Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.09.2018, Blaðsíða 40
ar Bretlandsmegin við miðlínu Ermarsundsins þyrftum við ekki að stunda flökkuveiðar á hörpu- skel,“ sagði Brown. „Hræðilegur uppsteytur“ Harkaleg viðbrögð breskra sjó- manna við árásum franskra starfs- bræðra þeirra náðu alla leið inn í stjórnkerfið. Franski landbúnaðar- ráðherrann Stephane Travert sagðist hafa beðið breskan kollega sinn, George Eustice, að tryggja að skelfiskbátarnir sigldu ekki suður yfir Barfleur-Antifer línuna á Signuflóa þar sem þeir voru að veiðum er upp úr sauð. „Þar sem ég tala máli franskra sjómanna og fiskvinnslunnar bað ég enska starfsbróður minn að sjá til þess að enskir sjómenn færu af svæðinu þar sem átökin áttu sér stað meðan við freistuðum þess að finna lausn á deilunni,“ sagði Tra- vert. Breski umhverfisráðherrann Michael Gove svaraði með því að skora á franska ráðamenn að koma í veg fyrir annan „hræðilegan upp- steyt“ á hafinu. Kröfur eru gerðar á báða bóga. Barrie Deas, framkvæmdastjóri samtaka bresku sjómannafélag- anna (NFFO), segir það skyldu franskra yfirvalda að tryggja ör- yggi bresku skelfiskbátanna á veiðisvæðinu kjósi þeir að sigla þangað frekar. Gagnrýndi hann framferði frönsku skipanna harð- lega og hvatti lögreglu til að grípa til ráðstafana til að koma í veg fyr- ir endurtekningu „lögleysunnar“ frá í síðustu viku. Sjómenn ætla ekki að bugast undan hótunum og hverfa af skel- fiskslóðinni, segir Andrew McLeod, skipstjóri á togbát frá bænum Brixham í Suðvestur-Englandi, en þaðan sigldu tvö skip sem komu við sögu í áflogunum í síðustu viku. „Ég vildi sjá ríkisstjórnina vera stífari við Frakka vegna framferðis báta þeirra,“ sagði hann við AFP- fréttastofuna í talstöðvarspjalli af átakasvæðinu. Beðinn um að lýsa átökunum svaraði hann: „Þetta voru hefðbundnar franskar aðferð- ir. Grjóti og járnhlekkjum hefur áður verið kastað að okkur við veiðar við Frakklandsstrendur.“ Skelfileg upplifun Brian Whittington, skipstjóri á einum bresku bátanna, sagði að ástandið er Frakkarnir létu til skarar skríða hefði verið skelfileg upplifun. „Ég hef aldrei upplifað neitt álíka; keðjuhlekkjum, grjóti og blysum var kastað í okkur. Ætli við þurfum ekki að fá breska flot- ann með okkur næst.“ Bætti hann við að frönsk varðskip hefðu verið á staðnum en engin afskipti haft af aðgerðunum. Mike Park, framkvæmdastjóri skoskra hvítfiskframleiðenda, lét í ljósi óánægju með franska flotann. „Þetta er nógu hættuleg atvinnu- grein án átaka. Það er málefni flot- ans að greiða úr flækjunni. Við viljum ekki að þeir komi okkur til verndar en það væri dýrmætt að geta kallað eftir hjálp þeirra. Franski flotinn var á svæðinu en aðhafðist ekkert. Það verður að draga úr spennunni, við getum ekki kallað ógæfu yfir sjómenn- ina,“ sagði Park við sjónvarpsstöð- ina Fox og lýsti eftir samningsvilja Frakka. Fiskiskip frá sérhverju ríki ESB hafa „jafnan“ aðgang til veiða utan 12 mílna í lögsögu sambandsins, samkvæmt hinni sameiginlegu fisk- veiðistefnu ESB. Signuflói nær vel út fyrir 12 mílur og því hafa bresk- ir bátar getað athafnað sig þar árið um kring. Segjast þeir í öllu fara að lögum og franskir sjómenn hafi engar heimildir til að stöðva veiðar þeirra. Sérhvert strandríki hefur hins vegar vald til að takmarka aðgang skipa frá öðrum ESB-ríkjum innan 12 mílnanna. Þetta þýðir að Frakk- ar geta takmarkað aðgang Breta innan þeirra marka en ekki utan línunnar. Með lögum hafa Frakkar takmarkað sókn í skelfiskinn í Signuflóa og aðeins heimilað veiðar frá 1. október til 15. maí næsta ár. Með því segja franskir