Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 aldar eða þeirrar 21. Í músík eins og öðrum listgreinum er mikil hjarð- hegðun og allir hoppa á sama vagn- inn og flokka allt og alla með sem auðveldustum hætti. Það getur haft mjög góð áhrif fyrir þá sem ná í gegn en er ósanngjarnt fyrir hina sem eru ekki jafn heppnir að vera á réttum stað á réttum tíma.“ Hver verður að finna sinn Bach „Eftir Glass-diskinn vildu margir að ég héldi áfram á sömu braut. Hann naut velgengni, bæði hvað varðar móttökur gagnrýnenda og sölu. Fyrstu plötu ungra listamanna hjá stórum útgáfufyrirtækjum fylgir alltaf áhætta svo margir sögðu að ég ætti að halda áfram með það sama.“ – Var pressað á þig innan Deutsche Grammophon? „Þegar það gekk svona vel þá vildi sú maskína meira af sama. Ég sagði strax ákveðið nei. Svo fórum við í Bach-pælingarnar og ég þurfti ekki að hafa mikið fyrir því að sannfæra þá. Upphaflega buðu þeir mér út- gáfusamning eftir að hafa heyrt mig spila Goldberg-tilbrigðin í Berlín, það var rótin að þessu, efnið sem fyrst var ætlunin að gefa út. En eftir að hafa gert þessa Bach-plötu hafa þeir gefið mér lausan tauminn, nú fæ ég að ráða.“ – Finnurðu það? „Já, ég sagði þeim hvað ég ætlaði að gera næst og þeir sögðu frábært! Þegar þeir spurðu hvaða diskur kæmi þar á eftir og ég svaraði, þá voru þeir líka ánægðir með svarið.“ Víkingur tókst á við Bach strax á sinni annarri hljómplötu árið 2011, tefldi verkum hans á móti öðrum eft- ir Chopin. Hefur Bach verið hans maður frá unga aldri? „Ég tengdi ekki alltaf við hann en það var um 13 til 14 ára aldur sem það í tónlist hans sem hafði virkað frekar abstrakt á mig varð sensú- alt,“ svarar hann. „Á einhverjum tímapunkti nær tónlist Bachs til manns og ég held að næstum hver sem er geti náð þeirri tengingu; það kemur að því að hann gengur beint inn í mann. Kannski er það vegna þess hvað hann er úniversal í hugs- un, þetta eru ekki tilfinningar, gleði eða harmur einstaklings, heldur eitt- hvað stærra og kosmískara. Tónlist- in er svo vel mótuð og abstrakt að tilfinningarnar í tónlistinni verða ennþá stærri en ella. Ég heillaðist fyrst þegar ég fékk í hendur upp- tökur með Edwin Fischer frá því um 1930, mjög rómantískar útgáfur af prelúdíum og fúgum, rosalega fal- legar. Ég myndi ekki spila eins og hann, hver verður að finna sinn Bach en þetta er mjög falleg túlkun. Og við að hlusta á Fischer áttaði ég mig á því hvað þetta er mikill skáld- skapur. Mér finnst að oft sé gert of mikið úr stærðfræðinni hjá Bach, hvað verkin séu vísindaleg og full- komin, og til eru menn sem hafa skrifað heilu doðrantana um talna- fræði að baki músíkinni, rétt eins og hann hafi verið brjálaður vísinda- maður sem reiknaði þetta allt úr. Auðvitað var hann það ekki. Ástæða þess að við erum enn að spila þessa tónlist er ljóðræna innihaldið. Það hafa verið til önnur tónskáld sem skrifa fullkomna strúktúra en við nennum samt ekki að hlusta á verkin.“ Gould hefur haft áhrif Víkingur bætir við að hann hafi farið gegnum nokkra fasa í hlustun á aðra píanóleikara túlka Bach. „Á tímabili var Dinu Lipatti aðalmað- urinn, tær og klassískur. Svo var það Rosalyn Tureck, með hægum tempóum og gagnsærri fjölröddun en ég hafði áður heyrt. Þá kom Rich- ter eins og rússneskur skriðdreki, yfirleitt frekar reiður þegar hann spilaði Bach en orkan geggjuð, og Martha Argelich með sinn djassaða Bach. Svo var það auðvitað Glenn Gould sem hafði mest áhrif á mig. Maður vill ekki alltaf viðurkenna áhrif hans, hann er svo yfirþyrmandi að það er nánast eins og maður sé þá að gefa höggstað á sér; sumir vilja ekki viðurkenna sína áhrifavalda en ég hef ákveðið að gangast við hon- um.