Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 60
60 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018
Margrét Arna Hlöðversdóttir, lögfræðingur og MBA, fram-kvæmdastjóri og annar eigenda As We Grow, á 50 ára af-mæli í dag. As We Grow er fyrirtæki sem hannar og selur
hágæðafatnað sem vinnur gegn sóun („slow fashion“) og hefur já-
kvæð áhrif á umhverfið.
„Barnafatnaður okkar er hannaður til að endast lengur. Hann „vex
með barninu“ og hefur engin neikvæð áhrif á umhverfið, inniheldur
einungis náttúruleg efni og hver einasta flík er pökkuð í niðurbrjótan-
lega poka en ekki plastpoka. Megininntak í sjálfbærni fyrirtækisins
liggur í heildbærri stefnu, allt frá hönnun og framleiðslu til sam-
félagslegrar ábyrgðar og virðingu fyrir umhverfinu.“
Áhugamál Grétu, eins og hún er ávallt kölluð, eru ferðalög, tíska og
hönnun og almenn útivera, s.s. fjallgöngur og golf. „Fjölskyldan fer
oft saman í golffrí, þetta er okkar sport og nú í haust erum við einmitt
á leiðinni til Bandaríkjanna að sveifla kylfum.“
En hvað á að gera í tilefni dagsins? „Hugmyndin er að halda upp á
þennan áfanga allt árið, en við hjónin urðum bæði fimmtug á árinu.
Nú erum við í Barcelona, en hér bjuggum við í sex ár, synir mínir
fæddust hér og borgin er því eins og okkar annað heimili. Við tölum
spænsku og elskum spænska list, mat og menningu. Það er fátt betra
en að týna sér í litlum þorpum þessa fallega lands.“
Eiginmaður Grétu er Jón Garðar Guðmundsson, viðskiptafræð-
ingur og MBA og framkvæmdastjóri Nordic Mar ehf., en synirnir eru
Dagur Logi Jónsson, 20 ára, og Orri Snær Jónsson, 17 ára.
Fjölskyldan Gréta, Jón Garðar og synir stödd í Portúgal í fyrra.
Gegn sóun í fatnaði
Margrét Arna Hlöðversdóttir er fimmtug
A
nna Guðný Guðmunds-
dóttir fæddist í Reykja-
vík 6.9. 1958 og ólst þar
upp við Háaleitisbraut-
ina. Hún gekk í Álfta-
mýrarskóla, lauk stúdentsprófi frá
MH 1977 og var í sveit á sumrin að
Fagurhólsmýri í Öræfum: „Þarna
var ég í fimm sumur en brýrnar og
Hringvegurinn komu ekki fyrr en
síðasta sumarið mitt. Öræfasveitin
bar því enn nafn með rentu. Þarna
var flugvöllur, veðurathugunarstöð,
pósthús og verslun með matvörur og
sælgæti. Maður fór með flugi í sveit-
ina, oftast með þessum frægu, há-
væru en traustu Douglas DC-3 vél-
um. Ég afgreiddi bensín og í
versluninni en kom einnig að bú-
störfum, sótti kýrnar og vann í hey-
skap. Í frístundum spilaði ég svo
Bach á forláta, fótstigið orgel. Þarna
leið mér vel hjá góðu fólki.“
Anna Guðný stundaði tónlistar-
nám við Barnamúsíkskólann, nú
Tónmenntaskólann, en kennari
hennar þar var Stefán Edelstein.
Hún stundaði síðar nám við Tón-
listarskólann í Reykjavík og braut-
skráðist þaðan 1979 en helstu kenn-
arar hennar þar voru Hermína S.
Kristjánsson, Jón Nordal og Mar-
grét Eiríksdóttir. Hún stundaði síð-
an framhaldsnám við Guildhall
School of Music í Lundúnum og lauk
Post Graduate Diploma-gráðu.
Anna Guðný hefur komið fram
sem píanóleikari um árabil, leikið
kammertónlist, verið meðleikari og
einleikari, kemur reglulega fram á
Listahátíð í Reykjavík, hefur m.a.
leikið á tónlistarhátíðunum Reykja-
vík Midsummer Music og Reyk-
holtshátíð, hefur leikið við Tónlistar-
skólann í Reykjavík, nú Mennta-
skóla í tónlist, er píanóleikari
Kammersveitar Reykjavíkur, hefur
leikið með henni víða um heim og
hefur leikið inn á um 30 geisladiska
með ýmsum listamönnum. Hún hef-
ur leikið með Karlakór Reykjavíkur
á vortónleikum hans í yfir 20 ár, leik-
Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari – 60 ára
Stolt amma Hér er Anna Guðný með Eið Loga Daníelsson í tilefni skírnar hans en hann fæddist árið 2017.
Nýtur ferðalaga og
matreiðslu makans
Göngukona Anna Guðný við
Langasjó með Fögrufjöll í baksýn.
Júlía Rós Kristinsdóttir hélt tom-
bólu fyrir utan Spöngina í Graf-
arvogi og safnaði 1.892 kr. Hún
færði Rauða krossinum á Íslandi
söfnunarféð.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frámerkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Omega 3 Liðamín Hyal-Joint® vinnur gegn
stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra.
Með þér í liði
Alfreð Finnbogason
Landsliðsmaðu attspyrnu
„Tækifærið er núna.“
r í kn
Registered trademark
licensed by Bioiberica