sjómenn fiskiskip annarra þjóða fá óeðlilegt forskot til veiðanna og standa bet- ur að vígi en frönsk. Kergja kemur í veg fyrir samninga Hörpuskelin er meðal verðmæt- asta skelfisks í lögsögu ESB- ríkjanna og er eftir miklu að slægj- ast. Umhverfis- og matvælaráðu- neytið í London bendir hins vegar á að þegar á heildina sé litið hafi franski fiskveiðiflotinn miklu meira upp úr veiðum í breskri lögsögu en breskir sjómenn á frönskum mið- um. Á undanförnum árum hafa Bret- ar og Frakkar komið sér saman um stjórn skelfiskveiðanna. Lán- aðist þeim ekki að semja í ár, að- allega vegna vaxandi heiftar og beiskju yfir sumarveiðum Bret- anna. Segir stjórn ESB að það væri fyrst og fremst í þágu sjó- manna að samið yrði um sóknina. Frakkar vilja að Bretum verði bannaðar sumarveiðarnar og bera við hættu á ofveiði ella. Segja þá hafa grafið undan fyrra veiðistjórn- arsamkomulagi með því að senda fleiri og fleiri smærri báta til veið- anna. Í mótmælaskyni neituðu Frakkar að semja um veiðarnar í ár. Síðustu alvarlegu átökin á undan rimmunni í síðustu viku átti sér stað undan ströndum borgarinnar Le Havre í október 2012. Þá reyndu 40 frönsk fiskiskip að sigla á breska báta og koma netum í skrúfur þeirra. Síðan þá hafði ríkt spennuþrungið vopnahlé, eftir að Bretar féllust á að draga stærri skip af svæðinu. Brexit-áformin hafa hins vegar gruggað vatnið enn frekar og áttu sinn þátt í auknu ergelsi Frakka. Breskir sjómenn eiga á hættu að verða útilokaðir frá veiðum í lög- sögu ESB við útgöngu Breta úr sambandinu (Brexit) á næsta ári, náist ekki áður samkomulag um gagnkvæmar veiðar. Fyrrnefndur Rogoff segir breska sjómenn hafa aukið skelfiskveiðar sínar í aðdrag- anda Brexit og í því felist hætta á ofveiðum á æxlunartíma skeljar- innar. „Afli bresku skeljaslæðar- anna hefur rúmlega tífaldast síð- asta áratuginn, þeir veiða meira en við,“ sagði Rogoff, sem óttast að lítið verði eftir af skel fyrir frönsku bátana þegar þeir mega hefja veið- ar í október. Breskir fjölmiðlar hafa vegna orrustunnar undan Normandí rifj- að upp átökin um veiðar við Ísland og afskipta breska flotans af þeim. Sagði Daily Telegraph stríðunum hafa lyktað með „þjóðarniðurlæg- ingu“ og því yrðu Bretar að vinna skelfiskstríðið. Sögulega séð voru hörpuskeljar notuð sem tákn um pílagrímsferð. Í kvöldmáltíð list- málarans Caravaggios í þorpinu Emmaus skammt frá Jerúsalem ber Kleófas, einn af lærisvein- unum, sérlega stóra skel á brjóst- kassanum til marks um píla- grímsför hans. „Haldi stríðin við Frakka um skelina áfram gætum við allt eins verið að hefja nýja pílagrímsför eftir fiskrétti dags- ins,“ sagði í upprifjun Daily Tele- graph um Þorskastríðin. AFP Að veiðum Franskir sjómenn tæma skelfiskplóginn við veiðar á Signuflóa. Bretar og Frakkar deila hart um skelfiskveiðarnar þar. Átök milli breskra og franskra fiskimanna um skelfisk Heimild: maps4news.com/©HERE, Franska sjávarútvegsráðuneytið FRAKKLAND BRETLAND Rouen Le Havre Portsmouth Eastbourne Dieppe Le Treport Fecamp Port-en- Bessin Ouistreham Barfleur ERMARSUND 20km 12 sjómílna landhelgi Franskir sjómenn mega veiða frá 1. október til 15. maí ár hvert Átök milli franskra og breskra sjó- manna í síðustu viku Cap d' Antifer Breskir sjómenn mega veiða utan 12 mílna línunnar allt árið 40 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2018 Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla z Árstíðabundinn lager z Lager z Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla z Kæligeymsla z Leiga til skemmri eða lengri tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.