“ Víkingur glottir. „Gould hefur vissulega haft áhrif á mig með því hvernig hann nálgast fjölröddun, pó- lifóníu, og fær allar raddirnar í þess- um tónvef til að vera eins og leikara sem takast á, eru í fullkomnu lýð- ræði. Oft er ég mjög ósammála Gould í túlkuninni en á öðrum stund- um rosalega samála – hugmynda- fræði hans er sterk og heillandi. Að mínu mati er Bach það erfiðasta sem er hægt að spila á hljómborð, mér finnst auðveldara að spila Chopin eða Rachmaninoff; það er ekki hægt að fela sig tæknilega á bakvið neitt. Í dag heyrirðu ekki oft góðan Bach leikinn á píanó. Mér finnst þetta líka vera tónlist sem verður einn af kenn- urum manns. Þegar ég var orðinn 24 ára og búinn með sex ára píanónám í Juilliand leitaði ég til Bachs til að vera kennari minn; þegar ég þurfti að hlusta bara á innri sannfæringu þá varð hann mikilvægur kennari. Við að spila Bach afhjúpast allt, það er það persónulegasta sem maður getur gert. Þegar fólk spilar Bach þá má heyra hvernig það hugsar um tónlist. Þess vegna heyrist svo oft lé- legur Bach, því fólk er misgott í því að hugsa tónlist,“ segir hann og brosir nánast afsakandi. „Svo er það fingravinnan, til að pólifónían virki og gangi upp, sé tandurhrein, þá þarf meiri nákvæmni en í nokkurri annarri tónlist, varla einu sinni í verkum Mozarts. Fyrir mér er það eilífðarverkefni að takast á við Bach. Og þótt mér þyki vænt um Bach- diskinn sem ég gerði fyrir sjö árum, þá er hann allt öðruvísi en sá nýi, ég hugsa tónlistina allt öðruvísi í dag.“ – Mér finnst merkilegt hvað nálg- un þín er ólík á nýja diskinum! „Mér finnst gaman að þú skulir segja það. Bach er eins og dagbókin manns; upptaka af verkum Bachs er mynd af flytjandanum á þeirri stundu. Jafnvægið verður að vera hárrétt, þessi rosalegi agi og rytmi verður að vera til staðar á móti frels- inu. Það er ekkert gaman að Bach sem er bara mótorískur, eins og ein- hver maskína, en að sama skapi er erfitt að hlusta á Bach-túlkun sem er mjög óöguð og hlutföllin vantar í …“ Beethoven meiri einræðisherra – Þú talar um Glenn Gould sem áhrifavald og nálgun hans við Bach hefur vissulega notið gríðarlegra vinsælda á síðustu áratugum, þótt hún sé ekki öllum að skapi. En nær hann ekki að benda á einhvern kjarna í tónlistinni? „Mér finnst hann hafa opnað Bach með tvennskonar hætti,“ svarar Vík- ingur. „Hann kom með meira lýð- ræði inn í tónlist hans, málaði fjöl- röddunina sterkari litum en aðrir, og var á sama tíma óhræddur viðað gera sitthvað sem flestir töldu ekki mega. Hann tók svo afgerandi af- stöðu í túlkun, með tempóum, dýna- mík, öllu. Oft með engum pedal. Gould var alltaf eins og hliðar- tónskáld við Bach þegar hann lék verkin hans, og í raun þarf maður að verða það. Það eru engar leiðbein- ingar fyrir flytjandann, engin dýna- mík skilgreind, pedall var ekki til á hljómborðum þá, það eru engin tempó með nótunum og þessi músík er svo sterk og abstrakt að hún get- ur gengið upp í ótal myndum. Já, þegar maður túlkar Bach verður maður eiginlega eins og aðstoðar- tónskáld hans og það getur verið skemmtilegt ef maður hefur í sér að njóta þess að taka slíka afstöðu … Það er allt annað að spila Beethoven, hann er ekki eins hrifinn af lýðræð- inu. Hann er meiri einræðisherra.“ Nóg af flugeldasýningum – Hvernig komstu að þeirri nið- urstöðu að hljóðrita einmitt þessi 35 númer sem eru á diskinum? „Það tók mig marga mánuði,“ svarar Víkingur. „Þessi diskur er eins og kompósisjón í 35 hlutum. Ég hugsaði endalaust um það hvaða verk ég ætti að hljóðrita, hvers vegna og í hvaða röð þau ættu að vera. Innra tempóið á diskinum skiptir mig miklu máli.