við áttum ánægjulega stund saman. Aldrei skorti okkur um- ræðuefni, börnin okkar, barna- börnin, heimsmálin, bækur og list- ir svo eitthvað sé nefnt. Ég kveð þig með miklum sökn- uði, kæra vinkona. Elsku Sigga, Pétur, Hjörtur, Jói, Óli og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð eftir þessi erfiðu veikindi sem hrjáðu hana í allt of langan tíma. Megi huggun ykkar meðal annars felast í hennar hvíld. Ólafía B. Rafnsdóttir. MINNINGAR 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 ✝ GuðmundurIngi Bene- diktsson fæddist á Austurgötu í Keflavík 1. apríl 1946. Hann lést á lungnadeild Land- spítalans 8. ágúst 2018. Foreldrar hans voru Benedikt Guðmundsson stýrimaður, f. á Ísafirði 18. júní 1919, d. í Keflavík 25. apríl 1976, og Valdís Sigríður Sigurðardóttir matráðskona, f. í Keflavík 7. nóvember 1923, d. í Keflavík 7. mars 1997. Systkini Guðmundar eru þau Sigurður Gunnar Benediktsson, f. 1944, Ingibjörg Bjarnason Bene- diktsdóttir, f. 1949, Guðrún María Benediktsdóttir, f. 1953, og Jóhanna Benediktsdóttir, f. 1956. Árið 1970 kvæntist Guðmundur Sólveigu Filipp- usdóttur tannsmiði, f. í Reykjavík 8. júní 1945. Þau skildu. Börn þeirra eru a) Svala Guðmunds- dóttir hagfræð- ingur, f. 19. maí 1957. Börn Svölu eru 1) Sara Seb- astians Ein- arsdóttir, f. 12. febrúar 1998. 2) Snæfríður Anna Ólafsdóttir, f. 22. ágúst 2006. 3) Eva Sólveig Ólafsdóttir, f. 17. febrúar 2010. b) Linda Sólveigar- Guðmundsdóttir, félagsfræð- ingur, f. 15. febrúar 1973. Guðmundur starfaði lengst af sem stýrimaður hjá Eimskip en keyrði svo leigubíl síðustu starfsárin. Guðmundur var virkur í AA-samtökunum og Lions-hreyfingunni og sat í ýmsum nefndum og ráðum á þeirra vegum. Útför Guðmundar Inga fer fram frá Háteigskirkju í dag, 6. september 2018, klukkan 15. Guðmundur Ingi Benedikts- son, oftast kallaður Bóbó meðal vina, er látinn eftir langa bar- áttu við erfið veikindi. Okkur fé- lögum hans reyndist oft erfitt að horfa upp á þennan stóra mann láta á sjá smátt og smátt eftir því sem á leið veikindin. En Guðmundur kvartaði sjaldan og bar sig vel. Við fé- lagarnir sem þetta ritum þekkt- um Guðmund í hartnær þrjátíu ár. Guðmundur var stór maður á margan hátt. Hann var hávax- inn, nánast tveggja metra mað- ur eins og við sögðum stundum, hnarreistur á velli og þéttvax- inn. Hann var trúr og tryggur vinur vina sinna og ávallt tilbú- inn að rétta hjálparhönd þeim sem næst honum stóðu. Hann var afar hjartahlýr maður og góðviljaður þeim sem hann hleypti að sér og taldi meðal vinmaður og brosmildur. En þegar á reyndi og tilefni gafst til gat skapið orðið stórt eins og maðurinn. En það stóð aldrei lengi; Guðmundur var ekki lang- rækinn maður. Guðmundur var lengi yfirstýrimaður hjá Eim- skip, enda lærður stýrimaður og skipstjóri. Þegar hvessti í skapi hjá Guðmundi sögðum við fé- lagarnir gjarnan að nú væri stýrimaðurinn kominn upp í Guðmundi. Guðmundur hafði einstakan húmor svo eftir var tekið. Sér- grein Guðmundar á því sviði var að endurbæta þekkt orðatiltæki á snilldarlegan hátt. Kunningja- hópurinn kann mörg slík orða- tiltæki Guðmundar, enda löngu orðin fleyg. Má þar nefna sem dæmi orðatiltæki eins og: Ég tók hann og skammaði hann of- an í skóna! Að leiðarlokum kveðjum við Guðmund, Bóbó, vin okkar og þökkum honum samfylgdina. Við sjáumst örugglega síðar. Við félagarnir vottum öllum aðstandendum Guðmundar vinar okkar innilega samúð. Megi al- mættið veita ykkur styrk í sorg- inni. Baldvin G. Heimisson og Guðjón Smári. Guðmundur Ingi Benediktsson Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur hluttekningu við andlát og útför elskulegu frænku okkar, PÁLÍNU JÓNU ÁRNADÓTTUR fóstru. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild V-3 á Grund fyrir alúð og umhyggju. Fyrir hönd aðstandenda, Árni Stefán Björnsson Pálína Árnadóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts ástkærs sonar okkar, stjúpsonar, bróður og barnabarns, BIRKIS FANNARS HARÐARSONAR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans fyrir frábæra umönnun, umhyggju og hlýju. Hörður Guðjónsson María B. Johnson Jón Axel Ólafsson Jökull Freyr Harðarson Hildigunnur Johnson Rafn F. Johnson Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓNAS KR. JÓNSSON frá Valadal í Skagafirði, til heimilis að Bröttutungu 7, Kópavogi, lést í Klambrakoti föstudaginn 24. ágúst. Útför fer fram frá Digraneskirkju miðvikudaginn 12. september klukkan 13. Þóra Jónasdóttir Sverrir Karlsson Daníel Jónasson Magnúsína Eggertsdóttir Ármann Jónasson Borgþór Jónasson Jón Berg Jónasson Helena Melax barnabörn og fjölskyldur Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVALA GUNNARSDÓTTIR, Hulduborgum 1, Reykjavík, lést laugardaginn 1. september. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 14. september klukkan 15. Pétur Ingi Vigfússon Vigfús Pétursson Linda Björk Ólafsdóttir Gísli Þór Pétursson Sonja Pétursdóttir Finnbogi Reynisson og barnabörn Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MAGNEU ÓLAFAR FINNBOGADÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum, áður Langagerði 50. Runólfur Þorláksson Anna Grímsdóttir Sigríður Þorláksdóttir Guðjón M. Jónsson Finnbogi Þorláksson Katrín Eiðsdóttir Agnar Þorláksson Kristín Rut Jónsdóttir Elskulegi maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi, TRAUSTI JÓHANNESSON prentari og vörubílstjóri, lést 30. ágúst. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 10. september klukkan 13. Bára Oddsteinsdóttir Kristín Traustadóttir og börn Einar J. Traustason, Sólveig Júlíusdóttir og börn Margrét Traustadóttir og börn Trausti Kr. Traustason, Sara Steina Reynisdóttir Brynja, Óskar, Jenný, tengdabörn barnabörn og barnabarnabörn Heittelskuð móðir mín og vinur, RÓSA JÓNÍDA BENEDIKTSDÓTTIR frá Kirkjubóli á Ströndum, lengst af til heimilis að Grensásvegi 60, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 19. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 10. september klukkan 13. Jóhanna Björg Pálsdóttir Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför kærrar frænku okkar, GUÐNÝJAR BALDVINSDÓTTUR frá Grenjum. Starfsfólki Brákarhlíðar í Borgarnesi færum við sérstakar þakkir fyrir einstaka hlýju og umönnun. Systkinabörn hinnar látnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.