“ – Viltu hafa þar skýra heild, línu? „Já. Það er oft leiðinlegt hvernig diskar með klassískri tónlist eru settir saman, á þeim eru kannski þrjú verk sem flytjandinn hefur ver- ið að leika á tónleikum og dettur ekki annað í hug en að setja þau al- veg eins á diskinn – kannski er það ein Schumann-sónata, önnur eftir Beethoven og loks smáverk eftir Ra- vel – en áheyrandinn upplifir það ekki sem áhugaverða heild. Ég vil að diskurinn sé eins og saga, eins og áhugaverð heild þar sem áheyrandinn ferðast áfram í hraða, áferð og já, í frásögn. Þetta eru margar samtengdar smásögur. Mig langaði að sýna Bach sem meistara smásagnaformsins í tón- list. Við hugsum oft um svo stór verk þegar hugurinn leitar til Bachs, um Matteusarpassíuna, H-moll mess- una, Jólaóratóríuna, Goldberg- tilbrigðin … en mig langaði að draga fram meistaraverk sem mörgum sést yfir. Á diskinum eru líka önnur fræg en ég held að ég geti til að mynda fullyrt að um áttatíu prósent þeirra sem heyra diskinn í fyrsta skipti hafi ekki heyrt upphafsverkið, Prelúdíu og fúgu í G-dúr, BWV 902. Sem er samt stórkostlegt verk. Byrjunin á diskinum er sérstök með því, það er nóg af flugeldasýningum á honum en mig langaði til að byrja á auðmjúkum nótum. Þá er gegnum- gangandi á diskinum sá þráður að Bach sé spegill kynslóðanna, með umritunum ólíkra manna á verkum hans. Ég leik til dæmis umritun Rachmaninoffs á fiðluverki sem hann gerir nýtt verk úr, bætir við fullt af röddum og djassar það upp en heldur þó Bach-röddinni út í gegn. Svo er þarna falleg umritun Alexanders Siloti, sem var kennari Rachmaninoffs, á prelúdíu í h-moll sem er eins og stúdía í því hversu mikil orgellitbrigði má fá út úr flygli. Þá er á diskinum fræg og falleg um- ritun eftir Busoni en líka önnur eftir Wilhelm Kempff sem er eins frík- aður Bach og maður heyrir, frum- legur og framtíðarlegur. Það er feikilega krefjandi að leika það verk.“ Ýmislegt að finna í gullkistunni – Svo umritaðir þú eitt verkið sjálfur, aríu úr „Widerstehe doch der Sünde“ BWV 54. „Mér fannst að þar sem ég væri auk þess að leika beint verk eftir nótum Bachs að skoða önnur í um- ritunum sem spegil fyrir kynslóðir annarra, þá ætti ég líka að koma með fulltrúa minnar kynslóðar – og stysta leiðin var að gera það bara sjálfur! Ég valdi aríu úr uppáhalds- kantötunni minni, ég hef lengi heyrt fyrir mér að hún myndi virka vel á flygil. Verkið er frumflutt á disk- inum, ég hef ekki enn leikið það op- inberlega en mun eflaust gera það oft í vetur. Strax á eftir eftir umritun minni á diskinum kemur „Aria Variata í a- moll“ BWV 989 og svo tíu snilldar tilbrigði við hana. Mér finnst það vera algjört meistaraverk sem ég vona að eigi eftir að fara víða með til- komu þessa disks. Þetta verk hefur verið kallað „litlu Goldberg- tilbrigðin“ og arían er eins falleg og allt það fallagsta sem Bach samdi; ég ákvað að loka hringnum eftir var- íasjónirnar með því að leika aríuna aftur en það hefur ekki tíðkast. Það er annað dæmi um hjarðhegðun í listum, flestir vilja gera allt eins. Ég spyr mig líka hvers vegna allir spili alltaf sömu fimm prósentin af tón- verkum Bachs þegar allt hitt er líka til. Síðan ég lauk námi hef ég verið að spila mig í gegnum allt það sem liggur eftir þetta stórkostlega tón- skáld og í þeirri gullkistu finnur maður ýmislegt; það er enn hægt að fara í safn tónverka eins frægasta tónskálds sögunnar og finna verk sem hafa nánast ekkert verið spiluð, og þá stundum hörmulega. En hvernig sem á það er litið er tónlist Bachs bara stórkostleg,“ segir Vík- ingur Heiðar að lokum. » Við að spila Bach af-hjúpast allt, það er það persónulegasta sem maður getur gert. Deutsche Grammophon gefur á morgun, föstudag, út nýjan disk Víkings Heiðars Ólafssonar með 35 einleiksverkum eftir Johann Sebastian Bach. Út- gáfufyrirtækið kunna fylgir þar eftir hinum marglof- aða diski Víkings með etýðum eftir Philip Glass. Þegar Víkingur boðaði útgáfuna á samfélags- miðlum í sumar sagði hann upptökurnar, sem fóru fram í Hörpu, hafa reynt á þolrifin. Hann skrifaði að Bach væri „erfiðasti en líka ástríkasti kennarinn, mesti arkitektinn en líka innblásnasta skáldið“. Á plötunni væri allt frá örstuttum sögum að mikil- fenglegum tvöföldum fúgum, „upprunalegur Bach en líka Bach endur- skapaður af Rachmaninoff, Busoni, Kempff og mér sjálfum.“ Fréttir herma að Deutsche Grammophon leggi mikla áherslu á kynn- ingu á hinni nýju plötu og á píanóleikaranum. Kynningartónleikar voru fyrir fjölmiðla í bústað sendiherra Íslands í Berlín í liðinni viku, morgun- inn eftir lék Víkingur í beinni útsendingu vinsælasta morgunþáttar í þýsku sjónvarpi og á mánudaginn var sendi Die Welt beint út tónleika þar sem hann lék valin verk eftir Bach. Fram undan í haust og í vetur er stíf dagskrá hjá Víkingi Heiðari þar sem Bach kemur oft við sögu. Hann verður til að mynda með útgáfu- tónleika í Dussmann Kulturkaufhaus í Berlín annað kvöld, í næstu viku leikur hann einleik í 24. píanókonserti Mozart þrjú kvöld í röð með Gautaborgarsinfóníunni, og 21. september verður hann með einleiks- tónleika á vegum BBC í London þar sem Bach verður á efnisskránni. Og þannig er dagskrá vetrarins, einir tónleikar taka við af öðrum, einleiks- og hljómsveitartónleikar á víxl. Víkingur Heiðar verður með tónleika í Eld- borgarsal Hörpu 13. október næstkomandi í tilefni útgáfu disksins en það verða einu tónleikar hans á Íslandi í vetur. Við upphaf tónleikanna sem Die Welt sendi út á mánudag ávarpaði Vík- ingur gesti og sagði enga leið fyrir píanóleikara að flýja Johann Sebastian Bach, allir yrðu að takast á við hann. „Það má heyra hann hjá Mozart, hjá Beethoven, Stravinskíj, Bítlunum, hjá Keith Jarrett – og þannig má áfram telja. Hann er alls staðar – hann er guðfaðirinn.“ Bach er alls staðar – hann er guðfaðirinn NÝR DISKUR VÍKINGS HEIÐARS KEMUR ÚT Á MORGUN /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 8/9 kl. 20:00 54. s Lau 15/9 kl. 20:00 56. s Fös 21/9 kl. 20:00 58. s Fös 14/9 kl. 20:00 55. s Fim 20/9 kl. 20:00 57. s Lau 29/9 kl. 20:00 59. s Besta partýið hættir aldrei! Elly (Stóra sviðið) Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Sun 30/9 kl. 20:00 151. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Fim 4/10 kl. 20:00 152. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Mið 26/9 kl. 20:00 148. s Lau 6/10 kl. 20:00 153. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Fim 27/9 kl. 20:00 149. s Sun 7/10 kl. 20:00 154. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Fös 28/9 kl. 20:00 150. s Lau 13/10 kl. 20:00 155. s Síðasta uppklappið. Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 14/9 kl. 20:00 Frums. Fös 21/9 kl. 20:00 3. s Sun 23/9 kl. 20:00 5. s Sun 16/9 kl. 20:00 2. s Lau 22/9 kl. 20:00 4. s Fim 27/9 kl. 20:00 6. s Gleðileikur um depurð. Dúkkuheimili, annar hluti (Nýja sviðið) Fös 21/9 kl. 20:00 Frums. Fim 27/9 kl. 20:00 4. s Fös 5/10 kl. 20:00 7. s Lau 22/9 kl. 20:00 2. s Fös 28/9 kl. 20:00 5. s Lau 6/10 kl. 20:00 8. s Sun 23/9 kl. 20:00 3. s Lau 29/9 kl. 20:00 6. s Sun 7/10 kl. 20:00 9. s Velkomin heim, Nóra!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.